Morgunblaðið - 24.10.1973, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.10.1973, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR24. OKTÓBER 1973 SAI B Al N 1 Ed McBain: I ó heljorþröm 20 „Alan. Og hann dró hníf Ur vasa sínum og gat rétt hendina inn fyrir og skorið á snærið.“ „Og þá opnaðist hurðin án við- náms, ekki rétt?“ „Jú.“ Og hvað svo?“ „Þeir kölluðu á Roger og báðu hann að hringja á lögregluna." „Hreyfði nokkur við neinu í herberginu?" „Nei, þeir snertu ekki einu sinni tengdapabba." „Fór enginn þeirra einu sinni að tengdaf öður yðar?“ „Jú, þeir skoðuðu hann, en snertuhannekki. Þeir sáu strax, að hann var dáinn. David taldi ráð- legast, að þeir hreyfðu hann ekki.“ „Hvers vegna?“ „Vegna þess, að hann var dá- inn.“ „Nú?“ „Hann . . . hann vissi, að það kæmu lögreglumenn, geri ég ráð fyrir.“ „En hann vissi líka, að faðir hans hafði framið sjálfsmorð, ekki rétt?“ „Jú ... jú ég býst við því.“ „Hvers vegna var hann þá að vara hina við því að snerta Ifkið? “ „Hef ekki hugmynd um það,“ svaraði Christine stuttí spuna. Carella ræskti sig. „Hafið þér þá hugmynd um, frú Scott hvers virði tengdafaðiryðar var?“ „Virði? Hvað eigið þér við með virði?“ „I eignum,“ svaraði hann. „I peningum." „Nei, það veit ég ekkert um.“ „Htthvað hljótið þér nú að vita um það, frú Scott Þér hljótið að vita, að hann var mjög auðugur maður.“ „Já, auðvitað veit ég það.“ „En ekki hversu auðugur er það?“ „Nei.“ „Vitið þér, að hann lætur eftir sig 750 þúsund dollara, sem skipt- ast eiga jafnt milli sona hans þriggja. Svo ekki sé nú minnzt á iðnfyrirtækjasamsteypuna og ýmis hlutabréf." „Hvað eruð þér að gefa í skyn, herra Carella?" „Gefa I skyn? Ekkert. Eg er aðeins að fara með fáeinar staðreyndir varðandi arfskipt- inguna. Það er allt. Finnst yður einhverjar aðdróttanir fólgnar I þvf?“ „Nei.“ „Eruð þér vissar um það?“ „Jú, fjandinn hafi það, þetta eru aðdróttanir. Þér látið að þvf liggja, að einhver hafi af ásetn- ingi . . . það eru bölvaðar aðdrótt- anir eða hvað?“ „Það eruð þér, sem eruð með aðdróttanir, frú Scott. Ekki ég.“ „Farið til helvítis, herra Car- ella.“ „Hmmm,“ svaraði Carella. „Þér gleymið dálitlu, er það ekki?“ „Hverju?" „Tengdafaðir minn fannst lát- inn I gluggalausu herbergi og hurðinni hafði verið læst innan frá með loku. Þér vilduð kannski fræða mig á, hvernig aðdróttanir yðar um morð..." „Yðar aðdróttanir, frú Scott.“ „ . . . um morð koma heim og saman við þessar augljósu stað- reyndir? Eða er öllum rann- sóknarlögreglumönnum svo farið að leita ósjálfrátt að einhverjum skít? Er það yðar starfi, Carella? Að leita að skít?“ „Minn starfi er að sjá um, að lögum sé framfylgt. Að rannsaka glæpi." „Það hefur enginn glæpur verið fraininn hér. Og engin lög brotin." „Sjálfsmorð er brot á lögum,“ svaraði Carellaum hæl. „Nú, sjálfsmorð. Þér viður- kennið þá, að þetta hafi verið sjálfsmorð." „Það lítur helzt út fyrir, að svo sé. En fjöldinn allur af morðum, lítur við fyrstu sýn út eins og sjálfsmorð, en reynist síðar vera manndráp af ásetningi. Yður er sama þótt ég tali hreint út, er það ekki?“ „Mér er sama um allt nema ruddalega framkomu yðar. Svo framarlega, sem þér gleymið ekki því, sem ég gat um áðan.“ „Hvað varþað?" „Að hann fannst látinn í læstu og gluggalausu herbergi. Gleymið því ekki, herra Carella." „Frú Scott,“ svaraði Carella einlæglega, „það vildi ég að ég gæti.