Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 30
30
racHniuPA
Jeane Dixon
Spáin er fyrir daginn f dag
Hrúturinn
21. marz — 19. aprfl
Vertu þögull yfir áformum þínum, því að
fæst orð bera minnsta ðbyrgð. Einhver
misskilningur kemur upp f samskiptum
þfnum við samstarfsmenn. Gamall vinur.
sem þú hefur ekki séð lengi. kemur f
heimsókn og þú munt verða komu hans
harla feginn.
fft' Nautið
^ 2(Vapríl —20. mafjj
Ef þú bjPrð yfir einhverjum mikilvægum
áformum eða hefur f hyggju að hrinda
einhverju í framkvæmd. þá skaltu gera
það nú. Kvöldið verður einkar hagstætt
til h vers konar skemmtunar og gleði.
Tvfburamir
21. maí — 20. júní
Reyndu að sporna við áhrifagirni þinni
og taktu sjálfstæðari afstöðu til manna
og málefna. Einhver misskilningur
hefur átt sér stað. og er bezt að reyna að
uppræta hann strax.
m
Krabbinn
21. júní —22. júlf
Hafðu samband við vini þína og gerðu
ráðstafanir í samræmi við þá. Þú hefur
ástæðu til að vera f góðu skapi og líta
björtum augum á lífið og tilveruna.
Kvöldið verður hagstætt.
Ljónið
23. júll — 22. ágúst
Gerðu ráð fyrir því. að fólk, sem ætti að
hlusta á þig, sé ekki til staðar. Vertu þvf
ekki margmáll um fyrirætlanir þínar,
því þærgátu borist til eyrna manna.sem
þú sfst vildir. Kvöldið verður að öllum
Ifkindum rólegt og þægilegt.
Mærin
23. ágúst —22. sept-i
Þú ættir að forðast meiriháttar rökræður
að sinni. Taktu ekki alvarlegar staðhæf-
ingar, nema þú hafir óyggjandi sannanir
fyrir réttmæti þeirra. Gættu hófs í mat
og þó einkurn drykk.
pí'fil Vogin
23. sept. —22. okt.
W/i k v dl
Þú átt margt eftir ógert, og ef vanræksl
þfn á ekki að hafa veruleg áhrif á gan
mála á næstunni, er bezt fyrir þig að ger
viðhlftandi ráðstafanir þegar í stað.
Drekinn
23. okt. —21. nóv.
Re.vndu að slá öllu á frest, sem unnt ei;
a.m.k. fram yfir helgi. Dagurinn verð-.
ur mjög ánægjulegur, ef þú varast að
blanda þér f vafasöm mál, sem kunn-
ingjar þínir eru að bralla núna.
Bogmaðurinn
22. nóv. —21. des.
Leiðindamál, sem hefur angrað þig að
undanförnu. fer nú að taka endi. Komdu
hreint fram og stattu fastur á þfnu, það
mun reynast þér best er til lengdar læt-
ur. Kvöldið verður hagstætt, sérstaklega
með tilliti til gagnstæða kvnsins.
Steingeitin
22. des. — 19. jan.
Vertu ekki að fást um orðinn hlut, en
reyndu að gera það bezta úr því, sem
fyrir liggur. Láttu smáerfiðleika ekki |
aftra þér frá því að koma málum þínum
fram.
n
Vatnsberinn
20. jan. — 18. feb-
Þú ættir að halda þig sem mest heima við
f dag. Dagurinn býður ekki upp á mikla
möguleika fyrir þig og þér gæti mistekist
með veigamikið mál, ef þú hróflar við
þvf einmitt nú. Bíddu betri tfma. þvf það
kemur dagureftir þennan dag.
Fiiskamir
19. feb. —20. marz
Dagurinn verður með skemmtilegra
móti, ef þú hættir þér ekki út á hálan ís í
sambandi við fjármál. Blandaðu geði við
fólkið f kringum þíg og þú munt fá meira
út úr deginum en þig grunar.
^ n ’ ■ " - ' 7 i I,- r 1 * 1 I ’■ • t M 1 1 n ■ m*,m - -II
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
Við bjóðum þeim byrginn, Snati!
Við? — Viðbúum til okkar eigin
snjókarl án þess að vera í nokkru
liði eða samtökum!
Ef þau komast að þvf, bjóðum við
þeim byrginn! Við stöndum fast á
rétti okkar!
Ég er of ungur til að vera f til-
raunastarfsemi!