Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 Fyrirspumatími Fyrirspurnartími var í sameinuðu þingi síðasta þriðju- dag fyrir jól. 10 fyrirspurnir lágu fyrir fundinum, og voru 9 þeirra afgreiddar. Einni þeirra er þegar búið að gera skil hér í blaðinu, en það var fyrirspurn Björns Pálssonar um vexti og þóknun lánastofnana. Hér fara á eftir umræddar fyrirspurnir, og helstu svör ráðherra við þeim: heykögglaverksmiðjanna kæmu nú til athugunar á nýjan leik, vegna hækkunar á olíu i heimin- um, sem hlyti að hafa áhrif á rekstur þeirra. Sverrir Hermannsson (S) kvaðst vilja beina þeirri spurn- ingu til ráðherra, hvort ekki yrði staðið við áætlunina um byggingu verksmiðjunnar að Flatey í Mýrarhreppi, þ.e. að hún sé ennþá efst á blaði um framkvæmdir þessar. Ennfremur hvort boð Búnaðar- sambands Skaftfellinga um rækt- un hefði ekki verið þegið, eða hvort skoða mætti þögnina um það mál sem samþykki. væri til að óttast, að þeir aðilar, sem ísland keypti olíu af, gætu ekki staðið við afgreiðslu samningsmagns. Um annan lið fyrirspurnar- innar sagði ráðherra, að málið hefði verið rætt í rikisstjórninni, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Lárus Jónsson kvaðst fagna yfirlýsingu ráðherra hvað varðaði olíukaupin, en jafnframt harma það, að ekkert væri farið að gera í því réttlætismáli, sem annar liður fyrirsp'urnarinnar fjallaði um. Starfelið við Stjórnar- skrárnefnd Matthías Bjarnason (S) beindi svohljóðandi fyrirspurn til for- sætisráðherra: 1. Hvað lfður störfum stjórnar- skrárnefndar? 2. Hvað hefur nefndin haldið marga fundi, og hvenær voru þeir haldnir? 3. Eru líkur á, að nefndin ljúki störfum fyrir þann tíma, sem ætlað er, að minnst verði ell- efu hundruð ára afmælis Is- landsbyggðar á næsta árí? Olafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði, að hann hefði kallað saman nefnd til að annast endurskoðunina I september 1972, samkvæmt þingsályktunar- tillögu, sem samþykkt hefði verið á þingi 1972. Nefndin hefði þegar hafið víðtæka gagnasöfnun, sem enn stæði yfir. Hún hefði haldið fjóra fundi, þar af þrjá sfðan í ágúst s.l. Varðandi þriðja lið fyrirspurn- arinnar sagði ráðherra, að þings- ályktunin setti nefndinni engin tímamörk, og því væri það á valdi hennar sjálfrar, hvenær hún lyki störfum. Matthías Bjarnason sagðist vera þeirrar skoðunar, að hægt hefði veríð af stað farið. Næstum eitt ár liði frá því að nefdin var stofnuð, þar til að hún væri kölluð til annars fundar. Sú skylda hlyti að hvíla á þess- ari nefnd sem öðrum þingnefnd- um, að hraða störfum eftir mætti. Rafmagn á sveitabæi Jónas Jónsson (F) beindi svo- hljóðandi fyrirspurnun til iðnað- arráðherra: Hefur skortur á efni, svo sem spennum, valdið töfum á því, að hægt væri að tengja bæi við sam- veitur, sem fyrirhugað var að fengju rafmagn á s.l. sumri eða hausti, og ef svo er, hverju sætir slíkt? Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra sagði að samkvæmt upp- lýsingum Rafmagnsveitunnar hefðu tafirnar m.a. stafað af því, að töf hefði orðið á afhendingu stólpa frá Finnlandi vegna verk- falla þar í landi. Einnig hefði orð- ið töf á afgreiðslu spenna frá Bandaríkjunum. Loks hefði orðið að nota vinnuflokkana og nokkuð efni, til að tengja rafmagn inn í Viðlagasjóðshúsin. Grænfóður- verksmiðja Pálmi Jónsson (S) beindi svo- hljóðandi fyrirspurn til landbún- aðarráðherra: a. Hyggst ríkistjórnin standa við eða hraða framkvæmd áætlun- ar um nýjar grænfóðurverk- smiðjur, sem staðfest var með bréfi landbúnáðarráðherra .12. júní1972? b. Hvaða áætlanir liggja fyrir um fjármagn til þessara fram- kvæmda á næstu árum og heildarfjárþörf á áætlunar- tímabilinu? c. Hvert var kaupverð grænfóður- verksmiðjunnar I Saurbæ I Dölum, hvaða skuldbindingar fylgdu kaupunum, og hve mik- ið fé skorti til framkvæmda, er kaupin voru gerð, til þess að verksmiðjan gæti náð fullum afköstum? Halldór E. Sigurðsson, landbún- aðarráðherra, sagði, að með bréfi 2. júní 1972 hefði ráðuneytið sam- þykkt byggingu grænfóðurverk- smiðja í Skagafirði, SrÞingeyjar- sýslu og að Flatey í Mýrarhreppi, auk þess að kaupa grænfóður- verksmiðjuna að Saurbæ I Dölum. Nú væri gert ráð fyrir að veita 20 milljónir króna til grænfóður- verksmiðjanna á fjárlögum næsta árs. Ennfremur væru I athugun frekari möguleikar á fjármögnun til framkvæmda, til þess að unnt yrði að standa við hinn ákveðna framkvæmdahraða. Kaupverð Saurbæjarverksmiðj- unnar