Morgunblaðið - 13.12.1973, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.12.1973, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjÓri: Veiðar í Faxa- flóa hagsmuna mál neytenda A FUNDI horgarstjórnar Reykja- vfkur í fyrri viku var samþykkt áskorun á Alþingi um að leyfa allt að 20 hátum. sem nú eru gerðir út frá verstöðvum við Faxaf lóa, tog- og dragnótaveiðar á þeim svæðum. sem þessar veiðar voru leyfðar á. þegar lokað var. Leyfin skulu vera bundin viðháta innan 70 rúmlesta og takmarkað- ar við 0000 smálesta afla á tíma- hilinu 15. maf til 1. desember. Birgir fsleifur Gunnarsson borgarstjóri: Síðan veiðisvæðun- um í Faxaflóa var lokað hefur smábátum í Reykjavík fækkað úr 30 í 13 og rekstur þessara báta er miklum erfiðleikum bundinn. En þetta voru einmitt þeir aðilar sem öfluðu mest af neyzlufiski borgar- búa. Borgarstjórn hefur ekki gert mikiðtil þessaðstuðla aðvextiog viðgangi þessa mikilvæga þáttar í atvinnulífinu í borginni. En i f.vrravetur var samþykkt hér til- laga um stuðning við lagafrum- varp um að leyfa veiðar á neyzlu- fiski f Faxaflóa. Nú hefur verið lagt fram á — Karlmenn Framhald af bls. 44 menn annast og engin ákvæði sýu um það. að skylt sé að bera fram veitingar eða veita aðra þjónustu f flugferðunum. Snorri Jónsson forseti Alþýðu- sambands ísiands sagði í viðtali við Mbl. um þetta mál. að ASÍ m.vndi líta á það sem verkfalls- brot ef flugfélögin færu þessa leið. Hann hefði haft samband við Kristján Guðlaugsson stjórnarfor- mann Lxjftleiða og gert honum grein fyrir þessari afstiiðu ASÍ. Þessi öryggismálastörf væru hluti af störfum flugfreyjanna og þarna væri verið að fara inn á þeirra svið. Hann sagði, að mið- stjórn ASÍ. yrði e.t.v. kölluð sam- an til að fjalla um þetta mál og um aðgerðir vegna þess. Erla Hatlemark formaður Flug- freyjufélags Islands sagði. að þetta væri mjög aivarlegt mál. en hún hefði enga trú á, að félögun- um tækist að halda fluginu gang- andi til langframa með þessum hætti. Þetta væri auk þess ský- laust lögbrot, þar sem rnargir þeirra sem væri verið að þjálfa til þessara öryggisvarðastarfa, væru félagsmenn í aðildarfélögum ASÍ. Mbl. tókst ekki að ná í forstjóra Flugfélagsins til að spyrja hann um þetta mál. Alþingi frumvarp um veiðar í landhelgi; égtel því mikilvægt, að við samþykkjum nú þessa áskor- un á Alþingi i þvf skyni að veita útgerðinni í borginni verðugan stuðning og stuðla að öflun fisks fyrir borgarbúa. Og rétt er að geta þess. að þær veiðiheimildir, sem farið er fram á, eru mjög litlar í sjálfu sér og ekki líklegar til að spilla fiskstofnunum. Sigurjón Pétursson (K) kvaðst vera andvigur því að leyfa veiðar i' Faxaflóa. Faxafkia ætti að friða áfram vegna hinna mikilvægu uppeldisstöðva, sem þar væru. Kristján Benediktsson (F) sagðist vera á móti tillögu borgar- stjóra, þar eð hann hefði ekki nægar upplýsingar til að byggja a og vildi óska álits Fiskifélagsins og Hafrannsóknastofnunarinnar. Adda Bára Sigfúsdóttir (K) lýsti sig sammála tillögu Kristjáns. Björgvin Guðmundsson (A) sagðist fylgja tillögu borgarstjóra með tilliti til öflunar neyzlufisks og stuðnings við smábátaútgerð- ina. Sigurlaug Bjarnadóttir (S): Eg vil ftreka afstöðu mína frá i fyrra til sams konar tillögu. Hér er um míkið hagsmunamál reykvíkskra neytenda og sjómanna að ræða. En ég legg