Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 43
WUsA, Það nýjasta I dömu- °g herratízku Bergstaóastræti 4a Sími 14350 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 „Vil, að menn séu ærlegir” — sagði Joe Hooley og sveik svo KR-inga þessi: Aarhus KFUM 14, 2) Helsingör 12, 3) Fredricia KFUM 11,4) Stadion 9,5) AGF 8, 6) Efterslægten 7, 7) Stjernen 7, 8) Skovbakken 6, 9) HG 4 og 10) Virum 2. HG hefur leikið einum leik færri en hin liðin. Bjarni Jónsson Enn stórleik- ur hjá Bjarna AARHUS KFUM, hand- knattleiksliðið sem Bjarni Jónsson leikur með í Danmörku, hefur stöðugt forvstu í dönsku 1. deiIdarkeppninni f handknattleik og virðast hlaðamenn þarlendis á einu máli, að allar likur séu á þvf, að liðið vinni Danmerkur- meistaratitilinn í ár. Um helgina vann það einn helzta andstæðing sinn, Stadion, með 19 mörkum gegn 15, og er nú með 14 stig að loknum 8 umferðum. I öðru sæti er Helsingör með 12 stig. Bjarni Jónsson fær mikið hrós i dönskum blöðum eftir leikinn gegn Stadion, en þá skoraði hann 5 mörk og þótti einn bezti varnar- Ieikmaður liðs síns. „Bjarni Jónsson átti stórkostlegan leik. Ilann skoraði með fimm þrumu- skotum, sem Lasse Petersen, markvörður Stadion, sá ekki fyrr en þau voyu í netinu," segir eitt blaðanna. i viðtali við eitt blað- anna segist Bjarni ætla að vera með í því að vinna Danmerkur- meistaratitilinn með Aarhus KFUM áður en hann fari heim til Islands. Blöðin segja, að Bjarni hafi verið eini leikmaðurinn, sem ekki kvartaði yfir hörkunni og hrindingunum i þessum leik — hann er vanur miklu harðari handknattleik á Islandi, segja þau. Urslit i öðrum 1. deiklar leikjum i Danmörku um siðustu helgi urðu þessi: Skovbakken — Efterslægten 16—25 Viruin — Fredrieia KFUM 14—17 Helsingör — AGF 22—13 HG — Stjernen ' 19—11 I leik Ilelsingör og AGF skoraði Jörgen Petersen 8 mörk og þótti sýna stórkostlogan leik. Röð liðanna og stig i keppninni um Danmerkurmeistaratitilinn er — MÉR líkar ekki við menn, sem ganga um Ijúgandi, ég vil, að menn séu ærlegir. Þessi orð voru meðal þeirra sfðustu, sem Eng- lendingurinn Joe Ilooley sagði við forráðamenn KR, er hann dvaldi hér á landi fvrir tæpum mánuði. Þá sagðist hann vera ákveðinn f að koma til KR-inga næsta sumar og þjálfa 1. dcildar lið félagsins; svo ákveðinn var Hoole.v f að koma hingað, að hann var farinn að gera áætlanir um, hvernig hann færi að þvf að gera KR-inga að Islandsmeisturum. Nú hafa veður hins vegar skipazt f lofti, og Joe Hooley hefur gert samninga við norska félagið Molde, samningar þeir, sem Hool- ey gerði við KR voru aðeins munnlcgir og taldi hann sig ekki bundinn af þeim. Ákvörðun Hooleys um að taka Norðmennina fram yfir KR kom eins og reiðarslag yfir KR-inga, því siðastliðinn laugardag ræddi Sveinn Jónsson formaður knatt- spyrnudeildar KR við Hooley og þá sagði sá enski, að hann ætti aðeins eftir að skrifa undir samn- inginn, sem KR-ingar höfðu sent honum. Þá kom ekki annað til Athugasemd frá lyftingamönnum Vegna greinar á fþróttasfðu Þjóðviljans 4. desember s.l. um Reykjavíkurmótið f kraftlyft- ingum. viljum við lyftingamenn í lyftingadeild Armanns og KR, senda frá okkur eftirfarandi at- hugasemd: I umræddri grein segir orðrétt: „Annars er varla hægt að tala um kraftlyftingar sem alvöru keppnisgrein. Þær eru eiginlega aðeins kraftæfingar, sem undir- staða fyrir allar greinar íþrótta og hvergi iðkaðar sem keppnisgrein nema hér á landi, eitthvað í Sví- þjóð og eru ekki alveg óþekkt grein í Noregi. Það er því heldur hlálegt að heyra forráðamenn lyftingaríþróttarinnar vera að tala um Norðurlandamet eða heimsmælikvarða í kraftlyft- ingum'' Hér er farið með staðhæfingar, sem óneitanlega gera mjög svo lítið úr störgóðum afrekum kraft- fvftingamanna okkar islendinga og finnst okkur því ófært annað en að leiðrétta opinberlega stað- hæfingar Sigurdórs Sigurdórsson- ar fþróttafréttaritara Þjóðviljans. Sannleikurinn er nefnilega sá, að kraftlyftingar eru