Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 STJORN Alþjóðabankans hefur nú samþykkt að lána Landsvirkj- un 10 millj. dollara, eða 840 millj. fsl kr., til virkjunargerðar við Sig- öldu. Jafnframt láni Alþjóða- bankans er fulllokið samningum um lán frá Manufacturers Hanov- er Ltd, London og nokkrum fleiri bönkum að upphæð 30 millj. doll- ara, vegrta Sigölduvirkjunar. Lán- ið frá Alþjóðabankanum er af- borgunarlaust f.vrstu fjögur árin og endurgreiðist á árunum 1978—1988, vextir eru 7‘/i%.Hitt lánið er til 10 ára, og er ætlunin að brevta bví í lán til lengri tima samkvæmt fyrirheiti þar að lút- andi. Gert er ráð f.vrir, að Sigöldu- virkjun taki til starfa á árinu 1976, og verður hún 150 MW. Jóhannes Nordal formaður stjórnar Landsvirkjunar sagði á blaðamannafundi í gær, að upp- haflega hefði verið gert ráð fyrir að byggja Sigölduvirkjun í tveim áföngum, en nú væri líklegt, að niðursetningu þriðju vélarinnar yrði flýtt og allar vélarnar settar niður í einum áfanga, en hver vél er 50 MW. Aðspurður hver næsta stór- virkjun á eftir Sigöldu yrði sagði Jóhannes, að það yrði að öllum líkindum virkjun við Hrauneyja- foss. Ef virkjunarframkvæmdir þar yrðu ákveðnar fljiitlega gæti sú virkjun tekið til starfa á árinu 1978. Búið væri að hanna virkjun við Hrauneyjafoss. og jrði sú virkjun að Iíkindum 20 MW stærri en Sigölduvirkjun. Orkan þaðan yrði mun ódýrari en frá Sígöldu, jafnvel '4, þannig að sú virkjun yrði mjög hagkvæm. Stofnkostnaður við Sigöldu- virkjun er áætlaður 5520 millj. kr. miðað við núverandi gengi og án vaxta á byggingartíma. Það, sem meðal annars gerir virkjunina svona dýra, er hið mikla miðlun- arlón, sem þúrfti að gera fyrir ofan stífluna, en það verður 175 milljón rúmmetrar að rúmmáli, þar af nýtanlegt rými til miðlunar um 140 millj. rúmmetra. Þetta lón verður einnig miðlunarlón fyrir Búrfellsvirkjun og Hraun-1 eyjafossvirkjun, og hefur þegar verið tekið í notkun vegna Búr- fellsvirkjunar. Sagði Jóhannes, að þau erlendu lán, sem búið væri að semja um vegna Sigölduvirkjunar, næmu alls 4716 millj. kr. Að öðru leyti væri gert ráð fyrir , að fjármögn- un stofnkostnaðar virkjunarinnar yrði tryggð með innlendú láni að fjárhæð .350 millj. kr„ jöfnum framlögum eigenda Landsvirkj- unar, rikisins og Reykjavíkur- borgar að fjárhæð alls 350 millj. kr. samtals og með fé úr rekstri Landsvirkjunar, um það bil 700 millj., en það fé á einnig að ganga til greiðslu á vöxtum á byggingar- tímanum. Framkvæmdir við Sigölduvirkj- un eru nú hafnar hjá bvgginga- verktaka, sem er Energoprojekt í Júgóslavíu. Um þessar mundir starfa þar um 55 manns, þar af 6 Júgóslavar, er stjórna verkinu, auk nokkurra eftirlitsmanna. Gert er ráð fyrir, að sumarið 1975 verði mannafli þar f hámarki og að þá starfi um 450 manns hjá byggingaverktaka, en um 120 manns hjá verktaka véla- og raf- búnaðar, um 30 manns verði í eftirliti, þannig að samtals verða um 600 manns við vinnu. Það fer að sjálfsögðu eftir at- vinnuástandi hér