Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973
Matthías Á.
Mathiesen:
MATTHlAS Á. Mathiesen, sem er
annar fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í utanríkisnefnd, flutti ræðu I
umræðunum á Alþingi í gær um
landhelgismálið. 1 upphafi ræðu
sinnar rifjaði þingmaðurinn upp
ummæli Ölafs Jöhannessonar for-
sætisráðherra frá umræðum f
þinginu 1960 og 1961 og vakti
athygli á þeirri gjörbreytingu,
sem orðið hefði á viðhorfi for-
sætisráðherra i landhelgismálinu
frá þeim tíma og til þess., dags.
Síðan rakti Matthfas atburði sfð-
ustu vikna og benti á, að hefði
ekki verið farið að ráðum Sjálf-
stæðisflokksins á utanríkis-
nefndarfundi 26. september sl.
hefðu engar tillögur legið fyrir nú
um lausn deilunnar. Hér fer á
eftir frásögn af ræðu Matthíasar
Á. Mathiesen.
„Eikki til að gagnrýna hæstv. for-
sætisráðherra fyrir skoðanir hans
í dag, heldur miklu frekar til að
sýna f ram á það breytta hugarfar,
sem er hjá forsætisráðherra,
breyttar skoðanir hans, langar
r
Abending sjálfstæðismanna
26. sept. réð úrslitum
mig til að vekja athygli á ummæl-
um hans og afstöðu, þegar á Al-
þingi 1960 og ’61 þáverandi land-
helgisdeila var til umræðu.
Þá gagrýndi núverandi hæstv.
forsætisráðherra þáverandi ríkis-
stjörn fyrir undanlátssemi við
Breta, fyrir það að gera samninga
við Breta og veita þeim heimildir
til þess að veiða innan 12 mflna
landhelginnar. Hæstv. forsætis-
ráðherra sagði í ræðu á Alþingi
14. nóv. 1960, með leyfi forseta:
„Ein þó að ég ámæli ekki ríkis-
stj. og áfellist það ekki út af fyrir
sig, að hún hefur tekið upp við-
ræður við Breta um þetta inál, þá
er annað, sem ég tel fulla ástæðu
til að átelja í sambandi við þær
viðræður, sem ríkisstj. hefur tek-
ið upp. Ég tel, að rikisstj. hefði,
um leið og hún féllst á að taka
upp viðræður við Breta um land-
helgismál, átt að lýsa því yfir, að
ekki kæmi til mála nein minnkun
landhelginnar, nein minnkun
fiskveiðilandhelginnar, að það
kæmi ekki til mála nein innfærsla
á landhelgislínunum, hvorki al-
mennt né gagnvart meinni ein-
stakri þjóð. Hún átti að lýsa því
yfir, að enginn undansláttur frá
landhelgislínunni kæmi til greina
f samningaviðræðum."
Þetta sagði hæstv. forsætisráð-
herra, áður en landhelgissamn-
ingurinn var lagður fyrir Alþingi,
áður en honum var Ijóst, að með
samningnum frá 1961 fékkstland-
helgin stækkuð um 5.065 ferkm.
Þegar svo samningurinn var til
umræðu á Alþingi, sagði hæstv.
forsætisráðherra 2. marz 1961,
með leyfi forseta:
„Það hefur til þessa verið
stefna íslenzkra stjórnarvalda, að
landhelgina ætti að færa út með
einhliða ákvörðun Islendinga, en
ekki með samningum við aðrar
þjóðir nema þá alþjóðasamþykkt.
Þess vegna var margendurtekn-
um tilmælum frá NATO þjóðum 1
um um að taka upp samninga um
landhelgismálið vísað á bug. Slík- '
um tilmælum var einmitt hafnað
með orðsendingunni 20. ágúst
1958. Nú eru hins vegar teknir
upp samningar við Breta um
stærð landhelginnar og um rétt-
indi Bretum til handa í fiskveiði-
landhelginni. Það eru ný og
hættuleg vinnubrögð í þessu lffs-
hagsmunamáli þjóðarinnar. Hve-
nær hefðu Islendingar getað fært
fiskveiðilandhelgina út f 12 sjó-
mflur, ef sú útfærsla hefði verið
háð samningum við aðrar þjóð-
ir?“
Þegar þessi ummæli hæstv. for-
sætisráðherra eru borin saman
við gjörðir ríkisstjórnar hans nú,
verður ekki með sanni sagt, að
þar hafi verið farið að hans ráð-
um skv. fyrrgreindum ummælum.
