Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973 23 Historia um sorglegt lögbann á töluðu orði, sem verður ekki meðtekið með tveimur skiln- ingarvitum manneskjunnar af fimm: heyrn og sjón. Svo bar við þann 22. júlí þ.á., að Vilmundur Gylfason hafði viðtals- þátt í hljóðvarpinu við Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Þáttur- inn fjallaði um kynni mín af Ama Pálssyni sagnfræðingi og prófess- or. Ég fékk fljótlega fregnir af því, að flestum áheyrendum hefði líkað þátturinn vel og haft gaman að — þetta sagt samkvæmt um- mælum margra kunningja minna og okkar Áma beggja svo og ann- arra, er voru mér bláókunnugir. Að sjálfsögðu eru þessar niður- stöður ekki grundvallaðar á rann- sóknaraðferðum Gallups eða ann- arrar viðlíka könnunar. En ég varð þess brátt áskynja, að tvi- buradætur Ama Pálssonar tóku ummælum mfnum un> föður þeirra með mikilli þykkju og töldu mig hafa svivirt minningu hans og veitt áverka æru hans. Nokkru eftir flutning þáttarins var mér tjáð, að dætur hans Dag- mar og Karen hefðu komið upp í Ríkisútvarp ásamt fleira fólki og krafizt þess, að fá að hlusta á upptökuspóluna. Var mér sagt, að sjö manns hefðu komið þessara erinda, þar var I flokki lögfræð- ingur einn og Kristján Albertsson fagurfræðingur, en nöfn annarra kann ég ekki upp að telja. Að lokinni áheyrslu hélt fólkið sfna leið en að öðru leyti gerðist ekk- ert í þessu útvarpsmáli svo mér væri kunnugt. Úr því sem komið var málinu var auðvitað enginn kostur á að bregða á mig hnappheldu lög- banns vegna þess að töluð orð Sverrir Kristjánsson: verða ekki aftur tekin. Það er eins og Kfnverjar hinir fornu sögðu: ekkert fis er léttara en ótalað orð, en heil milljón hrossa megna ekki að færa talað orð úr stað. Tíminn leið — þrír mánuðir og hálfur mánuður betur, og ekkert bar til tíðinda. Mér bárust engar fregnir af því, að meiðyrðamál væri á döfinni. En bá kvisaðist það út, að Pétur Pétursson út- varpsþulur og Þrándur Thorodd- sen kvikmyndatökumaður væru að vinna að sjónvarpsþætti með minni aðstoð og fjallaði hann um sjálfan mig. Hann bar nafn af kunnum þætti fjölmiðilsins Maður er nefndur — í þetta skipti Sverrir Kristjánsson. En þessi þáttur var með töluvert öðru sniði en samnefndir þættir aðrir. Hann var m.a. nokkru lengri en fyrri þættir þessarar tegundar — sjötiu mínútur — þegar bú- ið var að hefla hann og snyrta. I annan stað var hið talaða orð á skjánum skreytt fjölda mynda af mönnum og stöðum. Pétur Pétursson hafði smíðað umgjörð þáttarins og vildi gera hann að stórstikluðu yfirliti, ekki eingöngu um sjálfan mig, heldur engu síður um samtíð mína og samtíðarmenn, sem að einhverju leyti höfðu jaðrað lífs- braut mína. Mér leizt mjög vel á þessa hugmynd Péturs. Eftir að minnsta kosti þriggja vikna nær látlausa vinnu, erfiði og hlaup við að afla myndaheimilda og margs annars fleira, svo ekki sé nefnd hin krítíska og vandvirka mynda- taka Þrándar Thoroddsen, var verkinu lokið og sjónvarpsþáttur- inn auglýstur í blöðum og útvarpi. Hann skyldi fluttur kl. hálfnfu að kvöldi föstudagsins annars nóv- ember. Qg þá laust eldingunni ofan í þreytta kollana á okkur