áherzlu á, að ftrustu varfærni sé gætt við ákvörðun veiðisvæða og magns. Virðist mér Talan 20 bátar og 6000 tonn vera nokkuð há. Skammtíma sjónar- mið i þessum málum eru stór- hættuleg. Það er og sjáífsögð skylda okkar að gera okkur ekki sek um ofveiði, meðan viðeigum í vök að verjast gegn ágangi er- lendra þjóða á miðum okkar. Ég treysti þvi og þykist raunar vita, að Faxaflóamiðin muni koma inn í þá löggjöf um verndun fiskimiða umhverfis landið, sem fiskveiði- laganefnd Alþingis vinnur nú aðí samvinnu við fiskifræðinga okkar og vísindamenn á sviði haf- rannsókna. 1 trausti þessa greiði ég þeirri tillögu, sem hér Jiggur fyrir atkvæði mitt. Steinunn Finnbogadóttir (Sfv) kvaðst vera hlynnt tillögu Kristjáns, en samt ekki vilja leggjast gegn tillögu borgarstjóra. Albert Guðmundsson (S) sagð- ist vera fylgjandi tillögu borgar- stjóra að öllu leyti, en engin furða væri, þótt fulltrúar minnihlutans væru á móti henni, því hér væri virkilega umþarftog nauðsynlegt mál að ræða. Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjóri tók aftur til máls og lagði áherzlu á, að þetta mál væri nú til meðferðar á þingi og sam- þykkt þessarar áskorunar mætti því ekki dragast. Tillaga borgar- stjórans var síðan samþykkt með 9 atkvæðum gegn 4. Námsbraut í hjúkrun við HI ALYKTUN frá sameiginlegum fundi hjúkruharnema og lækna- nema 6. des. '73 um námsbraut í hjúkrun við H.I.: 1. Fundurinn styður tilkomu námsbrautar í hjúkrun á háskóla- stigi. Ætla má, að námsbraut í hjúkrun sé mikilvægur próf- steinn á hugmyndir um niðurbrot deildarmúra þeirra, sem hafa staðið eðlilegri þróun kennslu i Iláskóla islands nokkuð fyrir þrifum. Skipulagning kennslu á námsbraut þessari er á þann veg farið, að mjög vel má henta sam- eiginlegu grunnnámi heilbrigðis- stétta, sem tíðrætt hefttr verið um að undanfiirnu. Vakin skal at- hygli á þ\ í sjónarmiði, er að- standendur nefndrar námsbraut- ar virðast hafa haft í huga, eti það er viðurkenning á nauðsyn námsdvalar hjúkrunarnema á sjúkradeild í stað vinnudvalar einvörðungu. Hvetjum við til þess, að sama sjónarmið verði ríkjandi hvað varðar dvöl hjúkrunarnema frá öðrum hjúkrunarskólum á sjúkradeild, en í þeim efnum er víðast pottur brotinn. Hins vegar virðist sem starfsreynsla háskólahjúkrunar- fólks sé öllu viðaminni en annars hjúkrunarfólks, og þarf þar að bæta úr, eigi háskólahjúkrunar- fólk að vinna á sjúkrahúsum. (Má benda á klíniska vinnu lækna að loknu prófi sem hliðstæðu). 2. Nauðsynlegt er að auka ntöguleika á framhaldsmenntun í sérgreinum hjúkrunar hérlendis, fyrst og fremst heilsuvernd og geðþjúkrun. Má benda á nýsam- þykkt lög um heilbrigðisþjón- ustu, sem gera ráð fyrir stóraukn- um fjölda hjúkrunarfólks utan þéttbýlis. Þörfin á þessu sviði er enn brýnni en á háskólanámi í almennri hjúkrun og ástæða var til að láta framhaldsmenntunina ganga fyrir. Yfirmenn egypzka hersms reknir Kairo, 12. des„ NTB. IIAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í Kairo, að Anwar Sadat forseti Egypía- Iands hafi rekið úr starfi Sha/.li hershöfðingja. for- seta egypzka herráðsins, og yfirmenn 2. og 3. hersins. Hafi þeim í sameiningu veriðgefin sök á þvf aðekki tókst að stöðva sókn Israela f styrjöldinni í október. