Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
23
Friðbjörn Benónísson
skólastjóri - Minning
núpi yfir sumartímann, sem
höfðu máske verið dálítið baldin
heima fyrir, en Kristján hafði
mjög gott lag á börnum, ræddi við
þau, fræddi og kenndi til verka.
Þetta urðu allt fyrirmyndarborg-
arar og miklu ástfóstri tóku þau
við hann mörg hver.
Kristjáni voru falin mörg trún-
aðarstörf innan sveitar sinnar,
sem hann rækti af sinni alkunnu
samviskusemi. Mjög var hann nat-
inn við skepnur og oft sóttur til
annarra, að hjálpa i þeim efnum,
því oft var erfitt að ná til læknis,
enda Kristján ávallt boðin og bú-
inn að liðsinna, þar sem þess var
þörf. Okkar kynni hófust, er ég
gekk að eiga dóttur þeirra hjóna,
Guðmundu, árið l945. Frá þeirri
stundu þróaðist milli okkar mikil
og góð vinátta, sem aldrei bar
skugga á. Stundum dvaldist ég á
heimili þeirra á Arnarnúpi í sum-
arleyfum minum og þangað var
gott að koma úr ys og þys borgar-
innar, í kyrrð og ró dalsins. Þetta
hlýja og ljúfa heimili tók manni
opnum örmum og ekki létu börn-
in þeirra sitt eftir liggja, að gera
lífið sem ánægjulegast. Það voru
dýrðlegir dagar.
Kristján var hagsýnn, framsýnn
og dugnaðarmaður hinn mesti.
Hann nýtti hlunnindi jarðarinnar
sem kostur var og tók upp nýjung-
ar að vel athuguðu máli. Börnin,
sem heima voru, studdu hann
með ráðum og dáð og hans ást-
kæra eiginkona var hans styrk-
asta stoð og ávallt sterkust, þegar
mest á reyndi.
En svo brást honum heilsan og
hann varð að bregða búi. Það hef-
ur verið þungbær ákvörðun þeim
hjónum, að yfirgefa fallega dal-
inn, indæla heimilið og litlu kirkj-
unasemþaulétusérsvo anntum.
Fjölskyldan fluttist {il Reykjavík-
ur 1956. Fljótlega eftir að suður
kom, eignuðust þau sitt eigið hús
með samstilltu átaki fjölskyld-
unnar. Þar stofnuðu þau fyrir-
myndarheimili, sem þeirra var
von og visa. Um svipað Ieyti veikt-
ist kona mín alvarlega og var oft
langdvölum á sjúkrahúsi, uns hún
lést árið 1959. Þá veittu tengda-
foreldrar minir mér þann styrk
og þá hjálp er mér var ómetanleg
og ógleymanleg. Og litlu dreng-
irnir, sem oft gengu til þeirra og
dvöldust hjá þeim um lengri og
skemmri tima, munu aldrei
gleyma því heldur. Guð launi
þeim það allt. Seinna þegar ég
giftist aftur, tóku Guðbjörg og
Kristján eiginkonu minni og fóst-
urbörnum tveim höndum og
aldrei gerðu þau upp á milli barn-
anna, enda hugsuðu öll börnin
ávallt til þeirra sem ömmu og afa.
Seinni árin, eftir að Guðbjörg
og Kristján voru orðin ein, eign-
uðust þau litið en fallegt heimili
að Stóragerði 1. Reyndar voru
þau aldrei ein, þvi börnin þeirra
voru allar stundir hjá þeim, þegar
tími og tækifæri gafst. Og oft var
gestkvæmt hjá þeim, því alltaf
voru móttökurnar jafn hlýjar
og notalegar.
Nú er Kristján horfinn til æðri
heima og leiðir skiljast um sinn.
Því vil ég flytja þakkir frá allri
fjölskyldunni i Hamarsgerði, fyr-
ir ljúfu samverustundirnar og
fögru minningarnar um einlægan
vin tengdaföður og afa.
Guð blessi minningu hans.
0. M.
ÞESSI fáu orð eru rituð til þess
að minnast Friðbjarnar Benónis-
sonar skólastjóra, er lézt laugar-
daginn 15. des. s.l. Andlát hans
bar óvænt að höndum, en þó
hefir sjúkdómur sá, er varð hon-
um að bana, vafalaust verið lengi
að búa um sig, en um það vissi
enginn, því að það var ekki venja
hans að kvarta né hlífa sér á
nokkurn hátt, og þvi var hann í
fullu starfi fram á siðasta dag.
Starf skólastjóra er mjög erfitt,
sé því gegnt af alúð og skyldu-
rækni, en Friðbjörn gekk jafnan
heill og óskiptur að hverju starfi
og hlifði sér hvergi. A þeim árum,
sem hann gegndi skólastjórn í
Austurbæjarskólanum, urðu ýms-
ar breytingar. Elzti skóli borgar-
innar, Miðbæjarskólinn, var sam-
einaður Austurbæjarskólanum.
Sú breyting var mörgum kennur-
um og nemendum Miðbæjar-
skólans erfið, en Friðbirni tókst
með lipurð sinni og ljúfmennsku
að gera gott úr því, þannig að
hinir aðkomnu nemendur og
kennarar urðu ótrúlega fljótt
heimafólk. Allar nýjungar í
kennsluháttum voru teknar upp.í,
i Austurbæjarskólanum fyrr en
víðast annars staðar, og má þar til
nefna málakennslu á barnaskóla-
stigi og breytingu á hefðbundinni
handavinnukennslu drengja og
telpna, til að vinna að jafnrétti,
en allt misrétti, hvernig sem það
birtist, var honum mjög á móti
skapi.
