Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 25 fclk í fréttum Útvarp Reykjavík FÖSTUDAGUR 28. desember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kL 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir heldur áfram sögunni „Malena og litli Bróðir" eftir { Maritu Lundquist (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25: Hljómsveitin Slade syngur og leikur. Tónlist eftir Mozart kl. 11.00: Pinchas Zukkerman og Enska kammersveitin leika Fiðlu- konsert i A-dúr (K219) /Hljómsveit Tónlistarskólans i París leikur Sin- fóníu í C-dúr (K551) „Júpítersinfóní- una“. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 Meðsínulagi Svavar Gests kynnir lög af hljómplöt- um. 14.30 Síðdegissagan: „Saga Eldeyjar- Hjalta" eftir Guðmund G. Hagalín Höfundur les (30). 15.00 Miðdegistónleikar Kirsten Flagstad og Geraint Evans syngja andleg lög. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð- urfregnir) 16.20 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Saga myndhöggvarans4* eftir Eirfk Sigurðs- son Baldur Pálmason les (2). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Frétt aspegill 19.20 Lýðræði á vinnustað . Guðjón B. Baldvinsson flytur fyrra er- indi sitt. 18.45 Heilnæmir Iffshættir Björn L. Jónsson læknir talar um endurnýjunarmátt líkamans. 20.00 Kvöldvaka aldraða fólksins a. Einsöngur Sigurveig Hjaltested syngur íslenzk lög við undirleik Guðrúnar A. Kristinsdótt- ur. b. Jólaheimsókn í Múlakot árið 1935 Jón I. Bjarnason ritstjóri flytur frá- söguþátt. c. Aldraður maður yrkir Ijóð Ármann Dalmannsson á Akureyri fer með nokkur frumort kvæði. d. Gamlir menn til sjós og lands Valdemar Helgason leikari les tvær stuttar sögur eftir Ingólf Jónsson frá Prestbakka. e. Fjötur um fót. Hjörtur Pálsson flyt- ur frásögu Þorsteins Björnssonar frá Hrólfsstöðum. f. Samsöngur Tryggvi Tryggvason og félagar hans syngja. 21.35 Útvarpssagan: „Ægisgata" eftir John.Steinbeck Karl Isfeld íslenzkaði. Birgir Sigurðs- son les sögulok (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Eyjapistill 22.45 Draumvfsur Sveinn Árnason og Sveinn Magnússon kynna lög úr ýmsum áttum. 23.45 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Á skjánum FÖSTUDAGUR 28. desember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Sköpunin Ballett eftir Alan Carter. Flytjendur eru dansarar úr íslenska dansflokknum. Ballettmeistari Julia Ciaire. Ballettinn er i 12 þáttum og lýsir sköp- un heimsins og upphafi h'fs á jörðu. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.05 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður Svala Thorlacius. 21.40 Mannaveiðar Bresk framhaldsmynd. 22. þáttur. Árásin Þýðandi Kristmann Eiðsson. Efni 21. þáttar: Bresk loftskeytakona, Diana Maxwell. er send til Frakklands, en hún er tekin höndum og Gratz falið að gæta hennar. Honum tekst að kúga hana til hliðni og lætur hana senda falskar upplýsingar til Bretlands. En Nina veit hvað er á seyði. Hún gerir sinar gagnráðstafanir og áður en Gratz tekst að forða sér er hann tekinn höndum af stormsveitar- mönnum. 22.30 Dagskrárlok fclk f fjclmiélum Áður en Fréttaspegill kom til sögunnar fóru skýringar á eriendum fréttum fram í frétta- aukum og í þættinum Efst á baugi. í Fréttaspegli í kvöld verður rætt um morðið á forsætisráð- herra Spánar, Carrero Blanco, greint verður frá síðustu at- burðum i olíu- og orkumálum, auk þess sem Dagur Þorleifs- son ræðir um framvindu mála í Chile. Gunnar Eyþörsson í kvöld kl. 19 er Fréttaspegill á dagskrá útvarpsins. Frá því að þátturinn hóf göngu sína fyrir um það bil einu og hálfu ári hefur hann verið í umsjá Gunnars Evþórs- sonar fréttamanns. Gunnar var á fréttastofu útvarpsins um þriggja ára skeið, en hóf störf á fréttastofu sjónvarpsins nú í haust. Við höfðum tal af Gunnari, og sagði hann, að Fréttaspeglar sínir væru nú orðnir um 150 talsins, og hefðu þar verið á dagskrá um 400 þættir samtals. í kvöld er Landshorn í umsjá Svölu Thorlacius á dagskrá sjónvarpsins kl. 21.05. I þættin- um verður fjallað um slys á þvi ári, sem nú er á enda, en það mun vera eitt mesta slysaár, sem um getur, og ræðir Svala við Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóra Slysavarnar- félags Islands. Þá verður rætt um málefni aldraðra, og hefur Vilborg Harðardóttir lagt leið sína á dvalarheimili, þar sem aldraðir dveljast, og rætt við vistfólk þar. Baldur Öskarsson og Valdi- mar Jóhannesson munu