Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 1973 Aðeins ein jörð Otakmörkuð þróun óhugsandi NYLEGA bárust fréttir um, að bók, sem nefnist „Limits to Growth", eða Takmörk vaxtar, hefðí hlotið verðlaun á bóka- sýningunni í Frankfurt. Frétt um, að þessi bók hafi vakið athygli, kemur ekki á óvart. Sfðan hún kom út í marz 1972, hefur hún verið lesin um allan heim, birtar úr henni greinar í blöðum, óspart vitnað i hana, og efni hennar rætt og gagnrýnt. Takmörk vaxtar var gefin út af hópi vísindamanna frá bandaríska háskólanum Massachusetts Institute of Technology og byggð á rannsóknum hóps vísinda- manna í Ameríku og Evrópu, svokallaðs Rómarklúbbs. Var þetta lauslega samsettur hópur 75 manna frá 25 þjóðum, þar á meðal frægra vísindamanna á ýmsum sviðum, iðnaðarsér- fræðinga, hagfræðinga, félags- fræðinga og annarra mennta- manna. Viðfangsefni þeirra var að gera úttekt á þróun fram- leiðslu og mannlífs almennt á jörðinni, með því að taka fyrir fimm aðalþætti, sem úrslitum geta ráðið, en þeir eru mann- fjölgun, mengun, matvælafram- leiðsla, iðnaðarframleiðsla og hráefnabirgðir. Tölvur voru mataðar á upplýsingum um þessa þætti, í þeim tilgangi að reyna að spá um þróun mála fram yfir næstu aldamót, eða nánar til tekið til ársíns 2100. Og horfurnar reyndust, sam- kvæmt þessu, svo sannarlega ekki bjartar. Utkoma var ein- faldlega sú, að ótakmörkuð þróun væri óhugsandi á þessari jörðu og sú skelfilega spá boðuð, að vöxturinn hefði nú þegar náð sínu marki og mann- kynið stefndi hraðbyri til al- gerar eyðileggingar á næstu 100 árum — þ.e. ef þessi vöxtur á fyrrnefndum þáttum yrði ekki þegar í stað stöðvaður. Á sínum tíma birtust hér í Mbl. samtalsgreinar þekktra vísindamanna um þennan vanda og ýmsa þætti hans, undir nafninu Geimfarið jörð. Og þar sem um allan heim er nú haldið áfram að skrifa og skrafa um þessi málefni, sem varða framtíð mannkyns svo miklu, þá munum við í þessum þáttum, sem hér fara af stað, halda áfram að tína til það, sem við rekumst á athyglisvert á þessu sviði sem inniegg í umræður og fræðslu um þau mál. Þetta er þó eina jörðin, sem við eigum, og hvað um hana verður, hlýtur að várða okkur miklu. Bókin Takmörk vaxtar hefur verið mikið umdeild og umrædd í blöðum víða um heim, og þykja forsendur þær, er Rómarklúbburinn gaf sér í upphafi, víða nokkuð hæpnar. Verður síðar í þessum þáttum drepið á sumt af þessari gagn- rýni. En hvað umþað. Takmörk vaxtar og rannsóknirnar, sem bókin er byggð á, vöktu manninn upp við vondan draum. Og þótt sú vakning sé kannski nokkuð harkaleg, þá koma þarna fram mjög gagn- legar upplýsingar og fróðleikur til að byggja á, svo góðmálm- urinn er vafalaust neistaflugs- ins virði. Ilelztu kenningar I Takmörk vaxtar eru í stuttu máli þessar: 1. Margir þættir mannlegra athafna á hnettinum — einkum mannfjölgun og iðnaðarfram- leiðsla — hafa vaxið jafnt og þétt, þar til nú er svo komið, að árlegur vaxtarhraði er orðinn geysilega mikill. Og hann á eftir að verða illviðráðanlegri eða óviðráðanlegur, ef ekki verða gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þennan sí- margfaldaða vöxt. Mann- fjöldinn er núna 3,6 milljarðar og reiknað með, að hann verði 7 milljarðar um árið 2000, en 30 milljarðar árið 2075, ef mann- fjölgunin heldur áfram með sama hraðaog nú. 2. Samt sem áður