Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 2
2
MÓRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESÉMBER 1973
Bjarni Sæmundsson
framleiðir rafmagn
fyrir Hafnarbúa
Enn er algjört ófremdarástand
í rafmagnsmálum Hornfirðinga,
þvf aðfararnótt jóladags bilaði
nýja túrbínan þar og taka varð
upp rafmagnsskömmtun á ný.
Kólnað hefur þvf á nýjan leik í
húsum Hornfirðinga, en þar er
rafmagn nú skammtað í tvo tíma í
senn. Rafallinn við túrbínuna er
mjög mikið skemmdur eða gall-
aður og veit enginn hvenær hann
kemst í gang á ný. Til þess að
leysa vanda Hornfirðinga til
bráðabirgða var rannsóknarskip-
ið Bjarni Sæmundsson sent áleið-
is til Hafnar f gærkvöldi og á
skipið að framleiða rafmagn fyrir
Illa gengur
að ákveða
fiskverðið
UM áramót á nýtt fiskverð að taka
gildi, en horfur eru á, að ekki
verði búið að ákveða verðið fyrir
þann tíma.
Stjórn Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins fjallaði um fiskverðið allt
fram til 17. desember, en þá þótíi
einsýnt, að hún kæmist ekki að
niðurstöðu um fiskverðið. Var þá
málinu vfsað til yfirnefndar
Verðlagsráðsins, sem þessa dag-
ana fjallar um málið.
Sveinn Finnsson framkvæmda-
stjóri Verðlagsráðsins sagði í
samtali við Mbl. í gær, að enn
væri ekkert hægt að segja um
fiskverðsákvarðanir, en hann
neitaði þvf ekki, að illa gengi að
ákveða fiskverðið að þessu sinni.
Hafnarbúa um tíma, en alls getur
skipið framleitt 1000 kw.
Friðrik Kristjánsson stöðvar-
stjóri Rafmagnsveitna ríkisins á
Höfn í Hornafirði sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að ekkert
hillti undir það, að Smyrlabjarg-
árvirkjun gæti hafið rafmagns-
framleiðslu á ný. I gærmorgun, er
menn komu að lóni virkjunarinn-
ar var það gjörsamlega tómt eins
og fyrri daginn. Erlendir sérfræð-
ingar væru nú á leið til landsins
til að reyna að gera við rafal túr-
bínunnar, en ekki væri vitað hve-
nær þeir kæmu, né hve langan
tima það tæki að gera við hana, en
eitt væri víst, að rafallinn væri
mikið skemmdur.
Til þess að bjarga Hornfirð-
ingum til bráðabirgða hefði verið
ákveðið að senda rannsóknarskip-
ið Bjarna Sæmundsson til Horna-
fjarðar og láta skipið framleiða
Framhald á bls. 18
Dregið í happ-
drætti Krabba-
meinsfélagsins
Dregið var í happdrætti Krabba-
meinsfélagsins á aðfangadag.
Annar vinningurinn, bifreið af
gerðinni Dodge Dart, kom á miða
nr. 10120 og hinn vinningurinn
Simca fólksbifreið kom á miða
nr. 43000. Vitað er um vinnings-
h a f ;> Dodge-bilsins en eigandi
Simca-bílsins hefur enn ekki gef-
ið sig fram, en sá miði var seldur í
happdrættisbílnum 1 Banka-
stræti.
Birt án ábyrgðar.
Borgarstjóri og frú þakka ættingjum Ragnars Asgeirssonar hina veglegu gjöf.
Kjarvalssafni ber-
ast veglegar gjafir
REYKJAVlKURBORG opnaði
sýningu á verkum Kjarvals
hinn 27. desember sl. Meðal
mynda, sem til sýnis eru úr
hinu fasta Kjarvalssafni
borgarinnar, eru sex nýjar, sem
safninu hafa borizt að gjöf. Er
hér um að ræða þrjár teikn-
ingar og eina vatnslitamynd frá
börnum þeirra Grethe og
Ragnars Asgeirssonar, sem
gefnar voru til minningar um
náin vináttubönd milli föður
þeirra og listamannsins. Mál-
verk á steini, sem Kjarval gerði
1937, gaf frænka hans Karitas
Bjargmundsdóttir, og lítið
olíumálverk var gefið af þeim
bræðrum Einari Friðriki og
Guðmundi M. Björnssonum.
Myndir þær, sem börn Grethe
og Ragnars Asgeirssonar gáfu
eru: Sjálfsmynd, rauðkríts-
mynd frá 1920, Ragnar
Ásgeirsson, einnig rauðkríts-
mynd frá 1920, Sterling f þoku,
vatnslitamynd frá 1912 og
Profteikning, kolkrítsmynd frá
1914. Hin innfjálga sjálfsmynd
er fræg, og svo er um fíngerðu
vatnslitamyndina Sterling í
þoku, sem Kjarval málaði þegar
hann dvaldist vetrarlangt í
Lundúnum og- hafði skoðað
Turners í Tate Gallery. Sagt er,
að þegar Kjarval sýndi
myndina í fyrsta skipti, hafi
menn furðað sig á nafninu þar.
eð Sterling var hvergi sjáan-!
legur. Er Kjarval var spurður
hverju þessu sætti svaraði hann
eins og frægt er: „Það er rétt,
Sterling sést ekki vegna þess að
hann er í þokunni.“
Við opnun sýningarinnar,
afhenti Haukur Ragnarsson
gjöfina fyrir hönd þeirra
systkina, en borgarstjóri, Birgir
ísleifur Gunnarsson, veitti
henni viðtöku fyrir hönd
Reykjavfkurborgar. Eitt þeirra
verka, sem tilheyrir gjöfinni,
Suðurnesjamenn, er ekki á
þessari sýningu en mun væntr
anlega bætast í hópinn innan
tiðar.