Nú er öldin önnur hjá Ólafi Jó-
hannessyni. Nú veitir hann ríkis
stjórn Islands forsæti. Hegðun
hans hefur líka verið með allt
öðrum og skynsamlegri hætti en
hann taldi 1960-’61, að hegðun
forsætisráðherra ætti að vera í
slíku lífshagsmunamáli, eins og
hann þá orðaði það. Nú telur for-
sætisráðherra eðlilegt að semja
við Breta. Nú telur hann rétt að
veita þeim réttindi til veiðainnan
landhelginnar meira að segja án
þess, að þeir viðurkenni þá land-
helgi, sem við höfum tekið okkur,
eins og Bretar þó gerðu með
samningunum 1961.“
Matthías A. Mathiesen rakti
síðan ítarlega gang mála frá þvf
að forsætisráðherra kom heim frá
Lundúnum og móttökur þær, sem
viðleitni hans fékk hjá Alþýðu-
bandalaginu. Síðan vék þingmað-
urinn að því, hvort eitthvert sam-
band væri á milli þeirrar ákvörð-
urnar Alþýðubandalagsins að
samþykkja samningana og
varnarmálanna. Hann sagði, að
kommúnistar mundu hafa farið
fram á það við forsætisráðherra
og utanríkisráðherra að gegn
stuðningi við samkomulagið
fengju þeir fulltrúa í nefnd
til viðræðna um vamarmál-
in. Forsætisráðherra neitaði
því i sjónvarpsviðtali fyr-
ir skömmu, að þessum málum
hefði verið blandað sam-
an. Engu að sfður vil ég spyrja
forsætisráðherra til þess eins að
svör hans séu gefin á Alþingi:
Voru Alþýðubandalagsmönnum í
sambandi við afgreiðslu þessa
máls gefnar einhverjaryfirlýsing-
ar varðandi öryggis- og vamar-
málin?
Við sjálfstæðismenn höfum allt-
af viljað freista þess að leysa
landhelgisdeiluna við Breta. Af-
staða fulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins f utanrfkisnefnd hefur verið í
samræmi við það. Við höfum með
skýrum bókunum gert grein fyrir
skoðunum okkar og aðvarað ríkis-
stjórn og meirihluta utanríkis-
nefndar, þegar í óefni hefur
stefnt. Ekki er hægt að segja, að
meirihluti utanrikisnefndar hafi
hagað vinnubrögðum sínum út
frá sama sjónarmiði, ef borin er
saman afstaða meirihluta utan-
ríkisnefndar til þeirrar tillögu
sem hér er til umræðu og afstaða
saman meirihluta á utanríkisnefd
arfundi 26. sept. sl. þegar fyrir lá
forsenda þeirrar niðurstöðu sem
nú liggur fyrir. Að dómi okkar
sjálfstæðismanna eru þau því
miður ekki með þeim hætti, sem
við hefðum kosið og hægt hefði
verið að ná, ef ekki hefðu stjórn-
að þessum málum, menn, sem
voru sjálfum sér sundurþykkir og
hluti þeirra í raun og veru vildi
ekki friðsamlega lusn. heldur áfr-
am ófrið á miðunum og lakari
árangur af útfærslu landhelginn-
ar.
Síðan rifjaði Matthías A.
Mathiesen upp ósk forsætisráð-
herra um álit utanríkisnefndar á
fyrsta bréfi Heaths og sagði:
Hvernig brást utanríkisnefnd
við? Hverjar voru skoðanir
nefndarmanna? Jú, það vorum
við Jóhann Hafstein, fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, sem einir
töldum það ómaksins vert að at-
huga betur, hvað fyrir forsætis-
ráðherra Breta vekti og forsætis-
ráðherra Islands ákvæði til þess
stuttan frest. Aðrir nefndarmenn
töldu ekki ómaksins vert að skoða
málið, heldur lögðu til að stjórn-
málasambandi við Breta yrði slit-
ið þá þegar næstu daga.
Það gerðist hins vegar næsta
dag, sem sjálfsagt var, að for-
sætisráðherra fór ekki að ráð-
um meirihluta utanríkisnefndar.
heldur að tillögum okkar Jóhanns
Hafsteins. Hefði ráðherrann farið
að tillögum meirihluta nefndar-
innar, hefðu þeir ekki haft neitt
tækifæri til að mæla með þessari
þingsályktun og tillögurnar væru
hér ekki til umræðu.
Kaupstaðarrétt-
indi handa Sel-
tjarnarneshreppi
Á fundi neðri deildar sl.
fimmtudae var til fvrstu umræðu
f neðri deild frumvarp til laga
um kaupstaðarréttindi til handa
Seltjarnameshreppi. Matthfas A.
Mathiesen (S) mælti fyrir frum-
varpinu, sem flutt er af öllum
þingmönnum Reykjaneskjör-
dæmis f neðri deild. Sagði hann,
að frumvarpið væri flutt að ein-
róma beiðni hreppsnefndar Sel-
tjarnarneshrepps.
