Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR OG 4 SIÐUR IÞROTTIR 256. tbl. 60. árg. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins Frá undirritun vopnahléssamningsins á sunnudag. tsraelar til vinstri, Egyptar til hægri, SÞf miðið. Watergate: Enn týnast spólur Washington, 12. nóv., AP. EINN AF lögfræðingum Hvfta hússins, Fred Buzhardt, upplýsti fyrir rétti f dag, að ekki hefði tekist að finna diktafónspólu, sem Nixon, forseti, hefði talað inná eftir fund, sem hann átti með John Dean, fyrrverandi lög- fræðilegum ráðunaut sfnum 15. apríl 1973. Hvíta húsiðhefur áður upplýst, að ekki væri til segul- bandsupptaka af þessum fundi með Dean, vegna tæknigalia. John Dean heldur þvf fram, að á umræddum fundi hafi verið rætt um Watergatemálið og að í þeim samræðum hafi komið í ljós, að forsetanum hafi verið vel kunnugt um það. Mikið strfð stóð um að fá afhentarsegulbandsupp- tökur frá þessum fundi, og lauk því með þeim hætti, að Hvita húsið sagði, að þær væru ekki til. Fred Buzhard hafði svo í júní síðastliðnum sagt Archibald Cox, sérlegum rannsóknara Watergate málsins, að forsetinn hefði lesið inn á diktafón hugmyndir sínar um fundinn með Dean, og hefur Watergaterannsóknarnefndin verið að reyna að fá þá spólu, fyrst beina. upptakan var ófáan- leg. Rétt í þann mund sem Buzhardt skýrði frá þessum sönnunargögn- Golda Meir: Sýrlendingar myrtu stríðs fanga sína Chou til Banda- ríkjanna? Peking, 12. nóvember, AP. HENRY Kissinger, utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, átti í dag nærri þriggja klukkustunda fund með IHao Tse-tung, á heimili for- mannsins í Peking. Hann kom f kjölfar þriggja langra funda, sem Kissinger hefur átt með Chou En- lai forsætisráðherra. Talsmaður utanrfkisráðherrans sagði, að hann og formaðurinn hefðu rætt leiðir til að bæta sambúð Banda- rfkjanna og Kfna, en vildi ekkert nánar um málið segja. Fréttaskýrendur telja, að sú staðreynd, að Kissinger var boðið til langs fundar við formanninn, bendi til þess, að heimsóknin og viðræðurnar við Chou En-lai og aðra kínverska ráðamenn hafi gengið mjög vel. Þeir telja ekki ólíklegt, að innan skamms verði tilkynnt um heimsókn einhvers háttsetts kínversks embættis- manns til Bandaríkjanna og jafn- um, sem nú væru týnd til við- bótar, gaf forsetinn yfirlýsingu, þar sem hann sagði, að hann myndi afhenda til viðbótar við það, sem búið er að afhenda, ýmis persónuleg minnisblöð, diktafón- spólur og segulbandsspólur til að unnt yrði að upplýsa í eitt skipti fyrir öll, hvað honum og Dean hefði farið í milli. Síðustu fréttir Á miðnætti í nótt var tilkynnt að ísraelskar hersveitir hefðu rifið niður vegatálmanir sem sveitir Sameinuðu þjóð- anna höfðu sett upp á leið- inni frá Kairó til Suez og tekið sjálfar við gæzlunni. Israelarnir létu til skarar skriða þegar yfirmaður Sþ. neitaði að fjarlægja tálm- anirnar. Qiou En-Lai vel að Chou En-lai sjálfur takist þá ferð á hendur. Þá er einnig talið líklegt, að tekið verði upp nánara stjórn- málasamband milli ríkjanna. Þau hafa skipst á ræðismönnum, en skipti á sendiherrum eru að öllum líkindum ekki langt undan. Þetta er í þriðja skipti, sem Kissinger situr fund með Mao formanni. Fyrst hittust þeir þegar utanrikis- ráðherrann fór í fylgd með Nixon forseta til Kfna f febrúar 1972, og Framhald á bls. 31 Tel Aviv, 12. nóvember, AP. GOLDA MEIR, forsætisráðherra tsraels, sakaði í dag Sýrlendinga Kveikt í manni Florida, 12. nóvember, AP. Hvftum manni og svartri eigin- konu hans var rænt í Fort Landerdale í Florida í dag og f lutt í auða íbúð þar sem eldfimum vökva var hellt yfir manninn og svo kveikt í honum. Ödæðismenn- irnir voru svartir. Maðurinn slapp lifandi en mjögbrunninn. um að hafa myrt að minnsta kosti 28 fsraelska stríðsfanga. Forsætis- ráðherrann sagði, að eftir að fsra- elskar hersveitir hefðu náð aftur á sitt vald svæðum, sem Sýr- lendingar tóku í upphafi strfðs- ins, hefði sýrlenzkur hermaður sýnt þeim Ifk tsraelanna. Golda Meirsagði, að Israelarnir hefðu verið með hendurnar bundnar fyrir aftan bak og bundið fyrir augun og hefðu þeir verið skotnir í höfuðið. Hún sagði, að fsraelska herstjórnin hefði ljósmyndir af þessu og önnur sönnunargögn, sem væru ótvíræð. Israelska stjórnin hefur sent Framhald á bls. 31 Brandt neitar að beygja sig fyrir kröfum Araba Bonn, 12. nóvember, AP. Stjórn Willy Brandts neitaði í dag að afhenda Libyu vopn sem endurgjald fyrir, að ekki yrði sett algert olfubann á Vestur-Þýzkaland. Yfirlýsing var gefin vegna hótana Abduls el-Salam, forsætisráðherra Lib- yu, í viðtali við þýzka blaðið „Der Spiegel“. Salan sagði þar meðal annars, að meðan Evrópuþjóðirnar ekki létu sér í té vopn, myndi hann ekki láta þeim í té olíu. Hann krafðist þess, að rfki Efnahagsbandalags Evrópu létu af allri fjár- hags-, efnahags- og annarri aðstoð við Israel og létu Araba- ríkjunum í té öll þau nýtísku vopn, sem þau óskuðu eftir, svo og hernaðarráðunauta. Salam sagði, að hið algera olíubann, sem sett hefði verið á Holland, væri „síðasta aðvör- unin, áður en það verður of seint“. Hann hótaði algeru olíu- banni á öll ríki sem eiga aðild að EBE ef þau yrðu ekki við kröfum hans. Holland er að vísu eina landið, sem sett hefur verið algert olíu bann á (í Evrópu), en Vestur-Þýzkaland og önnur Evrópuríki hafa áhyggjur af erfiðleikum, sem þau lenda óefað f vegna 25 prósent takmörkunar á olíu- framleiðslu, sem Arabaríkin hafa sett til að neyða þau til fylgis við sig. Talsmaður Bonnstjórnarinnar lýsti því hins vegar yfir í dag, að stjörnin myndi ekki verða við kröfu um vopnasendingar. „Það verður ekki gert undir neinum kringumstæðum," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.