Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 13
MOHCiUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUK 13. DESEMBEK 1973 13 Bækur Ægisútgáfunnar 1973 MENNIRNIR j BRÚNNI Þœttir af starfandi skipstjórum AAennirnir í brúnni Draumar og dulskyn Þættir af starfandi skipstjórum, Guðmundur Jakobsson, skráði. Þetta er f jórða bindi þessa bókaflokks og hafa þá alls verið kynntir 26 aflasælir, dugandi skip- stjórar. Að þessu sinni eru það, Einar Sigurðs- son, skipstjóri á Aðalbjörgu frá Reykjavik, Gunnar Arason, skipstjóri á Lofti Baldvinssyni frá Dalvik, Halldór Brynjólfsson, skipstjóri á Lómi frá Keflavik, Magnús Þórarinsson, skip- stjóri á Bergþór frá Sandgerði, Marius Héðins- son, skipstjóri á Héðni frá Húsavik og Tryggvi Gunnarsson, skipstjóri á Brettingi frá Vopna- firði. I bókinni eru yfir 80 myndir. JÓSEFÍNA NiÁlSDÓTTIR Draumar óg dulskyn óvenjulega draum- spök og skyggn kona, Jósefina Njálsdóttir, segir hér frá reynslu sinni i dulrænum efnum, og það er margt og merkilegt, sem fyrir hana hefur borið á langri ævi. Hér eru ekki miðlar á ferð, heldur beint samband við dul- heima, sem okkur venjulegu fólki eru jafnan lokaðir. Þorsteinn Matthias- son hefur skráð þess- ar frásagnir. Þræðir örlaganna nefnist nýja bókin eftir Denise Robins, Val- gerður Bára Guðmundsdóttir þýddi. Denise er afburðasnjall ástarsagnahöfundur og erlend blöð taka svo sterkt til orða að hún sé „tvimælalaust fremst slikra höfunda, að bækur hennar hafi verið þýddar á öll tungumál þjóða sem ritmál eiga og hafi selst i milljón upp- lögum”. Hér á landi hafa bækur Denise notið vaxandi vinsælda, en samt ekki selst eins mikið og efni standa til og er þar fyrst og fremst um að kenna áhugaleysi útgefanda, sem ekki hefur mikla ást á þessu annars ágæta lestrarefni. Afburðamenn og örlagavaldar 20 ævisöguþættir mikilmenna sögunn- ar og er þetta önnur bók útgáfunnar af þessu tagi. Þessar bækur eru skemmtilega skrifaðar og fróðleg- ar öllum þeim, er vilja skyggnast litil- lega i fortiðina. Bárður Jakobsson þýddi þetta bindi. AFBURÐAMENN 0G ÖRLAGAVALDAR Brautryðjendur Bók sem Þorsteinn Matthiasson hefur skráð og búið til prentunar. Þetta er fyrsta bók i bókaflokki, sem ætlað er að gera nokkur skil islenzkum mönnum, sem hafa með sérstæðum hætti lifað lifi sinu, landi og þjóð til farsældar. Sá maður er nú varð fyrstur fyrir valinu er óskar Clausen, sem flestir tslendingar munu kannast við og á sér óvenjulega sögu. Nokkur sýnishorn úr bókum Óskars eru hér birt, en hann hefur skrifað alls 26 bækur og er ekki séð fyrir hve margar þær verða að lokum þvi enga uppgjöf er á honum að heyra. í fremstu víglínu t FREMSTU VIGUNU Eftir Sven Iiazel. Þetta er fimmta bók útgáfunnar eftir þennan vinsæla höf- und, sem flestir telja fremstan núlifandi striðsbókahöfunda. Lengi var honum likt við Hemingway og Remarque, en nú segja þeir i útlandinu að hann sé búinn að máta báða. Bækur Hazels, sem komið hafa út á is- lenzku, hafa allar selst upp. Villingar og furðufuglar Á brún hengiflugsins skáldsaga eftir Morris L. West, en hann er tal- inn meðal fremstu höfunda leynilög- reglu-sagna. Bækur hans hafa selst i risaupp- lögum og hann hefur komið til greina við Nobelsverðlaunaveitingu. Þessi bók fjallar um ævintýralegan feril blaða- manns, sem reynir að ná i ,,Stóru fréttina”. Málið varðar örlög heilla þjóða, en ljónin á veginum reynast mörg og ýmsir eru þeir, sem ekki æskja þess að málið upplýsist. Auðvitað kemur blessað kvenfólkið nokkuð við sögu og spennandi er bókin allt til enda. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Það eru ekki allar bækur merkilegar, sem út eru gefnar. Að sjálfsögðu er þvi einnig svo far- ið hjá Ægisútgáfunni, en þið getið verið viss um að frá þeirri útgáfu fáiöþíð aldrei leiðinlega bók. ÆGISÚTGÁFAN Þingholtsstræti 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.