innanlands, sagði Jóhannes, hvort verktakar þurfa að flytja inn erlent vinnu- af 1 til verksins, en ýmsa sérhæfða menn munu þeir þó allavega hafa þörf f.vrir erlendis frá. Þegar virkjun við Sigöldu hefur verið bætt við kerfi Landsvirkj- unar, mun aukning tr.vggðar orkuvinnslugetu kerfisins verða um 800 gígawattstundir á ári og seljanleg afgangsorka um 300 að afkastageta vatnsaflastöðva Landsvirkjunar eykst urn sem næst 50% með tilkomu Sigöldu- virkjunar. I áætlun Landsvirkj- unar er nú gert ráð fyrir, að ofan- greind aukning á orkuvinnslu fullnægi orkuþörf almennings- veitna fram á árið 1981. Er þá reiknað með, að hægt verði að selja 400—500 gfgawattstundir á ári af forgangsorku og afgangs- orku til orkufreks iðnaðar og full- nægja auk þess eftirspurn eftir rafmagni til húshitunar, en allur húshi tunarkostnaður á orkuveitu- svæði Landsvirkjunar hefur verið áætlaður um 280 gígawattstundir áári. Lfkan af Sigölduvirkjun. Freinst eru brýr Búrfellsvegarins, en þar fyrir ofan er stöðvarhúsið og að- rennsliskurðurinn. Meðalorkuverð frá SigÖldu- virkjun er nú áætlað 60 aurar kílówattstundin. en það verður þó eitthvað dýrar til almennings. A fundinum kom fram, að lín- urnar frá Búrfelli til Reykjavíkur eru nú f góðu ásigkomulagi. Það kom í Ijós, að þær voru ekki upp- haflega hannaðar fyrir nægilega mikinn vindhraða. en möstrin hafa nú verið lagfærð. Þau voru í upphafi gerð eftir sömu hönnun og línan frá Soginu, en sfðar kom f ljós, að framleiðandi mastranna frá Sogitiu hafði styrkt þau. Þegar Sigölduvirkjun tekur til starfa verður orkuframleiðsla Landsvirkjunar sex sinnum meiri en þegar Landsvirkjun gerist aðili að Sogsvirkjun árið 1965. Þá kom fram á fundinum, að næstu stórvirkjanir Landsvirkj- unar á eftir þei'rri við Hrauneyja- foss, verða f Þjórsá. annaðhvort við Sultartanga eðaí Efri-Þjórsá. Sigölduvirkjun tilbúin 1976 Orkuframleiðsla Landsvirkj- unar þá 6 sinnum meiri en ’65 gígawattstundir á ári. Þetta þýðir. Skóli tsaks Jónssonar Isaks Jónssonar skóla- stjóra minnzt MANUDAGSKVÖLDIÐ 3. des- ember sl. hafði kennarafélag Skóla Isaks Jónssonar boð inni í skólanúm f tilefni af því, að þann dag voru tíu ár liðin frá því að ísak Jönsson skólastjóri lézt. Boðið var nánústu ættingj- unt ísaks, skólanefndarmönn- um, stjórn Minningarsjóðs ísaks Jónssonar og foreldra hans og nokkrum fleiri gestum Ingibjörg Ýr Pálmadóttir for- maður kennarafélagsins bauð gesti velkomna. Ilún gat um tilefni þessarar samkomu, sem hún kvað kennara skólans vilja minnast á þennan hátt. Þá rifjaði hún upp minningar frá þeirn árum, er hún, barn að aldri, var nemandi í skólanum, og tilgreindi nokkur ljóslifandi dæmi um kennsluaðferðir isaks, einkum í átthagafræði. Sagði Ingibjörg, að þessi reynsla hefði komið sér aðgóðu gagni, þegar hún fyrir nokkr- um árurn gerðist kennari við skólann. Að Iokum afhenti Ingi- björg skólanum gjöf frá kennarafélaginu, hljómplötur til notkunar við kennslu, og er það fvrsti vísir að liljómplötu- safni skólans. Næstur