Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 6
MORGUNB'LÍAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGÚR 13. NOVÉMBER 1973
DAGBÖK
1 dag er þriðjudagurinn 13. nóvember, 317. dagur ársins 1973.
Briktíumessa. Eftir lifa 48 dagar.
Ardegisháflæði er kl. 07.50, siðdegisháflæði ki. 20.13.
Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti eigi hjáipað, og eyra
hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki.
(Jesaja 59.1.).
Málverkasýning Gunnars Dúa
Sl. sunnudag opnaði Gunnar Dúi Júlfusson málverkasýningu I Félags-
heimili Kópavogs. A sýningunni eru 54 verk — unnin I olíu, akryi og
gull-epoxfð. Þetta er fimmta sjáifstæða sýning Gunnars Dúa. Þá fyrstu
hélt hann árið 1969, en hafði áður sýnt meðöðrum.
Sýningin verður opin kl. 2—10 alia daga næsta hálfa mánuð, og er
öllum Islendingum boðið að koma og skoðasýninguna, eins og Gunnar
Dúi orðaði það við blaðamann, en aðgangur er ókeypis.
Myndin er af Gunnari Dúa Júlíussyni við eitt málverkanna á
sýningunni.
Viðkomustaðir bókabílanna
ÁRIMAO
HEILLA
Þann 13. október voru gefin
saman I hjónaband í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd af séra Jóni
Einarssyni, Hulda Ingibjörg
Benediktsdóttir frá Akranesi og
Haraldur Jónsson frá StóraLamb-
haga í Skilmannahreppi. Heimili
þeirra er að Skeljanesi 2, Reykja-
vík. (Ljósmdast. Ölafs Ámasonar,
Akranesi).
Efri myndin: Tízkukóngar
hafa á sfðari árum farið að
gefa meiri gaum að klæðnaði
karlpenings en áður var.
Yngissveinninn á myndinni er
í Klæðnaði frá Ted Lapidus.
Efnið í fötunum er úr ull og
gerviefnum, og hefur þann
stóra kost, að það hrukkast
ekki, en gert er ráð fyrir, að
fötin megi þvo í þvottavél.
Þetta er nýjung, sem búast má
við að nái miklurn vinsældum.
Neðri myndin: Ékkert er nýtt
undirsólunni, segirí Prédikar-
anum, og það sannast hér.
Þetta á að vera nýjasta tízka,
en sannleikurinn er sá, að
þetta líkist mjög „nýjustu
tízku“ á árunum í kringum
1950. Þess vegna finnst okkur
betur við hæfi að kalla þetta
„uppgerða tízku". Teygjubelt-
in, sem allar stelpur með sóma-
tilfinningu urðu að eiga hér
einu sinni eru nú aftur að ve-
rða ómissandi.
Vikuna 9. til 15. nóvember
er kvöld-, nætur- og helgidaga-
varzla apóteka I Reykjavfk I
Apóteki Austurbæjar og
Ingólfsapóteki. Næturvarzia
er I Apóteki Austurbæjar.
Læknastofur eru lokaðar á
laugardögum og helgidögum, en
læknir er til viðtals í göngudeild
Landspítalans í síma 21230.
Almennar upplýsingar um
lækna- og lyfjabúðaþjónustu í
Reykjavík eru gefnar í símsvara
18888.
Mænusóttarbólusetning fyrir
fullorðna fer fram í Heilsu-
verndarstöðinni á mánudögum kl
17.00—18.00.
Vaktmaður hjá Kópavogsbæ —
bilanasími 41575 (símsvari).
Krossgátan
Lárétt: 1. Vökvar 6. afhendi 8.
sýkn 11. þjóti 12. auðug 13. sam-
hljóðar 15. ósamstæðir 16. snjó-
kom 18. úðanum. Lóðrétt: 2.