“ Attundi kafli. Alf Miscolo lá sem hrúga upp við dyr karlasalernisins. Það voru ekki liðnar 30 sek- úndur frá því, að kúlan hæfði hann i bakið. Fólkið í salnum var í stirðnuðum stellingum, það var II þýóingu Björns Vignis, engu lfkara en hvellurinn frá 38unni hefði lamað það, það mátti hvorki mæla né hreyfa sig. Púður- agnir svifu innan um grábláan reykinn frá byssunni. Virginia Dodge stóð eins og skuggamynd inni í gráum reyknum, hún var allt I einu orðin yfirþyrmandi, áþreifanleg ógnun. Hún snarsner- ist frá hliðinu um leið og Cotton Hawes stóð upp frá borði sínu í salarhorninu. „Á þinn stað aftur!" sagði hún. TÍMARITIÐ „HUS S HIBYU' Nýtt tölublað af „Hús & hlbýli" er nú komið í allar helztu bókabúðir og nokkrar blaðsölur 1 Reykjavlk, Kópa vogi og Hafnarfirði — og er á leiðinni I bókabúðir I öllum öðrum kaupstöðum og flestum stærri kauptúnum landsins. ÚTGEFANDI: NESTOR, AUSTURSTRÆTI 6, REYKJAVÍK. SÍMI 10678. velvakandi Velvakandi svarar í sfma 10- 100 kl. 10.30—11.30. fri mánudegi til föstudags. 0 Staksteinar og ferðamálin Valdimar Kristinsson skrif- ar: „Þar kom að því, að Morgun- blaðið tók að leita sænskra fyrir- mynda. 1 skætingslegum tóni I Staksteinum, 17. október s.l., sem kann að hæfa pólitíkinni en ekki málefnalegum umræðum I virðu- legu blaði um atvinnuvegi og nytjar lands, var skýrt frá þeirri niðurstöðu Svía, að ferðamanna- straumurinn væri að færa þá í kaf, og þeir væru að verða horn- rekur í eigin húsi. Var að skilja á Staksteinum, að í þessu máli ættum við að láta niðurstöður frændanna okkur að kenningu verða. Ekki var þess getið, að við skyldum hætta að hjálpa til að fylla Majorku, ásamt Svfum og öðrum Norður-Evrópubúum. Myndu margirsegja, að Spánverj- ar vildu fá gestina sér til viður- væris. En Svíar hafa lengi reynt að hafa vit fyrir fjarlægari þjóð- um en Spánverjum, og gætu nú ásamt fórnfúsum og heimakærum Islendingum sýnt það vit f verki. 0 Kostir ferða- mennsku fyrir landsmenn sjálfa I umræddum Staksteinum er hnýtt I ferðamálaráðstefnu, sem nýlega var haldin, en þar komu fram áhyggjur af hreinlætisað- stöðu á heiðum uppi. Nú vill svo til, að landsmönnum hefur fjölg- að mjög, og fara þeir nú miklu vfðar um landið en áður. Ekki hentar því á öllum sviðum að fara lengur f spor dýra merkurinnar. Þarna erum við einmitt komin að einum aðalkostinum, sem fylgir hæfilegum fjölda ferðamanna. Þeir skapa eftirspurn og aðstöðu, sem landsmenn njóta góðs af. „Auknar framkvæmdir út og suður um Iandsbyggðina" ættu heldur ekki að halda vöku fyrir Staksteinahöfundi, þar sem þær koma byggðamálunum til góða. Þama er annar kostur ferðamál- anna. Þau stuðla að ýmiss konar starfsemi í byggð, þar sem fá- mennt er og væri annars allt árið utan alfaraleiðar. Borgarbúum kann að henta að geyma sér staðn- aða byggð til að leita uppi stöku sinnum til tilbreytingar, en fáir vilja búa i slfkum „lifandi söfnum“ til þess að þéttbýlisfólk- ið geti brugðið sér í þykjustuleik frumstæðra lifnaðarhátta. 0 Skýrsla Sameinuðu þjóðanna Þeir, sem ræða vilja um ferðamálin á málefnalegan hátt, ættu að kynna sér nýútkomna skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna. Fólki kann að sýnast sitt hvað um hugmyndir þeirra og niðurstöður, en þeir gera vissu- lega ekki ráð fyrir neinu „ferða- mannapakkhúsi“ hér á landi, enda höfum við lægðirnar og loftslagið með okkur í þeim efnum þótt ekki kæmi annað til. I annan stað verða lífskjörin vænt- anlega það góð á Islandi, að hér verður alltaf dýrt að ferðast. Ödýr ferðamannalönd eru aðeins þau lönd þar sem fólkið er fátækt. Vilji menn hins vegar beita sér fyrir fækkun erlendra ferða- manna, verða þeir hinir sömu að stuðla að róttækum aðgerðum, annars