Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973 30 þúsund skoðanir á 6 árumHi artaverndar Samtökin í fjárhagserfiðleikum RANNSÓKNARSTÖÐ Hjarta- verndar hefur nú starfaS í ein sex ár og á því tímabili hafa verið framkvæmdar um 30 þúsund rannsóknir í stöðinni. Undanfarið ár hefur verið unnið að rannsókn á fólki á Suðurlandi (Ámes- og Rangárvallasýslu). Af fjárhags- ástæðum remdist ekki mögulegt að hafa rannsóknarstöð starfandi austan Fjalls en þótt um veruleg- ar vegalengdir hafi verið að fara. hefur mading verið mjöggóð. Yf- ir 80 prósent kvenna úr Ames- sýslu hafa mætt, en færri karlar. Rannsókn er nú lokið í Ames- sýslu en um það bil að ljúka í Rangárvallasýslu. Samtökin eiga við töluverða fjárhagsörðugleika að stríða vegna þess, að á siðasta ári var framlag hins opinbera til þeirra verulega skert. Var því mætt með því. að draga úr starfseminni en miklir erfiðleikar eru fyrirsjáan- legir ef ekki fæst leiðrétting á fjármálunum því Iljartavernd stefndi í upphafi að því, að ljúka rannsóknum á landinu öllu árið 1976 og hagaði starfsskipulaginu i samræmi við það. Yfirlæknir Iljartaverndar er Nikulás Sigfús- son og er hann eini fastráðni læknirinn. Ef landsbyggðin á ekki að verða afskipt þarf að ráða tvo lækna i viðbót, sem hægt er að senda út á land, en það verður ekki hægt nema nið opinbera bæti það fé, sem tekið var af samtökunum. Rannsóknarstöð Hjartaverndar tók til starfa í nóv. 1967. Hefur siðan verið unnið að rannsóknum á fólki bæði á Reykjavíkursvæð- inu og úti á landi. í Reykjavík var valið til rann- sóknar fólk, sem fætt var á árun- um 1907—1935, alls um 17.000 manns. Þessum hóp var skipt í þrennt og hafa nú -4 þessa hóps verið rannsakaðir, ‘4 einu sinni 24 tvisvar. Eftir er lokaáfangi þessarar hóprannsóknar en þá verður allur hópurinn boðaður, þ.e. þá kemur ‘4 hans í fyrsta skipti til rann- sóknar, ‘4 í annað skipti og ‘4 i þriðja skipti. Gert er ráð fyrir að þessi síðasti áfangi hóprannsóknarinnar á Reykjavíkursvæðinu hefjist næsta haust og ljúki á 2 árum. Undanfarin ár hefur jafnframt kerfisbundnu hóprannsókninni á Reykjavíkursvæðinu verið boðið til rannsóknar öllum körlum og konum á aldrinum 41—60 ára á eftirfarandi svæðum: Gullbringu- og Kjósarsýslu ásamt Keflavík, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu ásamt Akranesi, Akureyri og Eyjafjarðarsýslu ásamt 3 hrepp- um S.-Þingeyjarsýslu, Siglufirði og Ölafsfirði, Ames- og Rangár- vallasýslu. Áætlað er að halda áfram rann- sókn á Suðurlandi og taka næst fyrir V.-Skaftafellssýslu. Næstu verkefni úti á landi verða væntanlega rannsókn í Húnavatns- og Skagaf jarðarsýslu. Alls hefur verið boðið til rann- sóknar nálægt 10.000 körlum og konum úti á landi en um 12.000 í Reykjavík, en helmingi þátttak- enda í Reykjavík hefur verið boð- ið tvívegis. Auk stöðvarinnar í Reykjavík hafa verið starfræktar um tíma stöðvar á Akranesi, Akureyri og Siglufirði. Sjúkraskrá með niðurstöðum rannsókna varðandi hvern þátt- takanda hefur jafnan verið send til heimilis- eða héraðslæknis. Auk þess hafa sjúkrahúsin á