Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 7 Neville Chamber- lain þáverandi for- sætisráðherra í Þýzkalandi árið 1938. Hann lærði ekki af reynslunni. Lá við uppgjöf Breta 1940 í erlendum blöðum var nýlega skýrt frá því, að birt hafi verið í Bretlandi skjöl varðandi fundi ráðherranefndarinnar, sem hafði með höndum yfir- stjórn styrjaldarrekstursins á árum síðari heimsstyrjaldar- innar. Kemur þar margt fram, sem ekki var áður vitað, meðal annars að svo virðist sem litlu hafi munað, að Bretar gæfust upp fyrir Þjóðverjum 28. maí 1940. Það var þennan dag, sem brezka ráðherranefndin felldi með eins atkvæðis mun tillögt Ilalifax lávarðar, þáverandi ut- anríkisráðherra, og Neville Chamberlai-ns fyrrum forsæt- isráðherra um að leggja niður vopn um leiðog Frakkar. I lok maímánaðar 1940 var uppgjöf Frakka skammt und- an, og brezku hersveitirnar í Frakklandi i miklum vanda. Brottflutningur brezka hersins frá Dunkerque hófst 27. maf, og sama dag var lögð fram skýrsla brezka herforingja- ráðsins um ástand og horfur. Taldi herforingjaráðið senni- legt, að hersveitir Ilitlers gerðu fljótlega innrás í England Brezka flotanum var um megn að stöðva innrásartil- raunir Þjóðverja til lengdar, nema ef brezki flugherinn hefði yfirburði í lofti. Næðu Þjóðverjar fótfestu á Eng- landi, var brezki herinn ekki fær um að hrekja þá þaðan. Allt byggðist þvi á yfirburðum i lofti, en herstjórnin óttaðist, að Þjóðverjum tækist með loft- árásum sínum að stöðva alla smfði herflugvéla. Belgfski herinn gafst upp, og Frakkar voru að þvi komnir að semja sérfrið. Þegar svona var komið, taldi Halifax lávarður, að Bretar næðu betri friðar- skilmálum, ef þeir semdu við Þjóðverja strax, áður en Frakkland félli. Brezkar kennslubækur í nú- timasögu hafa haldið því fram, að algjör samstaða hafi verið um að halda styrjöldinni gegn Þjóðverjum áfram, þar til sig- ur væri unninn. En skjölin sýna annað. Ráðherranefndin var skipuð fimm mönnum, þeim Winston Churchill forsætisráðherra, Halifax og Chamberlain frá Ihaldsflokknum, og svo Clem- ent Attlee og Arthur Green- wood frá Verkamannaflokkn- um. Á fundi nefndarinnar 27. mai lagði Halifax lávarður til að Bretar féllust á tillögu Paul Reynauds, forsætisráðherra Frakklands, um að fá Benito Mussolini einræðisherra ítalíu til að reyna að miðla málum, en ítalir voru þá ekki orðnir aðilar að styrjöldinni. Var gert ráð fyrir því, að Bretar greiddu ítölum sáttasemjara- starfið með Möltu og Gíbraltar. Hafði Halifax lávarður þegar rætt þetta mál við Bastianini, sendiherra italfu í London, tveimur dögum áður. Attlee lýsti strax algjörri andstöðu við tillögu Halifax, og Greenwood benti á afleið- ingar þess, ef italir fengju yf- irráð yfir Möltu og Gíbraltar. Fundinum lauk svo án þess að nokkur ákvörðun væri tekin, en Chamberlain hafði þá látið í það skfna að hann væri að vissu leyti fylgjandi tillögu Halifax. Daginn eftir, 28. maf, ítrek- aði Ilalifax tillögu sfna. Hann hélt því fram, að það jafngilti ekki uppgjöf, þótt Mussolini >n-ði fenginn til að miðla mál- um, og til að forða landinu frá hörmungum sakaði í það minnsta ekki að kanna friðar- skilmála Hitlers. Taldi hann ekki, að sjálfstæði Englands gæti stafað nein hætta af þeirri könnun. Eftir nokkrar umræður var ljóst, að Halifax og Chamber- lain voru fylgjandi þessum friðarumleitunum, en Attlee og Greenwood á móti. Valt því málið á atkvæði Churchills, og svar hans var ótvírætt: Enga uppgjöf. „Við látum ekki Frakka draga okkur niður í svaðið," sagði ChurchiII. „Ef Frakkar eru ekki lengur fúsir að halda baráttunni áfram, geta þeir gefizt upp. Ilugmynd Reynauds miðar aðeins að því að forða Frökkum frá þeirri háðung að þurfa að semja sér- frið." Þar með var umræðunum lokið, og Reynaud sendi orð- sendingu þess efnis, að Bretar ætluðu ekki að taka upp samn- inga við óvininn. Ekki liggur ljóst fyrir, hvort þeim Hitler og Mussolini hafi verið kunn- ugg um. hve nærri uppgjöf Bretar voru um þetta leyti. Það er að sjálfsögðu ósköp eðlilegt, að hvorki