er hætt við að árangurinn verði rýr. Ahrifamest af öllu væri að fækka flugferðum til og frá landinu, þá komast bókstaflega ekki eins maigir hingað. Þetta hefði einnig þann kost, að við troðum ekki eins mörgum um tær erlendis. Margt fleira bæri að athuga. Til dæmis er hætt við, að leiðin undir Vatnajökli freisti fleiri en Mör- landans eins þegar Skeiðará hefur verið brúuð. Framfarir er svo erfitt að hafa fyrir sig eina nú á dögum. Víst viljum við öll hafa rúmt um okkur, en íslenzka þjóðin hefur ekki valið leið einangrunar og fásinnis, og því viljum við ekki, og getum reyndar ekki heldur, látið sem við séum ein í veröldinni. Island er ekki lengur sá „staki steinn“, sem það var um margar myrkar aldir. Valdimar Kristinsson." % (Jtvarpsráðið framtakssama Sigurður Gunnarsson skrif- ar: „Furðulegt mál í sögu frjálsrar fréttamennsku á Islandi kom upp, þegar hið vinstri sinnaða útvarps- ráð undir stjórn Njarðar P. Njarð- víkur ætlaði að taka af skarið, og koma í veg fyrir, að landsmenn fengju hlutlausar fréttir af heimsviðburðum, en nýlega sam- þykkti meirihluti ráðsins vítur á þrjá beztu fréttamenn Ríkisút- varpsins fyrir hlutdræga túlkun á stjórnarskiptunum í Chile, svo sem kunnugt er. Nú er það engin nýlunda, að Nirði og skoðanabræðrum hans takist að kúga starfsmenn til að fara eftir skipunum hins heilaga útvarpsráðs. En nú keyrir svo sannarlega um þverbak. Hvorki meira né minna en þrír fréttamenn fengu yfir sig harðan dóm vegna þess, að þeir höfðu sagt satt og rétt frá stjérn- arskiptunum I Chile, á algerlega hlutlausan hátt. Þeir sögðu ein- faldlega frá göllum stjórnar1 Allende, en hældu á engan hátt ríkir. Þetta er nú sjálft hlutleysið! ríkir. Þetta er nú sjálft hlutleysiðl Vonandi verða dagar þessa út- varpsráðs brátt taldir, þannig að skynsamlegar verði stjórnað á eftir. Sigurður Gunnarsson, Alfaskeiði 75, Hafnarfirði." Skrllstofuhúsnædl Til leigu 80 — 110 fm. skrifstofuhúsnæði að Skóla- vörðustíg 12. Upplýsingar í síma 3021 9 og 23371. lófllp vlfl Llndargðtu Lóðirnar nr. 31, 35 og 37 við Lindargötu í Reykjavík, eru til sölu. Lóðirnar eru samliggjandi. 1030 fm að stærð. Nánari upplýsingar veitir lögfræðingur bankans, Stefán Pétursson, hrl. Landsbanki íslands. TIL SÖLU TIL SÖLU Við LÖNGUBREKKU i KÓPAVOGI, parhús 2x70 fm Á hæðinni er forstofa, hol, saml stofur, eldh. og snyrting Á efri hæð 4 svefnh. geymsla og bað BÍLSKÚRSRÉTTUR. í VESTURBÆ, 3ja herb íbúðá jarðhæð LAUS í HAFNARFIRÐI 4ra herb ibúð BÍLSKÚR. Fasteignamiðstöðin, HAFNARSTRÆTI 11, símar 20424— 14120. Tlmarltlfl „Hús & hfbýll” í áskrift „Hús og híbýli" er eina islenzka tímaritið um hús og híbýli. 4 blöð á ári, offsetprentuð, full af hugmyndum og myndum. 20—25 efnistitlar í hverju tölublaði Áskrift er ódýr, 1973 aðeins 250 krónur fyrir 4 blöð og þó fylgja 2 blöð frá 1972 í kaupbæti. Gerist áskrifandi nú þegar: ^ Sendið greiðslu í gíró frá næsta pósthúsi, banka, bankaútibúi eða sparisjóði. Póstgírónúmer INJestors er 10678. „ y 0 Sendið greiðslu í strikuðum tékka, ásamt meðfylgjandi pöntunarseðli útfylltum — í almennu bréfi. 0 Pantið í póstkröfu í síma 91-1 0678. Þér fáið þegar send 4 blöð og síðan hin 2, sem ókoniin eru út á árínu, jafnóðum og þau koma út. ÚTGEFANDI. NESTOR, AUSTURSTRÆTI 6, 2. HÆÐ, REYKJAVIK. SÍMI 10678 NESTOR — AUSTURSTRÆTI 6 — REYKJAVÍK Undirr. óskar eftir að gerast áskrifandi að timaritinu „Hús & híbýli" . . . Nafn og heimilisfang: . og sendi hér með áskriftargjaldið 1 973, kr. 250.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.