fjalla um kjaramálin, sem nú eru í brennidepli. Rætt verður við Snorra Jónsson, forseta A.S.l. og Jón H. Bergs, formann Vinnuveitendasambands tslands. □ HEIMTURÚR RÆNINGJA- HÖNDUM Paul Getty III, sonarsonur auðkýfingsins J. PaulGetty sést hér koma til lögreglustöðvar í Rómaborg ásamt móður sinni sama daginn og ræningjar höfðu látið hann lausan, eftir að feiknahátt lausnargjald hafði verið greítt fyrir hann. Móðir hans er fyrrverandi leik- kona, Gail Harris að nafni. Á □ Dýrasta jólagjöf- in. minni myndinni sést aðeins í hluta af hægra eyra piltsins, en sem kunnugt er skáru ræningjarnir mestallt eyrað af honum og sendu ættingjum hans með kröfu um lausnar- gjald. Móðir hans hefur hugleitt að fara með Paul og önnur tvö börn sin til San Franciseo því að hún óttast, að ræningjarnir hyggi á hefnaraðgerðir, ef Paul ljóstrar upp einhverju þvi um þá, sem leitt geti til þess að lögreglan kæmist á slóð þeirra. Dýrasta jólagjöf, sem vitað er til að hafi verið auglýst til sölu, var á boðstólum fyrir jólin 1971 hjá fyrirtækinu Neiman- Marcus í Texas í Bandaríkjun- um og kostaði „aðeins" 845.300 dollara, sem jafngildir nú um 71 milljón ísl. króna. Fyrir þetta fé fékkst lítil og sæt gjöf: „Virki þjóðvegarins". Það var um að ræða bifreið með dálitlum aukaútbúnaði, sem hækkaði verðið svo mjög, m.a. þessu: skrauti á vélarhlífinni var jafnframt þjófavarnarkerfi. i stað venju- legra glugga á bifreiðinni var I óbrjótanlegt „lok“ yfir bif- reiðinni, rétt eins og á orrustu- flugvél, og var þvi útsýni allan hringinn. Þá fylgdi bifreiðinni sjónpípur rétteinsogí kafbát- um 'og var önnur með innrauð- um geisla, en hin með aðdráttar linsu. Tvöfalt hreinsunarkerfi var á útblástufsbúnaði vélar- innar, til að fullnægja ströngustu kröfum umhverfis- verndarmanna. Ratsjá var í bif- reiðinni. Mikið af merkja- búnaði fýlgdi bifreiðinni, m.a. ljósaskilti með orðsendingum til nálægra bifreiða, t.d. „Stopp“ og „Of nærri". Bensin- geymirinn hafði sérstaka hlíf utan um sig, væntanlega skot- helda. Hátalarakerfi fylgdi, t.d. til að skamma aðra ökumenn. Höggvararnir (stuðararnir) voru bæði loftfylltir og ból- straðir til að auka öryggið. Og bifreiðin var búin skipsskrúfu, ef til kæmi, að hún þyrfti að fara yfir ár eða flóðasvæði. Þessi bifreið fékk þó ekki alveg eins góðar viðtökur og búast hefði mátt við: Nokkrir höfðu orð á því, að hana vantaði innbyggða vængi, stél og flug- vélarhreyfil, til að gripa til í þvi tilviki, að bifreiðin steyptist fram af klettum! □ MAE WEST ENN AÐ Aldurinn þarf svo sannarlega ekki að vera nein hindrun, Lit- ið bara á Mae West, bandansku kvikmyndaleikkonuna, sem satt að segja er ekkert unglamb lengur. Fyrir aðeins fjórum ár- um lék hún kynæsandi konu, ásamt Raquel Welch, í mynd- innni „Myra Breckinridge". Á dögunum hélt hún upp á 81 árs afmæli sitt og þar gerði hún viðstöddum fyllilega ljóst, að hún hefur enn ekki hægt ferðina. í fyrsta lagi slökkti hún léttilega á 81 kerti, sem prýddi afmælistertuna, með einu pústi og rétt á eftir ljóstarði hún þvi upp, að hún þarfnaðist tveggja karlmanna hvern einasta dag! — Sá skammtur er nauðsyn- legur fyrir jafnvægi mitt og ekki vantar tilboðin. Ég fæ 2000 ástarbréf á viku og ekki bara frá fullorðnum mönnum, fertugum og eldri, heldur líka frá mun yngri mönnum, sem hæfa mér betur. En þið skuluð ekki halda, að þeir séu að skrifa mér peninganna minna vegna. Nei, ég geri þá feikilega hamingjusama og get haldið áfram þar til ég varð 100 ára, sagði Mae West við vini sina I afmælisveizlunni. □ FORSETAFRÚ- IN VIRTUST 1500 lesendur blaðsins Good Housekeeping tóku þátt í ár- legri kosningu þess um 10 virtustu konur heims. Efst á listanum varð forsetafrúin, Pat Nixon, en dóttir hennar, Julie Eisenhower, náði 10. sæti. Hin- ar sem á listann komust, voru (í þessari röð): Mamie Eisenhow- er, Rose Kennedy, Golda Meir, Lady Bird Johnsson, Shirley Temple Black, leikkonan Patricia Meal, Grace furstafrú af Mónakó og sálfræðingurinn Dr. Joyce Brothers. □ BOBBY KOM EKKI TIL GREINA Dómnefnd sú, sem veita átti hín árlegu, alþjóða Madrid- skákverðlaun tíl bezta skák- manns ársins 1973, ákvað, að Bobby Fischers, heimsmeistar- inn í skák, kæmi ekki til greina, þar sem hann hefði hvorki keppt í mótum né teflt gegn stórmiesturum á árinu 1973. Verðlaunin, sem nú voru veitt í áttunda sinn, voru veitt sovézka stórmeistaranum Anatoli Karpov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.