Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973 13 Dr. Gunnlaugur Þórðarson: Landhelgishugleið- ingar á hættustund ÁBENDING Stúdentaráðs um ábyrgðarleysi stjórnmála- flokkanna nú fyrir nokkru er vissulega ekki gerð af tilefnis- lausu, og skírskotun hennar til landhelgismálsins var réttmæt. Undirritaður hefur stundum áður bent á þessi atriði, t.d. það, hvernig afstaða stjórnmála flokkanna mótast oft af því, hvort þeir eru í stjórn eða ekki. Stjórnarandstaða verður oftar ber að ábyrgðarleysi en stjórnar- flokkar. Segja má og, að afstaða til landhelgismálsins mótist af ýmsum hvötum. Þannig heyrist því haldið fram, að Alþýðubandalagið vilji beita þvf máli til að koma okkur úr NATO eða hemum burt. Alþýðuflokkurinn hefur stutt ríkisstjórnina dyggilega í málinu, og mótast sU afstaða vafalaust að verulegu leyti af von um sæti í ríkisstjórn og samstarf við stjórnarflokkana. Hins vegar má ætla, að meiri hluti þingflokksins vilji fara dómstólsleiðina f landhelgismálinu, þótt lítið fari fyrir því sjónarmiði nU. Afstaða framsóknarmanna brenglast líkast til af þeirri von að geta haldið áfram að velta fyrrverandi forustumönnum Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks upp Ur þeim „glæp“ að hafa viljað fara dómstólsleiðina f landhelgis- málinu, enda þótt sU afstaða hafi áður verið í samræmi við skoðun nUverandi formanns Framsóknar- flokksins. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins mótast af fortíðar- skugga hans f málinu. Samtök frjálslyndra virðast vera klofin í afstöðu til málsins, sumir þing- manna vilja fara dómstólsleiðina, aðrir ekki. Nær allir þingmenn lýðræðis- flokkanna virðast nU vilja semja við Breta og V-Þjóðverja og ætla má, að með því vilji þeir fyrst og fremst firra vandræðum og háska. NU er það af, er áður var, t.d. um afstöðu Framsóknar- flokksins, sem taldi á árunum 1960-1961, þegar hann var í stjórnarandstöðu, að samningar við Breta kæmu ekki til greina, þvf að það þýddi fráhvarf frá stefnunni um einhliða rétt í landhelgismálum, svo sem lesa má í umræðuköflum Alþingis- tíðinda frá þeim tíma. Vissulega var sU ábending og aðvörun, sem lá í afstöðu Fram- sóknarflokksins, jafn réttmæt þá og hUn er nU. Undirritaður varaði þá og mjög við samningagerð við Breta, m.a. í blaðagreinum, en það skal þó ekki rifjað upp hér. Þó skal bent á þessi orð í Tfman- um, 29. okt. 1960: „Má vera, að þeim (Bretum) sé í mun að fá samning við Islendinga um landhelgina til þess að gera marklausa baráttu okkar fyrir einhliða rétti til aðgerða f Iandhelgismálinu.“ Hitt má þó engum dyljast, að eins varhugaverð og samninga- gerð við Breta var 1960, þá væri slík samningagerð nU miklu ískyggilegri og hættulegri upp á alla framtfð, eins og lauslega skal gerð grein fyrir hér á eftir. Með samningi, sem óhjákvæmi- lega verður tvfhliða, er horfið af fyrrgreindri braut einhliða réttar. Hitt er þó öllu verra, að með samningum yrði ítrekuð viðurkenning á réttindum þeirra, til veiða f fornri landhelgi Islands eða 50 sjómílna landhelgi. Með slíkri samningagerð spilltum við stöðu okkar fyrir Alþjóðadóm- stólnum og gætum unnið málstað Islands óbætanlegt tjón. Mikið hefur verið rætt