Matthías sagði, að ibúatala
hreppsins hefði verið 2393 1. des
sl., en búast mætti við, að íbú-
amir yrðu orðnir 6—8 þúsund
innan fárra ára. Eins og nú væri
þyrftu íbúarnir að sækja ýmiss
konar opinbera þjónustu til
Hafnarfjarðar, og væri það afar
óhagkvæmt.
Ólafur Jóhannesson dómsmála-
ráðherra beindi þeim tilmælum
til þingnefndarinnar, sem fengi
málið, að hún leitaði álits hjá
dómsmálaráðuneytinu áður en
hún afgreiddi frum varpið.
Þá tóku einnig til máls Ingvar
Gíslason (F) og Matthías A.
Mathiesen aftur. Síðan var frum-
varpinu vísað til félagsmála-
nefndar og 2. umræðu.
— Tryggjum 200 mílur
Framhald af bls. 14
breytingar á íslenzkum lögum til
þess að skýra þetta ákvæði. Hitt
er svo annað mál, hvaða þýðingu
það frv. hefur gagnvart gagn-
aðila.
Samningurinn frá
1961 hagstæðari
Þá gerði Geir Hallgrímsson
samanburð á samkomulaginu nú
og samningnum 1961. Hann sagði:
En þó blandast mönnum
væntanlega ekki hugur um, að
samningurinn 1961, var mun
betri. Hann hefur, eins og
kunnugt er, verið kallaður mesti
stjórnmálasigur Islendinga og því
getur sá samningur, sem hér er til
umræðu, verið viðunandi, þótt
hann komist ekki í samjöfnuð við
samninginn 1961.
Ég vil benda á nokkur atriði
máli mínu til sönnunar.
I fyrsta lagi þá fékkst með
samningnum 1961 full viður-
kenning Breta á útfærslu land-
helginnarf 12 mílur.
Með þeim samningi, sem nú er
til umræðu, er beinlínis tekið
fram bæði í formála og loka-
orðum, að hann hafi ekki áhrif á
lagaskoðanir aðila eða réttindi
varðandi efnisatriði deilunnar.
Elftir tvö ár getur því sama
ástand upphafist aftur og verið
hefur nú í sumar, með þeim
hættum, sem því hafa fylgt.
Að vísu erum við sjálfstæðis-
menn svo bjartsýnir, að álíta að
Hafréttarráðstefnan hafi þáleittí
1 jós, ekki eingöngu ótvíræðan rétt
okkar yfir 50 sjómflna landhelgi,
heldur og yf ir 200 mílna auðlinda-
lögsögu. Við höfum líka að okkar
leyti með þingsályktunartillögu
okkar á þingi um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 sjómílur
fyrir árslok 1974 gert Ijóst, hvert
við stefnum. Sömuleiðis er til
bóta frumvarp ríkisstjórnarinnar,
þar sem kveður svo á um, að land-
grunn samkvæmt lögunum frá
1948, sem sjálfstæðismenn áttu
frumkvæðið að því að setja, skuli
miðast við 200 mílur.
Þá er það heldur ekki fjarri lagi
að telja töluverða möguleika á
því, að Bretar muni á samnings-
tímanum snúast jafnvel á sveif
með þeim þjóðum, sem styðja 200
mílna fiskveiðilögsögu. Þeir geta
haft töluverða hagsmuni af þvf,
en hvað sem því líður, þá ætti
sigur okkar að vera öruggur. Það,
sem úrslitum ræður, er hafréttar-
ráðstefnan.
I stjórnmálanefnd Sameinuðu
þjóðanna hefur samhljóða verið
samþykkt að halda Hafréttarráð-
stefnuna í Venezuela á næsta ári,
og strax þá er búist við ákveðinni
stefnuyfirlýsingu af hennar
hálfu.
Sá annmarki þessa samnings,
að ekki er greint frá, hvað við taki
eftir 2 ár, hefur þannig vonandi
ekki neikvæðar afleiðingar.
I öðru lagi var það alveg ljóst
samkvæmt samningnum 1961, að
enginn sérregla gilti um lögsögu
íslenzkrar landhelgisgæzlu, að því
er varðaði framkvæmd samn-
ingsiris, eða viðurlög við brotum á
honum, eins og óneitanlega er um
að ræða samkvæmt þeim samn-
ingi, sem nú er hér til umræðu.
Leiddi þetta þegar að því, að
samningurinn frá 1961 fól í sér
fulla viðurkenningu gagnaðila á
útfærslu fiskveiðilögsögunnar,
sem núgildandi samningur gerir
ekki, eins og áður er sagt.
I þriðja lagi vil ég benda á það,
að samkvæmt samningnum frá
1961 voru grunnlínur leiðréttar
okkur í hag, sem jók fiskveiðilög-
sögu okkar mjög verulega. Og
varð sú aukning í raun og veru
mun meira virði heldur en þær
takmörkuðu veiðiheimildir, sem
gert var ráð fyrir í samningnum
og að verður vikið síðar.
