Morgunblaðið - 04.11.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 04.11.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. NÖVEMBER 1973 31 —Hvað er sannleikur Framhald af bls. 2. öll samfcrða héðan frá Skál- holti ?“ „Ragnheiður, hvernig stend- ur á, að þú gerir mér þetta svona erfitt?“ „Sigurður Torfason, eg er ekki að gera þér neitt erfitt. Eg veit vel, að þetta er enginn leik- ur, en Sigurður Torfason, eg get ekkert sagt þér. Allt, sem eg gæti sagt þér, er það, að eg heyri orðróminn um þig, og þú segir mér það sama um mig. Ef þú hefur þinn sannleika, þá hlýt eg líka að hafa minn. Vilt þú leggja þinn sannleika fyrir föður minn?“ „Nei( Ragnheiður, við megum ekki gera það“. „Nei, við megum ekki gera það, Sigurður Torfason. Eg ætla ekki að gera það. Þú ræður alveg, hvað þú gerir. Þú hefur orðróminn, en þú hefur ekkert frá mér“. „Nei, eg hef ekkert frá þér, það er alveg satt. Það er alveg satt, Ragnheiður. Heyrðu, má eg tylla mér?“ „Já, já. — Sigurður Torfason, eg held það sé að líða yfir þig. Á eg ekki að ná í.vatn handa þér? Eg held, að þú sért að falla út af “. „Nei, Ragnheiður, mér lfður bara svolítið illa“. „Já, Sigurður Torfason, eg skil það vel. Þér líður illa, veslings maðurinn. Viltu ekki vatn að drekka?“ „Jú, eg held það væri gott, áður en eg fer inn til föður þíns, að eg fengi vatn að drekka. Það er eins og allt, eins og allt . . . Þakka þér fyrir, Ragnheiður, það var gott að drekka vatnið, en eg kvíði fyrir að fara inn til föður þins“. „Elg trúi því, Sigurður Torfa- son. Brynjólfur biskup er ekkert lamb að leika sér við, þegar hann er í þeim ham, en heldur þú nú ekki, að þú getir eitthvað mildað hann? Þú hefur nú ef til vill tækifæri til þess á þessari stundu“. „Já, já. — Ragnheiður, það er eitt, sem eg held, að hann ætli að gera“. „Ætlar hann að láta mig fara frá Skálholti?" „Nei, hann hefur ekki minnzt á það. Nei, nei, nei, hann hefur ekki orðað það, nei, nei. Hann hefur bara, Ragnheiður, skal eg segja þér, skammað mig fyrir heigluskap og ræfildóm og allt annað, og eg á það ekki skilið, — en, Ragnheiður, hann ætlar víst að láta þig sverja eið“. „Mig sverja eið? Hvers vegna á eg að sverja, Sigurður Torfa- son? Þú lætur það ekki við- gangast". „Sko, sko, þú veizt, hvað er talað um ykkur Daða, alstaðar, alstaðar”. „Já, eg veit, að það er talað um okkur Daða og þig og Ingi- björgu. Við erum öll þessi fjögur á milli tannanna á fólk- inu í Skálholti, en átt þú líka að sverja, Sigurður Torfason, eða Ingibjörg Magnúsdóttir?" „Nei, nei, Ragnheiður, þú mátt ekki misskilja mig, sérðu, nei, það er bara þú, af því að þú ert biskupsdóttir. Ingibjörg þarf ekkert að sverja. Hún er bara . . „Ja, hún er bara konan, sem þú elskar. Er það ekki, Sig- urður Torfason?" „Ja, eg veit það nú ekki, Ragnheiður. Ja . . .“ „Þú þarft ekki að vera hræddur við mig, Sigurður Torfason. Elg mun ekki klóra Þig“. „Nei, eg veit það, en veiztu, eg elska ekki Ingibjörgu Magnúsdóttur. Elg hef aldrei elskað hana“. „Nú, það er undarlegt. Það er undarlegt, Sigurður Torfason. Hefur þú aldrei elskað Ingi- björgu Magnúsdóttur? En hún elskar þig. Hefur þú virkilega farið svona illa með hana?