Uáti 3. leyni 4, sund 5. reyktir 7,
báðu um 9. elskar 10. morar 14,
armur 16. fornafn 17.2 eins
Laus á sfðustu krossgátu:
Lárétt: 1 — logni, 6 — kná, 8 —
AB, 10 — No, 11 — grautur, 12 —
ná, 13 — án, 14 — far, 15 —
ráðríka. Lóðrétt: 2 — ok, 3 —
gnauðar, 4 — ná, 5 — Ragnar, 7
— fornra, 9 — brá, 10 — núa, 14
— fo.
SÖFNIN
Borgarbókasafnið
Aðalsafnið er opið mánud. —
föstud. kl. 9-22, laugard. kl.
9—18, sunnud. kl. 14—18.
Bústaðaútibú er opið mánud.
— föstud.kl. 14—21.
Hofsvallaútibú er opið mánud.
— föstud.kl. 16. —19.
Sólheimaútibú er opið mánud.
— föstud. kl. 14 — 21.
Laugard. kl. 14 — 17.
Landsbókasafnið er opið kl.
9—19 alla virka daga.
Bókasafnið f Norræna húsinu
er opið kl. 14—19, mánud. —
föstud., en kl. 14.00 — 17.00
laugard. og sunnud.
Arbæjarsafn er opið alla daga
nema mánudaga kl. 14—16.
Einungis Árbær, kirkjan og
skrúðhúsið eru til sýnis. (Leið
10 frá Hlemmi).
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, er opið sunnud., þriðjud.
og fimmtud. kl. 13.30 — 16.00.
Islenzka dýrasafnið er opið kl.
13—18alla daga.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið á sunnudögum kl. 13.30
— 16. Opið á öðrum tímum
skólum og ferðafólki. Sfmi
16406.
Listasafn Islands er opið kl.
13.30 — 16 sunnud., þriðjud.m
fimmtud.og iaugard.
Náttúrugripasafnið, Hverfis-
götu 115, er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard.
kl. 13.30 — 16
Sædýrasafnið er opið alla daga
kl. 10 —17.
Þjóðminjasafnið er opið kl.
13.30 — 16 sunnud., þriðjud.,
fimmtud., laugard.
Viðkomu staðir bókabílanna
eru hér sem segir:
ARBÆJARHVERFI
Hraunbær 162 mánud. kl. 3.30-
5.00.
Verzl. Hraunbæ 102 þriðjud. kl.
7.00-9.00
Verzl. Rofbæ 7-9 mánud. kl. 1.30-
3.00, þriðjud. kl. 4.00-6.00.
BREIÐHOLT
Breiðholtsskóli mánud. kl. 7.15-
9.00, fimmtud. kl. 7.00-9.00,
föstud.kl. 1.30-3.00.
Fremristekkur fimmtud. kl. 1.30-
3.00.
Verzl. Straumnes fimmtud. kl.
4.15-6.15.
Verzlanir við Völvufell þriðjud.
kl. 1.30-3.15, föstudag kl. 3.30-5.00.
Háaleitishverfi
Alftamýraskóli fimmtud. kl. 1.30-
3.30.
Austurver, Háaleitisbraut,
mánud. kl. 3.00-4.00.
Miðbær, Háaleitisbraut, mánud.
kl. 4.30-6.15. miðvikudag. kl. 1.30-
3.30 föstudag. kl. 5,45-7.00.
HOLT- HLlÐAR
Stakkahlíð 17 mánudag. kl. 1.30-
2.30. miðvikud. kl. 7.00-00.
Æfingaskóli Kennaraskólans mið-
vikud. kl. 4.15-6.00.
LAUGARAS
Verzl. Norðurbrún þriðjud. kl.
5.00-6.30, föstud. kl. 1.30-2.30.
LAUGARNESHVERFI
Dalbraut/Kleppsv. þriðjud. kl.
7.15- 9.00.
Laugarlækur/Hrísat. föstud. kl.
3.00-5.00.
SUND
Kleppsv. 152 við Holtaveg föstud.
kl. 5.30-7.00.
