Morgunblaðið - 24.10.1973, Side 30

Morgunblaðið - 24.10.1973, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1973 IMTTlWniR MORGIIIIIBLAfiSIRIS Unglingarnir í sérflokki A opnu móti f borðtennis, sem fram fór f Laugardalshöllinní f fyrrakvöld, bar Gunnar Finn- björnsson sigur úr býtum, hann sigraði Hjáimar Aðalsteinsson 21:16 og 21:17 f úrslitum. Gunnar er aðeins 15 ára, en stendur þó flestum öðrum fslenzkum borðtennisleikurum framar. 1 þriðja sæti varð Jón Sigurðsson, hann vann annan unglingaflokksmann, Jónas Kristjánsson, 21:15 og 21:16. Af þeim átta, sem komust I fjórðungsúrslitin, voru fímm unglingar, og sýnir það mæta vel. að hefðu ungu piltarnir fengið að spreyta sig f landskeppninni við Færeyinga á sunnudaginn, hefði sigurinn mjög líklega orðið fslenzkur. Færeysku landsliðsmennirnir tóku þátt I þessu opna móti, en stóðu sig ekki eins vel og f lands- keppninni. Fararstjóri Færey- inganna Sverre Midjörd var sá eini, sem komst f fjórðungsúrslit. Nokkrum leikja sinna töpuðu Færeyingamir þó injög naum- lega, en yfirleitt voru leikirnir f þessu móti mjög jafnir og skemmtilegir. Gunnar Finnbjörnsson Arleg fimleikasýning SIÐASTLIÐIN TVÖ AR HAFA Fimleikasamband Islands og íþróttakennarafélagið gengizt fyrir miklum fimleikasýningum í Laugardalshöllinni. Hafa báðar þessar sýningar tekizt mjög vel og þótt góð skemmtun f skammdeg- inu. Nú hafa sömu aðilar ákveðið að gangast fyrir þriðju sýning- unni, og verður hún 2. desember. Þegar hafa fjölmargir flokkar tilkynnt þátttöku, og gera má ráð fyrir, að færri flokkar komist að en vilja. Undirbúningsnefnd vinnur nú að skipulagningu sýn- ingarinnar, og þurfa þeir, sem áhuga hafa á þátttöku, að hafa samband við undirbúningsnefnd- ina sem allra fyrst. I athugun er að fá þátttakendur erlendis frá, en enn er ekki vitað, hvort af því getur orðið. Badminton: Keppt verður við Finna og í Norðurlandamótinu tSLENDINGAR leika sinn annan landsleik f badminton 16. nóv.n.k. og mæta þá Finnum: Leik- ið verður f Helsinki og sennilega keppt f fjórum einliðaleikjum og þremur tvfliðaleikjum. Þá hafa sex Islendingar verið boðaðir til þátttöku f Norðurlandameistara- mótinu í badminton, sem fram fer f Helsinki 17. og 18. nóvem- ber. Sem kunnugt er léku Islendingar sinn fyrsta landsleik f badminton f fyrra, er þeir mættu Norðmönnum f Laugar- dalshöllinni. Norðmennirnir unnu öruggan sigur, enda greini- legt að reynsluleysi háði tslendingunum. Finnar standa á mjög sviðuðu stigi og Norðmenn, þannig að von ætti að vera til þess, að Islendingar geti veitt þeim keppni f landskeppninni. Þeir, sem skipa fslenzka Iands- liðið, eru þeir Haraldur Korne- lfusson, Steinar Pedersen, Sigurður Haraldsson, Garðar Alfonsson, Óskar Guðmundsson og Friðleifur Stefánsson. 1 Norðurlandamótinu munu f imm Islendingar keppa f einliða- leik, þeir Haraldur, Steinar, Sigurður, Óskar og Friðleifur, og sfðan munu þeir svo keppa f þremur tvfliðaleikjum. Þá leika saman Haraldur og Steinar, Sigurður og Garðar og Óskar og Friðleifur. Haraldur Komelfusson — mestar vonir eru bundn- ar við hann f landskeppninnf og Norðurlanda- mótinu. Agreiningur milli Dana og Finna NORÐURLANDAMÓTIÐ í körfuknattleik hefur venjulega verið haldið um páska ár hvert. Að þessu sinní er það vilji gest- gjafanna, sem að þessu sinni eru Finnar, að mótið verði hald- ið f janúar. Astæðan fyrir þvf að Flnnar vilja flýta mótinu er sú, að Heimsmeistaramótið f ís- knattleik fer fram í Finnlandi um páskana og vilja Finnamir koma I veg fyrir að þessi tvö mót rekist á. Danir hafa boðist til að halda NM í körfuknattleik að þessu sinni vegna þess að í janúar geta þeir ekki tekið