Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVUMBER 1973
Geir Hallgrímsson:
Tryggjum 200 mílur
með einhuga þjóð að baki
Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar'um heimild
til þess að ganga frá samningum við Breta á grundvelli
þess bráðabirgðasamkomulags, sem gert hefur verið,
kom til umræðu á Alþingi í gær, og í þeim umræðum
flutti Geir Hallgrfmsson formaður Sjálfstæðisflokksins
ítarlega ræðu, þar sem hann f fyrsta lagi fjallaði um
málsmeðferðina og vinnubrögðin innan ríkisstjórnar-
innar. f öðru lagi um efnisþætti samkomulagsins og í
þriðja lagi gerði Geir Hallgrímsson samanburð á sam-
komulaginu frá 1961 og þessum samningum nú og komst
að þeirri niðurstöðu, að samningamir frá 1961 hefðu
verið mun hagstæðari. f lok ræðu sinnar lagði Geir
Hallgrímsson áherzlu á, að meginástæðan fyrir þvf, að
nú bæri aðsemja frið við Breta væri sú, að þjóðin yrði að
einbeita sér að því framtíðarmarki að tryggja 200 mflna
fiskveiðlögsögu. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu Geirs
Hallgrímssonar.
Heimild til að gera óað-
gengilegan samning að
ástæðulausu!
I upphafi ræðu sinnar vakti
Geir Hallgrlmsson athygli á, að
ábending fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins f utanríkisnefnd þess
efnis, að kannað yrði til hlítar,
hvað fyrir brezka forsætisráð-
herranum hefði vakað með fyrsta
bréfi hans til Ölafs Jóhannesson-
ar, hefði leitt til þess, að slitum
stjdrnmálasambands var frestað
með þeim árangri, að bráða-
birgðasamkomulag hefði nú
náðst. Fulltrúar Alþýðubanda-
lagsins í ríkisstjórn hefðu sam-
þykkt viðræðurnar í London
nauðugir viljugir að sagt, að for-
sætisráðherra tslands hitti for-
sætisráðherra Bretlands til þess
að ræða almennt um málið og
leggja grundvöll að formlegum
samningaviðræðum, en Ijóst væri,
að Ölafur Jóhannesson hefði ein-
mitt farið til efnislegra samninga-
viðræðna og sá samningur, sem
nú lægi fyrir, hefði verið fyrir
hendi í London eftir viðræður for-
sætisráðherranna.
Síðan rakti formaður Sjálf-
stæðisflokksins fyrstu viðbrögð
þingflokks Alþýðubandalagsins,
er taldi samkomulagsgrundvöll-
inn „algerlega óaðgengilegan" og
sagði: „Ekki er ljóst, hvað olli
flýti þeirra Alþýðubanda-
lagsmanna, en sennilegt er, að
þeir hafi ætlað sér að beita komm-
únískri ógnunaraðferð. Þeir töldu
víst, að samstarfsflokkamir yrðu
smeykir og leiðitamir sem fyrr, en
nú brást þeim bogalistin. Mælir-
inn var fullur, framsóknarmenn,
jafnvel þeir, sem Iengst höfðu
fylgt kommúnistum og
veitt eigin forsætisráðherra
veikan stuðning, tóku nú
upp hanzkann fyrir hann.
Þingmenn Alþýðubandalagsins
létu heldur ekki við það sitja
að samþykkja þessa ályktun,
heldur birtu þeir aðalefni hennar
yfir þvera forsíðu Þjóðviljans
næsta dag og brutu þannig trún-
að, sem þeir höfðu sjálfir sam-
þykkt að halda. Forsætisráðherra
átti auðvitað að biðjast lausnar
fyrir hönd ráðherra Alþýðu-
bandalagsins þá þegar sama dag
eftir slíka framkomu, þar sem
vonlaust var, að þeir hefðu þá
sómatilfinningu að gera það sjálf-
ir.“
Síðan sagði Geir Hallgrímsson:
„Eftir að þingmenn Alþýðu-
bandalagsins hafa verið svo
beygðir, sem raun ber vitni, þá
fer ekki milli mála, að reiði þeirra
og Þjóðviljans hefur beínzt að
Ólafi Jóhannessyni forsætisráð-
herra og skal ég aðeins nefna tvö
dæmi þar um.
I forystugrein Þjóðviljans 3.
nóvember er rætt um landhelgis-
gæzluna og minnt á, að Ólafur
Jóhannesson hafi svarað spurn-
ingum Þjóðviljans, hvort fyrir-
skipaðar hafi verið mildari að-
gerðir gegn brezkum landhelgis-
brjótum og sagt skýrt og
skorinort: „Það er bara bull“.