tók til máls Sveinn Benediktsson framkvæmda- stjóri, formaður skólanefndar. Hann ræddi um brautryðjanda- starf isaks Jónssonar í skóla- málum, svo og ýntsar aðferðir við kennslu yngri barna, sem ísak beitti sér fyrir, þ. á m. hl jöðlestraraðf erði na við byrjendakennslu í lestri. Sveinri hefur verið formaður skólailefndar frá árinu 1946, en þá var skólanum breytt, sökum f járhagserfiðleika, úr einka- sköla i sjálfseignarstofnun. Það mun sízt ofmælt, að Sveinn Benediktsson hefur jafnan sfðan verið með atkvæðamestu og áhugasömustu stuðnings- mönnum ísaksskóla. Rejndi mjög á atorku hans fyrstu árin, þegar unnið var að húsbygg- ingarmálum skölans og örlög hans raunar ráðin þar með Fleiri lögðu frant mikið og óeigingjarnt starf á þessum straumhvarfatímum. Einn þeirra var Gunnar E. Be n ed i k t sson h æ s t a ré 11 ar 1 ög- ntaður, sem átti sæti í skóla- tiefnd frá 1946 til dánardags. Næstur talaði Helgi Elíasson f yrrv. fræðslu málastjöri, stjórnarmaður í Minningarsjóði Isaks Jónssonar og foreldra hans. Iiann fór hlýjum orðum um hinn látna skólamann og rifjaði upp ýrnsar minningar frá kynnum þeirra og sam- vinnu urn nálega 40 ára skeið. Sérstaklega ræddi Ilelgi urn samstarf þeirra ísaks Jóns- sonar við að semja og síðar endurskoða lestrarkennslubók- ina Gagn og gaman. Þá afhenti hann skólanum, fyrir hönd isak Jónsson stjórnar Minningarsjöðsins, skuggamyndavél, sem keypt hafði verið fyrir úthlutunarfé úr sjóðnum. Þessu næst var sýnd kvik- ntynd úr starfi skölans, tekin um 1962 af Vigfúsi Sigurgeirs- syni. Þá buðu kennarar skólans til kaffidrykkju. A meðan setið var að borðunv minntist for- maður skólanefndar nokkurra hollvina skólans, m.a. frú Aðal- bjargar Sigurðardóttur, sem um margra ára skeið átli sæti í skólanefnd og var jafnframt prófdómari við skölann. Fyrir hönd ættingja isaks heitins Jónssonar þakkaði Andri isaksson kennurum og skólastjóra. svo og fyrrverandi starfsmönnum skólans. fyrir störf þeirra í hans þágu. Einnig færði hann þeim þakkir fyrir tryggð þeirra við stofnanda skólans og þær hugsjónir virks, fjölbreytts og þjóðlegs upp- eldis- og kennslustarfs. sem frá upphafi hefðu verið leiðarljós að starfsemi skölans. Anton Sigttrðsson skólastjöri Isaksskóla þakkaði fyrr- greindar gjafir til skölans og peningagjöf í Minningarsjóð. sem borizt hafði þá um kvöldið. Fór hann nokkrum orðum um Minningarsjtiðinn. en framlög- um úr honum skal varið lil kaupa á kennsluáhöldum eða til að styrkja skólann á annan hátt. Skýrði skólastjöri frá þvf. að við skólaslít á sl. vori hefði faðir eins nemandans afhent sér tiu þústtnd kr. gjöf í Minn- ingarsjóðinn i tilefni af þvi. að yngsta barn hans var þá að Ijútka námi úr átta ára bekk. Ilöfðu þá börn hans öll — tíit talsins — lokið námi frá Isaks- skóla. — Kvaðst skölastjörinn vona. að skólinn mætti áfram njöta sama trausts og verið hefði. (Frá stjörti Minningarsjöðs Isaks Jönssonar og foreldra hans).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.