þremenningunum. Rétt fyrir kl. fimm á föstudag bárust mér þau tíðindi, að þátturinn um mig og förunauta mína á æviskeiðinu hefði verið felldur viður. Það fylgdi fréttinni, að dætur Áma Pálssonar hefðu krafizt lögbanns á þáttinn. Ég vissi ekkert um for- sendu lögbannsins. Pétur Péturs- son hafði nokkru áður sagt tveim- ur börnum Áma, að Sverrir Krist- jánsson mundi tala í sjónvarps- þætti og minnast lítillega á Áma Pálsson. Þetta var sjálfsögð kurt- eisi. Herra Jón Emils, fulltrúi yfir- borgarfógeta, virðist hafa tekið kröfu dætranna ljúfmannlega, svo sem hans var von og vísa, en gat þess, að þær yrðu að greiða depositum vegna kröfunnar og munu báðir aðilar hafa komið sér saman um að meta minningu Áma Pálssonar og æru á þrjátíu þúsund kr. Þegar ég spurði þetta, fannst mér sjálfum það heldur fátækleg upphæð til tryggingar mínum gamla, látna vini og vel- gjörðarmanni. Enda kom það í ljós stuttu síðar, að fógetaembætt- inu þótti Ami heitinn Pálsson hafa verið vanmetinn að peninga gildi. Fufltrúinn f embættinu hafði sem sagt gert smávegis skyssu. Vonandi fær sú skyssa að hyljast miskunnsömu dufti gleymskunnar. Þegar manngjöldin höfðu verið greidd héldu dætur Áma ásamt meðreiðarsveininum frá fógeta- embættinu upp i Sjónvarp og lög- banni lýst á þáttinn um Sverri Kristjánsson. Dætrunum var þá boðið að hlýða á og horfa á þau atriði þáttarins, er fjölluðu um Áma Pálsson, sem kemur raunar aðeins við sögu í örfáar mínútur af sjötíu mínútna efni. En dæt- urnar höfnuðu þessu hæverks- lega, kannski var þeim það ekki láandi: það hlýtur að vera ofraun siðlátum konum að hlusta á Sverri Kristjánsson, gamlan synd- ara að fornu og nýju, fara orðum um föður þeirra. Og herra Jón Emils taldi sér ekki heldur skylt né ástæðu til að hlusta á þennan hluta þáttarins, sem hann hafði rétt áður sett í bann og um leið lögbannað allan þáttinn f heild. Þetta er í stuttu máli hin rauna- lega saga þessa lögbanns, sem vakið hefur furðu víða um land og gremju ekki fárra. Það er ekki ástæða til að eyða alltof mörgum orðum að þessu svokallaða lögbanni. Við skulum rétt taka saman niðurstöður þess, sem að framan er talið — móral sögunnar eins og gamli Holberg hefði sagt: það er hægt að stöðva flutning á auglýstu efni í Ríkisút- varpinu með lögbanni þótt krefj- endur þess hafi enga hugmynd um inntak þeirra orða, sem sögð verða. Fulltrúi fógetaembættisins úrskurðar, að setja þáttinn í bann án þess að hafa vitundar hug- mynd um hvað hann er að úr- skurða efnislega, án þess að gera sér þess nokkra grein hvað hann er að lögbanna. Báðir aðilar — lögbannskrefjendur og fógeta- embættið — eru eins og ferða- langar, sem hafa villzt f niðaþoku og hafa sér nú ekki annað úrræði en berja broddstafnum út f mökkvann. Mig tekur þetta mjög sárt, sérstaklega vegna dætra þess manns, sem ég mat meir og þótti vænna um en nokkurn ann- an, sem var mér ekki nákominn að skyldleika. Og mér er það mik- ið hryggðarefni að verða þessa stundina að horfa framan i hina fslenzku gyðju réttvísinnar — gyðjuna með bindið fyrir augun- um — hina himinbornu frú, sem heitir á latnesku máli Justitia. Eg skrifa þetta greinarkorn