Gjöf Karitasar Bjargmunds-
dóttur heitir Engill, en það er
málað á stein árið 1937 og oliu-
málverkið frá þeim bræðrum
Einari Friðriki og Guðmundi
nefnist Rjúpur og er málað á
léreft.
Auk þessara sex mynda eru á
sýningunni 74 málverk en
ráðgert er, að sýningin standi
til vors.
Berserkr brotnaði þegar honum
var skipað á land vestanhafs
Geimrannsóknaskip í Reykjavík
SOVÉZKA rannsóknaskipið
Vladimír geimfari Komarov kom
til Reykjavíkur í gærmorgun.
Umhleypingasamt
um jólin
„Óhætt er að segja að jólaveðrið
er búið að vera nokkuð umhleyp-
ingasamt, tvær lægðir eru farnar
framhjá landinu og sú þriðja
kemur í dag,“ sagði Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur þegar
við ræddum við hann i gær.
Hann sagði, að á aðfangadag
hefði verið hláka víðast hvar um
landið en þá hefði verið
suðaustanátt. Á jóladag var víða
ágætisveður, til dæmis var
indælisveður á Austurlandi, en er
leið á daginn snerist veður meira
til vesturs og um leið frysti lítils
háttar. Á annan í jólum gerði aft-
ur SA-átt og þá snjóaði víða um
hríð. 1 fyrrakvöld var komið frost
aftur á Vestf jörðum og sömuleiðis
á Egilsstöðum og í gær snerist
vindur meir til norðurs og víða
norðan lands var komið 5—6 stiga
frost, en. í Reykjavík var þá
frostið orðið 3 stig.
Þriðja lægðin frá því á Þorláks-
messu kemur upp að landinu í
dag og því má búast við, að í dag
snjóí í Reykjavík.
Kom skipið hingað til að taka
vatn og vistir að sögn utanríkis-
ráðuneytisins.
Vladimfr geimfari Komarov er
um 17.500 lestir að stærð og er
skipið notað til að fylgjast með
gervitunglum yfir Norður-
Atlantshafi.
Eins og sjá má á myndinni eru
mjög stórar radarkúlur og skerm-
ar á yfirbyggingu skipsins.
ÞAÐ óhapp vildi til þegar verið
var að skipa íslenzku listisnekkj-
unni Berserkr á land í Norfolk f
Bandarfkjunum f sfðustu viku, að
uppskipunartæki bilaði og féll
snekkjan niður á hafnargarðinn.
Við það stórskemmdist hún og
óvfst er hvort hægt verður að gera
við hana. Berserkr er um 28 lestir
að stærð og smíðaverð skipsins
var yfir 20 millj. fsl. kr.
Gunnar Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Hitatækja h.f., en
það fyrirtæki lét smíða Berserk
hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og
Ellerts á Akranesi, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að það
hefði verið fimmtudaginn 20.
desember s.l., sem óhappið átti
sér stað. Verið var að taka
Berserk í land úr Brúarfossi í
Norfolk í Bandaríkjunum, og
voru tæki úr landi notuð til þess.
Skyndilega er snekkjan var rétt
komin út fyrir borðstokk skipsins
féll hún niður á hafnarbakkann.
Ekki er vitað hvað óhappinu olli,
en snekkjan sjálf er mjög mikið
skemmd.
Sagði Gunnar, að Berserkr
hefði átt að fara á skemmtibáta-
sýningu í Miami í febrúar næst-
komandi, en óvíst væri með öllu
hvort tækist að gera við snekkj-
una fyrir þann tfma, eða hvort
hægt væri að gera við hana.
Við hefjum strax byggingu á
nýrri snekkju ef nokkur tök eru á
sagði Gunnar, þessa dagana bfð-
um við eftir tilboði frá Kanada-
manni, sem áhuga hefur á að fá
snekkju sem Berserk smíðaða hjá
okkur.
Innanlandsflug
gengur erfiðlega
ALLT frá því á Þorláksmessu hef-
ur innanlandsflug Flugfélags
tslands gengið frekar erfiðlega,
og á aðfangadag féllu niður 5
ferðir. A annan f jólum átti að
fljúga til nokkurra staða á land-
inu en það tókst ekki. Sömuleiðis
gekk flugið illa í gær.
Sveinn Sæmundsson blaðafull-
trúi Flugfélagsins sagðist í gær,
að á aðfangadag hefðu aðeins
þrjár vélar komizt á leiðarenda.
Ferðir til Akureyrar, Egilsstaða,
Sauðárkróks og Húsavíkur hefðu
fallið niður og vél hefði orðið að
snúa við yfir flugbrautinni í Eyj-
um.
I gær var flogið með 150 far-
þega til Akureyrar í þremur ferð-
. um, til Egilsstaða var búið að fara
eina ferð og vél, sem lenda átti í
Neskaupstað, varð að snúa þaðan
og lenda á Egilsstöðum.
Sagði Sveinn, að millilandaflug
gengi mjög vel og væri mikið að
gera í þvi