Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Annlýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 360.00 krá mánuði innanlands.
í lausasölu 22, 00 kr. eintakið
essa dagana er yfir-
vofandi orkuskortur í
heiminum mjög á dagskrá,
og þjóðir heims leita ráða
til þess að hagnýta aðrar
orkulindir en olíuna. Við
íslendingar erum mjög vel
settir í þeim efnum vegna
þeirra orkulinda, sem fel-
ast í vatnsföllunum og
heíta vatninu í iðrum
jarðar. Orkulindir okkar
eru nægar, ef við kunnum
að hagnýta þær og þar að
auki eru þær ódýrar á
sama tima og olíuverðið
hækkar gífurlega frá mán-
uði til mánaðar.
Það er því meiriháttar
hneyksli, að ríkisstjórn
Ólafs Jóhannessonar hefur
undanfarnar vikur þvælzt
fyrir málefnum Hitaveitu
Reykjavíkur á þann hátt,
að stofnað er í voða getu
Hitaveitunnar til þess að
sjá 25.000 manns í ná-
grenni Reykjavíkur fyrir
húsahitun með heitu vatni.
Þegar ríkisstjórnin loks
lætur undan almennings-
álitinu og snýr við blaðinu,
er það gert of seint, í of
litlum mæli, og með
hótunum!
Nú er talið, að hitunar-
kostnaður Reykvíkinga sé
aðeins 38—40% af hitunar-
kostnaði Kópavogsbúa,
Garðhreppinga, Hafnfirð-
inga og annarra þeirra,
sem verða að búa við olíu-
kyndingu. Bæjarstjórnir
Kópavogs og Hafnarfjarð-
ar hafa náð samningum við
Reykjavíkurborg um, að
Hitaveita Reykjavíkur
leggi hitaveitu í Kópavog
og Hafnarfjörð og á þeim
framkvæmdum að vera
lokið á árinu 1976. Með
þessum samningum vinnst
tvennt fyrir íbúa þessara
byggðarlaga. í fyrsta lagi
fá þeir stórfellda kjarabót
vegna stórlækkunar hita-
kostnaðar. í öðru lagi
verða þeir óháðari olíu-
notkun og hinum gífurlegu
verðsveiflum á olíu-
markaðinum.
Sá fyrirvari er í samning-
um Hitaveitu Reykjavíkur
við Kópavog og Hafnar-
f jörð, að hitaveitan geti því
aðeins framkvæmt lagn-
ingu hitaveitu í nágranna-
sveitarfélögin, að sú hækk-
un fáist á gjaldskrá, að
fyrirtækið skili 7% arði. Er
það vegna ákvæða í
samningum við Alþjóða-
bankann um lánveitingar
til hitaveituframkvæmda
f yrr og síðar.
í ágústmánuði s.l. fór
Hitaveita Reykjavíkur
fram á 12% hækkun á
gjaldskrá sinni. Því fer
fjarri, að óskað hafi verið
eftir þessari hækkun gjald-
skrárinnar til þess einung-
is að standa undir fram-
kvæmdum í nágranna-
sveitarfélögum. Þvert á
móti hefði hækkunin þurft
að verða enn meiri í ágúst,
ef Hitaveitan sæi ekki
fram á mun stærri markað
en Reykjavíkurmarkaðinn
einan, en stærri markaður
mun að sjálfsögðu gera
Hitaveitunni kleift að selja
heita vatniðódýrar en ella.
Fyrir nokkru neitaði ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannes-
sonar að verða við þessari
hækkunarbeiðni Hitaveitu
Reykjavíkur. Ástæðan var
sögð sú, að slík hækkun
mundi valda hækkun á vísi-
tölunni. Þá kom í ljós, að f
vísitölunni er einungis
mældur hitunarkostnaður
í Reykjavík, sem eins og
fyrr segir, er í dag
38—40% af hitunarkostn-
aði með olíu, þannig að
stórfelldar hækkanir á olíu
til húsahitunar, sem orðið
hafa, og eru fyrirsjáan-
legar á næstu vikum, eru
ekki mældar í vfsitölunni
og íbúar utan Reykjavíkur,
sem kynda hús sín meðolíu
fá því engar verðlagsupp-
bætur vegna hækkunar olí-
unnar!! En jafnframt er
þetta vitlausa vísitölukerfi
notað sem skálkaskjól af
hálfu ríkisstjórnar Ólafs
Jdhannessonar til þess að
koma í veg fyrir, að íbú-
ar nágrannasveitarfélaga
Reykjavíkur fái þá stór-
felldu kjarabót, sem í hita-
veitu felst.