eru auð- lindunum — einkum ræktan- legu landi og endurnýjandi hráefnum — og hæfileikum jarðarinnar til að eyða mengun takmörk sett. Fyrr eða síðar mun þessi símargfaldaði vaxtarhraði mannfjölgunar og iðnaðarframleiðslu renna sitt skeið á enda og í stað þess að stöðvast þar, þá mun hann falla með skyndilegri og óviðráðan- legri mannfækkun og sam- drætti iðnaðarframleiðslu. Samkvæmt útreikningi mun mannkyninu halda áfram að fjölga fram að árinu 2000, en fækka svo um helming til 2050. Iðnaðarframleiðslan á að tvöfaldast fram til ársins 2010, en hrapa svo niður fyrir það, sem er um aldamót, á næstu 90 árum. Mengunin á að geta átt- faldazt fram til 2050, en fara síðan síminnkandi, vegna þess hve dregið hefur úr iðnaðar- framleiðslunni. En um þetta leyti yrðu hráefnin um það bil þrotin. Er þetta allt miðað við óbreyttar aðstæður og núverandi þróun. 3. Ur því að tæknilegar fram- farir geta ekki aukið allar okkar auðlindir í það óendan- lega, þá væri betra að setja vexti okkar 1 framtíðinni ein- hver takmörk vitandi vits, fremur en að láta náttúruna gera það fyrir okkur með skelfi- legum hörmungum. Ilöfundar bókarinnar Tak- mörk vaxtar gera samt ráð fyrir þvf, að hægt sé að mata tölvurnar á þáttum, sem byggðir eru á meiri bjartsýni, en segja, að það muni aðeins fresta ófaraspánni um nokkra áratugi. Því sé betra, að skekkj- ur miði að því að hvetja til þess, að eitthvað sé gert, fremur en að draga úr því. Þarna er gengið út frá ýmsu, svo sem: 1) Að náttúruauðlind- um séu takmörk sett. 2) Að hægt sé að framfylgja æskilegri fæðingartölu hjá hverri þjóð meðan vöruframleiðslan er að ná hámarki sinu, en fæðingar- talan hrapi niður fyrir óskir, þegar matarskammtur á mann minnkar. 3) Að til sé ákveðið magn af ræktanlegu landi og að matvælaframleiðslunni á því afmarkaða landi séu takmörk sett. Gert er ráð fyrir því, að ræktanlegt land á hnettinum sé 3,2 milljarðar hektara og þar af sé helmingur nú í rækt, en að 0,4 hektara lands þurfi til að tryggja hverjum manni fæðu. Eftir þvf á matvælafram- leiðslan að fullnægja þörfum mannkynsis til ársins 2000, en til ársins 2075 sé hægt að fjór- falda uppskeruna á hvern hektara. En til að framleiða meiri fæðu þarf meira land. 4) Og að lokum, að meiri mannafla og meiri tækni þarf til að auka afrakstur landbúnaðar og iðnaðar, sem aftur krefst notkunar auðlinda f ríkari mæli á ári og eykur mengunina. Með þessa þætti og tengsli þeirra innbyrðis í huga komast höfundar bókarinnar Takmörk vaxtar að þeirri niðurstöðu, að mengun, skortur á hráefnum og takmörkun matvælafram- leiðslunnar muni verða þess valdandi, að um miðja 21. öldina muni héimurinn standa andspænis hraðminnkandi mannfjölda og versnandi lífskjörum. —. E.Pá. Fréttabréf frá Tálknafirði Tálknafjarðarvegur endurbætt- ur fyrir 2,3 milljónir króna IIÉÐAN er það helzt tíðinda í vetrarbyrjun, að í sumar var unn- ið að vegabótum fyrir 2,3 millj. við að endurbyggja Tálkna- fjarðarveg. Var hann bæði hækk- aður og breikkaður og er nú orð- inn allgreiðfær, að undanteknum nokkur hundrað metra kafla, sem á vantar enn til þess að hann nái inn í þorpið, og má búast við að bið verði á frekari aðgerðum. þar til eftir 1975, að ekki sé minnzt á „göturnar" i þorpinu. Þó tók sýslusjóður á sig rögg nú í haust að undirlagi Vegagerðar rikisins og undirbyggði