Friðbjörn vann mikið að félags-
málum kennara, og var hann
lengi formaður Landssambands
framhaldsskólakennara og vann
að bættum hag félaga sinna af
mikilli alúð og ósérhlífni, enda
hafa kjarabætur handa kennur-
um sjaldan verið meiri en þann
tíma, sem hann hafði mála þeirra
með höndum.
Friðbjörn Benónisson var fædd-
ur 12. des. 1911 í Laxárdal i
Strandasýslu, sonur hjónanna
Benónís Jónassonar, bónda í
Laxárdal, og Sigríðar Guðmunds-
dóttur. Hann stundaði fyrst nám
við héraðsskólann að Reykjum og
siðan við Kennaraskólann og lauk
kennaraprófi 1937. Hant» fór til
framhaldsnáms í Svíþjóð og
stundaði nám í uppeldisfræði við
háskólann í Stokkhólmi á árunum
1945 — 47. Hann var kennari við
barnaskólann í Vestmannaeyjum
1940 — 45 og skólastjóri við
heimavistarskólann að Jaðri 1947
— 49 og síðan lengi kennari við
Lindargötu skólann í Reykjavik.
t
Faðir okkar og tengdafaðir
HARALDUR JÚLÍUSSON,
kaupmaðurá Sauðárkróki,
andaðist á heimili sínu 2 7. desember.
Bjarni Haraldsson,
Maria Haraldsdóttir,
Guðfinnur Einarsson,
t
ÞÓRARINN GUNNARSSON,
Gunnarssundi 1. Hafnarfirði,
lézt að Sólvangi 24. desember. Útförin er ákveðin frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði, laugardaginn 29 des. kl. 1 0.30 Blóm afþökkuð, en þeim,
sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð Guðrúnar Einars-
dóttur við Fríkirkjuna í Hafnarfirði.
Þorbjörg Ólafsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og fósturfaðir
DAVÍÐ FRIÐRIKSSON,
frá Gamla Hrauni B-götu 24 Þorlákshöfn, lézt að kvöldi 22. desember
Jarðsett verður frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 29 desember kl
13.30 Þeir, sem vilja minnast hins látna er vinsamlega bent á
Hjartavernd eða S.Í.B.S.
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Guðbjörg Þóra Daviðsdóttir
Jóhann Daviðsson
Haukur Benediktsson.
LOKAÐ
Verslunin veróur lokuÓ 28. des. vegna flutninga,
opnum aftur laugardag 29. des. I
Ármúla 18
Byggingavörur hf. Laugaveg 178
Hann var siðan skólastjóri
Austurbæjarskólans frá 1968 til
dánardags.
Friðbjörn var kvæntur Guð-
björgu Einarsdóttur hjúkrunar-
konu, og áttu þau eina dóttur,
Guðrúnu Sigríði kennara. Frið-
björn bar það með sér, hvar
sem hann fór, að hann var gæfu-
maður i einkalífi sínu og átti gott
heimili. Konu hans og öðrum
ættingjum færi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Að lokum vil ég þakka vini min-
um, Friðbirni Benónissyni, fyrir
ágæta samvinnu þann tíma, er við
störfuðum saman. Ég tel vel við-
eigandi að gefa skólamanni ein-
kunn að leiðarlokum: Hann var
drengur góður og vammlaus mað-
ur.
Hjalti Jónasson.
Frú Marja Braathen
aldarfjórðungi. Sú samvinna var
með eindæmum góð og til fyrir-
myndar. Með henni hófst mjög
persónuleg kynni þeirra Braat-
henshjónanna við marga Is-
lendinga og upp úr þvi íslands-
ferðir þeirra, sem margir minnast
með þakklæti. ekki hvað sist
vegna hinna miklu gjafa þeirra
hjónatilskógræktar á íslandi.
Þau hjónin höfðu mörg áhuga-
mál og létu margt gott af sér
leiða. Hugur frú Marju beindist
einkum að listaverkum og göml-
um vopnumen af hvorutveggja
átti hún fágæt söfn. Hún vann
líka að ýmsum mannúðarmálum
og spaðaði hvorki tima né fé til
þeirra.
Frú Marja var borin og barn-
fædd í Sviþjóð, og þar kynntust
þau Ludvig G. Braathen á út-
legðarárum hans i síðari heims-
styrjöldinni.
Allir íslendingar, sem höfðu
k.vnni af frú Bratthen minnast
hennar nú með þökk og söknuði.
S.Mog H. B.
Umsóknir
um styrk
úr
Finnska
|C-sjóÖnum
Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior
Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi
með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð
með sölu límmiða með íslenzka fánanum.
Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga
frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára,
utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær
til hverskonar náms, nema skyldunáms og
háskólanáms.
Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega
eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur
fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkurinn
greiddur til fjölskyldunnar.
Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola,
Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur
Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru:
Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir
Þorgrímsson, Kópavogi.
Ctfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska
JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík.
Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973
Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í
Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda
umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari
upplýsingar.
FINNSKI JC-SJÓÐURINN
PÓSTHÓLF 579
REYKJAVÍK
SUNNUDAGINN 16. desember
lést frú Marja Braathen í Osló,
eiginkona Ludvigs G. Braathens,
flugvéla- og skipaeiganda. Þau
hjón hafa um mörg ár verið góð-
kunn íslendingum, allt frá þvi er
samstarf hófst milli Loftleiða og
flugfélags Braatthensfyrirnærri