En þessi forystugrein dregur
það f efa, að þetta sér rétt, miðað
við starfsemi landhelgisgæzlunn-
ar og lýkur ummælunum með því
að segja: „Er ekki rétt, að það
komi í dagsljósið, hver það er sem
bullar." Það fer ekki á milli mála,
að þetta svokallaða stuðningsblað
rfkistjórnarinnar gefur lesendum
sínum til kynna, að það sé for-
sætisráðherra tslands, sem bullar.
Annað dæmi:
Þjóðviljinn segir í forystugrein
4. nóvember: „Það er full ástæða
til, að menn velti því fyrir sér,
hvers vegna Ölafur Jóhannesson
gaf þá yfirlýsingu aðeins þremur
dögum eftir heimkomuna og án
samráðs við samráðherra sfna, að
hann gæti fyrir sitt leyti fallizt á
brezka tilboðið óbreytt. Tilboð,
sem hann hafði tekið að sér að
leggja fyrir ríkisstjórn íslands og
lýst yfir, að hann væri óbundinn
af.“
Ætli kommúnistar megi sem
sagt ekki sjálfum sér um kenna.
Þjóðviljinn heldur áfram og
segir: „hitt liggur svo auðvitað í
augum uppi, að eftir yfirlýsingu
íslenzka forsætisráðherrans um
sitt persónulega samþykki hlaut
það að vera æði veik von, að hægt
yrði að fá Breta til að fallast á
einhverjar lagfæringar enda þótt
sjálfsagt væri að reyna þær til
þrautar".
Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs-
ráðherra er heldur ekki myrkur í
máli um íorsætisráðherra á
flokksráðsfundi Alþýðubanda-
lagsins. Hann segir: „Við höfum
nokkuð almennt hér í Alþýðu-
bandalaginu orðið býsna reiðiryf-
ir því, hvernig hér var haldið á
málum, við teljum, að við höfum
að vissu leyti verið svikin. Vinnu-
brögðin hafa ekki verið eðlileg og
þar að auki verið leikið niður fyr-
ir okkur góðri stöðu f þýðingar-
miklu máli.“ Þetta voru orð
sjávarútvegsráðherra, sem segja,
að forsætisráðherra hafi svikið,
ekki viðhaft eðlileg vinnubrögð
og leikið niður fyrir okkur góðri
stöðu íþýðingarmiklu máli.
Það er vandséð, hvernig unnt er
að taka upp heilshugar samstarf í
ríkisstjórninni eftir slík orða-
skipti, eða hvernig forsætisráð-
herra getur látið sér þau lynda.
En eftir öll stóru orðin þá sam-
þykkti flokksráð Alþýðubanda-
lagsins að fela miðstjórn að taka
fullnaðarafstöðu til málsins og
gaf þetta veganesti:
„Flokksráð Alþýðubandalags-
ins telur það ástæðulaust að hvika
frá þessari stefnu, þ.e.a.s. f land-
helgismálinu og veita tilslakanir á
borð við þær, sem ráð er fyrir gert
í fyrirliggjandi drögum að sam-
komulagi við Breta.
Fyrst er sem sagt samþykkt, að
samningurinn sé óaðgengilegur,
síðan er sagt, að ástæðulaust sé að
gera óaðgengilegan samning og
loks er veitt heimild til að gera
óaðgengilegan samning að
ástæðulausu,.
Hér er ný kenning á ferðinni. A
Alþingí skal tala á móti málinu,
en greiða atkvæði með því. Segir
ekki í stjórnarskránni, að þing-
menn séu bundnir af sannfær-
ingu sinni?“
Gagnrýnisverðirþættir
samkomulagsins
Geir Hallgrfmsson vék síðan að
efnisþætti þess samkomulags við
Breta, sem nú liggur fyrir, og
gerði fyrst að umtalsefni
hámarksaflatöluna og sagði ljóst
vera, að miðað væri við, að ársafli
brezkra skipa yrði um 130 þús.
tonn á hinu umdeilda svæði milli
12 og 50 mílna. Á viðræðufundun-
um í vor hefðu allir samninga-
nefndarmenn vitað, að Bretar
mundu reiðubúnir að fara niður í
130 þús. tonna hámarksafla, ef
Islendingar hefðu samþykkt það.
1 tillögum forsætisráðherra í
London hefði verið rætt um 130
þús. tonna ársafla, en ákvörðun
um hámarksaflatölu sleppt í loka-
samkomulagstillögum.