staddur á spftala réttri viku eftir að þátturinn okkar þremenning- anna var lýstur f bann, og komið fram á kvöld þegar hlýðnir sjúkl ingar eru flestir sofnaðir. En ég er ekki syf jaður og mig langar til að slá á ritvélina mfna gamla dómsmálasögu danska. Það er sagan af Alberti. Hann var dóms- málaráðherra Danmerkur eftir stjórnarfarsskiptin rétt eftir síð- ustu aldamót. Minnisstæður má hann vera okkur vegna þess, að hann var siðast danski Islands- málaráðherrann. Sterkur grunur lá á, að hann væri bendlaður við fjárdrátt ekki alllítinn, og reynd- ist sá grunur réttur síðar. I lang- an tíma stundaði hann af mikilli ástríðu meiðyrðamál og lögbönn og urðu hinir hvatvísu blaðamenn Dana oft fyrir barðinu á honum. Þegar honum þótti ekki nóg að gert í þessum efnum tók hann sig til og setti lögbann á skirnamafn sitt. Hann bannaði dönskum blöð- um að prenta eða nefna orðið Alberti. Danskur skopteiknari birti þá mynd í blaði sínu: Hvítvoðungur- inn liggur i vöggunni himinsæll og hjalar: a-a-al. Móðirin lýtur dauðhrædd yfir litla stúfinn sinn og segir: uss-uss! Elsku krúttið mittlitla, þetta máttu ekki segja! Og nú býð ég öllum landsmönn- um góða nótt. En áður en ég tek svefnpilluna, sem hjúkrunarkon- an sæta hefur sett i lítið glas á náttborðinu mfnu svo mig dreymi vel og taugarnar róist áður en ég fer að horfa f augu við fslenzku gyðjuna góðu á dómþingi f næstu viku, þá langar mig til að gefa hollráð öllum þeim, sem framveg- is ætla að tala í hljóðvarp eða sýna sig á skjánum i sjónvarpinu: V arizt í lengstu lög að nefna bók- stafinn A-A-Ar, því að oft er í holti heyrandi nær. P.T. Landakotsspftala að kvöldi föstudagsins 9. nóvember 1973. Sverrir Kristjánsson „Svo má brýna deigt -5 q vr| q X kí tí” Um útflutnings- Jdlil du 1111/1 toll af hrossum Við undirritaðir, nokkrir bænd- ur í Rangárvallasýslu, sem höfum á undanförnum árum selt úr hross, getum ekki lengur orða bundizt. Ólíklegustu menn hafa komið fram og þótzt vera málsvarar okk- ar hrossabænda um útflutning á hrossum á sl. árum. Nú síðast kveður sér hljóðs Steinþór Run- ólfsson, frjótæknir á Hellu, í dag- blaðinu TTmanum, 6. nóvember 1973. Hami gerir fyrst og fremst athugasemd vegna framkominnar breytingartillögu alþingismann- anna Ingólfs Jónssonar og Ágústs Þorvaldssonar á Alþingi, um að fellt verði niður 10% útflutnings- gjald af hryssum, öðrum en ætt- bókarfærðum hryssum, sem kveð- ið var á um í ný samþykktum búfjárræktarlögum. Þar sem Steinþór Runólfsson gerist í þess- ari grein sjálfskipaður málsvari okkar stóðbænda, hefði hann átt f byrjun greinarinnar að segja okk- ur frá fjölda hrossastofns síns og hversu mörg hross hann hefði flutt út á sl. árum. Hann dregur f efa, að hrossabændur séu óánægð- ir og að um deilur sé að ræða um þetta útflutningsgjald. Hann minnir á, að Hrossaræktarsam- band Suðurlands hafi skrifað bréf til landbúnaðarráðherra um, hversu óeðlilega stór hluti út- fluttra hrossa væru hryssur og stóðhestar, sem þörf væri á að verðleggja eftir því. Síðan skrifar Steinþór orðrétt: „Jafnframt varí bréfinu vakin athygli á þeim erfið leikum, sem þetta gæti skapað innlendum