Samkvæmt þessum samningi er
ekki um neina aukningu íslenzkr-
ar fiskveiðilögsögu að ræða, og
ekki hefur einu sinni verið eftir
slíkri aukningu leitað.
I f jórða lagi er rétt, að það komi
fram, að þær veiðiheimildir, sem
veittar voru samkvæmt samn-
ingnum 1961, voru hlutfallslega
mun takmarkaðri en þær veiði-
heimildir, sem nú eru veittar. Þá
var hvergi farið inn að gömlu
fiskveiðimörkunum, en nú er
aðalreglan að fara nær alls staðár
inn að 12 mflum. Þá var um mjög
miklu tímabundnari veiði-
heimildir að ræða en nú, þar sem
aðeins eitt svæði er f senn lokað
tvo mánuði f einu.
I fimmta lagi Skal þess getið, að
þá var bein yfirlýsing um það, að
við mundum færa út fiskveiðiiög-
sögu okkar frekar í framtíðinni.
en nú er ekki á það mirinst einu
orði í þessum samningi, að til þess
skuli koma. Þetta verður þó von-
andi ekki, ásteytingarsteinn síðar,
vegna þess að við sjálfstæðismenn
höfum, eins og áður er sagt, flutt
þingsályktunartillögu um út-
færslu f 200 mflur og ríkisstjórnin
frumvarp um breytingu á land-
grunnslögunum, sem hnfgur f
svipaða átt. Þess vegna má við-
semjendum okkar vera ljóst, að
hverju við stefnum, og kann
raunar að vera eins og um var
getið áðan, að við eigum í þeim
efnum samleið í framtiðinni.
1 sjötta lagi var samkvæmt
samningnum 1961 ákvæði um, að
ef ágreiningur yrði um útfærslu,
skyldi þeim ágreiningi vera skotið
fyrir Alþjóðadómstólinn. Um
þetta ákvæði hefur staðið mikill
styrr eins og kunnugt er, og skal
ég út af fyrir sig ekki rifja þær
deilur upp.
En það, sem talið hefur verið
þessum samningi til gildis, að
ekki væri gért ráð fyrir neinum
yfirdómi, eða gerðardómi, þá er
rétt að geta þess, að hæstvirtur
sjávarútvegsráðherra hefur ekki
verið fráhverfur gerðardómi. A
Genfarráðstefnunni fyrri 1958,
þegar Lúðvfk Jósepsson var
sjávarútvegsráðherra var lögð
fram tillaga um rétt strandríkis
til ráðstafana utan við sjálfa fisk-
veiðilögsöguna af hálfu íslenzku
ríkisstjórnarinnar. I þeirri tillögu
var það eitt meginatriði, að
gerðardómur skyldi skera úr, ef
ágreiningur yrði. Sú tillaga náði
þó ekki samþykki, en var á ný
flútt á ráðstefnunni 1960, að til-
hlutan viðreisnarstjórnarinnar,
með samþykki allra fslenzku full-
trúanna þar á meðal Lúðvíks
Jósepssonar.
Þannig hefur það verið tvívegis
gert að beinni tillögu af tslands
hálfu á alþjóðavettvangi, að ráð-
stafanir utan 12 mflna yrðu ekki
gerðar nema ágreiningur út af
þeim væri borinn undirdóm.
Ég hef aldrei talið það ann-
marka á samningnum frá 1961, að
skjóta málum okkar fyrir Al-
þjóðadómstólinn og vitna í því
sambandi til víðfrægra orða hæst-
virts forsætisráðherra um það, að
við ættum að undirbúa hvert það
skref, sem við tækjum í land-
helgismálinu, svo vel, að það
stæðist fyrir Alþjóðadómstóli. Ég
tel, að réttur okkar sé svo ótvf-
ræður, að engin hætta sé á ferð, ef
við höfum trú á málstað okkar og
erum þeir menn að þora að standa
fyrir máli okkar á þeim vettvangi,
þannig að dómstóllinn kveði upp
úrskurð sinn á réttum forsendum.
Tryggjum 200 mílur
I lok ræðu sinnar lagði Geir
Hallgrfmsson áherzlu á, að megin
rökin fyrir því, að semja bæri við
Breta nú og setja niður deilur við
Vestur-Þjóðverja, væru þau, að
við þyrftum að einbeita okkur að
sigri málstaðar okkar á Hafréttar-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.
Okkar færustu menn væru og
hefðu verið um of bundnir við
þessa deilu í stað þess að geta
einbeitt sér með einhuga þjóð að
baki að því að ná árangri til þess
að tryggja 200 mflurnar. I þvf
væru fólgnir yfirgnæfandi hags-
munir í bráð og lengd öldnum og
óbornum til gæfu.