Morgunblaðið - 28.12.1973, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.12.1973, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100 Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 krá mánuði innanlands. f lausasölu 22. 00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auqlýsingar RAFORKU- SKORTURINN Eins og kunnugt er áf fréttum, hefur víða um land orðið alvarlegur raf- orkuskortur að undan- förnu, enda þótt allra til- tækja ráða hafi verið neytt til þess að gangsetja sér- hverja díselvél til raforku- framleiðslu. Þetta hefur valdið margháttuðum erfiðleikum, þótt að vísu bjargaðist allt með naumindum á megin- neyzlusvæðinu suðvestan- lands. Orkuskortur er um þessar mundir víða um heim vegna olíubanns Ar- aba, og t.d. í Bretlandi bæt- ist við skæruhernaður námamanna. Hér á landi hagar hins vegar svo til, að orkan er óþrjótandi, aðeins þarf að beizla hana. Nú rifjast upp fyrir mönnum þau miklu átök, sem urðu þegar áform voru uppi um virkjun Þjórsár við Búrfelll. Aðalandstöðu- menn þeirra framkvæmda voru kommúnistar með nú- verandi orkumálaráðherra í broddi fylkingar. Þessi maður hefur nú um tveggja og hálfs árs skeið haft yfirstjórn orkumála í sínum höndum, og hver er árangurinn? Því er fljót- svarað. Eina nýmælið, sem Magnús Kjartansson hefur beitt sér fyrir í orkumál- um, er bygging raforku- linu á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, sem nú er verið að ljúka við. En gallinn er bara sá, að eng- inn maður hefur hugmynd um í hvora áttina á að flytja raforku eftir þessari línu, því að raforkuskortur er við báða enda hennar. Allar framkvæmdir aðrar, sem unnið er að i orkumál- um, voru undirbúnar af fyrrverandi stjórn,ien rétt er.íþað, að núverandi orku- málaráðherra hefur ekki stöðvað þær framkvæmdir. Þó má minna á, að hann frestaði virkjunarfram- kvæmdum við Sigöldu um eitt ár, sem þýðir það, að búast má við alvarlegum orkuskorti á öllu Suðvest- urlandi, áður en fram- kvæmdum við Sigöldu verður lokið. Afskipti þessa höfðingja af orku- málunum boða því myrkur og meira myrkur. Núverandi iðnaðarráð- herra á þó að njóta sann- mælis eins og aðrir menn. Og rétt er það, að hann hefur látið gera samnings- drög við bandarískt stór- fyrirtæki, Union Carbite, um nýja stóriðju hér á landi. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að raforkuverð það, sem um hefur verið rætt, er miklu óhag- kvæmara heldur en var, þegar bygging verk- smiðjunnar í Straumsvík var ákveðin. Og raunar er verð þetta fráleitt nú, þeg- ar allur orkukostnaður í heiminum hefur vaxið jafn gífurlega og raun ber vitni, og verðbólga geisar með jafn miklum ógnarhraða og raun er á hér á landi. Iðnaðarráðherrann hefur raunar líka í eigin persónu rætt við ráðamenn Alusuisse um byggingu annarrar álbræðslu hér á landi. Er raunar mikil spurning um það, hvort heppilegast sé að byggja strax aðra álbræðslu, hvort ekki á fyrr að leggja áherzlu á sjóefnaverk- smiðjuna á Reykjanesi og ýmislegt fleira. En því máli hefur ekkert verið sinnt í tíð núverandi iðnaðarráð- herra. Það er hörmuleg stað- reynd, að einmitt nú þegar olíverð hækkar gífurlega og skortur er á orku um víða veröld, skuli jafn lin- lega vera haldið á þessum mikilvægu málum okkar og raun ber vitni. Fram- kvænjdum á sviði raforku- mála er ýmist frestað eða Nú er komið í ljós, að á Alþingi nýtur ríkis- stjórnin ekki starfshæfs meirihluta. Hún getur ekki komið í gegnum neðri deild Alþingis þeim frumvörp- um, sem hún telur sig þurfa að fá samþykkt. í marga mánuði hefur dregizt, að ríkisstjórnin gerði nokkra tilraun til lausnar efnahagsvandans, þótt verðbólgubál geisi. Henni hefur ekki tekizt að koma sér saman um nein úrræði. Nú bætist það við, að fyr- ir liggur, að ekki er þing- meirihluti til að koma fram hugsanlegum tillögum, sem ríkisstjórnin kynni að koma sér saman um. Þann- ig er landslýð ljóst. að ís- land er nú stjórnlaust. ráðizt í kolvitlausar aðgerð- ir. Og á sviði jarðvarma- framkvæmda er ekkert gert annað en torvelda Hitaveitu Reykjavíkur þá útþenslu, sem hún hafði fyrirhugað. Afskipti Magnúsar Kjartanssonar af raforkumálum eru með þeim hætti, að ekki fer á milli mála, að hann er lélegasti ráðherra, sem um getur. Hins vegar vita allir, að hann er gífurlega dug- legur við að grafa undan meðráðherrum sínum og stjórna klíkuskapnum í kommúnistaflokknum. Raunar fer tími hans allur í það. Þegar eins var ástatt fyr- ir hálfum öðrum áratug, í desembermánuði 1958, gekk Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráð- herra, á fund forseta ís- lands og baðst lausnar fyr- ir sig og ráðuneyti sitt. Jafnframt lýsti hann yfir því á Alþingi, að engin samstaða væri innan ríkis- stjórnarinnar um nein úr- ræði