Akranesi, Siglufirði og Akureyri fengið eintak af öllum sjúkra- skrám frá viðkomandi rann- sóknarstöðvum. Frá því að fyrsta áfanga hóp- rannsóknar Hjartaverndar lauk 1968 hefur stöðugt verið unnið að úrvinnslu þeirra gagna, sem safnað hefur verið. Starfsmenn Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar hafa á timabilinu birt 24 vísindalegar greinar og skýrslur, er flestar fjalla um hóp- rannsókn Hjartaverndar og flutt 14 erindi á læknaþingum hér- lendisog erlendis. I s.l. mánuði var haldið í Vestur-Berlín þriðja alþjóðlega þingið um æðakölkun og sóttu þing þetta þrír fulltrúar frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar, þeir Nikulás Sigfússon yfir- læknir, Davíð Davíðsson prófess- or og Þorsteinn Þorsteinsson lif- efnafræðingur. Kynntu þeir fyrstu niðurstöður mælinga á blóðfitu íslenzkra karla en þessi blóðfituefni eru talin með mikil- vægustu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Bírzt hafa 12 greinar, sem eru meira almenns eðlis aðallega f tímaritinu Hjartavernd. Sex árs- skýrslur Rannsóknarstöðvarinnar hafa veriðgefnarút. Unnið er nú að skýrslum um niðurstöður efnamælinga og annarra blóðrannsókna 1. áfanga hóprannsóknarinnar. Gefnar verða út 5 skýrslur um þetta atriði og er 2 þeirra að mestu lokið en unnið að hinum. Einnig er unnið að skýrslu um notkun rafreiknis við hóprannsóknina. Fleiri skýrslur eru í undirbún- ingi. Nokkrar svipmyndir úr Meistara Jakob. Brúðuþættir um „Meistara Jakob ’ ’ fr um sýn dir Tveir nýir leikbrúðuþættir verða frumsýndir að Fríkirkju- vegi á morgun sunnudag 25. nóvember. Þessir þættir fjalla um „Meistara Jakob“ og heitir sá fyrri „Meistari Jakob gerizt barn- fóstra“ en sá sfðari „Meistari Jakob og þrautirnar þrjár". t fyrra voru sýndir brúðuþættir, sem fjölluðu um „Meistara Jakob“ og nutu þeir mikillar hylli hjá yngri kynslóðinni. Marg- ir af hinum gömlu kunningjum Jakobs koma nú sem fyrr við sögu í þáttunum, en þó hafa bætzt við mörg ný andlit, gott fólk og hinar verstu forynjur. Brúðuleikhús er listgrein, sem á sér langa og litríka sögu. Ilinar fyrstu, upprunalegu leikbrúður voru guðalíkneski, sem gátu hreyft höfuð og hendur. Er fyrst talað um strengjabrúður eða maríonettur í heimildum frá 4. öld fyrir Krist. Brúðuleikhús voru mjög vinsæl á meðal Rómverja. Sesar virtist vera hálf hræddur við þau, þvf hann bannaði brúðuleikurum að leika annað en látbragðsleik af hræðslu við pólitísk áhrif þeirra. A Norðurlöndum var ekki farið að nota brúður við leiklist fyrr en á 17. öld. Frægasta persónan í dönsku brúðuleikhúsi er „Mester Jakel“ eða „Meistari Jakob“, sem fyrst kom fram í kringum 1790. Ilann er eins konarþjóðsagnaper- sóna, sem enginn sérstakur maður hefur skapað, heldur lifir hann í gegnum aldirnar með sínum séreinkennum. Hann er fyrst og fremst náungi, sem ekki ber virðingu fyrir neins konar valdi. Brúðuleikhús hefur ekki enn náð verulegri fótfestu á Islandi, en sennilega munum við eignast okkar brúðuleikhús í framtíðinni eins og aðrar þjóðir. Fyrir nokkr- um árum var haldið námskeið í leikbrúðugerð