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á herfræðilegum mistökum, sem gerðu ísrael- um kleift að komast yfir Súezskurð. Viðstöðu Shazlis tekur Mohammed Abdel Ghani E1 Gamassv hershiifð- ingi. 3. Mjög er miður, að ekki skuli öðrum en stúdentum vera fært að sækja námsbraut þessa. Brýnt er, að hjúkrunarfólki með próf úr Hjúkrunarskóla islands og Nýja hjúkrunarskólanum verði gert kleift að stunda þetta nám, þó með þvi viðbótarnámi, er þörf kann að reynast á, sérstaklega í raungreinum og ensku. Rétt er, að Háskóli islands sjái um slíkt viðbótarnám. Er því ljóst, aðekki má Iengur dragast, að almenn inn- tökuskilyrði í iiáskóla tslands verði tekin til raunhæfrar endur- skoðunar. 4. Nauðsynlegt er að meta nám við hina hjúkrunarskólana og búa svo um hnútana, að það komi hjúkrunarfólki til góða við hugs- anlegt háskólanám þeirra í hjúkrun. 5. Fundurinn undirstrikar nauðsyn þess, að menntun heil- brigðisstétta þróist jafnhliða, þannig, að skortur á hæfu starfs- fólki í einstökum greinum standi ekki heilbrigðisþjónustunni í heild fyrir þrifum. — Fjölmiðlunar- skóli Framhald af bls. 12 Stokkhólmi (Dramatiska Institu- tet). Hér er öðru fremur um laus- legar hugmyndir að ræða, en ég vona að fleiri eigi eftir að láta heyra í sér um þetta mál. Aukin menntun á sviði fjölmiðlunar hlýtur að vera öllum áhugamönn- um um listir verðugt kappsmál. — Baunsgaard vill Thorkil að hann hafi ekki áhuga á að verða forsætisráðherra. Jafnaðár- ntenn segjast ekki hafa áhuga á aðild að stjórn, en komi hún til greina. hljöti forsætisr.áðherrann að heita Anker Jörgensen. For- maður íilþýðusambandsins, Thomas Nielsen, hefur hins vegar mælt gegn stjórn jafnaðarmanna og mælt með stjörn Venstre eða jafnvel flokks Glistrups. Paul Iiartling leiðtogi Venstre segir, að flokkur sinn muni ekki fara í stjórn undir forystu jafnaðar- manna, hins vegar komi stjörnar- samvinna við þá til greina, verði forsætisráðlierrann fenginn úr annarri átt. Forysta Venstre er á því að mynda skuli minnihluta- stjórn eins flokks, og þá helzt Venstre, undir forystu Pauls Hartlings. Röksemdin er sú. að þar sem stjórn gömlu borgara- flokkanna þriggja mundi hafa minnihluta á þingi sé eins gott og auðveldara fyrir einn flokk að mynda minnihlutastjórn eti þrjá, sem f.vrst þurfi að konia sér sam- an og síðan vinna stuðning þing- manna annarra flokka. Afstaða Venstre hefur í raun og veru rofið hina gömlu samvinnu borgaraflokkanna, sem byggzt hefur á forystu Hilmars Bauns- gaards eftir að hann var forsætis- ráðherra fremur en Hartling og íhaklsflokkurinn er sama sinnis. En þingflokkur Venstre heldur fast við Hartling, vafalaust vegna þess. að hann sér nú tækifæri til s t jó rn m ál a legr a r e n d u r n ý j u n a r flokksins, sem hefur tapað fylgi í mörgum undangengnum kosning- um, en varð stærstur borgara- flokkanna eftir síðustu kosn- ingar, Hailling getur og bent á, að bæði miðdemókratar og Kristilegi þjóðarflokkurinn hafa stungið upp á honum sem forsætisráð- herra, en enginn beínlfnis bent á Baunsgaard. Radikale Venstre hafa hins vegar látið persónuval liggja tnilli hluta og lagt aðal- áherzluna á, að fundin verði stefna, er sem flestir flokkar geti sameinazt um, annað hvort tíl að leggja til grundvallar stjórnar- samstarfi eða sem notið geti stuðnings nógu rnargra þing- manna. Ljóst er, hvernig sem málin þró- ast héðan f frá, að Venstre og Radikale Venstre