Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.11.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NOVEMBER 1973 1 7 Fóstureiðingar og2 tilraunir á fóstrum 1 fyrri grein minni um þetta efni var sagt frá, þegar uppvfst varð um tilraunir sænskra lækna á lifandi fóstrum, fengn- um við fóstureyðingar. Slfkar tilraunir eru raunar stundaðar f stórum stíl meðal þjóða, sem búa við rúma fóstureyðingalög- gjöf. Tilraunir á fólki er veigamik- i11 liður f þróun læknavfsind- anna. Á stríðsárunum notuðu þýzk- ir læknar fanga af gyðingaætt- um til læknis- og líffræðilegra tilrauna. Ýmiss konar lyfjum var dælt inn í æðakerfi þeirra til að kanna áhrifin á viss lff- færi. Fangarnir voru iðulega flegnir lifandi, ef henta þótti, og hvergi skeytt um afdrif þeirra. Enn eru vfða um heim fram- kvæmdar læknisfræðilegar til- raunir á lifandi fólki. Á flestum stórum sjúkrahúsum er slík starfsemi sjálfsagður hlutur, enda hæg heimatökin. Sjúkl- ingarnir gegna þá hlutverki. til- raunadýrsins, oftast án minnstu hugmyndar um, hvernig í pottinn er búið. Obb- inn af þessum tilraunum er vitaskuld algerlega hættulaus. Stundum eru þó aðgerðirnar svo róttækar, að grípa verður til sérstakra ráðstafana. I sum- um löndum eru slíkar tilraunir leyfðar á fáráðlingum. I lýð- ræðisrfkjum Vesturlanda eru þær gerðar á eiturlyfjaneytend- um, drykkjusjúklingum og glæpamönnum gegn þóknun og ýmsum ívilnunum. Sænskur blaðamaður hefur skýrt frá samkundu, þar sem bandarískir læknar gáfu hon- um og öðrum fréttamönnum vísbendingu um nýjustu fram- farir. Læknarnir höfðu orðið sér úti um úttaugaðan svert- ingja, eiturlyfjahrak. Þeir stungu mjóum rafskautum inn í heila mannræfilsins og fram- kölluðu með raflostum margs konar viðbrögð, ofskynjanir og sáðlát. Fóstureyðingar hagur læknanema Mannsfóstur, fengin við fóstureyðingar, eru einnig víða notuð til læknisfræðilegra rannsókna. Sænsk læknavísindi tóku fóstrin í þjónustu sína á milli- stríðsárunum, þegar skortur var á líkum til krufninga. Fóstrin voru þá aðallega notuð við kennslu læknanema. Stöðugur hörgull á líkum til krufninga háir læknanemum við Háskóla Islands, eins og öll- um er kunnugt um. Það hefur orðið óyndisúrræði lækna- deildarinnar að senda nemana á erlend krufninganámskeið. Stöðugur hörgull á líkum til krufninga háir læknanemum við Háskóla Islands, eins og öllum er kunnugt um. Það hefur orðið óyndisúrræði læknadeildarinnar að senda nemana á erlend krufninga- námskeið. Það gefur auga leið, að rýmri fóstureyðingalöggjöf á íslandi gæti bætt úr skák og sparað læknanemum óþægindi, út- gjöld og fyrirhöfn. Sú löggjöf, sem nú liggur í deiglunni, gerir ráð fyrir frjáls- um fóstureyðingum allt að tveggja mánaða aldri. Þær að- ferðir, sem í flestum tilvikum yrði beitt á svo ung fóstur, eru þess eðlis, að þau yrðu vart hæf til kennslu eða rannsókna. Frumherjar fóstureyðing- anna árétta þó, að þessi mörk séu aðeins til bráðabirgða; þau muni eðlilega hækka, þegar fram í sækir. Sænska löggjöfin, sem mjög er höfð til fyrirmyndar, leyfir fóstureyðingar að 6 mánaða aldri. Fóstrið er þá rúmlega 30 sentimetra á lengd. Hart er lagt að valdhöfunum að hækka þessi mörk. Rauðsokkur þar- lendar krefjast þess, að öll aldursmörk verði felld úr gildi, og ólíklegt er, að íslenzkar stall- systur þeirra láti deigan síga. Lff f læknis hendi Fóstureyðing er ekki alltaf réttnefni. Það er ekki óalgengt, að þroskuð fóstur séu numin sprelllifandi úr móðurkviði. Það fellur þá í hlutskipti starfs fólks sjúkrahússins að deyða Iitlu anganna. Algengast er að snúa þau úr hálsliðnum, drekkja þeim í sjóðandi vatni, reka flein f hjartað eða kæfa þau í handklæði. Svæfing móð- urinnar verkar einnig á