stóðhrossakaupend- um, ef útflutningsverð væri til muna hærra en gangverð á inn- lendum markaði. Til þess að jafna þennan mun, var m.a. bent á út- flutningstollinn, og að þeim fjár- munum, sem þannig söfnuðust, yrði varið til að aðstoða félags- samtök og einstaklinga til kaupa á kynbótagripum, sem þeir ef til vill að öðrum kosti yrðu að horfa á eftir úr landi. Þetta er tilfært hér vegna þess, að ég tel þetta með veigamestu rökum fyrir útflutningstollinum og að þau rök standi óhögguð enn. Ég fæ ekki séð, að með neinni sanngirni sé unnt að tala um, að með þessu séu hrossabændur hlunnfarnir, heldur hið gagn- stæða ...“ — Þá höfum við hrossabændur það. Veigamestu rökin sett fram í okkar þágu og fullyrt, að við séum hvergi htunnfarnir. Okkar rök kynnu þó að vera önnur og færi betur, ef við fengjum sjálfir að vera þartil frásagnar. Við erum orðnir þreyttir á að lesa skrifuð rök fyrir okkur, af mönnum, sem flestir eiga það sammerkt, að eiga ekki stóð og hafa ekki flutt út hross, nema að því marki að losna við þau hross, sem þeir vilja ekki sjálfir eiga. Eftirfarandi rök viljum við und- irritaðir hrossabændur f Rangár- þingi flytja um þessi mál: 1. I eitt og hálft ár áður en búfjár- ræktarlög gengu í gildi, voru út- flytjendur stóðhesta skyldaðir til að greiða 10% toll af útflutnings- verðmæti hvers slíks hests til stofnverndarsjóðs. Þar sem slfkt hafði enga lagaheimild að baki, er hér um augljós rangindi að ræða, enda greiddu þeir ekki, sem áræddu að mótmæla. Þetta höfum við hrossabændur hingað til viljað láta kyrrt liggja, en þar sem málinu er hreyft af óviðkom- andi manni, sem biður um að málið sér rætt opinberlega, skal það gert. A íslenzku máli getur þessi aðför að hrossabændum vart talizt annað en að tekið sé ófrjálsri hendi eða það, að hrossa- bændur hafi verið hlunnfarnir. Hins vegar teljum við, að flestir hrossabændur hefðu viljað styrkja stofnun stofnverndar- sjóðs, að eins að við hrossabænd- ur hefðum verið hafðir þar með í ráðum, en með orðinu hrossa- bændur meinum við þá aðila, sem hafa selt út hross að einhverju marki og eiga a.m.k. einn stóðhest og 10 stóðhryssur. 2. 20% útflutningsgjald á stóð- hesta og 10% útflutningsgjald á hryssur, sem samþykkt varí aprfl- mánuði 1973 sem sérstakt ákvæði í búfjárræktarlögum eftir ósk frá Búnaðarþingi og án umræðna i Alþingi, er af okkur Undirrituð- um álitið hið mesta ranglæti. Rök okkar fyrir því eru þessi: a) Það hefur aldrei fyrr í sögu Islands verið settur sérstakur kynbótaskattur á bændur og bú- fjárræktendur. b) Elf bændasamtök, ráðunaut- ar ofl. taka upp þá nýbreytni að biðja Alingi að leggja svona kynbótaskatta á bændur, má telja það rökrétt framhald, að lagður verði kynbótaskattur .iafnt á alla bændur, ekki aðeins á afurðir af hrossum, heldur einnig af öðrum búfjárafurðum, allri bú- fjárræktun til frámdráttar. c) I Búnaðarþingi, sem annars staðar, eiga hrossabændur fáa málsvara. Sjálfsagt þykir að hrekja hross úr afréttum, og aldrei hefur heyrzt, að hrossa- kjöt ætti að greiðast niður í sam- ræmi við annað kjöt. Þannig er það í flestum efnum. Hrossa- Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.