Geir Hallgrímsson kvað sjálf-
stæðismenn hafa lagt áherzlu á
það í utanríkisnefnd, að hámarks-
afli yrði tilgreindur, enda væri
engum blöðum um það að fletta,
að um viðbótartryggingu væri að
ræða fyrir okkur Islendinga. En
vegna þess, að sjávarútvegsráð-
herra hefði lagt lítið upp úr því að
hafa ákvörðun um hámarksafla í
samningum kom í ljós, að fyrir-
staða var á því hjá Bretum. Þess
vegna væri ekki ákveðið orðalag á
þessu ákvæði. Þá taldi Geir
Hallgrimsson miður, að hámarks-
aflinn væri eingöngu miðaður við
hið umdeilda svæði, en ekki allt
svæðið, sem NorðausturAtlants-
hafsnefndin nefnir v-a en það er
75% stærra. Bretar mundu að
vísu veiða mjög lítinn hluta afla
síns utan 50 mílnanna, en eftirlit
með hámarksafla væri erfiðara,
ef veiðisvæðið væri annað en f
venju- og í samningsbundnum
skýrslum veiðiskipa og auk þess
gæti það haft þýðingu, þegar við
færðum fiskveiðilögsöguna út f
200 mílur.
Síðan segir Geir Hallgrímsson:
„1 1. tölulið orðsendingarinnar
er getið um fjölda brezkra togara,
sem mega vera að veiðum hér við
land, og er þar gengið út frá því,
að fylgt verði tillögum forsætis-
ráðherra Islands í London.
1 vor var tilboð Islendinga, að
engir frystitogarar eða verk-
smiðjuskip væru á veiðum á svæð-
inu, en auk þess fengju ekki 30 af
stærstu togurum Breta að veiða
hér við land og var þá miðað við
samsetningu togaraf lotans eins og
var 1971.
v En Bretar voru í vor komnir að
því að viðurkenna, að tuttugu
brezkir togarar auk frysti og verk-
smiðjuskipa yrðu útilokaðir frá
veiðum.
Hæstvirtur forsætisráðherra,
Ölafur Jóhannesson, gerði það að
tillögu sinni f London, að fimmtán
stærstu og 15 aðrir togarar yrðu
útilokaðir auk verksmiðju- og
frystiskipa og hafa Bretar gengið
að þvf. Þannig að ljóst er, að ekki
hefur borið mikið á milli að þessu
leyti heldur.
1 öðrum tölulið er rætt um frið-
unarsvæðin, sem brezkir togarar
munu virða
Lúðvfk Jósepsson hefur í viðtali
við Þjóðviljann 24. október sagt,
að ein af þeim lagfæringum, sem
rfkisstjórnin vildi fá á samningn-
um væri, að það standi opið fyrir
fslenzk stjórnvöld að ákveða frið-
unarsvæði og friðunartima.
I þessu sambandi er rétt að geta
þess, að friðunarsvæðin voru
fyrst tvö á Selvogsbanka og fyrir
norð-austurlandi og voru þau
fyrst ákveðin með reglugerðinni
1. september 1972.
Lúðvík Jósepsson, var búinn að
vera sjávarútvegsráðherra
nokkuð á annað ár, áður en hann
gaf út regl. um friðunarsvæði,
og þá gerði hann ekki meiri
ráðstafanir en að loka Selvogs-
bankasvæðinu í einn mánuð og
Norðausturlandssvæðinu í tvo
mánuði. Það er fyrst nú f
sumar, sem þriðja friðunar-
svæðið er ákveðið, eftir við-
ræðurnar í maf. En Bretar hafa
orðalaust, að því er virðist, viður-
kennt það svæði einnig. Það er
því fyrst og fremst sjávarútvegs-
ráðherra sjálfum að kenna að
vera ekki búinn fyrir Iöngu að
ákveða fleiri friðunarsvæði.
En vegna þess látalætis sjávar-
útvegsráðherra, að hann hafi
áhuga á fleiri friðunarsvæðum,
þá er ef til vill rétt að íhuga.
Geir Hallgrfmsson
hvort Islendingar, þ.á m.
Luðvík Jósepsson hafi gert
um það kröfu í samningnum í
maímánuði. 1 yfirliti yfir
kröfur Islendinga í maí kemur
ekki fram annað en að
virða skyldi þau tvö friðunar-
svæði, sem þá voru í gildi og fyrr
eru nefnd. Það hefur raunar
verið gengið út frá því, að
friðunarsvæði, sem Islendingar
ákvæðu og tækju eins til þeirra og
annarra þjóða, mundu Bretar
virða.
Ég vil spyrja hæstvirtan for-
sætisráðherra, hvort það er ekki
réttur skilningur.
Hinu skulum við ekki loka aug-
unum fyrir, að ætlunin var, að í
samkomulaginu yrði nánar greint
frá þessu, en Bretar töldu þá
nauðsynlegt að tilgreina, að slfk
ákvörðun yrði að eiga sér stað á
grundvelli vísindalegra rann-
sókna og með samþykki samn-
ingsaðila.
Þótt við íslendingar viður-
kennum ekki slíka aðild Breta og
eigum að taka einhliða
ákvarðanir í þessum efnum, þá
verður að treysta því, að ekki leiði
til ágreinings að þessu leyti á
samningstímabilinu.