til bóta. Ekki er að furða, þótt landsmenn spyrji nú, hvort Ólafur Jóhannesson ætli sér að feta í fótspor fyrir- rennara síns eða hvort hugmynd hans sé sú að láta verðbólgubálið magnast og sitja, þar til allt efnahagslíf landsins liggur í rústum. Allt útlit er fyrir að sú sé ætlunin. Enginn þingmeirihluti Ganga Arabar of langt ? Washington — A FRÉTTAMANNAFUNDI, sem haldinn var nýlega, grát- bændi Henry Kissinger utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna arabíska ráðamenn um að hætta banninu á olíusölu til Vesturianda og gefa þar með einhverja von um, að árangur myndí nást á friðarráðstefn- unni í Genf. Rökin, sem Kissinger færði fyrir þessari beiðni sinni, eru mjög athyglisverð. Hann sagði, að friðarráðstefnan í Genf yrði haldin á grundvelli þeirrar samþykktar öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, sem kvað á um lok sex daga stríðsins 1967, en samkvæmt henni ber ísrael- um að láta aftur af hendi öll landsvæði, sem þeir hertóku í styrjöldinni. í fljótu bragði kynni svo að virðast sem hér væri aðeins um framkvæmdar atriði að ræða, en í rauninni er þetta grundvallaratriði. Sam- þykktin, sem Kissinger vitnaði til, er samþykkt Öryggisráðsins númer 242, en hún byggist á tillögu Bandarikjanna og Sovét- ríkjanna frá 22. nóvember 1967. Lagði Kissinger mikla á- herzlu á, að Bandaríkin styddu enn þá stefnu, sem samþykktin byggðist á. Samþykktin kveður svo á, „að ísraelar skuli flytja allt herlið sitt á brott frá þeim svæðum, sem þeir hafa nýlega hertekið (1967) og sömuleiðis ber skilyrðislaust að viður- kenna fullt sjálfstæði og yfir- ráðarétt allra ríkja á þessu svæði yfir löndum þeirra. Sér- hver þjóð hefur rétt til þess að lifa í friði og öryggi innan við- urkenndra landamæra sinna og ekkert annað riki hefur rétt til þess að beita ógnunum né vopnavaldi." Með öðrum orðum, Kissinger lagði að Arabaleiðtogunum að fara sér hægt á meðan þeir hefðu ennþá undirtökin. Þið verðið að beyta skynseminni og gefa mér tækifæri til að koma á friði, sem byggist á réttlæti og getur orðið varanlegur. Varan- legt friðarástand á að byggjast á samþykkt Öiyggisráðsins nr. 242, og þá megið þið ekki vera of frekir eða skjótráðir. í fáum orðum sagt, utanríkis- ráðherrann bað Araba um að sjá til þess, að hann gæti unnið að málinu án of mikils álags, og jafnframt beindi hann þeim til- mælum til ísraela, að þeir eyði- legðu ekki vonir manna um samkomulag með því að neita algjörlega að láta herteknu svæðin af hendi. Auðvitað getur enginn vitað, hvað leiðtogar deiluaðila segja við Kissinger á leynifundunum, enda eiga þeir allir í harðri baráttu við stjórnarandstöðuna heima fyrir. Stefna Arabanna er þó harla ljós. Þeir hrósa Kissinger upp í hástert og segja, að nú sé betra tækifæri en nokkru sinni fyrr til þess að komast að samkomulagi um deilumálin. Olíusölubanninu aflétta þeir hins vegar ekki áð- ur en ráðstefnan hefst. A ráð- stefnunni ætla þeir vafalaust að bjóðast til þess að aflétta banninu smám saman jafn- framt því sem ísraelar kalla herlið sitt heim frá herteknu- svæðunum. Þetta er auðvitað kúgun, við getum að vissu leyti sagt fjár- kúgun með afborgunum, en engu að síður hefur hún gefizt vel fram til þessa. Aröbum hef- ur tekizt að sundra iðnaðarríkj- unum, þeir selja þeim Evrópu- ríkjum, sem styðja þá, olíu, en neita að láta hana í té Hollend- ingum og Bandaríkjamönnum, sem hvika hvergi í stuðningi sinum við ísrael. Fram til þessa hefur hernað- aráætlun Araba gengið svo vel, að mikil hætta er á þvi, að þeir freistist til þess að ganga enn lengra. Arabar virðast trúa því, að því meira sem Bandaríkja- menn líði sökum olíuskortsins, þeim mun meira muni þeir leggja á sig til þess að fá bann- inu aflétt. Fáist ísraelar bara til þess að fara eftir samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr. 424, sem Bandaríkjastjórn styður, þá muni almenningsálitið í Bandaríkjunum snúast gegn israel. Þetta er vægast sagt kænskuleg stefna, þar sem gert er ráð fyrir því, að skortur á olíu og gasi muni ekki einungis snúa almenningsálitinu í Bandaríkjunum gegn israelum heldur einnig gegn bandarísk- um Gyðingum, sem styðja isra- ela með fjárframlögum. Kissinger reynir að sannfæra Arabaleiðtogana um, að þetta sé röng stefna, sem hljóti að baka þeim sjálfum tjón að lok- um. Þeir hafi náð takmarki sfnu með þvf að sýna fram á mátt olíuvopnsins, en hins vegar eigi þeir ekki að rugla saman milliríkjadeilum og efnahagsstríði, sem geti ógnað afkomu og velferð fbúa iðnað- arríkjanna. Þetta eru ástæðurnar fyrir því, að Kissinger beitir áhrifum sínum til þess að fá ísraela til að láta af hendi landsvæðin, sem þeir hertóku í sex daga Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.