Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973 Þýtur í skóginum = “ Fangavörðurinn kinkaði kolli, illúðlegur á svip, og greip beinaberri hendinni um öxlina á froski. Það ískraði í skránni, þegar hann sneri ryðguðum lykl- inum og stóra hurðin skelltist að baki þeim. Þarna var froskur orðinn hjálparvana fangi í öruggasta fangelsinu í rammbvggðasta kastalanum í öllu Eng- landi. 5. kafli ÆVINTÝRI FROSKS Þegar froskur gerði sér ljóst, að miskunnarlaust myrkur miðaldakastalans útilokaði hann frá öllu Hvað er þetta? Nú skulið þið athuga hvað þið eruð dugleg að teikna eftir númerum. Þið eigið að byrja á nr. 1 og halda áfram að nr. 36. Hvað skyldi nú koma út úr þessu? sólskini hins frjálsa heims og frá rennisléttum þjóð- vegunum, sem hann hafði fram að þessu næstum álitið sína séreign og hagað sér eftir því, fleygði hann sér endilöngum á dýflissugólfið og gaf sig örvæntingunni ávald. „Þetta eru endalok alls,“ (sagði hann), „að minnsra kosti endalok, hvað frosk varðar, sem er eitt og hið sama. Endalok hins vinsæla og hugum- prýdda frosks, hins ríka og gestrisna frosks, frosks hins frjálslynda og háttprúða. Hvaða vonir eru til þess, að ég öðlist frelsi á ný?“ (sagði hann), „ég, sem hef verið hnepptur f fangelsi fyrir það lítilræði að stela glæsilegum bíl á svo bíræfinn hátt og fyrir að sýna feitum og rauðnefjuðum lögregluþjónum lítils- virðingu.“ (Djúpur ekki varnaði honum máls um stund). „Ég hef vissulega hagað mér óskynsamlega,“ (sagði hann). „Hér verð ég að hírast, þangað til þeir, sem áður gortuðu af því að þekkja mig, hafa gleymt mér að fullu. Ó, þú vitri greifingi, þú gáfaða rotta og skynsama moldvarpa. Hvílíka dómgreind þið hafið til að bera og vitneskju um menn og málefni! Og ó, þú vesæli, yfirgefni froskur.“ Við slík og þvílík örvæntingaróp liðu dagar og nætur hans í nokkrar vikur. Hann afþakkaði allt matarkyns, enda þótt gamli, ljóti fangavörðurinn gæfi homun það óspart í skyn, að ef litlar fjárhæðir væru greiddar fyrir við- vikið, væri vel hægt að koma í kring ýmsu til þægindaauka, enda vissi sá gamli um peningana í vösum frosks. FERDIIMAIMD 1 '•b ' y> á" hl <> ©PIB COPtNNWtN kveííst þó vilja fara fyrst út til íslands á vit festarmeyjar sinn- ar. Jarl mæiti: „Nú eru öll skip í brottu, þau er til Islands bjuggust." Þá mælti hirðmaður einn: „Hér lá Hallfreður vand- ræðaskáld f gær út undir Agða- nesi.“ Jarl svarar: „Svo má vera,“ segir hann, „hann sigldi héðan fyrir fimm nátt- um.“ Eiríkur jarl Iét þá flytja Gunnlaug út til Hallfreðar, og tók hann við honum með fagn- aði, og gaf þegar byr undan landi, og voru vel kátir. Það var síð sumars. Hallfreður mælti til Gunnlaugs: „Hefur þú frétt bónorðið Hrafns Önundarsonar við Helgu hina fögru?“ Gunn- laugur kveðst frétt hafa og þó ógjörla. Hallfreður segir hon- um slíkt sem hann vissi af og það með, að margir menn mæltu það, að Hrafn væri eigi óröskvari en Gunnlaugur. Gunnlaugur kvað þá vísu: Rækik lítt, þótt leiki. létt veðr es nú, þéttan austanvindr at öndri andness viku þessa; meir séumk hitt, en hæru hoddstríðandi bíðit, orð, at eigi verðak jafnröskrtaliðr Hrafni. (Ég hirði lítt um það, þótt austanvindur leiki þéttan við skipið þessa viku; nú er góður byr; meir óttast ég þann orð- róm, að ég verði ekki talinn jafnhraustur Hrafni, en þótt ég eigi ekki að kemba hærurnar.) Hallfreður mælti þá: „Þess þyrfti, félagi, að þér veitti bet- ur mér málin við Hrafn. Ég kom skipi mfnu í Leirvog fyrir neðan Heiði fyrir fáum vetrum, og átti ég að gjalda hálfa mörk silfurs húskarli Hrafns, og hélt ég þvf fyrir honum; en Hrafn reið til vor með sex tigu manna og hjó streugina, og rak skipið upp á leirur, og búið við skip- broti. Varð ég þá að selja Hrafni sjálfdæmi, og galt ég mörk, og eru slíkar mfnar að segja frá honum.“ Og þá var þeim eintalað um Helgu, og lof- aði Hallfreður mjög vænleik hennar. Gunnlaugur kvað þá vfsu þessa: Munat háðvörum hvrjar hriðamundaðar Þundi hafnar hörvi drifna hlýða jörð at þýðask, þvit iautsíkjar lékum lyngs, es vórum yngri, alnar gims á ýmsum andnesjum þvf landi. (Hinum orðvara hermanni (Ifrafni) mun ekki hlýða að leggja ást við hina linkheddu konu, þvf að þegar ég var ungur, var ég í miklu dálæti hjá henni). „Þetta er vel Ort," segir Hall- freður. Þeir tóku land norður á Melrakkasléttu, í Hraunhöfn, hálfum mánuði fyrir vetur og skipuðu þar upp. Þórður hét maður; hann var hóndason þar á Sléttunni hann gekk í glfmur við þá kaup- mennina, og gekk þeim illa við hann. Þá varð komið saman fangi með þeim Gunnlaugi. Og um nóttina áður hét Þórður á Þór til sigurs sér, og um daginn, er þeir fundust, tóku þeir til glfmu. Þá laust Gunn- laugur báða fæturna undan Þórði og felldi hann mikið fall, en fóturinn Gunnlaugs stökk úr liði, sá er hann stóð á og féll Gunnlaugur þá með Þörði. Þá mælti Þórður: „Vera má,“ segir hann, „að þér vegni eigi annað betur." „Hvað þá?“ segir Gunn- laugur. „Málin við Ilrafn, ef hann fær Helgu þinnar vænu að vetrarnóttum, og var ég hjá í sumar á alþingi, er það réðst." mcilhorounkQffinu — Nú það er bara svona. For- stjórinn búinn að fá sér nýja skó. — Já, en kæri læknir. Eg vil bara fá mína minnimáttar- kennd aftur. IBBR- — Já, vfst er þetta skammtur. En þetta er bólusetning, sem dugar í' stór líka 75 ár. 1] — Ifeyrðu annars. Hvenær er það, sem inamma þfn keinur í heimsókn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.