þátt í NM vegna Bandaríkjaferðar. Hafa þeir skrifað til norrænu körfu- knattleikssambandanna um þetta mál, en aðeins eitt land- anna hefur svarað, Island. Vill íslenzka Körfuknattleikssam- bandið gjarnan, að mótið verði haldið f Danmörku, en það minnkar kostnað við ferðalög talsvert. Gjafir í Haukssöfnunina ÞÓTT Haukssöfnuninni sé nú formlega lokið, berast enn gjaf ir í hana. Til Morgunblaðsins hafa borizt, auk þess sem áður hefur verið getið um, kr. 8.634,00, sem var ágóði af leik Unglingalandsliðsins 1973 við Faxaflóaúrval i tilefni 50 ára afmælis Alberts Guðmunds- sonar, og kr. 10.000,00 frá full- trúaráði Fram, sem gefið var í tilefni afmælisleiksins. Þá hafa borizt kr. 10.000,00, sem safnað var á vegum Kaupfélags Stöðvarfjarðar, og kr. 12.800,00 frá starfsfólki Landssíma Is- lands. Uppgjör söfnunarinnar fer nú senn fram, þannig að ef einhverjir ætla sér að gefa I söfnunina, eru þeir hvattir til að gera það hið fyrsta. Bjarni gefur ekki kost á sér Vegna blaðaskrifa og ýmissa bollalegginga manna á meðal, að undanförnu, vil ég taka það fram, að ég hef ekki í hyggju og hef aldrei haft, að gefa kost á mér við formannskjör í KSI. Bjarni Felixson. Tvíburabræður VESTUR-ÞJÓÐVERJAR og Austurríkismenn léku lands- leik i knattspyrnu I sfðustu viku og fór leikurinn fram í Þýzkalandi. Þjóðverjarnir unnu 4-0 og f tveimur síðustu leikjum sínum hafa Austur- rikismennirnir mátt þola stórt tap, samanlagt 0-11, 0A á móti Þjóðverjum og 0-7 á móti Englendingum á Wembley. Mörk Þjóðverja í leiknum við Austurríki skoruðu marka- kóngurinn Gerd Muller (2), Wolfgang Weber og Erwin Kremer. 1 leiknum gerðist sá einstæði atburður að tvíbura- bræður léku í landsliði Þjóð- verja, þeir Erwin og Helmuth Kremer. Víkingur AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar Víkings verður haldinn f Vfkingsheimilinu við Hæðar- garð, miðvikudaginn 31. október nk. og hefst klukkan 20.00. Fundarefni venjuleg aðalfundarstörf. Hagnaður IBK tæp millj. í 1. deildinni ÞAÐ FER tæpast á milli mála, að lið IBK í knattspyrnu er ekki að- eins það sterkasta hér á landi um þessar mundir, heldur einnig það vinsælasta. I reikningsyfirliti KSI um aðsókn að leikjum í 1. deild kemur fram að hagnaður Keflvík- inga af leikjum sínum í 1. deild ein milljón, en frá þeirri upphæð er eftir að draga ferðakostnað, sem áætla má, að sé um 75 þús- und. Valsmenn draga að sér næst- flesta áhorfendur, en samtals er hagnaður annarra liða í 1. deild en IBK tæpar fjórar milljónir. Valsmenn fá 676 þúsund í sinn hlut, tBV 638 þús., IBA 623 þús., Fram 602 þús., KR 558 þús., IA 532 þúsund, Breiðabliksmenn draga að sér fæsta áhorfendur en fá þó 497 þúsund krónur í tekjur. Af fyrrnefndum tölum er eftir að draga ferðakostnað, sem er mjög mismikill, en Akureyringa þó langmestur. Tekjuhæsti leikurinn síðast- liðið keppnistimabil í 1. deildinni var leikur IBA og IBK á Akur- eyri, en sá leikur gaf af sér 312 þúsund krónur, leikir IBV—lBK, IBK—Fram, ÍBK—IBV, ÍBK— Vals og lA—IBK gáfu svo af sér tekjur á milli 200 og 300 þúsund krónur. Það er athyglisvert, að leikir í Reykjavfk eru tiltölulega verst sóttir, en flestir áhorfendur mæta á leiki í Keflavik og á Akur- eyri. Ef litið er á aðsókn að leikjum 1. deildar síðastliðin 3 ár, kemur í ljós, í fróðlegu reikningsyfirliti Friðjóns Friðjónssonar, gjaldkera KSI, að áhorfendafjöldi hefur heldur aukist frá sfðastliðnu ári. Þá sáu að meðaltali 914 áhorfend- ur hvern leik, en 1050 síðastliðið sumar. Sumarið 1971 er þó bezt þessara þriggja keppnistímabila, en þá voru að meðaltali 1294 áhorfendur að hverjum leik.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.