nýja götu, en við hana voru í sumar steyptir 8 grunnar nýrra íbúðarhúsa, auk þess sem við hana standa 3 önnur hús, sem flutt var í, sum fyrir 2 árum og lá við að flytja þyrfti búslóðir á hjólbörum, því engin var gatan. Samkvæmt frétt í Mbl. í sumar, hefur verið flogið hingað undan- farna mánuði á spánnýjan sjúkra- flugvöli, sem hér á að vera, en hins vegar finnst mönnum hér þessi frétt með nokkrum ólikind- um, það sem ennþá er aðeins um byrjunarframkvæmdir að ræða, en vonir standa til að framkvæmdum ljúki á næsta ári, en það veltur á fjármagni og áhuga ráðamanna. Til þess að flugvöllurinn komi að fullum not- um, þyrfti mikið að bæta veginn að honum m.a. brúa eina á, en það er kannski annað mál. Það var ti! tfðinda nú á dögun- um, að allir kjörgengir menn í hreppnum, utan fjarverandi sjó- menn, skrifuðu undir áskorunar- skjal, sem sent var útvarpsráði vegna breytinga á kvöldfrétta- tíma útvarpsins og ætti það að vera hvatning öllum almenningi að gera slíkt hið sama, og mót- mæla því tillitsleysi ráðamanna útvarpsins að útiloka þorra vinnandi fólks frá því, að heyra fréttir útvarpsins, enda virðist einræðisstefna ríkjandi um það Fréttabréf frá Mykjunesi Sauðfjár- slátrun lokið HAUSTVEÐRATTAN hefur ver- ið heldur umhleypingasöm og miklar rigningar öðru hvoru. Frost hafa ekki verið mikil og er jörð nú alveg klakalaus. Lítils háttar snjóföl er nú á jörðu, þá sjaldan hefursnjóað í haust hefur það jafnan horfið strax aftur og fram að þessu hefur verið lftiii snjór tíl fjalla. Búið er að gera þrjár leitir á Landmannaafrétt og ekki vitað um fé þar eftir, munu heimtur ;if afréttum vera óvenju- góðar. Aftur á móti tala sumir uni slæmar heimtur úr heimalöndum, hvernig sem á því stendur. Sauðfjárslátrun er nýlokið, eða nú um mánaðamótin. Var slátrað með mesta móti og vænleikinn meiri en í fyrra, þö að ég hafi ekki handbærar tölur um meðalfall- þungann. Miklu var fargað af ám, því nú hafa menn náð aftur þeim fjárfjölda, er var áður en hörðu árin gengu yfir. Undanfarin ár hefur lambaásetningur verið all- mikill, að vísu er sett á talsvert af lömbum nú, en líklega eitthvað minna en síðustu árin. Hér voru hrútasýningar í öllum sveitum í haust og sfðan héraðs- sýning á hrútum. Kom því fram mikið af fallegum hrútum. Tveir efstu hrútarnir á héraðssýning- unni voru frá sama manni, Sig- urði Jónssyni, bónda á Kastala- brekku í Asahreppi og á hann mjög afurðagott fé. Vitanlega eru miklu fleiri, sem eiga fallegt fé, þó að mjög sé það misjafnt eftir bæjum og sveitum. Fjárræktarfé- lög eru víða starfandi og hafa yfirleitt náð góðum árangri. Iljá Þórarni bónda Vilhjálms- syni í Litlu-Tungu hefur brunnið hey í tveimur hlöðum i haust. Mikið af heyi eyðilagðist, en skemmdir á húsum urðu ekki miklar. Er hér að sjálfsögðu um mikið tjón að ræða, þö að heyið væri brunatryggt. Fram að þessu hefur verið unnið að framræslu hér, enda jörð klakaiaus sem fyrr segir, en allt að sjálfsögðu mjög blautt eftír votviðri haustsins. Vegir eru víða leiðinlegir, holóttir og blautir. Er helzt svo að sjá, að þegar nýi vegurinn er kominn yf- ir Skeiðarársand, verði vegurinn frá Selfossi og austur í Skafta- fellssýslu hálf ófær. Enn hefur mjólkurframleiðendum fækkað hér i sveit og menn breyta fjósum sínum í fjárhús, þessari þróun verður ekki breytt aftur. En svo eru