Morgunblaðið - 04.11.1973, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.11.1973, Qupperneq 32
SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 1973 Vestmannaeyjar: 95% bátaflotans heim fyrir vertíð Byggingarnar rjúka upp f efri hluta Breiðholts, einbýlishús, raðhús og blokkír og sjá má mun á þessu nýjahverfi frá degi til dags. t baksýn trónar Esjan með hvftar kollhúfur, en f gær féll mjöll f höfuðborginni og varð mikil hálka á götum. Ljósmynd Mbl. ól. K. M. „ÞAÐ ER alveg ljóst, að yfir 95% af Vestmannaeyjaflotanum fara heim fyrir áramót og gera út það- an í vetur,“ sagði Ingólfur Arnar- son hjá (ítvegsbændafélagi Vest- mannaeyja. „Hver einasti útvegs- bóndi“, hélt Ingólfur áfram, „stefnir að því að fara heim, en nokkrir eru að reyna að selja báta sína, svo það er ekki á hreinu hvort bátarnir verða liðlega 60 eða 70, en fyrri talan er örugg, svo fremi að frystihúsin geti unnið aflann, en menn eru bjartsýnir á að úr þvf rætist." Ingólfur taldi, að mikil vandræði yrðu með ráðningu mannskaps á bátana og reyndar væru útvegsmenn um allt land mjög uggandi vegna ástandins í mannaráðningum á fiskibátana einkum nú eftir tilkomu allra stóru skipanna. Eins of sagt hefur verið frá í fréttum, hefur Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hafið vinnslu, en frysting bolfisks hófst þar 23. Vestmannaeyjar: Norskir aðilar vilja mala nýja hraunið og flytja út NORSKIR aðilar vilja vera ráð- gefandi og þátttakendur f vinnslu á öskunni í Vestmannaeyjum og hrauninu, sem rann yfir bæinn. Morgunblaðið ræddi í gær við Frederik Aas hjá Bygg element f Þrándheimi f Noregi og sagði hann, að Tækniháskólinn í Þránd- heimi hefði gert margvíslegar at- huganir á ösku og hrauni og niðurstöður hafa leitt í ljós, að efnið er frábært f steinsteypu af ákveðnum gerðum. Aas sagði, að þeir f Noregi væru tilbúnir til viðræðna og biðu reyndar eftir kalli, en fulltrúar frá Bygg ele- ment komu til Eyja fyrir nokkr- um vikum. Margt kemur til greina í þessu efni, en ljóst er, að nægur* 1 markaður er fyrir þetta byggingarefni í Noregi, Sviþjóð og Danmörku, en þangað selur Bygg element hráefni og hleðslu- steina. Varðandi framkvæmdir við vinnslu nýja hraunsins sagði Aas, að ef til þess kvæmi yrði hér um stórfyrirtæki að ræða, en þá yrði sett upp stór verksmiðja sem myndi mala hraunið í nokkrar misgrófar gerðir og síðan yrði það flutt í skipum, en Aas kvað engin tæknileg vandamál mæla gegn þessu. „Við vitum nákvæmlega til hvers við ætlum að nota þetta efni,“ sagði Aas, „því jákvæðar niðurstöður liggja fyrir og nú bfðum við eftir að heyra frá Islendingum og Vestmannaeying- um.“ MORGUNBLAÐIÐ fór óvenju- snemma í prentun f gær, laugar- dag, eða nokkru fyrir hádegi, vegna 60 ára afmælis blaðsins. Lesendur eru vinsamlega beðnir um að athuga það í sambandi við fréttir dagsins. Fyrst yrði að nýta öskuna, og ekkert mælir gegn því, að ráðast síðan á hraunið sjálft ef vilji er fyrir hendi. I viðtali við Morgunblaðið i gær sagði Magnús Magnússon, að undanfarnar vikur og mánuðir hefðu farið í að nota öskuna, sem hefur verið hreinsuð, í að byggja nýja vegi og stækka flugbrautirn- ar, en nú yrði farið að huga að öðrum þáttum í því efni og m.a. þær hugmyndir, að setja upp vikurvinnslu og mylja nýja hraunið, sem fór yfir bæinn, a.m.k. tunguna, sem rann inn í Miðbæinn á milli Skansins og Vestmannabrautar. okt. s.l. á 9 mánaða afmæli eld- gossins. Þá er Eyjabergið tilbúið til starfa og frágangur véla í Fisk- iðjunni og ísfélag Vestmannaeyja gengur vel og á allt að vera klárt þar fyrir vertíðina. Einar hafn- ar kröfu kommúnista SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun Einar Ágústsson utanrfkisráðherra hafa neitað að verða við kröfu Alþýðu- bandalagsins um, að sá flokk- ur fái fulltrúa í viðræðunefnd við Bandarfkjamenn um varn- armálin, en þær viðræður fara fram um miðjan nóvember. Afþýðubandalagið mun síð- ast hafa sett þessa kröfu fram sl. fimmtudag, er drög að land- helgissamningnum við Breta voru til umræðu innan ríkis- stjórnarinnar, en fengið neit- im. Svo sem kunnugt er, var þegar f upphafi stjórnartfma- bilsins sett upp svokölluð ráð- herranefnd um varnarmálin og áttu sæti f henni auk utan- rfkisráðherra þeir Magnús Kjartansson og Magnús Torfi Ölafsson. Fyrirlestur Þorbjörns um hraunkælinguna ÞORBJÖRN Sigurgeirsson pró- fessor mun flytja fyrirlestur i Norræna húsinu í dag kl. 3 um hraunkælínguna og eldgosið í