Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 21 jafn lélega býr að þeirri stofnun, þegar hún er loksins orðin til — á pappírnum. í tvö undanfarin ár hefir skólinn þurft að senda nemendur sína til svokallaðs „verklegs náms“ hingað og þangað um land- ið, þar sem þeir eru þá úr tengsl- um við skólann og undan aga hans. Fiskmat ríkisins var ein þeirra stofnana, er samkvæmt ósk skólans annaðist nokkrar leið- beiningar til nemenda sl. sumar. Leiðbeiningar þessar voru skipu- lagðar á þann hátt, að nemendum skólans var skipt niður milli ýmissa yfirfiskmatsmanna eða deildarstjóra, þar sem (nemendur) gátu fylgzt með störfum þeirra og ákvörðunum, einnig voru hafðar viðræður við nemendurna á skrifstofunni og þeim skýrt, eins og unnt var, frá skipulagi Fiskmats ríkisins. Nemendur voru Iátnir færa dagbækur yfir það, er þeir störfuðu við á hverjum degi. Þegar tekið er tillit til, að yfir- menn Fiskmats ríkisins eru jafnan stöfum hlaðnir, var ekki unnt að kalla þessar leiðbeið- ingar mikla kennslu, aðeins var reynt að nýta hverja stund, eins og unnt var, til leiðbeininga. Rétt er að víkja aftur nokkrum orðum að þeim búnaði eða réttara sagt búnaðarleysi, er Fiskvinnslu- skólinn á við að búa. Einhverjir kunna nú að halda því fram, að nú sé skólinn búinn að fá hið sæmilegasta húsnæði til bóklegrar kennslu og ennfremur húsnæði til verklegrar kennslu, sem verið sé að standsetja. Miðað við það hlutverk, sem skólinn ætti að gegna fyrir islenzka sjávarútvegsframleiðslu í framtíðinni, leyfi ég mér óhikað að lýsa þvf yfir, að þessar nefndu aðgerðir á aðbúnaði skólans tel ég ófullnægjandi. Það er meira en mál til þess komið, að ráðandi aðilar þessara mála láti sér skiljast það, að fiskvinnsluskóli þarf að ráða yfir og reka eigin fiskverkunarstöð, þar sem fram- leiddar eru allar helztu fram- leiðsluvörur sjávarútvegsins, þó ekki sé það í mjög stórum stil. Með því er skólinn þess fyrst um- kominn að skapa hjá áhugasöm- um ungmennum verkmenntun á sviði fiskiðnaðar- Skólinn þyrfti að hýsa undir einu og sama þaki fiskvinnslu- stöð, bóklega kennslu og heima- vist fyrir nemendur. Heimavist við skólann væri ef til vill eini möguleikinn fyrir unga, fátæka og kvænta menn utan af landi til þess að geta sótt skólann, og þá gætu konur þeirra unnið í framleiðslustöð skólans. Það er oft sagt, að æskufólkið erfi landið, og fátt er meiri sann- leikur. Það erfir þá fyrst og fremst aðalatvinnuveginn, sem er sjávarútvegur og framleiðsla sjávarafurða. Er okkur þá ekki skylt að búa æskufólkið vel undir að taka við þeim málum? VERKEFNI FISKMATS RlKISINS, SKYLDUR ÞESS OG ÞJÓNUSTA Þegar hin mjög svo margvís- legu verkefni Fiskmats ríkisins eru athuguð, er nauðsynlegt að gera sér ljóst, að stofnuninni ber fyrst og fremst að vera hlutlaus og gildandi dómaðili milli seljenda og kaupenda, sem báðir þeir aðilar geta treyst. Gæðaflokkun fisks og fisk- afurða, hreinlæti og búnaður við framleiðslu og fjöldi annarra atr- iða viðkomandi starfsemi Fisk- mats rikisins, er ekki einhverjir tilviljanakenndir atburðir eftir geðþótta hvers og eins, heldur er hér um að ræða mikla hæfni i störfum oe heilstevpta stiórnun. Einhver mikilvægustu atriði í þessu sambandi eru að sjá svo um, að samningar milli seljanda og kaupenda um gæði, gæðaflokk un og tilheyrandi atriði í þvi sam- bandi sé haldin þannig, að á hvor- ugan aðila sé hallað. Ennfremur ber Fiskmat ríkis- ins að fylgjast mjög náið með þró- un allra mála, er snerta á ein- hvern hátt alþjóðlegar kröfur um gæði, gæðaflokkun og heilnæmi við fiskframleiðslu bæði á sjó og í landi. Um þessi atriði mætti skrifa langt mál, en verður ekki gert meira að því nú, Hins vegar mun engum dyljast, að við svo ábyrgðarmikil þjónustustörf er Fiskmat ríkisins ber að leysa af höndum, fer alls ekki milli mála, að stjórnendur Fiskmats ríkisins eru þeir einu aðilar, er dæmt geta um hæfni manna