aðrir að byggja fjós af full- komnustu gerð. Fólk er nú yfir- leitt fátt á bæjum og viða er það svo, að ekkert má út af bera ef allt á að geta gengið eðlilega, en von- andi gengur allt vel. M.G. hvenær menn eiga að hlusta og þá á hvað. Framkvæmdir á vegum hrepps- félagsins hafa engar verið frekar en undanfarin ár, en nú er stutt til kosninga og þá helzt von til að fjörkippur komi í framkvæmdir, svo að þær verði ekki kjósendum úr minni liðnar á kjördegi. Telja má, að læknaþjónusta hér sé i góðu lagi, að minnsta kosti miðað við marga aðra staði. Að vísu er yfir fjallveg að fara, því að læknarnir hafa aðsetur á Patreks- firði, en þar háir mjög allri starf- semi, hve óhentugt og úrelt sjúkrahúsið er og skiptir það meg- in máli, hve brýn þörf er orðin á sérstöku dvalarheimili fyrir aldr- aða. Almenningur hér er langt frá því ánægður með dreifingu mjólkur hingað, þar sem mjólk kemur hingað aðeins þrisvar í viku og myndi líklega einhvers staðar verða efnt til mötmæla- göngu af minna tilefni, einkum vegna þess að 40% íbúa hér eru innan fermingaraldurs. Auk þess eru oft ófáanlegt skyr, rjómi og súrmjólk, hvað sem svo má segja um gæðin. Við vorum svo lánsöm að hingað var flutt súrmjólk, skyr og fl. þ.h. í sumar frá Reykjavfk, en hjartagóðir menn hafa nú sett undir þann leka. Hvað við kemur landbúnaði, þá var rúml. 1000 fjár slátrað hér í haust og erþað nokkru minna en undanfarin ár. Meðalþungi dilka var góður eða um 16,5 kg. Hér hefur að undanförnu verið starf- andi ein allsherjarverzlun, þ.e. Kaupfélag Tálknaf jarðar, en nýlega hefur Ólafur Magnússon, hreppstjóri, lokið byggingu verzlunarhúss, þar sem hann mun starfrækja sérverzlun og verða þar m.a. á boðstólum bækur og ritföng og fleira í þeim dúr. Mun verzlunin væntanlega verða opn- uð innan skamms. Þá má nú ekki gleyma „máttar- stólpa byggðarlagsins“ þ.e. að segja útgerðinni. Miklar fram- kvæmdir eru nú hafnar við upp- byggingu fiskimjölsverksmiðju Ilraðfrystihúss Tálknafjarðar og er áætlað að kostnaður verði vart undir 5 millj. kr., þar er höfð í huga loðnumóttaka og vinnsla á komandi vertfð, en hér var i fyrsta sinn tekið á móti loðnu í fyrra, en þá gerðist það, að gamla þróin brast undan loðnuþungan- um og er það m.a. ný þró, sem nú verður byggð. I sumar voru öll hús Hraðfrystihúss Tálknafjarðar máluð, en þrátt fyrir það, þarf enn stórátak til þess að frystihús- in geti fullnægt þeim auknu kröftum, sem gerðar eru til að- stöðu við framleiðslu á erlendan markað. Enn eru hér aðeins gerð- ir út tveir 300 sml. bátar, er smíð- aðir voru 1968, annarþeirra m/b Tálknfirðingur hefur stundað síldveiðar f Norðursjó i haust og aflað vel, en hinn stundar lfnu- veiðar héðan, en afli hefur verið mjög tregur það sem af er og nægir hráefnið hvergi nærri til þess að halda uppi stöðugrí vinnu í frystihúsinu. Oft hefur hvarflað að mönnum hér á Suðurfjörðum, hvers vegna ekki hefur verið ráðizt í skuttogarakaup, en eitt slíkt skip gæti að nokkru leyst hráefnisvanda frystihúsanna á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, ef samstaða næðist um reksturinn. Með það í huga, að nú þegar eru 2 af hverjum 5 freðfisk- kössum, sem út eru fluttir, fram- leiddir á Vestfjörðum, gæti til- vera slíks skips e.t.v. hækkað enn það hlutfall. J.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.