stundaðar sem keppnisgrein f fjölda mörgum löndum. Til dæmis í Bandaríkj- unum, Kanada, Bretlandi, Frakk- landi, Belgíu, Hollandi, Þýzka- landi, Finnlandi, Svíþjöð og Noregi. Bandaríkjamenn raun- verulega fundu upp kraftlyfting- ar sem keppnisgrein, ef svo má segja, enda stunda langtum fleiri Bandarfkjamenn kraftlyftingar en hina svokölluðu tvíþraut, þ.e.a.s. snörun og jafnhöttun, þótt hún sé einnig geysimikið stunduð þar. Þeir eiga líka langflest heimsmetin í power (þe. kraft- lyftingum). Bretar eru einnig mjög framarlega í þessari grein lyftinga, svo og Finnar og Norð- menn. A þessari upptalningu má glöggt sjá hversu fáránlegar stað- hæfingar Sigurdórs eru og ósjálf- rátt flögrar aðokkur sú spurning, hver eiginlega tilgangurinn með þessum skrifum hafi verið. Lyft- ingaíþróttir er kornung íþrótta- grein hér á landi og þarf því öll þau jákvæðu skrif og umtal sem mögulegt er að fá, en jákvæð áhrif skrifa Sigurdórs eigum við erfitt með að koma auga á. Þessi grein hans er slæm, við viljum jafnvel taka svo djúpt í árinni að segja, að ef við hefðum látið henni ósvarað, hefði hún getað unnið kraftlyftingaíþróttinni mikið tjön, þvf hver nennir að eyða tíma sínum í að glápa á menn keppa sín á milli í grein, sem einungis er stunduð hér á landi, eitthvað i Svfþjóð og örlítið í Noregi. Það er raunverulega furðulegt, að maður, sem kallar sig íþrótta- fréttaritara, skuli ekki vita ein- földustu staðreyndir um kraft- lyftingaiþróttina og jafnvel enn furðulegra að hann skuli ekki reyna að fela þessa fávizku sfna. Ef til vill eru íþróttafréttaritarar hinna blaðanna lítið betur að sér um þessa ágætu fþrótt, en þeir hafa líka hingað til látið sér nægja að skýra frá staðre.vndum, en ekki birt furðufréttir eins og Sigurdór gerir hér. Við viljum þvf eindregið benda Sigurdór á, að afla sér þekkingar á þessari ágætu íþrótt úr er- lendum lyftingablöðum áður en hann tekur sér næst penna hönd til að skrifa frásögn af kraftlyft- ingamóti. Ef honum hins vegar finnst fþröttin ekki þess virði að eyða einhverjum tíma í að afla sér vitneskju um hana, þá viljum við f komandi framtíð afbiðja okkur öllskrif fráhans hendi. Allra sfðast viljum við svo benda á örfá atriði: a) Starfandi er alþjöðlegt sam- band kraftlyftingamanna. b) Ileimsmeistaramót er háðár- lega og vonandi senda forráða- menn keppendur þangað næsta ár. c) Unnið er íni að því, að koma á landskeppni við Svíþjóð, sem hugsanlega gæti orðið á miðju næsta ári. Með þökk fyrir birtinguna,— Lyftingadeild Ármanns, Lyftingamenn úr KR. greina hjá honum en að koma hingað til lands. Ekki fréttu KR- ingar um þessa ákvörðun Hooleys frá honum sjálfum, heldur kom frétt um þetta frá norsku frétta- stofunni NTB í fyrradag. Sveinn Jónsson hafði samband við Hooley í gær og spurði, hvort frétt NTB væri á rökum reist. Sagði Hooley svo vera. — Ég skammaðist og skammaðist og hann gat ekkert sagt* sagði Sveinn f samtali við Morgunblað- ið í gær, minnti hann m.a. á orð hans um heiðarleika og hann varð hinn aumasti. Fyrst maðurinn er ekki ærlegri en þetta, þá var eins gott að losna við hann strax. Við KR-ingar erum þekktir fyrir ýmislegt annað en að gefast upp og höfum þegar komízt í samband við annan enskan þjálfara, sagði Sveinn að lokum. Joe Holley—hafði heitiðKR-ing- um að gera þá að Islandsmeistur- um. Nú hefur honum snúist hugur og fer til Noregs næsta sumar. IÞROTTAFRETTIR MORGOMSINS Einar bætti metið Metið, sem Skúli Óskarsson, UlA, setti f kraft- þraut millivigtar á Reykja- vfkurmeistaramótinu á dög- unuin. varð ekki langlift. A innanfélagsmóti, sem Ar- mann gekkst fyrir f Sænsk-fs lenzka fr.vstihúsinu um helgina, bætti Einar Þor- grímsson, KR metið með því að lyfta samtals 607,5 kg. Met Skúla var 605 kg. Einar lyfti 217,5 kg í hnébeygju- lyftu, 157,5 kg í bekkpressu, 'en það er jafnt meti hans í þeirri grein, og í réttstöðu- lyftunni náði Einar að lyfta 232,5 kg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.