í fyrradag sneri ríkis-
stjórnin skyndilega við
blaðinu og samþykkti 12%
hækkun á gjaldskrá Hita-
veitu Reykjavíkur, enda
höfðu ráðherrarnir orðið
áþreifanlega varir við þá
gífurlegu óánægju, sem
skapaðist meðal almenn-
ings f nágrannasveitarfé-
lögum Reykjavíkur vegna
þessarar afstöðu, en
hækkuninni fylgdi hótun
um, að ef ekki yrði staðið
við þau fyrirheit, sem Hita-
veita Reykjavíkur hefur
gefið um framkvæmda-
hraða við lagningu hita-
veitu í Kópavog og Hafnar-
fjörð, mundi gjaldskrá
Hitaveitunnar tekin til
endurskoðunar á ný. Nú
veit ríkisstjórnin mæta vel,
að slík óðaverðbólga ríkir í
landinu undir hennar
stjórn, þótt 12% hækkun
hafi verið nægileg í ágúst
er mun meiri hækkun
nauðsynleg í dag, til þess
að Hitaveitan geti staðið
við sitt. En á slíkt er ekki
hlustað, en haft í hótunum.
Magnús Kjartansson,
iðnaðarráðherra, og aðrir
ráðherrar í þeirri aumu
rfkisstjórn, sem nú situr á
íslandi, munu innan tfðar
komast að raun um, að þeir
ríða ekki feitum hesti frá
viðskiptum af þessu tagi
við Reykjavfk, Kópavog og
Hafnarfjörð. Ákvarðanir
þeirra geta haft þær afleið-
ingar, að tafiðer fyrir stór-
kostlegum kjarabótum,
sem 20.000—25.000 manns
verða aðnjótandi vegna
hitaveitunnar.
MESTA HNEYKSLI
VINSTRISTJÓRNAR
Sigurður Magnússon:
100 imlljónir á ári
Hér á landi er þróunin hrað-
vaxandi í sömu átt og í öðrum
nálægum löndum: Styttri
vinnutími og meira frí. Vissu-
lega er margt jákvætt við slfka
þróun og allír munu á einu máli
um, að breytíng hafi mátt verða
frá því, sem var fyrir nokkrum
árum, að ekki sé nefnt áratug-
um. Ifitt er þójafnljóst, að þess-
ari þróun fylgja mörg og erfið
vandamál. Það er gamall og nýr
sannleikur, að vinnan er bezti
skólinn og ekkert gera menn
ánægjulegra en að vinna að
framvíndu góðra málefna í
þágu sjálfra sín eða annarra.
Breyttar aðstæður.
Þróunínni til styttri vinnu-
tíma og meiri frítíma verður að
mæta með sem heppilegustum
hætti. Ekki gagnar, að fólk sé
aðgerðalaust og eirðarlaust og
viti ekki, hvemig það á að verja
þessum vaxandí frítíma. Þvert
á móti þarf, að svo miklu ieyti,
sem hver einstakur ekki gerir
það sjálfur, að skapa eins góð
skilyrði fyrir tómstundaiðju og
kostur er. IIoll og þroskandi
viðfangsefni þurfa að verafyrir
hendi fyrir fólk á öllum aldri.
Hér gildir þó að sjálfsögðu hið
fornkveðna, að fyrst og fremst
er hver og einn sinnar eigin
gæfusmiður í þessum efnum
og ekki tjáir að heimta allt af
iiðrum. Með sameiginlegum og
félagslegum aðgerðum má hins
vegar hafa hvetjandi og upp-
örvandi áhrif á allan almenning
og skapa margvíslega aðstöðu.
Þessum atriðum reynir
íþróttahreyfingin stöðugt að
sinna, og er hún tvímælalaust
Sigurður Magnússon
virkasti og áhrifaríkasti aðilinn
íþessum efnum.
Miklir fjármunir.
Rekstur íþróttahreyfingar-
innar kostar mikla fjármini,
enda þótt þúsundir manna og
kvenna um land allt vinni
endurgjaldslaust við hin marg-
víslegustu störf. Síðustu hand-
bærar tölur, er gefa nokkra
hugmynd um, hvað það kostar
að reka íþróttaheyfinguna, eru
yfir árið 1972. Þar kemur i ljós,
að á þvf ári kostaði það u.þ.b.
100 milljónir króna.
Gagnasöfnun.