I þriðja tölulið samningsins er
getið um smábátasvæðin fyrir
Vestfjörðum og Austfjörðum
milli 12 og 20 mflna og fyrir
Norðurlandi. Eru þau ákvæði í
samræmi við afstöðu tslendinga í
mafmánuði s.l.
I fjórða tölulið er getið um
skiptingu fiskimiðanna við landið
i sex veiðisvæði og skal eitt þeirra
vera lokað í tvo mánuði í senn.
I tilboði Ólafs Jóhannessonar
forsætisráðherra í London tekur
hann í samræmi við afstöðu Is-
lendinga í maímánuði s.l. fram, að
tvö svæðin af sex séu lokuð. Af-
staða Breta var eins og kunnugt
er í maí mánuði s.l„ að þeir vildu
annað hvort viðurkenna smábáta-
svæðin eða lokun tveggja af sex
veiðisvæðum, en ekki hvort
tveggja. I lokatilboði Breta i
London gengu þeir inn á, að auk
smábátasvæða og friðunarsvæða
að hafa eitt af sex svæðum lokað.
Þegar grein var gerð fyrir
þessu við heimkomu forsætisráð-
herra, var tekið fram, að ákvörð-
un um, hvenær þetta eina svæði
ætti að vera lokað, yrði að vera
bundin frekari samningum milli
aðila. Það kom og fram síðar í
fréttum af fundi forsætisráðherra
með forsvarsmönnum L.I.U., að
hann teldi að tímaákvörðunin
yrði í höndum Islendinga og gæti
farið að vild þeirra. Hins vegar
lagði forsætisráðherra fram á
fundi utanríkismálanefndar út-
reikning um aflamagn Breta á
grundvelli þess samkomulags,
sem var niðurstaða Lundúnaum-
ræðnanna, gerðan af fiski-
málastjóra, Má Elíssyni, sem
byggði á ákveðnum forsendum,
hvenær hin einstöku svæði væru
lokuð, forsendurn sem voru hag-
stæðari Bretum en íslendingum,
og hafði sú tímaákvörðun verið
rædd í London. Hér er því ástæða
til að gera athugasemd um máls-
meðferð. I ljós hefur komið, að
það, sem talið var opið og eigi
búið að semja um, var í raun
fastmælum bundið og varð ekki
breytt. Þótt sagt sé, að með ann-
arri tímaákvörðun en þeirri, sem
nú er gert ráð fyrir, væri vonlaust
fyrir Breta að ná þeim afla, sem
samningurinn er byggður á, þá er
hér um að ræða ámælisverð
vinnubrögð.
I sjötta tölulið er rætt um fram-
kvæmd samkomulagsins og lög-
sögu. Um þetta atriði hafa verið
all miklar umræður og sérstak-
lega hefur sjávarútvegsráðherra
og Alþýðubandalagsmenn gert
sér tíðrætt um það. Þannig er
þetta eitt af þeim atriðum sem
sjávarútvegsráðherra segir í við-
tali við Þjóðviljann 24. október
s.l., að lagfæra þurfi.
Það er því forvitnilegt að
kanna, hvernig þessi ráðherra
vildi haga þessu í samningavið-
ræðunum í maímánuði í vor.
Fyrst er sagt:
Islenzk yfirvöld verða að hafa
rétt og möguleika til að hafa ef tir-
lit með framkvæmd samningsins
og þetta er síðan skilgreint
þannig:
Það verður að vera ljóst, að
íslenzk varðskip geti í fram-
kvæmd stöðvað brezka togara og
litið eftir veiðarfærum þeirra,
stöðvað veiðar þeirra, ef þeir
brjóta f bága við samkomulagið.
Annað er ekki sagt af hálfu
Luðvíks Jósepssonar í maimán-
uði.
Sjötti liður samkomulagsins er
fremur hagstæðari okkur Is-
lendingum en Lúðvík lagði til í
maí, þótt æskilegra hefði verið að
ákvæðin um lögsöguna sam-
kvæmt 6. lið hefðu verið skýrari
og m.a. eðlilegra, að brezkur tog-
ari, sem staðinn er að veiðum í
bága við samkomulagið hefði rétt
til þess að kalla á brezkt eftirlits-
skip til að sannreyna málsatvik 1
stað þess að leggja þá skyldu á
íslenzkt varðskip.
Ég tel hins vegar, að þótt ég
telji lögsöguákvæðið f sjötta tölu-
lið, eins og ég hef þegar greint
frá, viðunandi, þá sýnir það best,
að um sérreglu er á ræða, að
forsætisráðherra hefur gert það
fyrir sjávarútvegsráðherra að
flytja sérstakt frumvarp um
Framhald á bls. 18