Morgunblaðið - 24.10.1973, Side 23
kost á langskólanámi. Sjálfur var
hann visindamaður að eðlisfari og
eflaust hefði hann getað náð langt
á braut vísinda, ef mál hefðu
þannig skipazt. Á s.l. ári má segja,
að draumur hans um vísindastörf
hafi að nokkru rætzt, þegar hann
hóf störf við raunvísindadeild Há-
skólans sem skrifstofustjóri.
Hann mun hafa gengizt mjög upp
í þessu starfi, og mér hafa tjáð
yfirboðarar hans í Háskólanum,
að hann hafi reynzt framúrskar-
andi vel í þessu starfi og mikið
skarð sé nú fyrir skildi við fráfall
hans. Það eru óvæg örlög, að hann
skyldi ekki fá að njóta þessara
starfa í lengri tíma.
Og nú er Einar Pálsson allur. Á
fögrum haustdegi, þegar dýrð
himinsins endurspeglaðist í sjá-
varfletinum skammt frá heimili
hans, er hann kallaður burtu.
Fagurt ferðaveður, en ástvinir
standa þrumu lostin.
Þannig er lífið, það er alltaf að
koma mönnum á óvart. Og hafið,
sem hér hefur verið minnzt á,
getur á vissan hátt verið samlík-
ing við umrót hins daglega lífs.
Við sjáum -hafið í hinum breyti-
legustu myndum. Sjaldan sjáum
við hafið spegilslétt. Oftar eru
bárur á haffletinum og ekki
ósjaldan sést Ægir í illskuham,
þegar hvítfyssandi öldur berja
hafflötinn eða brotna með ofur-
þunga við klettótta strönd. Yfir-
borð sjávarins breytist stöðugt.
Stundum er það spegilslétt og
kyrrt, en á öðrum tíma ólgandi og
ofsalegt og stynur undan veðra-
hami. En er það ekki athyglisvert,
að þegar vindur og stormur berja
og ýfa hafflötinn og mynda hvít-
fyssandi öldurót, þá er að finna
algjöra kyrrð í djúpi hafsins.
Niðri í dýpinu ná hvorki stormar
né öldurót að trufla þá miklu
kyrrð, sem þar rfkir. Silencia ræð-
ur þar ríkjum.
Einar Pálsson átti sitt hugar-
djúp. Það var gæfa hans að geta
leitað þangað í kyrrðina og velt
fyrir sér hinum miklu gátum
mannlegs lffs. Og nú fær hann trú
lega ráðningu á þessum gátum í
nýjum heimkynnum. Forfeður
vorir töluðu um Gimli, salinn,
sem væri allra fegurstur, þar sem
dyggvar dróttir byggja. Ég óska
Einari Pálssyni fararheilla til
slíkra heimkynna, þar sem skráð
er gullnu letri: „Excelcior —
hærra, — hærra minn guð til
þín.“
Guðlaugu, börnunum og öðrum
ástvinum sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Erlendur Einarsson
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR24. OKTÖBER 1973
23
Guðjón Gíslason
Garði — Minning
F. 1.11.1905.
D. 17.10.1973.
Sælir eru hjartahreinir,
þvf að þeir munu Guð sjá.
GUÐJÖN Gíslason var borinn og
barnfæddur Suðurnesjamaður og
var hið ágætasta dæmi um dugn
að þeirra og eljusemi.
Foreldrar hans voru hjónin
Gísli Eyjólfsson og Þuríður Jóns
dóttir, lengi búandi á Þórodds-
stöðum í Miðneshreppi, en sfð-
ustu æviárin til heimilis f Sand-
gerði.
Guðjón ólst upp í föðurgarði,
elztur ellefu systkina sem öll hafa
reynzt atorkufólk. Hann hóf ung-
ur almenna vinnu til Iands og
sjávar, bæði við húsagerð, vega-
vinnu og þó einkum sjávarútveg.
Hafði hann um langt árabil unnið
við fiskvinnslu hjá sama fyrir-
tæki f Garðinum og starfaði þar
allt fram á síðasta dag. Mér er það
kunnugt, þar sem ég vann með
honum um tima, að hann var hafð
ur þar í miklum metum meðal
yfirmanna og vinnufélaga, enda
gekk hann að störfum sínum af
alvöru og trúnaði og var þó einkar
skemmtilegur viðræðu, gaman-
samur og ungur í anda.
Guðjón safnaði ekki miklum
veraldlegum auði um dagana, en
hús eignaðist hann ágætt, og við
það gerði hann sér fallegan garð.
