Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.12.1973, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 Fyrirspumatími í fyrirspurnartfma á Al- þingi s.l. þriðjudag lágu fvrir 19 fyrirspurnir til ráðherra um hin ýmsu efni, og tókst að afgreiða ellefu þeirra. Verður helstu atriðanna í fyrir- spurnunum ásamt svara ráðherranna getið hér á eftir. Tæki til ölgerðar Helgi Seljan bar fram svohijóð- andi fyrirspurn til dómsmálaráð- herra: ,,Er sala í verzlunum á tækjum og efni til ölgerðar ásamt meðfylgjandi leiðbeiningum um bruggun áfengis öls heimil sam- kvæmt áfengislögum?'' Olafur Jóhannesson, dómsmála- ráðherra, sagði, að áfengisvamar- ráð hefði fyrir nokkru vakið at- hygli dömsmálaráðuneytisins á siilu tækja og efna til ölgerðar í ýmsum verzlunum i landinu. Á þessum tækjabúnaði væri auk leiðbeininga um gerð drykkjarins aðvörun um það. að ef of mikið væri sett i blönduna af ákveðnu efni, þá gæti áfengismagnið farið upp fyrir það, sem leyfilegt væri samkvæmt áfengislögum. Dómsmálaráðherra upplýsti, að málið hefði verið til athugunar í dómsmálaráðuneytinu og síðaii hjá embætti Saksóknara. Hins vegar hefði ekki verið talið, að neinar sannanir lægju fyrir um það, að um brot á áfengislögum væri að ræða. Málið hefði síðan verið sent til embættis Sakadóm- ara. sem nú hefði þaðtil meðferð- ar. Togarinn Henrietta Hannibal Valdimarsson (SVF) bar fram svohljöðandi fyrirspurn- ir til dömsmálaráðherra: 1.) Hvað hefur gerst í máli belgfska togarans Henriette 236 frá Ostende. sem staðinn var að því á Höfn f Hornafirði 8. okt. s.l. að vera með of smáriðna vörpu og enn fremur að hafa klætt poka vörpunar innan með smáriðnu nælonneti? 2) Gefur slíkt brot á samning- unum við Belgfu um heimild til veiða innan fiskveiðilögsögu Islands ekki tilefni til að taka togarann Ilenriette af skrá yfirþá belgísku togara. sem hér hafi veiðileyfi, eða heldur þessi lög- brjótur áfrain veiðum hér við land. eins og ekkert hafi f skorist? Olafur Jóhannesson. dömsmála- ráðherra. sagði aðkæran um mál þetta hefði verið send bæði til sjávarútvegsráðuneytisins og u t a n r f k i sr áð un e y t i si n s. Á k v e ði ð hefði verið að géfa togaranum upp sakir, en skipið yrði svipt leyfi til veiða á Islandsmið- um. ef þaðgerðist brotlegt aftur. Þá upplýsti ráðherra, að Land- helgisgæzlan gefði hert mjög allt eftirlit ineð veiðarfærum. og ekkí mætt neinni mötstöðu hjá íslenzk- um eða erlendum togurum. Veiðarfæri hefðu yfiiieitt verið í lagi, þar sem þau hefðu verið at- huguð. Einnig kom fram í svari ráð- herra. að landhel.gisg;ezlunni myndi að öllum lfkindum bætast liðsauki við eftiiiit á næstúnni. þar sem væri hafrannsóknarskíp- íð Bjarni Sæmundsson. Njarðvíkurhöfn Jón \nnann Héðinsson (A ) bar fram fyrirspurn til samgönguráð- herra. sem lögðvar fram af Karli St. Guðnasyni, varaþingmaniíi. um hafnarmál. Ilún var svohljiið- aíidi: Hvernær er fyrirhugað að Ijúka við þ;er framkvæmdir við lands- höfnina' K’efhlvík, Njarðvík/sém rannsóknir hafa leitt í Ijös. að gera þarf, svo að höfnin í Ytri- NjWWtRVi'i'ði nófhætl ******* Björn Jónsson, samgönguráð- herra, sagði að bygging hafnar- innar hefði verið endurskoðuð og þá kom í ljós, að nauðs.vn var á að lengja nyðri hafnargarðinn. Aætlaður kostnaður við að Ijúka þeirri hafnargerð væri nú um 80 milljónir króna. Hins vegar væri nú ekki gert ráð fyrir því á frumvarpi til fjár- lega næsta árs, að ljúka hafnar- gerðinni á því ári, og