Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973
15
Neyðarástand í orku-
málum í Bretlandi?
260 þúsund námuverkamenn
komnir í yfirvinnubann
London, 12. nóvember, AP. ekki verði algert neyðarástand í
YFIRVINNUBANN 260 þúsund orkumálum I vetur.
kolanámuverkamanna hófst I Bretar eru þegar farnir að
Bretlandi I dag og segja sérfræð- finna fyrirolíuskorti vegna átak-
ingar, að það geti á nokkrum vik-
um haft þær afleiðingar, að kola-
framleiðsla Iandsins minnki um
helming. Fjölmiðlar telja sumir,
að stjórnin neyðist til að grfpa til
neyðarráðstafana, m.a. að kveðja
hermenn til ýmissa starfa, til að
Skylab III:
Brottför á
Canaveralhöfða, Flórfda, 12.
Eldtraustur
kokkteill
r
frá Islaridi
Los Angeles, 12. nóv. AP.
UM 400 barþjónar frá 27 lönd-
um tóku þátt í 22. alþjóðlegu
kokkteilkeppninni, sem fram
fór f Los Angeles um helgina,
þar á meðal einn Islendingur,
sem blandaði kokkteil er hann
nefndi „Eldtraustan". Ekki er
vitað, hvort kokkteillinn fékk
verðlaun, en sigurvegari varð
Bjarne Eiriksen frá Noregi.
anna í Miðausturlöndum, og ýmis
olíufélög hafa hvatt til skömmt-
unar, þar saH^þau verði annars
ekki fær um að afgreiðapantanir.
Þau hafa jafnframt látið að þvf
liggja, að töluverðar verðhækkan-
ir séu yfirvofandi.
Þá eru rafmagnsverkfræðingar
og aðrir sérfræðingar á því sviði
einnig í yfirvinnubanni. Þeir
neita að sinna neyðarút-
köllum vegna bilana, og viðhald á
á ýmsum mikilvægum orku-
verum er i lágmarki. Ef verkfall
þeirra dregst á lang-
inn, getur skapast mjög slæmt
ástand í raforkuverunum.
Kolanámuverkamennirnir hafa
reynst harðskeyttir í fyrri kjara-
deilum sínum og hafa verið í
verkfalli vikum saman án þess að
láta nokkurn bílbug á sér finna.
Stjórnin hefur gefið í skyn, að
hún telji ekki líklegt, að meiri-
hluti þeirra kæri sig um lang-
vinnt verkfall, en mikið ber f
milli.
N-Irland:
Viðræður um
stjórnarsamstarf
nóvember AP.
Bandarfsku geimferðayfirvöld-
in skýrðu frá þvf f dag, að viðgerð
á eldflauginni, sem flytja á
undan áætlun, og að hægt yrði að
skjóta stöðinni á loft nk. fimmtu-
dag. Hefur skottfmin verið ákveð-
inn kl. 14,36 að ísl. tfma.
Geimskotið var frestað, er upp
komst, að 8 jafnvægisbörð á
Saturneldflauginni voru
gölluð. Skylab geimfararnir Carr,
Poyue og Gibson hvflast
i einangrunaríbuð sinni
í Iohnsongeimstöðinni í
Houston og bíða þess að geta haf-
ið leiðangurinn, sem á aðstanda í
85 daga, og ef allt gengur að ósk-
um, verður það enn eitt nýtt geim-
ferðamet fyrir Bandankjamenn.
Þeir eiga að fljúga til Canaveral-
höfða síðdegis á morgun.
Sérfræðingar segja, að ef eld-
flauginni hefði verið skotið á loft
með gölluðu jafnvægisbörðunum,
hefði verið stórhætta á, að hún
hefði ekki þolað flugátakið og
sprungið í loft upp. Sérfræðingar
segja, að gallarnir hafi komið í
ljós, er vart varð við salttæringu á
börðunum.
Belfast, 12. nóvember AP.
LEIÐTOGAR þriggja stærstu
stjórnmálaflokkanna á N-trlandi
hófu f dag á ný viðræður til að
finna grundvöll fyrir stjórnar-
samstarfi kaþólska minnihlutans
og mótmælenda. Heimildir
herma, að leiðtogarnir hafi f dag
verið vonbetri um að ná árangri f
viðræðunum nú en er þær hófust
fyrir tveimur mánuðum.
Andrúmsloftið f Belfast var þó
ekki friðsamlegt, er viðræðurnar
hófust, því að f gærkvöldi
sprungu sprengjur í fjórum krám
f Belfast, og særðust 13 manns,
sumir alvarlega. Þá sprakk
sprengja á fjölförnum gatna-
mótum í morgun, er fólk var á
leið til vinnu og slösuðust margir,
þó enginn alvarlega. Lögreglu-
yfirvöld kenna öfgamönnum um
sprengingarnar, en segja ekki,
hvort um liafi verið að ræða
kaþólska eða mótmælendur.
