Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 44
Finnskur kristall frá «!i:iia ■ /7N hijs(;a(;navkkzi.iin ífCr} KKISTIÁNS SKiíiF.IKSSílNAK hf. \of/ l.ilii(|iivc(|i 1:1 Kcvkjiivik simi 251170 SfMAR: 26060 OG 2 60 66 ÁÆTLUNARSTAÐIR' \KRANES, =LATEYRI. HÓLMAVÍK. GJÖGUR, IIF, SIGLUFJÖROUR, BLÖNDUÓS. STYKKISHÓLMUR. HVAMMSTANGI FIMMTUD VGUR 13. DESEMBER 1973 LOFTLEIÐIR og Flugfélag Is- lands hafa vt'rið að velta fyrir sér iniigulcikum á því að láta karl- menn úr hópi starfsmaiina sinna gegna störfum sem öryggisveröir f flugvélum félaganna. svo að hægt verði að halda áfram flugi, þótt til verkfalls flugfreyja komi. Er Mhl. kunnugt um, að Loftleið- ir hafa látið ýmsa starfsmenn sína sitja námskeið f meöferð ö ry gg i s h ú na öarog ö ry gg i sr egl u m Verðhækk- un veitinga og kjötvara VERÐLAGSNEFND ákvað á fundi sínum í gær að heimila hækkun á unnum kjötvörum, s.s. kjötfarsi, bjúgum, pylsum og kindakæfu. i samræmi við siðustu verðhækkun landbúnaðarvara, og nemur hækkunin 10—11% að jafnaði. Þá var einnig heimiluð 20% hækkun á verðskrá þeirra veitingahúsa, sem ekki liafa vín- veitingaleyfi, þ.e. þar sem faglært þjónustufólk gengur ekki um beina. Tekur þessi hækkun því til sjálfsafgreiðslumat.staða og kaffi- húsa. Hins vegar frestaði nefndin ákvörðunartöku um hækkun á verðskrá vínveitingahúsanna, hvað aðrar veitingar en vínveit- ingar snertir, en vínveitingaverð- skrá var fyrir skömmu hækkuð að ákvörðun ráðuneytis. Samkvæmt hinni nýju hækkun kostar kg af vínarpylsum nú 270 kr„ en var 245 kr. Kjötfars hækkar í 182 kr. kg úr 100 kr. Kindabjúgu kosta nú 247 kr. hvert kg. en 221 kr. áður. Kinda- kæfa hækkaði f 400 kr. kg úr 300 kr. Nú er verið að setja perur á jólatréðá Austur- velli, en kveikt verður á trénu á sunnudaginn keiiitir, — Ljósm. Mbl. Sveinn Þormöðsson. Karlmenn í flugfreyiu störfin í verkfallinu? fyrir flugvélarnar, en samkvæmt lögum um farþegaflug verða að vera með f hverri ferð starfs- menn. sem hafa hlotið slíka þjálf- un, til að geta hjálpað og leiö- heint farþegum, ef flugvélinni hlekkist á. Flugfreyjur líta á það sem verkfallshrot, ef slíkir menn verða látnir vera í flugvélunum eftir að verkfall fiugfreyja hefst og Alþýðusamhand tslands lítur söinu auguin á málið og inyndi grípa til aðgerða gegn flugfélög- uniim. ef þau reyndu að fara þessa leið. Mbl. sneri sér til Kristjáns Guð- laugssonar stjörnarformanns Loftleiða og spurði hann, hvort rétt væri, að Loftleiðir létu nú þjálfa starfsmenn sína f meðferð öryggisbúnaðar og ör.vggisregl- um. „Egget ekkert sagt um það, " svaraði Kristján, „Þetta er hern- aðarleyndarmál." Mbl. spurði einnig Grétar Kristjánsson að- stoðarframkvæmdastjóra Loft- leiða um þetta mál. en svar hans var: „Við gerum okkar ráðstafan- ir innan ramma laganna." Vildi hann ekkert frekar segja um mál- ið. Að sögn Agnars Kofoed-IIansen flugmálastjóra í samtali við Mbl., eru engin ákvæði í lögum um flugmál eða í loftferðasamning- um, sem banna, að flugfélögin fari þessa leið. Einugis sé kveð- ið á um að vera þurfi 1 eða fleiri „attendants" í vélinni, sem hafi hlotið þjálfun í öryggisreglum og geti hjálpað og leiðbeint farþeg- um við að bjarga sér út úr