fóstrið, en tií eru skjalfest dæmi þess, að þroskuð fóstur hafi spriklað, pissað og grátið, meðan stóð á hinni stuttu heimsókn þeirra í mannheima. Reynt er að ná fóstrunum heilum og óskódduðum, ef ætl- unin er að gera á þeim tilraun- ir. Stundum eru þau látin ásamt legkökunni í eins konar gervimóðurkvið, sem dælir blóði gegnum þau. Þannig má treina líftóru þeirra, ef gera skal tímafreka tilraun (perfusionsexperiment). Margar tilraunanna eru f sjálfu sér þjáningafullar. Mæna barnsins er þá slitin sundur, svo að sársaukaskynið hverfi. Oft veltur á miklu að fá eins þroskuð fóstur og unnt er. Vit- að er um, að fóstureyðingum hafí verið slegið á frest í því skyni, og borið við tylliástæð- um. Lyfjarannsóknir Fósturtilraunir eru meðal annars gerðar til að grennslast fyrir um áhrif efnasambanda á mannslfkamann. Lyfjafram- leiðendur geta á þennan hátt aflað sér mikilvægra upplýs- inga um áhrif vöru sinnar á hin ýmsu líffæri, áður err þau eru send á markaðinn. I þessu tilviki gilda afdrif til- raunadýrsins einu, svo ekki þarf að skera skammtana við nögl eða gera kostnaðar samar varúðarráðstafanir. Lyfjaframleiðendur \rnna einnig meðul úr líffærum fóstursins, einkum lifrinni. Slík meðul eru meðal annars notuð gegn ákveðnum blóðsjúkdóm- um. Morgunblaðið leggur einungis málefnalegan dóm á gjörðir og aðgerðaleysi ráðherranna. Blaðið deildi hart á forsætisráðherra, meðan hann lét stöðugt undan ásókn kommúnista, en tók upp hanzkann fyrir hann, þegar hann snerist gegn þeim. Blaðið deilir nú á Einar Agústson vegna þess, að hann hrekst undan þrýstingi frá kommúnistum, en mundi að sjálf- sögðu styrkja hann og styðja, ef hann beitti sér gegn þeim og Iaðaði saman þau öfl í íslenzku þjóðfélagi, sem vilja tryggja frelsi og sjálfstæði landsins, þann yfirgnæfandi meiri- hluta manna í lýðræðisflokkunum öllum, sem gera sér grein fyrir nauðsyn þess, að viðbúnaður sé hér til varna, meðan ekki hefur tekizt að tryggja varanlegan frið og öryggi með samdrætti herafla og öðrum þeim ráðstöfunum, sem að er unnið. Vissulega væri ánægjulegt að geta hælt utanríkisráðherranum fyrir slíka forystu. En sem komið er urinn mikli Síðastliðinn miðvikudag boðaði Magnús Kjartansson til blaða- mannafundar, og mikið var um dýrðir í fjölmiðlunum vegna þeirra fregna, sem hann hafði að flytja, um væntanlega títanbræðslu, stórfyrir- tæki, sem hér ætti að rísa og byggt væri í samvinnu við Gambiumenn. (Raunar vissu Islendingar lítið um Gambíu annað en það, að þetta ríki var annað tveggja, sem batt sig við 50 sjómílna fiskveiðitakmörk, hitt var Oman á Arabíusakga auk okkar Islendinga. Allir aðrir, sem víðáttu- mikla fiskveiðilandhelgi vildu, stefndu hiklaust að 200 mflum). En iðnaðarráðherrann okkar fræddi okkur á þvi, aðGambíumenn hefðu talið okkur heimsvaldasinna, þegar við ætluðum að fara að hirða sandinn þeirra til úrvinnslu hér. Það hefði Hann alls ekki viljað, og þess vegna hefði Hann farið til Vínarborgar og gert þar um það tillögu, að Islendingar og Gambiu- menn störfuðu saman að þessum framkvæmdum, þannig að Islend- ingar ættu meirihluta verk- smiðjunnar hér, en Gambíumenn minnihluta. Aftur á móti yrðu við- semjendur okkar meirihlutaeigend- ur í námuvinnslunni í Bambíu, en við minnihlutaeigendur. Sagði ráð- herrann, að hér væri um algjört nýmæli að ræða og engum hefði hugkvæmzt neitt slíkt á undan hon- um! Vist er það fagnaðarefni, ef unnt reynist að hrinda þessum áformum i framkvæmd og ekki nema gott eitt um fyrirkomulagið að segja, en ekki er það nú meira nýmæli en svo, að Islendingar eru meirihlutaeigendur i vinnslu kísilgúrs við Mývatn, en Efling stóriðju Þegar lag't var inn á braut stór- iðjunnar með byggingu ál- bræðslunnar