um þá fljótráðnu tillögu að færa fiskveiði- landhelgina Ut i 200 sjómílur fyrir árslok 1974, vegna þess að líklegt sé talið, að sU víðátta verði samþykkt sem alþjóðalög, en færri trUa því nU en áður. Sumir fræðimenn telja þó jafn senni- legt, að verði 200 sjómílna víð- áttan að alþjóðareglu, þá verði einnig viðurkenndur ..sögulegur réttur" þjóða til veiða innan hennar og þá sennilega með öllum þjóðum jafnvel allt að 12 sjómílum, nema þær hafi haft víðáttumeiri landhelgi áður. Skoðun sU, sem vikið er að hér að framan, kom t.d. fram hjá dr. Gunnari Thoroddsen próf. á stUdentafundinum á Sögu 7. okt. sL, en þá fórust honum m.a. orð á þessa leið um 200 sjóm. landhelgina og fyrirhugaða haf- réttaráðstefnu: „Þá' er það hugsanlegt, að eitthvað yrði sam- þykkt þar, sem væri okkur óhag- stætt. T.d. munu koma fram til- lögur um, að þjóðir, sem hafa unnið sér sögulegan rétt, eigi að fá að veiða áfram.“ (Mbl. 12. okt. 1973). Sést af framahgreindu, hvílík nauðsyn okkur er að vinna a.m.k. fyrst skýlausan rétt til 50 sjómílna fiskveiðilandhelgi. Ef við ynnum 50 sjömílna landhelgina án kvaða fyrir Alþjóðadómstólnum væri í fram- haldi af því sjálfsagt að athuga 200 sjómílna landhelgina. Með því að setja nU fram kröfu um hana, köstum við margháttaðri sérstöðu okkar fyrir borð, en allt til þessa hefur verið lögð höfuð áherzla á þau atriði, og sláumst I för með þjóðum, sem við eigum e.t.v. ekki samleið með og hafa ekki sömu rök. Það er svo annað mál, að það er ekki skoðun mfn, að slík tillaga um sögulegan veiðirétt verði sam- þykkt á fyrirhugaðri hafréttar- ráðstefnu, ekki aðeins vegna þess að 200 sjóm. nái ekki því atkvæða- magni, sem til þarf til þess að verða alþjóðalög, heldur og vegna þess, að þróunarríki og fyrrv. nýlenduþjóðir munu ekki fallast á slíkan sögulegan rétt sem kvöð. En hinu er ekki að leyna, að þó er ekki að vita, hver afstaða þeirra yrði gagnvart samningsbundnum rétti milli fullvalda ríkja, þar sem eitt ríki veitir eða hefur veitt öðru ríki rétt til veiða inn- an landhelgi sinnar, hvort sá réttur skuli haldast áfram eða ekki. Hugsanlegt væri að slík til- laga yrði samþykkt, tækist svo ólíklega til að 200 sjóm. yrðu al- þjóðalög. Það má því ljóst vera, hvílíkt glapræði samningar okkar við Belga og Norðmenn á s.l. ári voru og ástæðulausir. A sínum tíma varaði ég alvarlega við þeirri samningagerð. I samningagerð þessari, sem að vísu er tíma- bundin, fólst viðurkenning á rétti þessara þjóða til veiða innan 50 sjómílna landhelgi Islands og geta afleiðingar þeirrar viður- kenningar orðið ófyrirsjáanlegar fyrir okkur, bæði gagnvart mál- stað okkar fyrir Alþjóðadómstóln- um og gagnvart hugsanlegri alþjóðalöggjöf. Hæpið og bamalegt væri að fullyrða, að aðrar þjóðir Evrópu hafi viðurkennt 50 sjómílna landhelgina „de facto", þegar jafnvel má ætla, að þjóðir eins og Pólverjar og Austur-Þjóðverjar bíði aðeins átekta. Þrátt fyrir samninga um veiði- rétt annarra þjóða I landhelgi okkar, hefur ekki verið úr því skorið, hvort ekki sé hyggilegra að halda sér við dómstólsleiðina heldur en að viðurkenna rétt ann- arra þjóða með samningum, sem gætu haft ævarandi afleiðingar, eÍRs og fyrr segir. Til