vélinni. ef henni hlekkist á. Þetta starf megi bæði karlmenn og kven- Framhald á bls. 24. Iðnaðarráðuneytið um framkvæmdalán Hitaveitunnar: 7% arðsemisákvæðið hvergi að fínna í lánssamningunum Niðurstaða ráðuneytisins á misskilningi byggð, segir borgarstjóri iðnaoarrAðlNEVTIÐ ritaði á þriðjudag bréf til borgar- stjörans í Reykjavík, þar sem skýrt er frá athugun ráðuneytis- ins á uppruna 7%, arðsemis- ákvæðisins f lánssamningi Al- þjóðabankans og Reykjavíkur- borgar vegna láns til hitaveitu- framkvæmda. Segir í hréfinu. að í þeim gögnuin. sem ráðuneytið liafi farið yfir, hafi ekkert ákvieði verið að linna um 7%, arösemi, aðeins um sanng.jarna arðsemi allan lánstímann. Oskar ráðu- neytið svars frá borgarstjöra um þelta atriði og önnur, svo og sam- vinnu um skjótan framgang hita- veituframkvæmda í Reykjavík og nágre nni. Birgir ísl. Gunnarsson borg- arstjóri sagði í viðtali við Mbl. í gær. að hann fagnaöi því, að „ráð- herra \i11 taka upp skynsamlegar viðr.eður um málið og hætta þvf hnútukasti, sem hann hóf f sam- bandi við fyrsta bréf sitt til mín uni hitavcitumál fyrir nokkru. Borgaryfirvöld eru að sjálfsögðu reiðubúin til að taka upp liðrieð- ur uin samvinnu við ríkisstjórn- ina iim þessi mál." Ilvað snerti niðurstöðu ráöuneytisins um 7,r,j arðsemisákvæðið sagði borgar- stjóri, að sú niðurstaða ráðuneyt- isins væri byggð á misskilningi þess á nokkrum atriðum og v.eri liann nú að láta vinna greinar- gerð uin þetta mál, þar sem þessi inisskihiingur yrði leiðréttur. I bréfi iðnaðarráðimeytisins er minnt á. að mi um skeið hafi beiðnir um hækkanir gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur jafnan verið studdar þeim rökum. að ákvæðið um 7% arðsemina væri þess háttar. að það hlyti að vera grundvallaratriði við ákvörðun söluverðs heita vatnsins. Einnig hefði ákvæðið verið sett fram í samningum II.R. uni hitaveitu- framkvæmdir í Köpavogi og Hafnarfirði. Því hefði ráðuneytið talið rétt og skylt að kaiina upp- runa þessa fyrirbæris og því kannað þau gögn. sein ætla mætti að hefðu að geyma gnmdvallar- atriði samninga Alþjiíðabankans og Reykjavíkurborgar um lán til hitaveitufrainkvæmda. Niðurstiiður ráðuneytisins eru þessar hel/tar: 0 Alþjiíðabankinn setti Ilita- veilunni aðeins skilyrði um sann- gjarna arðsemi allan lánstímann. Við inat á sanngjarnri arðsemi ber aðeins að taka tillit tíl kostn- aðar við eðlilega og venjulega ár- lega stækkun eða útfærslu Ilita- veitunnar. Hvergi í samningun- um er að finna ákvæði um 7% arðsemi. 0 Re.vkjavíkurborg ásetti sér strax 1962 að tryggja 7% arðsemi með einhliða yfirlýsingu í bréfi frá Geir Hallgrímssyni þáverandi borgarstjóra. I bréfinu til Al- þjóðabankans er hins vegar engin skuldbinding til slíkrar arðsemis- gjafar. aðeins f.vrirheit um. að bankanum skuli tilkynnt og við hann ráðga/t éf slík ágöðamynd- un næst ekkí. Ráðuneytið óskar eftir riikstuddu áliti borgarstjörans um niðurstöðurnar. Þá leggur ráðu- neytið áher/lu á það, að flýtt verði til muna hitaveituframkvæmdum í nágrenni borgarinnar og að „tnenn hefji þetta mál yfir meting og flokkspólitfskan vopnabúrð, en f staðinn takist einlæg samvinna um sem skjótastan framgang þessa