ÍSl hefur unnið að því um
áraráðir að afla upplýsinga um
íþróttastarfsemina frá ári til
árs. Gerist það með þeim hætti,
að öllum sambandsaðilum eru
send þar til gerð skýrslueyðu-
blöð, er ISl fær siðan endur-
send með umbeðnum upplýs-
ingum. islendingum er þó
margt betur gefið en að standa í
skýrslugerðum og því hefur
gagnasöfnun oft verið þung-
sótt, enda þótt hún hafi farið
mjög batnandi hin síðari ár. En
með því að skýrslur vantar
fremur en hitt og þar með upp-
lýsingar um reksturskostnað,
eru fyrirliggjandi tölur sízt of
háar.
27. Héraðssambönd. — 247
íþrótta- og ungmennafélög. —
51. Sérráð
Skipulegslega og landfræði-
lega er landinu skipt niður í 27
héraðssambönd, og innan
þeirra eru samtals 247 íþrótta-
og ungmennafélög og 51 sérráð.
Þessir aðilar eru drif-
fjöðrin f hverju héraði og
gegna, hver um sig, ákveðnum
hlutverkum. Héraðssamböndin
eru mjög mismunandi stór og
því mismunandi virk. Starfsað-
staða þeirra er líka afar mis-
jöfn. Sem dæmi má nefna Ung-
menna- og íþróttasamband
Austurlands, sem nær yfir
svæðið allt frá Langanesi til
Hornafjarðar og svo t.d, Kefla-
vík eða Akranes, þar sem starf-
semin nær til eins bæjarfélags.
Gefur því auga leið, hve
héraðssambönd í strjálbýli eiga
við margvísleg vandamál að
fást, sem að mörgu Ieyti eru
viðráðanlegri f þéttbýlinu.
Aðeins fá héraðssambönd
hafa launaðan starfskraft, sum
e.t.v. hluta úr árinu, en flest
þeirra engan. Á þessu þarf að
verða breyting. Starfsemin,
sem unnin er á vegum héraðs-
sambandanna, er orðin það um-
fangsmikil, að ekki er hægt að
ætlast til þess, að einstaklingar
geti leyst það af hendi alger-
lega í hjáverkum. Fram-
kvæmdastjóri, sem ynni að
samræmingu og skipulagningu
hins fjölbreytta starfs, þyrfti að
vera starfandi í öllum héraðs-
samböndum. Þar, sem svo
hagar til, gæti sami maður
sinnt málefnum fleiri en eins
héraðssambands.
Reksturskostnaður hinna 27
héraðssambanda og aðildar-
félaga þeirra nam á árinu 1972
63.7 milljónum króna. Um 100
þúsundum hjá því minnsta og
yfir 25 milljónum hjá því
stærsta.
15 Sérsambönd.
ÍSl hefur beitt sér mjögfyrir
fjölgun sérsambanda fyrir
hverja íþróttagrein, og eru þau
nú alls 15. Það hefur þráfald-
lega komið fram af hálfu for-
ráðamanna ÍSÍ, að starfsemi
sérsambandanna væri afger-
andi fyrir vöxt og viðgang
hverrar íþróttagreinar fyrir
sig. Sívaxandi iðkennafjöldi og
í kjölfar þess vaxandi íþrótta-
viðskipti bæði innanlands og
utan, hafa í för með sér aukin
umsvif og viðfangsefni, sem
sérsamböndin þurfa að ráða
fram úr.
Árið 1972 voru sérsamböndin
ekki nema 10, en reksturskostn-
aður þeirra nam 26.6 milljónum
króna. Um 170 þúsundum hjá
því minnsta og 16.8 milljónum
hjá þvf stærsta.
Af
vettvangi
íþróttanna
Aðeins eitt sérsambandanna
hefur haft fastan starfsmann.
Hér þarf vissulega að verða bót
á, ekki síður en hjá héraðssam-
böndunum, en fjárhagsástæður
hafa jafnan valdið því, að sér-
samböndin hafa ekki haft ráð á
að hafa launaðan starfskraft í
sinni þjónustu.
Nauðsyn aukins fjármagns.
Framangreindar tölur og
ypplýsingar varpa væntanlega
nokkru ljósi á þann kostnað,
sem fylgir því að halda uppi
þróttmiklu íþróttastarfi. Og þeg
ar haft er í huga, hvaða þýð-
ingu íþróttastarfið hefur fyrir
allan almenning, bæði til gagns
og ánægju, munu flestir á einu
máli um réttmæti þess að styðja
slíkt starf myndarlega með
fjárframlagi af almanna fé.
Sjálfboðaliðsstarfið er þó
enn meira.
Þótt mikið kosti að reka
íþróttahreyfinguna, er þó fram-
lag þeirra, sem vinna að marg-
víslegum leiðbeinenda- og leið-
togastörfum, enn þá meira og
athyglisverðara. Um það verður
nokkuð fjallað í næstu grein.