Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 31 Lilja Sölvadóttir — Minningarorð I dag er gerS útför Lilju Sölva- dóttur, en hún lézt 5. þ.m. For- eldrar hennarvoru Guðrún F’rið riksdóttir og Sölvi Víglundsson. Guðrún var fædd 24. september 1874, dóttir hjónanna Guðrúnar Bjarnadóttur og Friðriks Þor- grímssonar bónda á Kvfgindisfelli í Tálknafirði. Sölvi var einnig af traustum vestfirzkum ættstofni, fæddur aðGeirseyri, Patreksfirði 17. desember 1870. Hann fór strax að stunda sjóinn fyrir vestan, er hann hafði aldur til, fyrst á ára- bátum, en síðan á skútum. Flutt- ist hann til Reykjavíkur og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum ár- ið 1896. Var sfðan lengst ævinnar skipstjóri. Hann kvæntist sinni ágætu konu árið 1897 og bjuggu þau alla sfna tíð hér í Vesturbæn- um. Töldu bæði það sitt mesta gæfuspor að verða lífsförunautar, en sambúð þeirra varð nærfellt 58 ár. Sölvi lést 20. ágúst 1955, en Guðrún7. marz 1966. Lilja, sem var einkabarn, stund- aði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, en starfaði síðan í Landssímastöðinni hér í borg fjölda ára. Ung var hún heitbund- in Eyþóri Tómassyni Kjaran stýri- manni, en hann andaðist í blóma- lífs árið 1919. Tregaði hún mjög unnusta sinn. Vorið 1930 giftist Lilja Guðmundi Guðmundssyni bankagjaldkera frá Re.vkholti. Kom þá í hennar hlut að ganga í móðurstað tveim ungum börnum Guðmundar af fyrra hjónabandi, Laufeyju og Gunnari, en móðir þeirra lézt árið 1929. Var Lilja þeim vanda vaxin, og varð mjög hlýtt milli hennar og systkinanna. Lilja missti mann sinn árið 1950, og hafði hjónaband þeirra verið mjög farsælt. Tók hún miklu ást- fóstri við börn stjúpbarna sinna og síðar börn þeirra, en þauGuð- mundur voru barnlaus. Eftir lát föður síns annaðist Lilja móður sína af sérstakri um- hyggju og alúð, og vék ekki frá henni til hinztu stundar. Lilja var stórbrotin kona, f senn skapstór og skapmild, og mjög raungóð. Hún hafði ágæta frásagnargáfu, var sérstaklega orðheppin, er eitt- hvað skoplegt bar á góma. Hús- móðir var hún mikil. Þótti á yngri árum með fegurri konum hér f bæ. Ég þakka löng, hlý og góð kynni, og óska henni velfarnaðar á þeim óförnu slóðum, sem hún var viss um að lægju fram undan. Einar Arnalds. Kveðja. Amma Lilja er dáin. Margs er að minnast, margt ber að þakka. Ótal ánægjustundir á heimili okkar og í faðmi fjölskyld- unnar. Lilja var kát og hress og mjög barngóð. Oft hljóp hún und- ir bagga, ef börnin urðu veik eða á þurfti að halda og var jafnan aufúsugestur. Lilja hafði mikla frásagnargáfu, sem bæði börn og fullorðnir kunnu vel að meta. Nú er hún horfin af sjónarsviðinu. En minningin um góða konu lifir. Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. G.Th. Kristín og Jónas. BaUerup Hrærir, peytir, hnoðar, blandar, hristir, sneiðir, rífur, brýnir, bor- ar, burstar, fægir. bónar. Vegghengi, borðstatif, skál. Hentar litlum heimilum - og ekki siður þeim stóru sem handhæg aukavél við smærri verkefnin. FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNIX HÁTÚNI 6A.SÍMI 24420 JÓLASKEIBIN 1973 Fæst hjá flestum skartgripasölum. jia - HÚSID - TEPPADEILD Gærumottur og rýjamottur í úrvali. Teppaflísar og filtteppi. Margar gerðir og litir. Nylon teppi frá kr. 950.— pr. fm. Amerískt rýjateppi aðeins kr. 1.415.— pr. fm. Verið velkomin og verzliÓ þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt ||| JÓN LOFTSSON HF Hringbraut 121 10 600 scenslc hönnun fyrir heimilið HUSGAGNAVERZLUN . KRISTÍÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugav(;gi 13 H(;ykjavik sími 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.