Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 11

Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 11 rikin hótuðu að beita valdi til að neyða Rússa til þess að láta undan siga og aftur í fyrra, þegar hann sýndi Nixon frábæra gestrisni í Kreml rétt eftir að forsetinn fyr- irskipaði lofárásir á Hanoi. Við vitum nú, að Kreml-haukarnir settu sig upp á móti þessu og að Brezhnev tókst að brjóta á bak aftur mótstöðu þeirra með því að víkja frá völdum skeleggasta andstæðingnum, úkraínska flokksforingjanum Pytor Shelest. Við vitum, að þær tillögur, sem Brezhnev vildi taka með sér til Washington í sumar, voru gagn- rýndar af yfirmönnum heraflans, sem gáfu í skyn, hvaða mál væri um að ræða í málgögnum hersins og nutu öflugs stuðnings í stjórn- málaráðinu. Deilan var útkljáð, þegar Shelest og öðrum ihalds- sömum stjórnmálafulltrúa, Genn- ady Voronov, var vikið úr stjórn- málaráðinu rétt fyrir fundina í Washington — þótt sá hængur væri á að skipa varð í þeirra stað Grechko marskálk, landvamar- ráðherra, og Yuri Andropov, yfir- mann leynilögreglunnar, sem báða má kalla hauka. Auðvitað er hugsanlegt, að Brezhnev hafi staðið af sér svo margar deilur i stjórnmálaráðinu, að honum takist að standa af sér síðasta storminn eftir stríðið í Miðausturlöndum án verulegra erfiðismuna. En allar fyrri deil- urnar spilltu stórlega stöðu hans, og striðið í Miðausturlöndum get- ur hafa skaðað hann meira en þær. Ef trúnaðartraust bíður hnekki verður það ekki aftur bætt, öfugt við pólitisk áföll í öðrum myndum — nema kannski með því að taka vísvitandi ögrandi af- stöðu í öðrum hættulegum milli- rikjadeilum og halda við þá af- stöðu, á hverju sem dynur. En Kreml-haukarnir halda því trú- lega fram, að slíkt væri að stunda „ævintýrastefnu" — sem Krús- jeff var að lokum ákærður fyrir — og það hefði öfug áhrif. Auk þessgefurveruleiki ástandsins til kynna, að ef nota á aðra árekstra, hvort sem til þeirra er vísvitandi stofnað með ögrunum eða ekki, til þess að gera Kremlherrana aftur trúverðuga, telji haukarnir, að þá væri Brezhnev síðasti maðurinn, sem það gæti gert. Ilann yrði að hefjast handa úr veikri aðstöðu — og þess vegna halda þeir því trú- lega fram að vikja ætti honum frá völdum áður en aðrir árekstrar Brezhnev ættu sér stað — hvenær sem það yrði. Sá lærdómur hernaðaiTnáttar, sem Kremlherrarnir hafa dregið af öllum þessum hernaðarárekstr- um er sá, að vegna vanmáttar sjóhersins miðað við þann banda- ríska er að heita má óumflýjan- Iegt, að Sovétríkin verði sá aðil- inn, sem lætur undan síga f öllum árekstrum, sem upp kunna að koma, án þess að um beina kjarn- orkuárekstra sé að ræða. Eftir Kúbu-deiluna hófust Rússar handa um að byggja upp sjóher sinn, en hann er ennþá langtum vanmáttugri en sá bandaríski, svo ekki sé talað um sameiginlegan sjóher NATO. Umræðurnar inn- byrðis i valdaforystu Sovétríkj- anna snúast einnig um hlutverk sjóhersins og kostnaðinn við upp- byggingu hans á næstu tíu árum eða svo. Ef til vill eru það engar ýkjur, að þessi liður i umræðum Rússa — sé að minnsta kosti jafn- mikilvægur og kappræðurnar uiii takmörkun kjarnorkuvopna — og kannski mikilvægari. Haukarnir vilja, að Sovétríkin verði sér úti um það, sem dr. Henry Kissinger hefur skýrgreint „nýtilegan" hernaðarmátt. Rök þeirra, sem beita sér fyrir eflingu sjóhersins, sem má lesa milli línanna i sov- ézkum blöðum og er beint til Kreml-herranna, gefa til kynna, að aðeins sjóherinn geti séð fyrir ,,nýtftilegum“mætti við þær nýju pólitísku og herfræðilegum aðstæður, sem munu skapast í heiminum á næstu tíuárum eða svo. Baráttumenn sjóhersins gætu ekki fundið betri röksemd en fyrstu ráðstafanir, sem Banda ríkjamenn gerðu um leið og stríð- ið í Miðausturlöndum brauzt út. Sjötti flotinn var sendur úr höfn og honum var ekki aðeins „mið- að“ að átakasvæðinu heldur skip- að að koma sér fyrir i vfgstöðu, að því er Rússar töldu. Rússar höfðu yfir engu sambærilegu að ráða á þessum slóðum, og þött þeim tæk- ist, áður en strfðinu lauk, að senda fleiri skip á vettvang en Bandaríkjamenn höfðu þar yfir . að ráða, var sovézka flotaliðið miklu