hafa hald- ið uppi innbyrðis baráttu og formaður þingflokks ihalds- flokksins, Erik Ninn-Hansen, verið eins konar sjálfskipaður málamiðlari í þei'rri baráttu. Er þetta svo langt gengið, að dagblaðið „Berlingske Tid- ende‘‘, sem hefur veitt borgara- flokkunum dyggari stuðning en nokkurt annaðblað, birti f dagsjö dálka fyrirsögn á forsíðu, þar sem sagði: „Ösættanlegir flokksleið- togar ræða stjórnarmyndun Þessir ósættanlegu leiðtogar eru Iiartling og Baunsgaard. Þaðer því vandséð, hvenær eða hvernig næsta stjórii Danmerkur verður sarnan sett og meðal al- mennings er nú æ meira um það rætt, að gömlu flokksleiðtogarnir virðist ekkert hafa lært af þeirri ráðningu, sem þeir fengu í kosn- ingunum. Því það athyglisverð- asta við síðustu þingkosningar í Danmörku var þó einmitt ótviræð yfirlýsing kjósenda um, að þeir óskuðu eftir endurnýjun stjórn- málalífsins. SVIPMYND Guðný á Vík Þeir, sem koma til að fá sér að borða á Hótel Vfk, hafa vafalaust veitt athygli rösk- legri gengilbeinu, sem með snerpu og ljúfmennsku ber fullum sal af fólki — 40 manns f sæti, matinn. Hún er þarna að jafnaði ein, þó stundum skipti tvisvar eða þrisvar um við borðin á sumrin og enginn bfð- ur lengi. Þetta er Guðný Buch frá Einarsstöðum í Reykjadal í Þingeyjarsýlu. Stundum hverfur hún brott um tíma. Þá hefur hún skropp- ið norður i heyskapinn eða sláturtíðina eða til að fara f göngur. Hún fer alltaf í göng- ur, enda á hún sjálf nær 50 fjár á fjallí. Og hún er oft send sem gangnamaður í næstu sveitir til að draga fé fyrir sveit sína. En féð gengur mikið saman á þessum slóðum. Guðný eyðir að jafnaði þremur mánuðum á ári heima til að aðstoða foreldra stna, Jón Þór Buch og Guðbjörgu Pálsdóttur, sern búa á Einar- stöðum. Faðir hennar bæklað- ist, er hann slasaðist á hné í göngum meðan barnahópurinn var enn lítill. Systkinin voru 10 talsins og Guðný elzt. — Svo maður byrjaði snemma að vinna, segir hún, tók straxþátt f öllum störfum. Eg var 9 — 10 ára þegar ég fór að fara í húsin og gefa fénu áður en ég fór f skólann og svo aftur í húsin á kvöldin. Þess vegna finnst mér ekkert til um það þó maður þurfi að vinna og taka svolítið rösklega til hend- inni. Eg hefi aldrei þekkt neitt annað. — Mér finnst alltaf gaman að koma heim i sveitina. Á Einarsstöðum er víðsýnt og fal legt, sést m.a. út á hafið, segir Guðný ennfremur. Og maður hvilist af því að fara um tíma úr einni vinnu í aðra — skipta svolítið um. Þegar ég er búin að vera heima um sinn, fer mig að langa til að komast hingað aftur. En við fjögur systkinin skiptumst svolítið á um að vera heima og aðstoða við búskap- inn. Ættarnafn Guðnýjar Buch virðist dálítið framandi nafn á stúlku norðan úr Reykjadal. Hvaðan ætli það sé komið? Hún segist vera afkomandi Nikulásar Buch, Norðmanns, sem var beykir á Húsavík og kenndi Húsvikingum m.a. á skíðum. — Mér iíkar vel að vinna hér á Vik. Þetta er líka áttunda árið mitt hér, segir Guðný. Hérna kemur mikið af sama fólkinu í mat, þótt ekki sé selt fast fæði og maður fer að kannast við það, eins og ykkur á Morgunblaðinu, Ölaf Þörðar- son, Eðavarð Sigurðsson, Frið- rik á Akraborginni og fjöl- marga aðra, sem ég veit ekki hvað heita, þó að ég þekki and- litið. Þaðgerir andrúmsloftið á vinnustaðnum notalegt. — E. Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.