á vegum handíða- og myndlistaskóla Islands undir stjórn Kurt Zier. 1 framhaldi af því var stofnaður flokkur áhuga- fólks um brúðuleikhús, sem hlaut nafnið „Leikbrúðuland". Flokk- urinn hafði ekkert til að byggja starf sitt á nema sameiginlegan áhuga. Fyrstu árin fóru að mestu í það, að búa til leikbrúður, skapa persónur. Að baki hverrar brúðu liggur mikið starf. Síðar voru haldnar sýningar bæði í sjónvarpi og í skólum. Svo var það eftir áramót í fyrra, sem hafnar voru reglúlegar sýningar á sunnu- dögum að Fríkirkjuvegi 1L Æfingar á nýju þáttúnum um „Meistara Jakob“ hafa nú staðið yfir í sjö vikur. Leikstjóri er Hólmfríður Pálsdóttir og hefur hún áður stjórnað sýningum „Leikbrúðulands". Leiktjalda- smiður er Þorbjörg Höskuldsdótt- ir. En þær Ilelga Steffensen, Erna Guðmarsdóttir, Bryndfs Gunnarsdóttir og Hallveig Thorlacius stjórna brúðunum. Hefur hópurinn notið góðrar aðstoðar Jóns E. Guðmundssonar viðgerðá nýjum brúðum. En Jón er sá íslendingur, sem mest kann fyrir sér í brúðugerð. Sýningin á sunnudag hefst kl. 15. Grundarfjörður: Freyfaxi sigldi á 2 báta og upp 1 fjöru »A»i Grundarfirði, 19. nóv. AÐFARARNÓTT laugardagsins 17. nóv. sl., um kl. 04.40, kom til Grundarfjarðar sementsflutn- ingaskipið Freyfaxi til þess að losa hér eitt hundrað lestir af sementi. Þegar skipið var að leggjast að bryggju, vildi svo slysalega til, að það lenti á mikilli ferð að bryggjunni og aftan á báta. sem þar lágu. Samkvæmt samtali sem hafnar- vörðurinn hér, Elis Guðjónsson, átti við skipstjóra Freyfaxa um orsök þessa atburðar, tjáði skip- stjórinn honum, að þegar hann hugðist láta vélina vinna afturábak, jók skipið ferðina áfram með fyrrgreindum afleið- ingum. Freyfaxi nam ekki staðar fyrr en hann tók niðri í fjörunni upp með bryggjunni og kom við Neyzluvatn Reykvíkinga grynnra en ætlað var VIÐ boranir í Heiðmörk og greiningu Kristjáns Sæmunds- sonar jarðfræðings á grágrýtis- lögunum á svæðinu f nánd við höfuðborgina, hefur komið í Ijós, að í stað þess, að hægt sé að fá neyzluvatn úr djúpum holum og öruggum fyrir meng- un, verður Vatnsveitan að taka neyzluvatnið úr efri jarðlögum, eða á 10—15 m dýpi nálægt Gvendarbrunnunum. Af þeim sökum verður að fara með enn meiri gát varðandi mengun í Heiðmörk og nálægum svæðum — enginn veit hve langt þau ná. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Þóroddi Th. Sigurðs- syni, vatnsveitustjóra. Er nú verið að safna vatninu á 10—15 m dýpi milli Jaðars og Gvendarbrunna, þvf útséð er um. að gagni að bora dýpra, eins og menn höfðu gert sér vonfr um. Ástæðan fyrir þessu er sú, að við boranir í Heiðmörk var ætíð komið niður á mikil leirlög, þar sem talið hafði verið að hægt yrði að fá nóg vatn í grágrýtis- Iögum á 40—50 m dýpi og ekki þyrfti að gera svo miklar kröfur til verndunar vegna vatnsból- anna. En í Heiðmörk var borað niður fyrir sjávarmál, alltað 100—110 m dýpi, og fór borinn í gegnum míkil leirlög. Þótti þá sýnt, að kenningin um grágrýt- ið þarna væri ekki einhlit. Hef- ur Kristján Sæmundsson verið að rannsaka grágrýtislögin og hefur