til þess að ger- ast fiskmatsmenn við hvaða fram leiðslugrein, sem er, og ekki er unnt að taka það vald á nokkurn hátt úr höndum þeirra. Gæðamat fisks og fiskafurðu er að mestum hluta byggt á „sjón- mati“, sem styðst við töku sýna til frekari rannsókna eða efna- greininga, þegar um óvenjuleg atriði er að ræða, og ennfremur taka fiskmatsmenn sýni til efna- greininga til þess að reyna sína eigin dómgreind, þótt ekkert sé óvenjulegt um að ræða. Þá má það sizt af öllu gleymast, að umgengishæfileikar og trú- mennska fiskmatsmanna í starfi verður að vera á þann veg, að þeir afli sér virðingar og traust allra þeirra aðila, er störf þeirra snerta. Ég tel mig hafa sýnt fram á það, að réttur og blátt áfram skylda' Fiskmats rikisins er algerlega ótvíræður til þess að velja sér fiskmatsmenn eða hvers konar trúnaðarmenn, hvort sem það verður í framtíðinni gert með eig- in námskeiðum þess eða á ein- hvern annan haldbæran hátt. Enginn annar aðili getur „fram- leitt" fiskmatsmenn eða aðra trúnaðarmenn fyrir Fiskmat ríkisins, nema það reyni hæfni þeirra til starfa áður en þeir hefja störf undir stjórn þess. Eg var að því spurður af ýmsum aðilum, hvers vegna Fiskmat rikisins hefði ekki falið Fisk- vinnsluskólanum að_ halda nám- skeið fyrir fiskmatsmenn, úr því svona mikill skortur væri á þeim. Meðal annars var ég að þessu spurður I sjónvarpsviðtali. Égsvaraði því þá til, að ég hefði ekki talið, að Fiskvinnsluskólinn væri fær um að halda slíkt nám- skeið, meðal annars vegna skorts á kennurum til verklegrar kennslu. Ég hefi hér að öðru teyti sýnt fram á vanbúnað skólans. Skólastjóri Fiskvinnsluskólans var að því spurður í sama sjónvarpsþætti, hvers vegna Fisk- vinnsluskólinn hefði ekki haldið námskeið „úti í verstöðvum", eins og segir í lögum skólans. Skólastjórinn svaraði einmitt því sama, að það væri vegna skorts á kennurum, og er ég hon- um þakklátur fyrir það svar, það sannaði mín ummæli í sama sjón- varpsþætti og var sannleikanum samkvæmt. í beinu framhaldi af framanrit- uðu vil ég ekki gleyma þeim sann- leika, að hæstv. sjávarútvegsráð- herra og aðrir embættismenn sjávarútvegsráðuneytisins sýndu fullan skilning á, að þörfin á yfir- standandi námskeiði fyrir fisk- matsmenn var brýn, þótt ýmsir aðrir létu sér sæma að efast um það, að þvi er ég leyfi mér að ætla af vanþekkingu, en ekki öðrum ástæðum. I flestum málum, þótt túlkuð séu af æsingi kemur ætíð fyrir eitthvað broslegt og þótt þetta sé orðið nokkuð langt mál, get ég ekki annað en minnzt á eitt slikt atriði. Ég heyrði því einhvers staðar haldið fram, að fiskmatsstjóri eða Fiskmat rikisins í heild, væri andvígt Fiskvinnsluskólanum vegna þess, að Fiskmat ríkisins hefði ekki átt fulltrúa við að semja uppkast að lögum fyrir skólann né heldur fulltrúa í skóla- nefnd. Þessa aðila get ég f ullvissað um, að Fiskmat ríkisins og fiskmats- stjóri lýsa ánægju sinni yfir að hafa enga aðild átt að samningu laga skólans eins og þau eru, og ekki heldur neinn fulltrúa í skóla- nefnd síðan skólinn „tók til starfa". Hins vegar tel ég, að framanrit- að sanni, að frá Fiskmati ríkisins gæti áhuga og velvildar I garð fiskvinnsluskóla á tslandi. * ... / dagsins önn Það vakti nokkra athygli, að hertogaynjan af Windsor, ekkja Edwards 8. fyrrverandi Bretakonungs, var ekki boðin til brúðkaups önnu prinsessu nú fyrir skömmu. Hún var aldrei viðurkennd af konungs- fjölskyldunni meðan maður hennar var lifandi, og ekki virðist hafa orðið þar breyting á að honum látnum. Þó er sagt, að Karl prins og frænka hans, Alexandra prinsessa, heimsæki hertogaynjuna og drekki hjá henni te, þegar þau eru á ferð í París. Þau kalla hana Wallis frænsku. Wallis Warfield Spencer Simpson hertogaynja af Windsor missti mann sinn, Edward 8„ fyrir um það bil einu og hálfu ári. Hann sagði af sér konungdómi árið 1936, eiiis og kunnugt er, og varð þá nafn þessarar konu samstundis