TON
Háatún 10 þriðjud. kl. 3.00-4.30
VESTURBÆR
KR-heimilið mánud. kl. 5.30-6.30.
fimmtud. kl. 7,15-9.00.
Skerjaf jörður - Einarsnes
fimmtud. kl. 3.45-4.30.
Verzl. Hjarðarhaga 47 mánud. kl.
7.15- 9.00 fimmtud. kl. 5.00-6.30.
| SÁ NÆSTBESTl
Knattspyrnuþjálfarinn við aðstoðarmann:
— Ég hef aldrei séð meira rusl á vellinum eftir leik. Aðstoðar-
maðurinn: — Þetta er allt satnan vallarstjóranum að kenna,
hann lét dreifa 5000 seðlum, þar sem fólk var hvatt til að ganga
vel um.
Lánið lék við norsku sveitina í
eftirfarandi spili, sem er frá
leiknum við Portúgal I Evrópu-
mótinu 1973,
Norður.
S 8
H 10-9
T K-9-5-2
L K-G-9-7-4-3
Vestur
S Á-K-10-7
H 8-7-6-3-2
T 4
L A-D-10
Suður
S G-6-4-2
H A-D-G-5-4
T D-8
L 8-5
Austur
S D-9-5-3
H K
T Á-G-10-7-6-3
L 6-2
Við annað borðið sátu spilararn-
ir frá Noregi I A-V og þar opnaði
vestur á einum spaða, og austur
sagði 4 spaða. Norður lét út hjarta
10. Suður drap með ás, lét út lauf
8, sagnhafi svínaði, norður drap
með kóngi og lét út tígul. Sagn-
hafi reyndi nú að gera tigulinn
góðan, en það heppnaðist ekki og
spilið varð 2 niður. Sagnhafí get-
ur auðveldlega unnið spilið. I stað
þess að svina laufi, þegar suður
lætur út lauf, þá á hann að drepa
með ási, síðan getur hann víxl-
trompað hjarta og tígul og fær
þannig 8 slagi á tromp auk ásanna
í tígli og laufi.
Við hitt borðið sátu norsku
spilaramir i N-S, og þar varð loka-
sögnin 2 hjörtu hjá suðri, en vest-
ur tvöfaldaði. Einhver mis-
skilningur varð í sögnum við
þetta borð. Vestur lét út spaða ás,
siðan hjarta 3 og þar með leysti
hann mörg vandamál sagnhafa.
Drepið var heima með ási, lauf 5
látið út, gosanum svínað i borði
eftir að vestur lét tíuna. Næst var
tigull látinn út, drepið heima með
drottningu og enn var lauf látið
út. Sagnhafi fékk 8 slagi, vann
spilið. Norsku sveitin fékk 470
fyrir og græddi samtals 8 stig á
spilinu, en trúlegt er, að norsku
spilaramir, sem töpuðu 4 spöðum,
haf i ekki búist við því.
FRÉTTIR
Kvenfélag Bæjarleiða heldur
fund í Safnaðarheimili Langholts-
prestakalls þriðjudaginn 13.
nóvember kl. 20.30, en á dagskrá
er kvikmyndasýning og f leira.
Kvenfélagið Seltjörn heldur
fund miðvikudaginn 14. nóvem-
ber kl. 20.30 I félagsheimilinu. A
fundinum verða veittar leiðbein-
ingar í snyrtingu.
Kvenréttindafélag Islands held-
ur fund miðvikudaginn 14. nóv-
ember, og hefst hann kl. 20.30 að
Hallveigarstöðum. Rætt verður
um fjölmiðla, en framsöguerindi
flytja Margrét Bjarnason, blaða-
maður, Aðalbjörg Jakobsdóttir
B.A. og Þorbjörg Jónsdóttir B.A.
Aðaldeildarfundur K.F.U.K.,
Hafnarfirði, verður haldinn
þriðjudaginn 13. nóvember kl.
20.30 í húsi félaganna, Hverfis-
götu 15, Hafnarfirði. A dagskrá er
myndasýning, og Sina Gisladóttir
kennari talar.