mætti af því draga þá ályktun, að enn hefði ekki verið tekin um þaðendanleg ákvörðun af hálfu yfirvalda. Málefni útflutn- ingsiðnaðar Ingvar Gfslason (F) bar fram fyrirspurn Ileimis Hannessonar. varaþingmanns, til iðnaðarráð- herra < um málefni útflutnings- iðnaðár ög lagmetis. Fyrirspurn- in, sem var í tveimur liðum, var svohljóðandi: 1. Hafa ákvarðanir verið teknar af hálfu stjórnvalda um greiðslur til útflytjenda iðnaðarvarnings og lagmetis vegna gengistaps þess- ara aðila í sambandi við gengis- isbreytingar á þessu ári? 2. Ef slíkar ákvarðanir hafa ekki verið teknar, er þeirra að vænta á þessu ári? Magnús Kjartansson. iðnaðar- ráðherra, kvað heildartap útflutningsiðnaðarins á undan- förnu ári nema um 64 milljónum króna. Iðnaðai'ráðuneytið hefði gert tillögur um úrlausn þessa vanda, sem ríkisstjórnin hefði nú til með- ferðar. Fælu þær í sér endur- greiðslu til iðngréinanna á þeim liðum. sem útflutningsiðnaðurinn lagði rfkissjóði til, svo sem í toll- um og sköttum. Gert væri ráð fyrir, að þessi ráðstöfun yrði aft- urvirk, og myndi endurgreiðslan nema um 33 milljónum króna fyr- ir yfirstandandi ár. Sú upphæð myndi skiptast þannig, að til lag- metisiðnaðai'ins yrðu endur- greiddar 7,1 milljón, skinna- iðnaðarins 10,5 milljónir, til ullar- og fataiðnaðarins 12 milljónir, og 3,4 millj. til annars iðnaðar. Aðaldalsflugvöll- ur og Kópasker Ingvar Gíslason tók einnig upp svohljóðandi fyrirspurn Heimis Ilannessonar til samgönguráð- herra: 1. Eru uppi fyrirætlanir um endurbætur á aðstöðu á Aðaldals- flugvelli? 2. Ilyggjast stjórnvöld beita sér fyrir því, að áætlunarflug verði hafiðaftur til Kópaskers? Björn Jónsson samgönguráð- herra, sagði að endurbætur á Aðaklalsflugvelli hefðu einkum verið á sviði öryggismála. Settir hefðu verið upp radfóvitar við brautarendana, aðflugs- og að- flugshallaljós og slitlag á braut. Aætlað væri að lengja svo flug- brautina á næsta ári úr 1300 metr- um i 1550 metra. Varðandi flugsamgöngur til Kópaskers, sagði ráðherra. að þær hefðu lagst af, eftir að flugvöllur- inn við Raufarhöfn komst í sæmi legt ástand. Byggð við Köpasker væri mjög lítil, óg flug þangað því (íhagstætt. Stjörnvöld hefðu held- urekki hugsað sér að skylda Flug- félagið til að fljúga til þeirra staða, sem útilokað væri aðhefðu annað í för meðsér en taprekstur fyrir félagið, Ilins vegar hefði komið fram í viðræðum við for- ráðamenn félágsins, að I bfgerð væri að liafa fltigvél staðsetta á Ak.ureyri til að sinna flugsam- göngum við nærliggjandi bygí>ðarlög, og myndi Norðaustur- land vafalaust haf'a liag'af því. Raforkumál á Snæfellsnesi Benedikt Gröndal (A) bar fram svohljóðandi fynrspurn tjl ionaðarráðherra: Hvenær er þess að vænta. að Snæfellsnes verði tengt við Anda- kíls- og Landsvirkjanir e*ða aðrar umbætur verði f raforkumálum Snæfellinga? Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra, sagði, að þessi tenging væri ráðgerð á næsta ári, og auk þess væri áætlað að tengja Búðar- dalssvæðið inn á sama kerfi. Friðjón Þórðarson (S) kvaðst fagna þessari yfirlýsingu, en benti jafnframt á, að Snæfelling- ar hefðu gert ráð fyrir tenging- unni á sfðasta ári. Hefði þessi seinagangur haft í för með sér mikið fjárhagslegt tjón fyrir fbúa Snæfellsness. auk óþæginda. Hitun húsa með raforku Friðjón Þórðarson bar fram svohljóðandi fyrirspurn til iðnaðarráðherra: Hvað líður framkvæmd á þings- ályktun um hitun húsa með raf- orku, sem samþ.vkkt var í iieðri deild Alþingis 1. mars 1971? Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra, upplýsti að sala raforku til húsahitunar hefði aukizt mjög að undanförnu um land allt. Mest hefðu aukningin verið á Austur- landi, eðayfir 200%. Benti ráðherra á, að nú stæði fyrir dyrum samtenging á orku- veitum á Vesturlandi á næsta ári, lagningu línu frá Sigöldu norður í land hæfist innan tíðar, og væru báðar þessar framkvæmdir til þess fallnar, að auka sölu raforku til húsahitunar. Þá væru jafn- framt f byggingu orkuveitur á Austfjörðum og Vesturlandi, Lagarfoss- og Mjólkárvikjun, sem enn myndu auka á orkuforðann. Verðlagning ríkisjarða Ólafur G. Einarsson (S) beindi svohljöðandi fyrirspurn til land- búnaðarráðherra: 1. Hefur landbúnaðarráðherra sett sér einhverjar ákveðnar regl- ur til þess að fara eftir við ákvörð- un söluverðs ríkisjarða? 2. Ef svo er, hverjar eru þær reglur, og eru þær breytilegar eft- ir því, hvort kaupandi er sveitar- félag eða einstaklingui;? 3. Er ákvörðun um söluverð ríkisjarðar í hendi landbúnaðar- ráðherra eins? Sagði þingmaðui'inn, að tilefni þessarar fvrirspurnar væri m.a. þær upplýsingar landbúnaðarráð- herra á Alþingi l'yrir skömmu, að jiirð ein í Laxárdal hefði verið seld einstaklingi fyrir 155 þúsund krónur. Ilalldór E. Sigurðsson, láild- búnaðarráðherra, sagði að ríkis- jarðírnar væru ýmist seldar sam- kvæmt sérstökum heimildarlög- um. í þeim tilfellum þegar sveitarfélög hefðu falast eftir þeim. Hins vegar væru þær seldar einstaklingum samkvæmt sérlög um. I fyrra tilvikinu væri verð ákvarðað eftir mati, ef ekki lægi fyrir samkomulag aðila. I seinna tilvikinu væri salan undirbúin af ráðuneytinu, og samkvæmt venju ákvarðaði ráðherra verðið m.a. með hliðsjón af fasteignamati Ólafur G. Einarsson kvaðst telja, að ákveðnar tilhneigingar hefði gætt hjá ráðunevtinu í þá átt, að selja sveitarfélögum jarðir dýrar en til einstaklinga. T.d. hefði nefnd jörð í Laxárda! verið seld einstaklingi á 155 þúsund krónur, þótt hún hafi verið metin á 60 milljónir þegar Laxárdeilan stóð sem hæst. Bygging leiguíbúða Jónas Jónsson (F) beindi svo- hljóðandi fyrirspúrn til félags- málaráðherra: 1. Hvað lfður uiidirbúningi að byggingu Ieiguíbúða á vegum sveitarfélaga í samræmi við heimild laga nr. 58 frá 30. apríi s.l. um breytingu á lögum um Húsnæðismálastofnun rfkisins? 2. Ilefur verið sett reglugerð um framkvæmd þessa? 3. Hve margar umsóknir hafa borist frá sveitarfélögum um stuðning samkvæmt þessum ákvæðum? Biörn Jónsson, félagsmálaráð- herra, sagði að öllum sveitarfélög- um með fleiri en 300 íbúa hefðu verið beðin um að senda ftarlegar greinargerðir um þörf á slíku hús- næði, og forsendum fyrir þeirri þörf. Umsóknir hefðu borist frá 49 sveitarfélögum, sem samtals sýndu áhuga á byggingu 1072 slíkra fbúða. Skiptist það þannig á milli landshluta. Suðurland 80 ílniðir, Reykjanes 65 íbúðir. Vesturland 140 íbúðir. Vestfirðir 320 íbúðir, Norðurland 360 — 370 íbúðir og Austurland 102 íbúðir. Þá kvaðst ráðherrra vona. að reglugerð um framkvæmd þessa yrði brálega sett. Iðnnemasam- band Islands Svava Jakobsdóttir (Ab) bar fram svohljóðandi fyrirspurn til menntamálaráðherra: 1. Hvað líður innheimtu gjalds til IðnnOniasambands Islands skv. lögum nr. 68/1972, um breytingu á lögum nr. 68 11 maf 1966, um iðnfræðslu? 