störmáls milli Reykjávíkur- borgar, nágrannabyggðanna og rfkisstjórna rinna r." Neyðarástand á Hornafirði NEYÐARASTAND er nú ríkjandi í suniuin hverfum á lliifn í llornafirði vegna raf- magnsskömmtunar. Rafinagni er aðeins hleypt á í ta'pa klukku- stund á þriggja stunda fresti og þar sem húsin í þessum hverfum eru rafhituð. tekst engan veginn að halda þeim heituin. Að siign Elíasar Jónssonar fréttaritara Mbl. á Höfn er fólk nú farið að hugleiða lirottf lutning. þvf að horfurnar eru alls ekki góðar. l'ppistiiðulón S myrlabjargaráu- virkjunar hefur tæmzt vegna frosta og tneðan veðráttan helzt libreytt. er rafmagn einungis að fá frá þremur dísilstöðvum. sem eru keyrðar á fullu afli allan sólarhringinn. Stíiðvarnar fram- leiða samtals um 700 kílóvvíitt. en venjuleg notkun á Höfn og í fimm n.erliggjandi hreppum á sama orkuveitusvæðinu. er um 1200 kílóvvött. En þar sem hvert svæði fær einungis rafmagn tæpa klukkustund í senn á þriggja stunda fresti. reynir fólk að nýta rafmagnið sem bezt þennan stutta tfma og hefur miirg heimilistæki f gangi f einu. ()ll gashitunartæki hafa selzt tipp í verzlunum á Ilöfn svo og prímusar. Allar rafhlöður hafa Stöðvast flugið á miðnætti? S ATT ASEM.I ARI höf sáttafund í kjaradeilu flug- freyja og flugfélaganna í gau'kvöldi kl. 21 og stóð fundiirihn enn. er Mbl. för í prentun. Hafi saniningar ekki náðst fyrir miðnætti I kviild. má þvf búast við þvf að míllilandaflugið stiiðvist á miðnætti. eða strax eftir að þa*r flugvélar. seni er- lendis eru. koina til lands- selzt upp og ljóskastarar, vasaljós og annað. sem koma má fölkinu að gagni í rafmagnsleysinu. I nýjustu íbúðarhverfunum eru hús eingöngu hituð með rafmagni og þai' býr einnig mest af ungu fiilki. sérstaklega þeim. sem eru með ungbörn. Eitt af nýju hverfunum er viðlagasjóðshúsa- hverfi og eru þau hús hituð upp með rafmagni. Atvinnurékstur á Höfn er á heljarþröm vegna rafmagns- skömmtunarinnaf. að sögn Elfasar. Að vísu hefur frétzt. að kaupfélagið eigi von á dísilrafstöð fyrir bæði frystihúsin. en til stöð að taka nýja frystihúsið f notkun við upphaf loðnuvertíðar. Þá hefur fiskmjölsverksmiðjan verið stækkuð um helming. en fyrir- sjáanlegt er. að engin loðnuver- tíð verður á Hiifn. ef ekki fæst lausn á þessum rafmagnsvanda- málum snarlega. Skólahöld hafa gengið erfiðlega v eg n a r af m ag nss k öm m t u n a rin n ar og segja má. að nú snuist líf fbiianna á þessu svæði ekki um annað en að reyna að halda liita á sér og þrauka. En ef ekki er að vænta skjótra ráðstafana vegna þessa vanda. má búast víð. að einhverjir fari burt um sinn. Talað hefur verið um að fá dfsilraf stöðvar annars staðar frá f skyndi. m.a. frá Siglufirði. en einungis eitt skip er væntanlegt til Hafnar fyrir j<il og komi það ekki með rafstöð. getur re.vnzt erfitt að fá hana fyrr en eftir lalsverðan tíma Þá er vfirvofandi stöðvun flugsamgangna vegna verkfalls flugfre.vja. Engar sam- göngur eru landleiðina frá þessu svæði, því að Breiðamerkur- sandur er ófær vegna snjöa og Mýrdalssandur torfær. Sagði Elías. að nú vantaði ekkert neraa hafísinn tíl að fullkomna ömur- leikann. 11 DAGAR TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.