Vestmannaeyjum. Fyrirlesturinn er fluttur á veg- um Háskólans og félags kennara þar, en Þorbjörn varsem kunnugt er upphafsmaður að hraunkæl- ingunni, sem bar svo frábæran árangur, sem raun ber vitni. Þor- björn sýnir litskuggamyndir með fyrirlestri sínum og er aðgangur heimill öllum, sem áhuga hafa. Aas kvað þá vera tilbúna til að vera ráðgefandi i þessum málum og þátttakendur eftir því sem íslendingar vildu, en að sjálf- sögðu yrði stjórnin að vera í hönd- um Islendinga. Mikil ölvun MIKIL ölvun var f borginni í fyrranótt, eins og vill verðafyrstu helgina eftir mánaðamót. A föstu- dagskvöld og um nóttina voru alls 13 ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur, og er tala slfkra mála komin upp f 779 á þessu ári f borginni. Annir fíkni- efnadómstóls MIKLAR annir eru nú hjá fíkni- efnadómstólnum við rannsóknir á fíkniefnamálum og hefur dómar- inn, Ásgeir Friðjónsson, því feng- ið til liðs við sig um stundarsakir Sigurð Hall Stefánsson, aðalfull- trúa bæjarfógetans í Hafnarfirði. — Hefur mikill fjöldi fólks verið yfirheyrður og í gær sátu fimm manns í gæzluvarðhaldi vegna rannsóknar málanna. ÚRKOMA í REYKJAVÍK UM 800 MM — í BLÁFJÖLLUM 3000 MM MIKLAR vatnarannsóknir fara nú fram á Elliðaársvæðinu og vatnasvæðinu, sem að þvf nær, en þær rannsóknir eru liður í umfangsmiklum rannsóknum á tegundum vatnasvæða á Norðurlöndum. Hafa verið valdirsem sýnifevæði eðalykil- svæði um ákveðnar gerðir vatnasvæða 13 staðir á Norð- urlöndum og eru Elliðaárnar dæmi um þetta sérkennilega vatnarennsli, sem er á eld- fjallasvæðum, að þvf er Sigur- jón Rist vatnamælingamaður tjáði Mbl. En þær eru mjög sérkennandi fyrir þetta fyrir- bæri. Rannsóknirnar hófust 1972, og er nú komið út kynn- ingarhefti, sem kynnir öll vatnasvæðin 13 á Norður- löndum, og er ætlunin, að ár- lega komi svo hefti með út- komu rannsóknanna. Strax er farið að koma ýmis- legt fróðlegt fram um þetta vatnasvæði, sem svo mikilvægt er vegna neyzluvatns Reykvík- inga svo sem geysilegur munur á úrkomumagni á svæðinu. Til dæmis sýna úrkomumælingar, sem gerðar voru í Bláfjöllum, að úrkoman í Reykjavík var á sl. ári 800 mm, en í Bláfjöllum um 3000 mm. En liður í þessum vatnarannsóknum eru úrkomu- mælingar, sem Veðurstofan hefur tekið að sér á stóru svæði. Hefur mælum verið komið fyrir á háum stöngum í röð í Bláfjöll- um, sem liggur nánast eins og raflínan. Við Elliðaárnar hefur verið komið fyrir vatnshæðarmælum, svo sem þar sem árnar renna úr Elliðavatni. Fyrir viku var settur upp mælir í vatninu með fjarrita niður í Elliðaárstöð, svo hægt sé að lesa af þar. Þá fara fram mælingar í Heiðmörk, þar sem fylgst er með mælingum á sveiflum á úrkomu og grunn- vatnsrennsli. Þá er ætlunin að mæla jarðraka á einhverju hentugu svæði, sem ekki erenn fullvalið. En á árunum 1960—69 ætlaði Veðurstofan að annast rakamælingar og hafði komið fyrir mælum í jörðu á völdu grassvæði ofan við Foss- vogskirkjugarð, en jarðýta fór þar yfir og eyðilagði allt vegna byggingaframkvæmda við Heyrnleysingjaskólann. En Sigurjón sagði, að nú yrði þessu komið upp aftur og valinn nýr og öruggari staður, svo sem í Heiðmörk. Þá eru tekin sýni úr Elliðavatninu, sem eru greind, þar á meðal með tilliti til gerla, og sagði Sigurjón að Elliða- árnar væru merkilega hreinar, enda rynni í þær mikið lindar- vatn. Sagði Sigurjón, að þarna mundu fást geysimiklar og fjöl- breyttar upplýsingar um þetta vatnasvæði, sem kæmu okkur að gagni, auk þess sem þær yrðu mjög fróðlegar fyrir rann- sóknir á vötnum og vatna- svæðum á Norðurlöndum. Norrænu vatnarannsóknirn- ar fara fram á 13 stöðum og hefur hvert land tekið að sér ákveðna tegund vatnasvæða. Til dæmis taka Finnar vatna- kerfi í miklu stöðuvatnalandi, Svíar vatnasvæði á skóglendi, Norðmenn vatn frá jöklum og hafa þeir háfjallarannsóknar- stöð i 1000 m hæð, en Danir rannsaka vatn á akuryrkju- svæðum. tslendingar hafa tekið að sér rannsóknir á vatni á eld- fjallasvæðum og sagði Sigurjón að Elliðaárnar og Elliðaársvæð- ið væri mjög einkennandi fyrir það, hvernig vatn hegðar sér á slíkum svæðum, sem væri t.d. líkt og við Þórisvatn og Herðu- breið, þar sem lindarvatnið kemur fram á sama hátt. Rann- sóknirnar á Elliðasvæðinu ná upp í 700 m hæð, og eru á 286 ferkm svæði. Um íslenzku rannsóknirnar sjá Vatna- mælingar á Orkustofnun, í sam- vinnu við Vatnsveitu Reykja- víkur, Rafmagnsveitu Reykja- víkur og Veðurstofu Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.