2. Hve hárri fjárhæð nemur þetta gjakl frá glldistöku lag- anna? þessa borna fram þar sem að þrátt yfir fortakslaus lagafyrirmæli hefði engin innheimta farið fram, og Iðnnemasambandið því ekkert fjármagn fengið. Magnús Torfi Ölafsson, menntamálaráðherra, sagði það rétt vera. Iðnfræðsluráð ætti sam- kvæmt lögum að annast inn- heimtuna, eti ráðuneytið hefði ekki fallizt á áætlaðan kostnaðvið innheimtuna, 779 þftsund krónur. U r þessum vanda hefði nú von- andi verið ráðið, og hefði ráðu- neytið sent iðnfræðsluráði bréf 4. desember, þar sem því væri falið að hefja innheimtuna. Kvaðst ráð- herra ætla að fylgja því eftir með tiltækum ráðum, að sú innheimta tækizt. Sagði ráðherra loks, að þessar óinnheimtu tekjur Iðnnemasam- bandsins næmu nú um 1,4 milljón króna. Gunnar Thoroddsen (S) benti á, að hann hefði ásamt Lárusi Jónssyni talið æskilegra að afla þessara tekna Iðnnemasambands ins til handa með beinum fram- lögum af fjárlögum. Hefðu þeir og borið'fram breytingartillögu við frumvarpið þess efnis. Það hefði þó ekki hlotið hljömgrunn hjá stjórnarliðinu. Nú hefði þó raunin orðið sú, að allt málið hefði farið í handaskolum í hönd um ríkisstjórnarinnar. Von væri, að ríkisstjörnin gæti ekki le.vst hin stærri vandamál, þegar henni tækist að klúðra máli sem þessu. Bolungar- víkurvegur Þorvaldur Garðar Krisljánsson (S) bar fram svohljöðandi fyrir- spurn til samgönguráðherra: 1. Hefur verið lokið athugunum á staðháttum og áætlunargerð um yfirbyggingar yfir gil á Bolungar- víkurvegi. þar sem snjóflöð falla að jafnaði oft á ári? 2. Ef svo er. hvenær geta fram- kvæmdir hafist? Björn Jónsson, samgöngumála- ráðherra, sagði að á síðasta ári og í ár hefði verið unnið að athugun- um á 6 stöðum á Bolúngarvfkur- vegi og væri miðað við að leggja niðurstöður þeirra fram við gerð vegaáætlunar fyrir 1974 — 75. Kæmu framkvæmdirþessar þá til álita við gerð vegaáætlunarinnar. sem yrði gerð á Alþingi f vetur. Þorvaldur Garðar kvaðst álíta, að þar sem svo mikil áhersla hefði verið lögð á að Ijúka þessari at- hugun áður en vegaáætlunin lá fyrir. væri eðlilegt að álíta sem svo. að gert hefði verið ráð fyrir að fé yrði veitt til framkvæmd- anna áþeirri áætlun. AlÞlflCI Ný þingmál Byggingar- svæði fyrir stjórnar- stofnanir Ragnar Arnalds (Ab) og Svava Jakobsdóttir (Ab) flytja fijlögu til, iþingsályktunar um. að kosin verði 7 manna milli- þinganefnd til að gera tillögur um. hvar velja skuli nýjum byggingum stað. svo sem bygg- ingum fyrir Alþingi, ríkisstjórn og ráðuneyti. Seðlabanka Islands og aðrar ríkisstofnanir. eftir |m í sem þurfa þyk-ir Þingmaðurinn sagði fyrirspurn Skipulag tónlistarnáms iíelgi F. Seljan (Ab) flytur þingsályktunartillögu um. að skorað verði á ríkisstjórnina að taka til gagngerðrar endurskoð- unar allt tónlistarnám f landinu. Sveitarafvæðing á Austurlandi Vilhjálmur Hjálmarsson (F) spyr raforku ráðherra: 1. Ilversu mörg býli af þeim, sem eru á framkvæmdaáætl- un 1973, verður eftir að tengja um næstu áramót? 2. Ilvað veldur seinkun þessara framkvæmda? Launaskattur Stjörnarfrumvarp um, að sami háttur skuli næsta ár hafður á launaskattgreiðslum og ráðstöfun þess fjár og var á yfirstandandi ári. Veiting prestakalla Menntamálanefnd efri deild- ar endurflytur frumvarp frá síðasta þíngi um veitingu prestakalla. Er gert ráð fyrir í frumvarpinu, að felldar verði niður almennar kosningar við veitingu prestakalla og upp tekin í staðinn kosning kjör- manna. Kjörmenn verði: söknarnefndarmenn og safnaðarfulltrúar prestakalls- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.