“ „EJskar hún mig? Hver hefur sagt þér það?“ „Sigurður Torfason, hún kom til mfn grátandi fyrir tveimur dögum og bað mig að tala við föður minn, svo að þú misstir ekki hempuna". „Guð minn almáttugur! Datt henni þetta i hug? Ragnheiður, ert þú búin að því?“ „Sigurður Torfason, vertu ró- legur". „Þá er eg dauðadæmdur maður, ef þú hefur gert það“. ..Eg hef ekki talað við föður minn, og þó að eg fari inn til hans, þá ætla eg ekki að tala við hann um þig eða Ingibjörgu Magnúsdóttur. Það er þitt mál, Sigurður Torfason, en það er annað, sem eg vil segja þér: Leiktu þér ekki að tilfinningum konunnar, sem elskar þig, þá verður þú alla tið ógæfumaður. Þá skiptir umtalið ekki máli. Innan undir hempunni verður þú alltaf vansæll, og vittu til. ISg er að segja þér satt Sigurð- ur Torfason. En eg ætla ekki að segja föður mínum meira. Þú getur dhræddur farið þangað inn. I2n nú ert þú búinn að skrifta fyrir mér. I5g er lfka búin að skrifta fyrir þér. Sig- urður Torfason, gakktu inn til biskupsins í Skálholti, og segðu honum það, sem þér sýnist". Frá Sviss. Slffar blússur. stuttar biússur. Glugginn Laugavegi 49. ÚTBOD Tilboð óskast í smíði cg uppsetningu 1 5 orlofshúsa fyrir Sjómannadagsráð í Reykjavík og Hafnarfirði Húsin, sem eru úr timbri skal reisa að Hraunkoti í Grímsnesi. Útboðsgögn má fá hjá skrifstofu Hrafnistu D.A.S., gegn 5000 kr. skilatryggingu frá og með mánudeginum 5. nóvember. Tilboðin verða -opnuð á skrifstofu Sjómannadagsráðs að Hrafnistu, þriðjudaginn 4. desember 1973 kl. 11. fyrir hádegi. Kemur Þér Þad ekki vid? Sjávarfréttir er nýtt blað um sjávarútvegsmál, málin sem öllum koma við. Nú er rétti tíminn til þess að skapa þjóðareiningu um málefni sjávarútvegsins og allir læsir landsmenn tryggi sér eintak af Sjávarfréttum. Sjávarfréttir fjalla um útgerð, fiskiðnað, markaðsmál, rannsóknir, vísindi, tækni og nýjungar allt á sviði sjávarútvegsins. Sjávarfréttir koma út sex sinnum á ári og er hvert blað 84 blaðsíður. Kostar eintakið 1 65 kr. og ársáskrift 990 kr. Fáið Sjávarfréttir frá byrjun, og eignizt dýrmætt upplag meðan kostur gefst. Útgefandi: Frjálst framtak hf. Laugavegi 178, R. Pósthólf 1193. Símar 82300 og 82302. Til Sjávarfrétta Laugavegi 1 78. R. Undirritaður óskar eftir áskrift af Sjávarfréttum. Nafn Heimili sími RAGNAR JÓNSSON, hæstaréttarlögmaður, GÚSTAF Þ. TRYGGVASON, löafræðinaur. Hverfisgötu 14 - simi 17752. Lögfræðistörf og eignaumsýsla IShlPAUTGtRB KlhlSINS 1 m/s Baldurferfrá Reykja- vík þriðjudaginn 6. þ.m. til Snæfellsness- og Breiðarfjarðarhafna. Vörumóttaka: Mánudag og þriðjudag. SKóbud Austurbæjar Seljum á morgun og næstu daga, nokkurt magn af karlmanna- skóm úr leðri. Allar stærðir fyrir kr: 995, 1150, 1225, 1250, 1270, 1290, 1390, 1495. Ennfremur seljum við vinnu- og kuldaskó karlmanna úr leðri á kr. 995. Síðustu sendingar af þessum ódýru skóm fyrir jól. Skóbúd Austurbæjar Laugavegl 1 oo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.