lítils væri barizt, ef samningar okkar nú binda hendur okkar um ófyrirsjá- anlega framtíð. Og jafnvel þótt við fengjum 200 sjómílna land- helgi með samningsbundnum veiðirétti annarra þjóða, væri það til lítils. Samningagerð t.d. við Breta nú gæti og leitt til þess, að málstað okkar fyrir Alþjóðadóm- stólnum væri gjörsamlega glutrað niður, og mun það þó naumast ætlun hinna samningsfúsu for- ustumanna okkar. Samningaleið I þessu máli, eins og við Belga og Norðmenn, er undanhald. Öðru máli gegndi þótt við semdum nú við Breta og tryggðum frið og öryggi á hafinu umhverfis landið, á meðan landhelgisdeilumálið væri rekið áfram fyrir Alþjóða- dómstólnum. Og veittum Bretum og V-Þjóðverjum veiðiréttindi líkt og þau, er forsætisráðherr- arnir sömdu um, þar til dóms- niðurstaðan lægi fyrir. Jafnframt fengist því lýst yfir, að slík samn- ingagerð hefði engin áhrif á rekstur umrædds máls að öðru leyti. Af þessu ættu menn að geta áttað sig á þvf, að það er ekkert vafamál, að barátta okkar fyrir óskertum 50 sjómílum er, eins og er, aðalatriðið, því innan þeirra eru öll helztu og dýrmætustu fiskimið okkar. Jafnvel þótt aðrar þjóðir veiddu eitthvað af síld, Ioðnu eða kolmunna utan 50 sjóm. og þó um slík mið kunni að vera að ræða þá er sú fórn lítil, miðað við ávinninginn af 50 sjómllna landhelginni. Þá er því við að bæta, að hugsanlega gætum við sem næst einir Evrópuþjóða búið að 50 sjóm. meðan flestar aðrar þjóðir Evrópu sættu sig við að UM ÞESSAR mundir eru að hefj- ast framkvæmdir við fþróttavöll f Breiðholti. Verður völlurinn við Fjölbrautaskólann fyrirhugaða i Breiðholti III, en þar eru fyrir- huguð meiri íþróttamannvirki, svo sem fþróttahús og sundlaug. I sumar var boðinn út fyrsti áfangi við íþróttavöllinn og verk- Moskva 8. nóv. AP. EITT helzta bókmenntarit Sovét- rfkjanna hefur borið Kfnverja þeim sökum, að hafa drepið rösk- lega 12 þúsund Tfbeta á s.l. ári og hafi Kfnverjar kúgað og brotið á hafa aðeins 12 sjómílna fiskveiði- landhelgi og sést þá m.a. vel, hver mismunúrinn gæti orðið hjá okkur á 50 og 200 sjóm. landhelgi. Samt er það svo, að þessi hlið málsins, þ.e. hugsanleg mið milli 50 og 200 sjóm. landhelgislínu, hefur verið lítt rannsökuð til þessa, a.m.k. hefur lítið sem ekk- ert birzt um það efni og því óvist, hve miklu við þyrftum að fórna, ef nokkru. Ef til vill byggjast hugmynd- ir manna um þetta að ein- þyrftu að leggja vel niður fyrir sér hvor landhelgisvlðáttan gæti orðið okkur hagstæðari, áður en tillögur eru gerðar. Hér hefur I fáum orðum verið bent á þann háska, sem getur falizt I samningum við aðrar þjóð- ir um rétt til fiskveiða innan ís- lenzkrar fiskveiðilandhelgi án þess að fyrirvari sé gerður af okkar hálfu um að slík samninga- gerð feli ekki I sér neina viður- samningur gerður við Hlaðbæ h.f. Tilboðsupphæð er 17,1 milljón og á verkinu að vera lokið 1. júlí 1974. A þessum íþróttavelli er knatt- spyrnuvöllur, þ.e. malarvöllur, 400 m hlaupabraut, stökkgryfja og atrennubrautir. Og þar er upp- byggð áhorfendasvæði fyrir 3000 áhorfendur. bak aftur uppreisnir I sex héruð- um „með báli og brandi“ á sfðustu árum. Segir AP fréttastof- an þetta vera einhverja hvass- yrtustu árás