Heima við höfðu hans sístarfandi
hendur ætíð nóg að gera við að
hlynna að garðinum og stunda
ýmsar smíðar, sem honum voru
hugleiknar, en Guðjón var hág-
leiksmaður mikill. Öll umgengni
við húseign hans, Gimli í Garði,
bar snyrtimennsku hans fagurt
vitni.
Guðjón var hógvær maður og
lét ekki mikið yfir sér. Hann gerði
sér ekki títt um að vasast í félags-
málum, en var þó hinn bezti
félagi þeim, sem hann batt trúnað
við, og ágætur húsbóndi heim að
sækja. Kom þá í ljós, að hann
hafði á grundvelli langrar reynslu
myndað sér ákveðnar skoðanir á
ýmsum málum og þurfti ekki að
láta pólitíska skrumara segja sér
til um, hvað landi og þjóð væri
hagfelldast.
Sönn mannúð kemur ekki sízt
fram í viðskiptum manna við
dýrin. Guðjón í Gimli var sér-
stakur dýravinur og sinnti þeim
af óeigingjarnri alúð, bæði
hestum, hundum og fleiri dýrum,
sem hændust að honum.
Hann var ókvæntur og barn-
laus, en bjó síðustu 6 árin með
Valdfsi Jónsdóttur. Var sambúð
þeirra hin ánægjulegasta og
miklir kærleikar með þeim alla
tíð. Börnum hennar og barna-
börnum reyndist hann einnig sem
góður faðir. Það leyndi sér þá
ekki, hvílíkum mannkostum hann
var búinn, enda átti Valdís hjá
honum hamingjusöm ár. Hún
kveður hann vú með mikilli ástúð
og virðingu og þakkar honum
allar velgjörðir við sig.
Heslamannafélaglff Rauffur
heldur fyrsta fund sinn á þessum vetri, miðvikud. 24/ 1 0
kl. 8.30 að Fríkirkjuvegi 11. R. Efni: Kynnt verður
vetrarstarfsemi félagsins og Friðþjófur Þorkelsson sýnir
hestamyndir úr ýmsum áttum.
Með Guðjóni Gíslasyni er
genginn einn þeirra nýtu þjóð-
félagsborgara, sem rækta sinn
garð f hljóðlátri önn og brjótast
gegnum lífið af eigin rammleik,
en ætlast ekki til, að aðrir leggi
þeim allt upp i hendurnar. Hann
er hin ágætasta fyrirmynd um
grandvarleik og trúmennsku, en
slíkar dyggðir spretta einungis af
hreinu, kristilegu hjartalagi. Og
sannarlega var hann hógvær mað-
ur og af hjarta lítillátur. Því er
það von mín og trú, að fyrirheitin
miklu, sem lofað er í Sæluboðun
Krists, rætist á þessum trúa
verkamanni í víngarði Drottins.
Megi Guðs blessun fylgja hon-
um.
Jón Valur Jensson.
t
Jarðarför konunnar minnar
LOUISU TÓMASDÓTTUR
Öldugötu 54
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25, okt kl 1 3 30
Fyrir mlna hönd, barna okkar, tengdabarna, barnabarna og annarra
aðstandenda
Ásgrímur Gislason.
NOTAÐIR BÍLAR
Sellum I dag 21.10.73
Saab 99 '72
Saab 99 71
Saab 96 '73
Saab 96 '72
Saab 96 '71
Saab 96 '70
Saab 96 '69
Saab 96 '68 2T
Saab 96 '67 V 4 og 2 T
Saab 96 '65
Datsun 1 200 '73, ekinn 18 þús.
VW 1600, fastback '67
Vauxhall Viva '72
Landrover Benz '70
Bronco V 8 '70
Volvo 144 '67 ekinn 50 þús.
B3ÖRNSSQN&CO.
SKEIFAN 11
SÍMI 81530
Keflavík - Suffurnes
Til sölu m.a.:
í Keflavík, nýleg 2ja herb. íbúð. Allt sér. 4ra herb.
glæsileg íbúð, ásamt bílskúr. 5 herbergi, eldhús og bað.
Lágtverð.
í Yrti-Njarðvík, 136 fm. einbýlishús, ásamt bílskúr.
Ræktuð lóð.
í Grindavík, fokhelt raðhús, 4 svefnherbergi, stofa,
eldhús og bað. Bílskúr. Teikningar liggja frammi.
í Sa.ndgerði, 2ja, 3ja, og 4ra herb. íbúðir.
í Garðinum, 5 herbergi, eldhús og bað, í eldra húsi.
Nýtt plastklætt timburhús 1 32 fm.
Bíla- og fasteignaþjónusta Suðurnesja,
sími 1 535, heima 2341.
Fjöibreytt
úrval at
barnatatnaot
Pðstsendum
Vezl. Val,
Linnetstíg 1,
HafnarfircJi
Sími 52070