vanmáttugra. Það eina, sem Rússar gátu gert f byrjun striðsins til þess að sýna að þeir létu siglingar Sjötta flot- ans ekki hræða sig, var að skipa fallhlífaherfylkjum sínum að vera við öllu búin — og það hafði siðan veruleg áhrif á ákvörðunina um að fyrirskipa viðbúnað banda- riska heraflans. Baráttumenn sov- ézka sjóhersins halda þvf vafa- laust fram, að ef Rússar réðu yfir sjóher, sem væri tilbúinn í strið, fæli slíkur sjóher f sér langtum minni ögrun — nákvæmlega eins og Bandarfkjamenn töldu sigl- ingu Sjötta flotans sneydda hvers konar ögrandi tilgangi. Jafnvel þótt valdhafarnir í Kreml féllust aðeins á nokkrar þeirra röksemda, sem baráttu- menn sovézka sjóhersins halda á loft, yrði kostnaðurinn við upp- byggingu þess liðsafla, sem rök sjóhersins fela i sér, meiri en sá kostnaður, sem er gert ráð fyrir i öllum trúverðugum spádómum um kostnaðinn við kjarnorkuher- aflann. Sama gildir nú þegar um áætlaðan kostnað Bandaríkja- manna við uppbyggingu flota sfns á næstu tíu árum. miðað við fram- lög til kjarnorkuvopna af öllu tagi. Þrátt fyrir varnaðarorð Pentagons hefur uppbygging sov- qj ézka sjóhersins á undanförnum 'c3 árum hvergi nærri jafngilt kapp- ^ hlaupi við Bandaríkin. Ef þaðger- ist, gæti það orðið mesta vígbún- aðarkapphlaup sögunnar á friðar- tímum, ekki aðeins með hliðsjón af þeím auðlindum, sem til þess yrði varið, heldur einnig með hliðsjón af hlutfallinu af þjóðar- tekjum landanna. Brezhnev er sá stjórnmálamað- ur, sem hefur barizt gegn þiýst- ingi þeirra, sem hafa viljað auka vígbúnað á síðari árum, og hann er tæpast sá maður, sem mun hafa forgöngu um nýja ef lingu sjóhers- ins ekki frekar en Krúsjeff var ekki sá maður, sem beitti sér fyrir uppbyggingu eldflaugamáttar. Brezhnev mun vissulega berjast gegn hvers konar tilraunum til þess að víkja honum frá völdum, og það getur tekið haukana lang- an tíma að koma brottvikningu hans til leiðar. Fyrst í stað getur meiren verið, aðhann hefji póli tíska gagnsökn eins og sumar þær ráðstafanir, sem Kreml-herrarnir hafa gert, gefa til kynna. En rangt væri að telja hina nýju „dýrkun“ á Brezhnev, sem kemur berlega fram í ýktu opinberu höli um liæfileika hans, rnerki þess, að hann sé traustur í sessi. Þessa aðferð hafá sovézkir leiðtögar reynt á liðnum árum i varnar- skyni fyrir opnurn tjöldum, þegar á þá hefur verið ráðizt úr laun- sátri fyrir luktum dyrum í Kreml. Enginn utan Kremlar getur í raun og veru vitað, hvað gerist , bak við múrana, en sovézk blöð hafa jafnan gefið margar visbend- ingar um þróun þeirrar stefnu, sem er í mótun. Stefnu pólitískra j strauma er hægt að snúa j við, ekki síður í Sovétríkjunum en annars staðar, en öll sólar- merki benda til þess, að stund ákvarðana nálgist i Kreml, og þær eru engu siður afdrifaríkar en aðrar mikilvægar ákvarðanir, sem hafa verið teknar síðan Stalín lézt fyrir tuttugu árum. Þú kaupir elcki Volvo vegna útlitsins Volvo selst fyrst og fremst vegna trau'stra eiginleika, jafnt í byggingu sem í akstri. Enda tala sölutölur í Volvo verðflokki sínu máli: BÍLAR í VOLVO VERÐFLOKKI 1972 SELDIR: 1. VOLVO 140 381 2. TOYOTA CORONA 161 3. FORD MERCURY 124 4. SAAB 99 79 5. OPEL REKORD 68 6. CITROEN DS 66 7. CITROÉN GS 57 8. PEUGEOT 504 505 52 9. TOYOTA CROWN 47 10. CHEVROLET NOVA 35 Volvo öryggi er meðal annars: Innbyggður öryggisbiti í öll- um hurðum til varnar í hliðarárekstrum. Öryggispúði i miðju stýrinu. ( árekstri gefur stýrisbúnaðurinn eftir á tveim stöðum, auk þess sem púðinn ver ökumanninn fyrir meiðslum. Stillanleg stólbök búin sérstökum öryggislokum, sem gefa eftir við mikinn þrýsting, t.d. ef ekið er aftan á bifreiðina. Hemlakerfi, löngu heims- þekkt sem eitt hið örugg- asta, sem til er. Þrihyrningsvirkni tvöfalda kerfisins í Volvo heldur 80% hemlunargetu, þó að annað kerfið bili skyndilega. Farþegarými, sem er hannað innan í niðsterka öryggisgrind, til verndar ökumanni og farþegum. ÞAÐ ER KOMIÐ ^2S. í TÍZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200 Við tökum notaða bila upp i greiðslu á nýjum. Athugið lánakerfi Veltis h.f.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.