á Kfnverja um langa hrfð. kenningu um rétt annarra þjóða til veiða hér, umfram þann rétt sem felst I samningnum. Sllkur samningskeyptur friður nú kann að fela I sér kvöð um alla framtfð, og gullin yfirboð kunna að reynast þjóðinni dýr. En ís- lenzka þjóðin á og hefur alltaf átt hina beztu leið I þessum efnum, leið sem liggur til sigurs I nútíð og framtíð: Málflutning fyrir Al- þjóðadómstólnum. Sú leið sam- einar hvort tveggja hyggindi og sæmd okkar sem þroskaðrar þjóðar. I framhaldi af þessu skal aðeins á það bent að lokum, að það gæti verið heillavænlegt og nauðsyn, allt að því skylda að stuðla að því, að Alþjóðadómstóllinn sæki Is- land heim til að kynnast staðhátt- um og sögu þjóðarinnar, gerð eins konar áreið á vettvang, því sjón er sögu ríkari. Við höfum óvirt Alþjóðadóm- stólinn og gleymt því, að fyfír 1100 árum stofnuðu norrænir menn hér þjóðríki, þar sem frjáls- ir menn undirgengust að virða lög samþegna sinna. Þeir gerðu það I trú sinni á manngildið og framtíð manns. Við gætum gerzt forustuþjóð I því að sýna, að við sem þjóð trú- um á þjóðargildið I veru þess manns, hvers og eins, sem sæti á I Alþjóðadómstólnum. Það eitt væri samboðið okkur sem þjóð á 1100 ára afmæli okkar, jafn hörmulegt og það væri að vera forustuþjóð I því að óvirða lög og rétt þjóða og ósamboðið og ósam- kvæmt hefð okkar og sögu. Það má ekki gleymast, að þjóðin, engu síður en forustumenn hennar, á yfir höfði sér dóm sögunnar I þessu máli. R. 2. nóv. 1973. Gunnlaugur Þórðarson. Veitt lausn frá embætti FORSETI Islands hefur hinn 6. þ.m. að tillögu dómsmálaráðherra veitt Freymóði Þorsteinssyni, bæjarfógeta I Vestmannaeyjum, lausn frá embætti frá 1. desember n.k. að telja, samkvæmt laga- ákvæðum um aldurshámérk opin- berra embættis- og starfsmanna. Bhutto með skæruhemaði Rawalpindi 9. nóv. AP. ZULIFIKAR Ali Bhutto, forseti Pakistans. sagði I kvöld, að hann myndi ekki hafa afskipti af þvf ef ungmenni I Kashmir-héraði færu út í skæruhernað til að sameina þetta skipta hérað á Indlandi. Saeði Bhutto þetta á fundi I Mirpur, sem er á yfirráðasvæði Pakistana. Hvatti hann skæru- liðana til að koma fram I dags- ljósið, því að ekki dygði annað en taka til hendinni, ef árangur ætti að verða. Saigon 8. nóv. AP. TALSMENN Víet Cong stað- hæfðu I dag, að vélar úr flugher Suður-Víetnams hefðu gert mikla árás á Loc Ninh á miðvikudag og hefðu a.m.k. 32 beðið bana I árás- inni og 70 særzt. Þá var sagt, að miklar skemmdir hefðu orðið á íbúðarhúsum og nokkurt tjón hefði orðið I grennd við flugvöll borgarinnar. Var þessi loftárás gagnrýnd harðlega og sögð grimmileg I meira lagi, þar sem hún þjónaði engum hernaðarleg- um tilgangi og hefði aðeins orðið saklausum, óbreyttum borgurum að bana. Svo virðist, segja fréttaskýrend- ur, sem þessi grein sé svar við annarri, sem kom f kfnversku blaði fyrir nokkru, þar sem sagði, að Sovétrfkin væru nýlenduveldi, eins og verið hefði á keisaratfm- unum. Iþróttavöllurinn f Breiðholti III sést hér á uppdrætti. Til hægri má sjá fyrirhugaðasundlaug og fþróttahús. Byrjaðáíþrótta- velli 1 Breiðholti Sovét ákærir Kína — um fjöldamorð á Tíbetum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.