Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 7
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
7
LISTIR&LEIKHÚSSPJALL
Eftir
Arna Johnsen
Leðurblökunni
frábœrlega
tekið
Frumsýningin á Leðurblök-
unni tókst frábærlega og var
einstaklega mikil stemmning í
leikhúsinu. Leðurblakan fer
ekki aðeins vel aif stað með
frumsýningunni, heldur er nú
þegar uppselt á 5 fyrstu sýn-
ingárnar og hafa sjaldan verið
eins mikil forsölulæti. Leður-
blakan fékk óvenjugóðan tíma í
æfingar, en byrjað var á hluta
söngæfinga fyrir 8 mánuðum.
Éftir 1. september var síðan
æft á hverjum degi af fullum
krafti.
Allir þættir þessarar upp-
færslu hafa vakið mikla at-
hygli, enda úrvalsfólk í hverju
rúmi. Dansflokkur ungu
ballettdansaranna hefiir einnig
Garðar Cortes á ljúfu tónunum,
en hann leikur eitt af aðalhlut-
verkunum f Leðurblökunni,
þ.e. hann og Sigurður Björns-
son skiptast á um að syngja
hlutverkið.
vakið sérlega mikla athygli,
enda er þar um stöðugt vaxandi
árangur að ræða. Alan Carter
ballettmeistari ÞjóðleikhússinS
Lárus Ingóífsson lætur ekki
sinn hlut eftir liggja og er hinn
hressasti að vanda.
samdi dansana í Leðurblökunni
og æfði þá.
Meðfylgjandi myndir eru frá
æfingu á Leðurblökunni.
Erik Bidsted leikstjóri og Elín Sigurvinsdóttir, spinna þráðinn saman á æfingu. Ljósmyndir Kr. Ben.
Kertalog
í œfingu
Verið er að æfa Kertalog
Jökuls í Iðnó og verður það
frumsýnt í febrúarlok. Stefán
Baldursson leikstýrir og Jón
Þórisson gerir leikmyndina.
Aðalhlutverkin leika Anna
Kristín Arngrímsdóttir og Árni
Blandon, auk helztu leikara
Iðnó.
Heljarslóðar-
orrusta í janúar
Síðdegisstundin í Iðnó í
janúar verður helguð Heljar-
slóðarorrustu Benedikts Grön-
dals, en Helga Bachmann mun
stjórna þeirri uppfærslu.
Jólagamanið
heldur áfram
Jólagamanið, sem var tekið
upp í Síðdegisstund Leikfélags
Reykjavíkur í Iðnó fyrir jólin.
verður aftur tekið upp strax
eftir nýárið, en það var geysi-
vinsælt hjá unga fólkinu, sem
sótti sýningarnar fyrir jól.
„Eg vil auðga
mitt land”
Verk þeirra Matthildinga,
Þórðar Breiðfjörð, fer á fjalirn-
ar í Þjóðleikhúsinu í vetur og
hafa þeir skilað handritinu,
sem ber nafnið „Ég vil auðga
mitt land“. Er ekki að efast um,
að þar fer á svið forvitnilegt
verk, því þeir Matthildingar
eru þekktir fyrir allt annað en
lítil tilþrif í orði og æði og
gamanseminni gleyma þeir
aldrei.
Helgi í marz
Helgi Tómasson ballettdans-
ari kemur heim til íslands í
marz með fjölmennan flokk
ballettdansara með sérog munu
þeir sýna í Þjóðleikhúsinu.
Senn mun liggja fyrir, hvernig
dagskránni verður háttað.
Jón Arason
á svið
Leikrit Matthíasar Jochums-
sonar verður sett á svið í fyrsta
sinn í Þjóðleikhúsinu í vetur og
mun Rúrik Haraldsson leika
biskupinn. Leikstjóri verður
Gunnar Eyjólfsson. Jón Arason
var skrifaður um aldamótin og
hefur áður verið leikinn í út-
varpi. Verkið verður eitt af því,
sem sérstaklega er sett upp í
sambandi við þjóðhátíðarárið.
Mikil tilþrif
í Þjóðleikhúsinu
Af því, sem fyrir liggur, má
sjá, að það eru mikil tilþrif f
Þjóðleikhúsinu og kennir þar
margra grasa, bæði ferskra og
rótgróinna eins og vera ber.
Mættu slik tilþrif verða í öðrum
greinum íslenzkra lista.
Alfreð Smith
á Mokka
Sýning þýzka listmálarans
Alfreðs Smiths stendur yfir í
Mokka við Skólavörðustíg fram
til 7. janúar, en listmálarinn
sýnir þar verk máluð á íslandi.
Alfreð hefur sýnt verk sín víða
I Evrópu. Á meðfylgjandi mynd
heldur listamaðurinn á mynd,
sem hann hefur málað til ágóða
fyrir uppbygginguna í Vest-
mannaeyjum, og m.a. annars
selur hann litaeftirprentanir af
myndinni.
Skápasmíði Smiða fataskápa baðherbergis- skápa og sólbekki til afgreiðslu i jan—feb '74. Pantið tímanlega. Uppl. i s. 53536 eftir kl. 7 e.h. HEKLUBÆKUR frá Marks og Jakobsdals. Fjölbreytt úrval lita og tegunda af heklugarni ma Bianca og Lenacryl. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorra- braut.
HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl 7 nema laug- ard. til kl. 12. Helgidaga frá kl. 2—4. TIL SÖLU Volvo Evrópa 142 árg 1972, vel með farinn. Ekinn 25000 km. verð 540 þús. Uppl. i síma 37482
fLUQetmAtm
Brautarholti 20
20 gerðlr af tlugeiúum
Margar gerðir
af stjörnuljósum, blysum
og skrautblysum.
★ OpiSfrá 10—22
* * * * Flugeldasalan.
Brautarholti 20
^ (Á horni Brautarholts og Nóatúns)
*
KODAK
Litmpdir
á(3Ldögum
HANS PETERSEN K/f.
BANKASTR. 4 SÍMI 20 313
GLÆSIBÆ SÍMI 82^90
HAGKAUP
AUGLÝSIR
KJÖT Á GAIWLA VERBINU
Heil læri, lærisneiðar, kótilettur, frampartar, hrvaair
súpukjöt.
Kjötbirgðir á gamla verðinu fara minnkandi, verzlið því
strax i dag.
ÞAÐ BORGAR SIG AB VERZLA
í HAGKAUP
Opið til kl. 10 í kvöld, til kl. 1 2 á hádegi laugardag og til
kl. 1 2 á hádegi gamlársdag.
HAGKAUP SKEIFAH 15