Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973 19 Skýringar þjóna — vegna yfirstandandi kjaradeilu Vegna yfirstandandi kjaradeilu framreiðslumanna vill Félag framreiðslumanna vekja athygli á eftirfarandi: Undanfarin átta ár hefur þjón- ustugjald framreiðslumanna verið reiknað sem 15% af verði veitinga til almennings að með- töldum söluskatti. Það hefur þvf að undanförnu verið bakreiknað sem 13.05% af heildarverði veit- inga. Hinn 29. f.m. gekk í Félags- dómi dómur þess efnis að þjón- ustugjald skyldi lagt á veitinga- verðið án söluskatts. I framhaldi af því lögðu veitingamenn hinn 1. nóvember s.l. fyrir framreiðslu- menn að bakreikna þjónustu- gjaldið með 11,543% af heildar- verði veitinga, en þetta orsakaði um það bil 11% kauplækkun hjá framreiðslumönnum. Fram- reiðslumenn töldu að með slíkri launalækkun væru forsendur brostnar fyrir því að starfa áfram við óbreytta samninga og þarsem samningar voru lausir var verk- fall boðað með lögmæltum fyrir- vara. Aður en til verkfalls kom gáfu framreiðslumenn tvívegis kost á því að fresta verkfallinu. Fyrst með því skilyrði að unnið yrði áfram á óbreyttum launum unz samningar hefðu tekizt og veitingamenn féllu frá meintum endurkröfurétti og sfðar með því skilyrði að samningur sá sem tækist með aðilum við lok vinnu- deilunnar gilti frá 1. nóvember. Báðum þessum tilboðum höfnuðu veitingamenn. Þess skal að Iokum getið að krafa félagsins um 23% þjónustugjald svarar til 16.67% af heildarverði veitinga. Oskar Magnússon. Islendingur í framkvæmdaráð Alþjóðasambands áhugaleikhúsa A SÍÐASTA fundi Alþjóðasam- bands áhugaleikhúsa, sem haldið var í Monaco, var Jónas Amason kosinn í framkvæmdaráð sam- bandsins. Norrænu fulltrúarnir á fundin um stungu sameiginlega upp á Jónasi, og er hann fyrsti íslend- ingurinn, sem hlýtur sæti f þessu ráði. Alþjóðaleikhúsráðið skipu- leggur samstarf milli áhugaleik- húsa um heim allan, m.a. með leiklistarhátíðum og nám- skeiðum. Mest hefur starfsemi þessi hingað til verið í Evrópu, þar sem leikhúsmálasamskipti hafa eflzt mikið fyrir tilverknað rfkisins. Nú að undanförnu hefur starfsemin færzt æ meir yfir í aðrar heimsálfur og ekki hvað sízt til hinna ungu þjóðfélaga í Afríku JSIiér0:MtWaí>í$> margfaldor markad yðar og Asíu. Einn mikilvægasti þátt- urinn í starfsemi ráðsins er út- gáfa leikhúsverka, ekki hvað sízt frá þjóðum, sem af tungumála- ástæðum (eins og við Islend- ingar) eiga erfitt með að koma verkum sínum á framfæri við aðrar þjóðir. Bandalag fslenzkra leikfélaga á sem kunnugt er aðild að Norræna áhugaleikhúsasambandinu og hafa af því sprottið marg- vísleg góð samskipti milli Islendinga og annarra Norð- urlandaþjóða. Bandalag ísl. leikfélaga á hins vegar ekki aðild að Alþjóðasambandi áhuga- leikhúsfélaga. íslendingar hafa þarna ásamt Færeyingum staðið utan við einir Norðurlandaþjóða. Nú verður að teljast tímabært, að bandalagið gangi einnig í Alþjóðasamband áhugaleikhús- félaga, þegar norrænu fulltrú- arnir þar hafa sameinazt um að koma íslendingi í ráð sambands- ins. Aðalstöðvar sambandsins eru í Haag. Næsti fundur sambands- ráðsins verður í lok janúar n.k. (Fréttatiikynning). — Tómarúmið Framhald af bls. 11 Það sem þjóðin verður að gera sér grein fyrir er að þessi svo- nefnda kjarabarátta undir forystu kommúnista er ekki það sem he- nni er sagt, heldur þjónusta við einræðið. Þorsteinn Stefánsson. HafnarflðiHTur Góð húseign við Tjarnarbraut er til sölu. Húsið er steinhús, tvær hæðir 6—7 herbergi og kjallari með afgirtri lóð á fallegum stað við Lækinn. ÁRNI GUNNLAUGSSON, HRL. Austurgötu 10, HafnarfirSi. Sími 50764. Kúpllngs- dlskar í flestar gerðir bifreiða fyrirliggjandi STORÐ H. f. Ármúla 24. Sími 81430. Þl LPLÖTU R Ódýra viðarklæðningin er komin aftur. Verð aðeins kr. 971.— pr. plötu. Stærð á plötu 122x244 cm. J. Þorláksson og Nordmann h.f. RICOMAC 'imop El El El E Œ E Kl Œ E m U) Nýjasta modelid frá RIOOIVIAO hefur stóran -ftakka, sem audveldar samlagningu og kemur i veg fyrir villur. Hljódlát: Slekkur á prentverkinu ef engin vinnsla i 3 sek., ræsir þad sjálfkrafa er vinnsla hefst ad nýju. Grandtotal - Merkjaskifti - Minus-margföldun, auk + — X + IMýtt og glæsilegt útlit. Verd adeins kr. 36.900- HRINGIÐ - KOMIÐ - SKRIFIÐ - % SKRIFSTQFUVELAR H.F. + $ Hverfisgötu 33 Simi 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.