i Straumsvík, var Magnús Kjartansson helzti andstæð- ingur þeirrar framkvæmdar og barðist með hnúum og hnefum bæði gegn byggingu verksmiðjunnar og eins gegn Búrfellsvirkjun, sem hann taldi að mundi misheppnast, vegna þess að krap og ís mundu hindra starfrækslu svo og svo langan tíma ársins. Ekki skulu hér tíunda öll þau rök, sem hann hafði fram að færa gegn stóriðju á Is- landi, en orðræður hans spönnuðu allt milli ísvandamála og landráða. Eftir að Magnús Kjartansson varð iðnaðarráðherra hefur brugðið svo við, að hann er orðinn einn helzti talsmaður stóriðjunnar og fer nú gjarnan i smiðju til þeirra, sem áður börðust fyrir stóriðjuframkvæmd- um og flytur stundum orðréttar ræður þeirra. Og ekkert er hann banginn við að tala við auðhringana, hvort heldur þeir eru í Ameríku eða Evrópu, enda hefur hann þegið veg- legt heimboð Alusuisse og látið þá greiða fyrir sig bæði ferðakostnað og veizluútgjöld. En hvort sem vinstri stjórnin sit- ur lengur eða skemur, þá er það ljóst, að Magnús Kjartansson hefur unnið íslenzkri stóriðju meira gagn en flestir aðrir. Hann leitar hvar- vetna fyrir sér um samvinnu við erlenda fjármagnseigendur til að styrkja íslenzkt atvinnulif. Flokkur hans hefur stutt hann í þessum að- gerðum, og erfitt mun reynast fyrir þá kommúnista að snúa við blaðinu, þótt ráðherrar þeirra kynnu að hefur það ekki reynzt unnt, en kannski kemur að þvf, að hann taki sér forsætisráðherrann til eftir- breytni, og þá mun svo sannarlega ekki standa á stuðningi við hann. Uppfinningamað- útlendir viðsemiendur okkar minni- hlutaeigendur. Hins vegar eru þeir meirihlutaeigendur í útflutnings- fyrirtækinu og sjá um dreifingu, en það erum við minnihlutaeigendur. Hugmynd Magnúsar er því ekki sótt lengra en norður i Mývatnssveit, en látum það liggja á milli hluta, þótt maðurinn virðist halda, að hann sé gáfaðastur allra. hverfa úr rikisstjórninni. Stóriðju- stefnan er því orðin stefna lands- manna allra, og samvinna við erlenda fjármagnseigendur er sjálf- sagðasti hlutur f heimi, þegar kommúnistar ræða stóriðjumálin sin á milli. Kjaramálin Uggvænlega horfir nú í kjara- málunum. Svo til öll launþegasam- tök hafa nú lausa kjarasamninga, og ljóst er af þeim kröfum, sem fram hafa verið settar, að ekki er hug- myndin að sætta sig við einhverjar lítilsháttar kauphækkanir, heldur á að berjast fyrir geysimiklum hækkunum. Ekki er því að leyna, að verðbólgan hefur verið svo ofboðs- leg að undanförnu, að launamönn- um veitir ekki af kjarabótum. Hitt er þó ljóst, að boginn er spenntur til hins ýtrasta, enda er það einungis vegna hinna gifurlegu hækkana á útflutningsverðmæti landsmanna, sem unnt hefur reynzt að halda efnahagslífinu gangandi. Verkalýðssamtökin gera tv;er meginkröfur á hendur ríkisvaldinu, annars vegar, að skattar verði lækkaðir stórlega og hins vegar. að húsnæðislánakerfið verði eflt. Á því leikur enginn vafi, að frumskilvrði þess, að unnt verði að semja að þessu sinni er, að ríkisvaldið hlusti á þessar kröfur og geri róttækar ráðstafanir til að mæta þeim. Skatt- píningin er orðin svo ofboðsleg, að landslýður þolir hana ekki lengur. og húsnæðislánakerfið er nú van- máttugra en nokkru sinni fyrr, vegna þess að byggingarkostnaður hefur hækkað svo mjög. að húsnæðislánin nægja nú fyrir mun minna hluta byggingarkostnaðar en áður var. Fram að þessu hefur ekkert heyrzt frá rfkisstjórninni um að- gerðir í þessum tveim málaflokkum. en vonandi verður ekki löng bið á því, að stjórnin láti frá sér heyra og að þar verði ekki um neitt kák að ræða heldur úrræði, sem að haldi koma, ella má búast við þvi. að kjaramálin lendi í algjörunt hnút.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.