Halifax né Chamberlain skuli minnast á fundina tvo 27. og 28. maí í endurminningum sínum. Ástæðan fyrir því, að Chur- ehill og Attlee gera það ekki heldur, er sennilega sú, að þeir hafi ekki viljað láta það kom- ast i almæli, að sundrung hafi ríkt innan stjórnarinnar á ör- lagastundu. Orðrómurinn, sem eitt sinn gekk um, að þeir Ilalifax lá- varður og Neville Chamber- lain væru sffellt að reyna að koma á friðarsamningum við Hitler, hefur bersýnilega við rök að styðjast, þótt reynt hafi verið að þagga hann niður. Nú verða söguskráendur að taka það, sem sannara reyndist inn i bækur sínar. Ekki verður þessi viðbót til þess að auka álit mannanna tveggja, sem stóðu að samningunum i Mtinchen árið 1938. Þeir höfðu sýnilega ekki lært af reynsl- unni og héldu enn, að imnt væri að semja við Hitler. (Urdönskum blöðum) JÓLATRÉ sigræn og sáldfri jólatré. €innig sáldfritt greni Fjallafura og Silki- fura. Jólatréssalan, Drápuhlið 1. BROTAMALMAR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði Staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 25891 BÍLA-BRAUTARTEPPIN er jólagjöfin fyrir. strákana Fást að Nökkvavogi 54, sími 34391 Sendum gegn póstkröfu NOTAÐ MÓTATIMBUR óskast af stærðinni .1 x6 Upplýsingar í sima 30131 FULLORÐIN KONA óskar eftir léttri heimilisaðstoð hjá manni 60—65 ára Þarf að hafa sér stofu og aðgang að eldhúsi. Tilboð sendist Mbl. ásamt nafni, heimilisfangi og simanúmeri merkt „3051'fyrir 18.desember JEEPSTER '67 V6 vél, á nýjum nagladekkjum, isl. klæðning, til sölu og sýnis hjá Agli Vilhjálmssyni. ANTIK HÚSGÖGN! Borðstofusett. sófasett, stakir stól- ar og skápar Selst á sanngjörnu verði Upplýsingar i sima 20738 milli kl. 1 —6. KEFLAVIK glæsilegt úrval af herra snyrti- vörum. Rakarastofa Harðar. VOLVO AMAZON óskast keyptur árgerð 1 963 — 1968 Staðgreiðsla Upplýsingar i sima 37203 TILJÓLAGJAFA Hvíldarstólar, skrifborðsstólar, barnastólar, píanóbekkir, innskots- borð, spilaborð. vegghillur. blaða- grindur og margt fleira Nýja Bólsturgerðm, Laugavegi 134 Simi 16541 ÓSKAEFTIR að kaupa Land-Rover disel, árg '72 eða '73 Árg. '68 kemur einnig til greina Hringið i sima 71979 milli kl 7 og 9 i kvöld. NÝ FULLFRÁGENGIN 2JA HERB. ibúð i Breiðholti til leigu frá ára- mótum. Mjög fallegt útsýni. Til- boð sendist afgr Mbl merkt „7925 " fyrir laugardag BRJÁLUÐ LJÓÐ Nokkur áskrifuð eintök af öllum fjórum Ijóðabókum minum, fást i bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnar- stræti 4. Hallbjörn Benjamínsson YTRI-NJARÐVÍK Einstaklingsibúð til leigu Sími 18745 NJARÐVÍK 3ja herb. ibúð til leigu nú þegar, Upplýsingar i sima 2829 DRIF í TRADER '63 Óska eftir að kaupa drif í Trader vörubil '70 Einnig kæmi til greina drif úr Volvo 3 75. Upplýsingar í síma 369 10 og 84139 WILLYS JEPP 63 til sölu Bill i sérflokki Ný skúffa, nú dekk, ný klæddur innan. ný sprautaður. Kr. 200 þús. Simi 21 550 KEFLAVÍK Úrval gjafakassa fyrir herra Rakarastofa Harðar. HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Niðursoðnu ávextu 1 flokks. ódýr- ir komnu aftur Rauðkál 4 50 kr dósin 9 pund Tekex 1 98 kr 6 p Ódýr ávaxtasulta Kjötkjallarinn. Vesturbraut 12 HAFNARFJÖRÐUR OG NÁGRENNI Jólahangikjötið úrbeinað á 495 kr kg Svinakjöt, steikur. ham- borgarahryggir. kótilettur. úrbem- aðir léttreyktu bógar. lágt verð Kjotkjallarinn. Vesturbraut 12 BÍLAVERKSTÆÐIÐ BJARG Bjargi við Sundlaugaveg simi 38060 Getum bætt við okkur viðgerðum fyrir jólin. Bilaverkstæðið Bjarg, Bjargi við Sundlaugaveg, simi 38060 HAFNARFJÓRÐUR OG NÁGRENNI Úrbeinuð dilka hamborgaralæi'i með spekki á 495 kr kg. Dilka hamborgarahryggu ódýrir Rúllu- pylsur 27 5 kr st. Saltað og nýtt hrossakjöt Kjötkiallarinn. -Vestuibraut 12 uuoouuuyou««yoo()uuuuuooou 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 Jólatré og greinar * Jólatrésskreytingar * Opi6 alla daga kl. 11-23 Jólatrésmarkaðurlnn, Brautarholti 20. (Á horni Brautarholts og Nóatúns) 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu ooooo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.