Jakobsen og
jafnaðarmenn
hafa jafnt fylgi
Kaupmannahöfn, 12. nóv. NTB,
Skv. skoðanakönnun, sem kunn
gerð var í Danmörku í dag í
Politiken, nýtur hinn nýi flokkur
Erhards Jakobsens, jafnmikils
fylgis og Jafnaðarmannaflokkur-
inn eða 18%. Flokkur Glistrups
hefur hins vegar tapað miklu
fylgi, eðaur 17% í 5%.
Sluppu
yfir
múrinn
Berlín, 12. nóvember, AP.
TVEIM ungum Austur-Þjóð-
verjum tókst að flýja yfir múrinn
til Vestur-Berlínar á sunnudag,
þrátt fyrir skothríð landamæra-
varða. Austur-þýzkir landamæra-
verðir sáu piltana, þegar þeir
voru að læðast yfir „dauðu lín-
una“ sem kölluð er og skutu á þá
af vélbyssum. Þeim tókst þó að
forðast skothríðina og klifra yfir
múrinn, þar sem vestur-þýzkir
verðir tóku á móti þeim. Piltamir
eru 18 og 20 ára að aldri.
Tító í
Moskvu
Moskvu 12. nóvember AP.
TlTÓ Júgóslavíuforseti kom í
opinbera heimsókn til Moskvu í
dag og var vel fagnað af Brezh-
nev, aðalritara sovézka kommún-
istaflokksins, sem kyssti hann á
báðar kinnar.
Heimsóknin mun standa í 4
daga, og er talið, að helztu við-
ræðuefnin verði ástandið í Mið-
austurlöndum. Þetta er þriðji
fundur þeirra Brezhnevs og Títós
á rúmu ári.
Er eyrað af
Paul Getty III?
Róm, i2. nóvember
AP—NTB.
MÓÐIR Paul Gettys III, sem
hvarf f júlf sl. á Italíu, barst um
helgina bréf, sem f var hægra
eyra af manni og hárlokkur,
sem bréfritari segir, að sé af
syni hennar. Er hótað að senda
fleiri Ifkamshluta af Getty f
bréfi, ef f jölskylda hansgreiðir
ekki lausnargjaldið, sem ræn-
ingjarnir krefjast, en það er 5
milljónir dollara, eða um 420
milljónir fsl. kr.
Móðir Gettys er sögð sann-
færð um, að eyrað og lokkurinn
séu af syni hennar, og í samtali
við Rómarblaðið II Messagero
grátbað hún ræningjana um að
hlífa honum við frekari pynt-
ingum. I viðtalinu biður hún
ræningjana um að hafa sima-
samband við sig, svo að hún
geti fullvissað sig um, að sonur-
inn sé á lífi, eða að þeir sendi
henni mynd, sem sýni, að
hægra eyrað vanti.
Skv. dagsetningunni á
bréfinu hefur það verið 19 daga
á leiðinni, en móðir Gettys,
kvikmyndaleikkonan Gail
Harris segist hafa rætt við son
sinn f sfma 6 dögum eftir að
bréfið á að hafa verið póstlagt,
22. október, en hann hafi aðeins
fengið að segja örfá orð. I bréf-
Paul Getty III, hans hefur nú
verið saknað frá þvf f júli sl.
inu segir, að verði lausnar-
gjaldið ekki greitt innan 10
daga verði vinstra eyrað skorið
af drengnum. Afi drengsins
milljarðamæringurinn Paul
Getty hefur neitað að greiða
lausnargjaldið fjrir sonarson
sinn.
Alþjóðalögreglan Interpool
kannar nú, hvort hugsanlegt sé
að eyrað hafi komið frá ein-
hverju sjúkrahúsi á Ítalíu.
Pául Getty III er 17 ára að aldri
og lék upphaflega grunur á, að
hann hefði sjálfur sett ránið á
svið.
Brúðkaup aldarinnar?
ANNA Bretaprinséssa og Mark Philips höfuðsmaður verða gefin
saman í hjónaband á morgun, miðvikudag. 1500 hundruð manns verða
í brúðkaupsveizlunni, en gert er ráð fyrir að 500 milljónir fylgist með
brúðkaupinu f sjónvarpi, en það eru jafnniargir og fylgdust með því
þegar menn stigu fyrst fæti á tunglið.
PRAVDA styður
Nixon forseta
Moskvu, 12. nóvember AP.
MOS KVUBLAÐIÐ Pravda,
málgagn sovézka kommúnista-
flokksins, tekur f dag upp
hanskann fyrir Nixon Banda-
rfkjaforseta og segir, að þeir,
sem vilji, að Nixon segi af sér
eða verði sviptur embætti, séu
óskammfeilnir, hefnigjarnir,
óábyrgir og f miklum minni-
hluta.
Fréttin er skrifuð af frétta-
ritara Pravda f New York, og er
talið, að birting hennar sé
merki um það, að sovézkir leið-
togar ætli sér að styðja ákveðn-
ar við bakið á Bandaríkjafor-
seta.
Fréttin er skrifuð á venju-
legan sóvézkan hátt, þ.e.a.s. að
birt eru ummæli erlends
stjórnmálamanns, og er hér um
að ræða ummæli eftir banda-
rfska viðskiptaráðherrann
Frederic B. Dent, sem gerð eru
að stefnu sovézkra ráðamanna.