greint þau í 4 lög: Reykjavíkurgrágrýtið, Ilafnar- fjarðargrágiýtið, Heiðmerkur- grágrýtið og Borgarhólagrá- grýtið. Það fyrst nefnda er um 300 þús. aára gamalt, næsta um 200 þús. ára, þriðja um 100 þús. ára, en á milli eru setlög. Milli þess sem Hafnarfjarðar- grágrýtið og Heiðmerkurgrá- grýtið runnu hefur að öllum líkindum orðiðsig og stöðuvatn myndazt í Heiðmörk, sem Heið- merkurgrágrýtið lokaði svo fyr- ir. Þá mynduðust setlög, sem nú virka sem stífla, þannig að vatnið rennur yfir þau. Því er ekki hægt að vænta þess, að fá vatn neðan við setlögin og verð- ur að ná þvi ofan á þeim eða litlu dýpi. Þess vegna eru vatns- lögin í Heiðmörk miklu við- kvæmari fyrir mengun en ef hægt hefði verið að ná vatninu á miklu dýpi. Ekki er vitað hve langt þetta forna vatn hefur náð í átt til Bláfjalla og ekki heldur hve djúpar sprung- urnar eu, sem þarna liggja um i sprungustefnu landsins. En þykku jarðlögin eru á öllu svæðinu, sem borað hefur verið í. Þar sem nú er verið að bora niðri undir jafnsléttu við Jaðar, Er viðkvæmara fyrir mengun er vatn í 10—15 m dýpi. Þar fyrir neðan eru sandlög og svo leir- og berglög á vixl niður f yrir 60 m og fæst ekkert vatn á því bili. Á Bullaugnasvæðinu er allt með eðlilegum hætti. Þar eru mót þriggja grágrýtislaga, þ.e. Reykjavíkurlagsins, Ileiðmerk- urlagsins og Borgarhólalags- ins og fæst vatn á 25—30 m dýpi. En þegar byggð fer að þéttast þar í kring, má búast við að þar verði ekki lengur drykkjarvatn að fá, en þó allltaf nægt vatn til iðnaðar, sagði vatnsveitusjóri. Um þessar mundir er vatns- veitan að búa sig undir að bora eftir vatni í Bláfjöllum, um 800 m frá skálanum. Er borinn til- búinn, en snjór er á staðnum og leizt vatnsveitustjóra ekkert alltof vel á aðstæður þegar hann kannaði þær í fyrradag. Stefni Freyfaxa og Farsæ uppi f fjöru. (Ljósm. Bæring Cecils- son). það gat á skipið, um það bil 10 metra fyrir aftan stefni. Frosk- maður og lögreglan úr Ólafsvík komu á vettvang og könnuðu skemmdir á skipinu. Freyfaxi hætti við frekari siglingu til Vest- fjarða og fór í þess stað þegar til Reykavíkur og þar í dráttarbraut, enda kominn verulegur leki að skipinu. Bátamir, sem fyrir skemmdum urðu, eru Farsæll SH 30 og Gustur SH 24, og er tjón á þeim verulegt. Þeir munu þó ekki vera lekir og komast hafna á milli til viðgerðar, en fyrr er ekki hægt að gera sér fulla grein fyrir skemmdum á þeim. Svo harður var þessi árekstur, að Farsæll kastaðist upp í fjöru og flaut ekki fyrr en komið var undir flæði um morguninn. — Emil. Uthlutunarnefnd viðbótarritlauna IIINN 8. þ.m. skipaði mennta- málaráðuneytið úthlutunarnefnd í samræmi við reglur nr. 307/1973, um viðbótarritlaun. í nefndinni eiga sæti: Rannveig Agústsdóttir, B.A., samkvæmt til- nefningu Rithöfundafélags ís- lans, Bergur Guðnason, lögfræð- ingur, samkvæmt tilnefningu Félags íslenzkra rithöfunda, og Þorleifur Hauksson, lektor, sam- kvæmt tilnefningu kennara í ís- lenzkum bókmenntum við Ilá- skóla islands, og er hann jafn- framt formaður nefndarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.