þekkt um allan heim. Þegar al- menningi í Bretlandi varð ljóst, að hin tvífráskilda kona var or- sök afsagnar konungs og að hann ætlaði að kvænast henni, átti hún mjög í vök að verjast, reiði fólksins bitnaði á henni. Hún fékk send alls kyns hótunarbréf, fékk nafnlausar sfmahringingar, þar sem henni var hótað öllu illu, hótunaryrði voru krituð á gangstéttina fyrir framan hús hennar og jafnvel heilum múrsteini kastað inn um gluggann. Þegar tímar liðu var andúð ekki lengur látin í ljós, en hún var samt ekki úr sögunni. Hertogaynjan náði aldrei vinarhug almennings. En hvert skyldi hafa orðið hlut- skipti hennar eftir lát eigin- mannsins? Hún er nú 77 ára að aldri og býr í stóru einbýlishúsi í út- jaðri Parísar í „Bois de Boulogne". Húsið er I eigu ríkisins og er gætt nótt sem dag af vörðum, þó að það sé umgirt rammgerðri girðingu og járn- slár séu fyrir öllum gluggum, jafnframt þjófabjöllunum. Frá húsinu er beint símasamband við næstu lögreglustöð og sér- stakir öryggisverðir til taks, ef frúin þarf að fara út að kvöldi til. Og á náttborðinu liggur skammbyssa, sem var i eigu Hertogaynjan. — M.vndin tekin 1972. hertogans. Húsbúnaður allur er með sama hætti og meðan hús- bóndinn var lifandi, allir per- sónulegir munir hans eru uppi við. A skrifborðinu liggur pappír og annað, eins og hann skildi við það. í skápum og skúffum í svefnherbergi er fatnaður hans og snyrtiáhöld á borði í baðherbergi. Uppáhaldsmyndir hertogans eru á víð og dreif um húsið, þar af 23 af hertogaynjunni einni. Hjónin voru sem kunnugt er ákaflega dugleg við „selskaps- lífið", þau bókstaflega lifðu og hrærðust í því. Frúin hefur ekki sagt skilið við það að fullu, þó að í minna mæli sé nú, þegar hún er orðin ekkja. Hún heldur fámenn matarboð og vinir bjóða henni út. En vinun- um hefur fækkað, sumir látnir og aðrir hafa horfið eftir lát hertogans. Fastir liðir í lífi frúarinnar eru enn, eins og áður, ferðir til tízkuhúsanna, hárgreiðslu- meistaranna og á kaffihúsin. Heima les hún ensku og frönsku dagblöðin, horfir á sjónvarp og les stöku sinnum bækur. Hún fer einnig út að ganga með hundana tvo, Black Diamond og Gin-Seng. Hund- arnir tveir ásamt 17 manna þjónustuliði, sem lengi hefur verið hjá þeim hjónum, eru meðal annars ástæðan fyrir því, að frúin hefur ekki flutzt í minni húsakynni inni i borg- inni. Hertoginn og hertogaynjan af Windsor Hertogaynjan er stórauðug kona, eignir þær, sem hertog- inn lét eftir sig, eru taldar meira en 10 milljóna dollara virði. Eru þá ótaldir ýmsir dýr- gripir í eigu þeirra hjóna úr silfri, kristal og postulíni, mál- verk, húsgögn og bækur. Borð- ið, sem hertoginn sat við, þegar hann afsalaði sér konungdómi, hefur sögulegt gildi, svo og margir aðrir hlutir hans. Sumt. svo sem einkennis- og við- hafnarbúningar, hefur þegar verið sent til Englands til varð- veizlu. Frúin hefur margs að minn- ast frá fyrri tíð, þegar þau hjón héldu stórar veizlur og voru au- fúsugestir í skrauthýsum og skemmtisnekkjum hinna auð- ugu og nafnkunnu allt frá Biarritz til Palm Beach. En nú Ieiðist hertogaynjunni, eftir því sem vinir hennar segja, og hún er einmanna. Hún hefur einnig ált við heilsuleysi að stríða. Hún á enga nákomna ættingja og þau hjón voru barn- laus. Hertoginn af Windsor hlaut hvílustaðvið Windsor-kastalann (höllina) og þar við hlið hans mun hertogaynjan að lokum hvíla. Hún er jafnvel búin að velja sér legstein úr ljósum marmara frá Wales, sem er ná- kvæmlega eins og legsteinn hertogans. Á honum mun standa: „Wallis, hertogaynja af Windsor“, og svo auðvitað ár- tölin. Þarna mun hún fá að hvíla nálægt Viktoríu drottn- ingu, Albert hennar og öðru könungbornu fólki. Hún nær því .takmarki látin, sem manni hennar heppnaðist ekki, meðan hann lifði, þ.e. að hún væri viðurkennd og boðin velkomin af kóngafólkinu. B.I. Þýtt og endursagt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.