hefði verið 31,8 milljónir, þar af hefðu 27 milljónir verið háðar bæði innlendum og erlend- um skuldbindingum. Þá sagði ráðherra, að málefni ÞINGMENN Suðurlandskjör- dæmis hafa flutt þingsályktunar- tillögu um rannsókn á gerð nýrr- ar hafnar á suðurströndinni. Til- laga þingmannanna er svohljóð- andi: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta rannsaka hafnarmál Suðurlands og gera til- lögur um nýja höfn á suðurströnd landsins. Til að hefja rannsóknina og gera tillögur um framkvæmdir skal samgönguráðuneytið skipa nefnd fimm manna. Skal einn til- nefndur af sýslunefnd Arnes- sýslu, einn af sýslunefnd Rangár vallasýslu, einn af sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu, einn af bæjarstjórn Vestmannaeyja og einn af samgönguráðuneytinu án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndarinnar. Fyrsti flutningsmaður er Ingólfur Jónsson (S), en með honum flytja tillöguna aðrir þingmenn Suðurlandskjördæmis, þeir Ágúst Þorvaldsson (F), Guðlaugur Gíslason (S), Björn Fr. Björnsson (F), Garðar Sigurðsson (Ab) og Steinþór Gestsson (S). I upphafi greinargerðar með til- lögunni segir svo: Landbúnaðarráðherra svaraði því til, að haldið yrði sama fram- kvæmdahraða, og að grænfóður- verksmiðjan í Flatey væri enn efst á blaði um framkvæmdir. Spurningin um afstöðu til boðsBúnaðarsambandsins svaraði ráðherra ekki. Innflutningur á olíu Lárus Jónsson (S) beindi svo- hljóðandi fyrirspurn til viðskipta- ráðherra: 1. Hefur ríkisstjórnin kannað, hvort þeir aðilar, sem stórn- völd hafa gert samninga við um innflutning á olíu, geti staðið við þá, að því er varðar magn? 2. Hyggst ríkisstjórnin létta með einhverjum hætti byrðar þeirra heimila, sem verða að hita híbýli sín með olfu? Lúðvfk Jósepsson, viðskiptaráð- herra, sagði, að þeir starfsmenn ráðuneytisins, sem um þetta mál fjölluðu, teldu að engin ástæða ,,A suðurströnd landsins er hafnleysi frá Hornafirði að ölfusá. Hafnarbætur hafa verið gerðar á Stokkseyri og Eyrabakka fyrir fiskbáta. Hafnarmannvirki þar veita enga aðstöðu fyrir stór skip til vöruflutninga eða fisk- veiða. Athugun hefur leitt í ljós, að gera má góða höfn á Eyrar- bakka eða Stokkseyri fyrir þá stærð skipa, sem notuð eru hér við land til fiskveiða eða venju- legra vöruflutninga. Við Dyrhólaey hafa farið fram allmiklar rannsóknir á hafnar- gerð undanfarin ár. Hafa rann- sóknir leitt I ljós, að hafnarstæði þar er að mörgu leyti gott. Vita- og hafnarmálastjóri hefur látið gera kostnaðaráætlun um hafnar- gerð við Dyrhólaey, sem þjónað gæti fiskveiðum' og vörufluting- um. Enginn efast lengur um, að við Dyrhólaey, er hægt að gera góða höfn, sem gæti orðið til mikilla hagsbóta fyrir Suðurland og þjóðina alla. I Þykkvabæ og við Þórisós hafa verið gerðar athuganir á hafnarstæði. Sérstaklega var vandað til athugana á hafnar- stæði við Þykkvabæ. Var það á vegum varnarliðsins árið 1952, þegar stjórn Bandaríkjanna virtist hafa áhuga á því að gera stjórnsýslu Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, svaraði svohljóðandi fyrirspurn frá Heimi Hannessyni (F): 1. Hversu stór hluti þjóðarinnar starfar við opinbera stjórnsýslu, þ.á m. bankastörf og önnur opin- ber þjónustustörf á vegum ríkis og sveitarfélaga? 2. Eru á dagskrá fyrirætlanir stjórnvalda um að reyna að koma því til leiðar, að hluti þessa vinnu- afls hefji bein störf hjá fram- leiðsluatvinnuvegunum? Ráðherra sagði, að samkvæmt upplýsingum Hagrannsókna- deildar, lægju ekki fyrir nýjar upplýsingar um mál þetta. Hins vegar hefði deildin gert saman- burð á fjölda þessara starfsmanna flugvöll á Rangárvöllum og höfn í Þykkvabæ. Rannsóknir Banda- ríkjamanna á hafnarstæði og gerð hafnar við Þykkvabæ voru ítar- legar. Uppdráttur var gerður af höfninni og nauðsynlegum hafnarmannvirkjum ásamt kostnaðaráætlun. Verkfræðing- arnir, sem unnu verkið, höfðu orð á því, að hafnarstæðið við Þykkvabæ væri gott og aðstaða til hafnargerðar í betra lagi. A síðastliðnu sumri vann stjórnskipuð nefnd að athugun að hafnamálum á Suðurlandi vegna eldgossins í Vestmannaeyjum. Athugun þeirrar nefndar beindist ekki að gerð nýrrar hafnar, heldur að uppbyggingu Þorláks- hafnar og Grindavíkurhafnar. Endurbætur og stækkun Þorláks- hafnar er nauðsynleg fram- kvæmd, sem kemur mörgum að notum. En Þorlákshöfn leysir ekki þann vanda, sem af hafn- leysinu leiðir á strandlengunni frá Ölfusá að Dyrhólaey. Flm. þátill. telja nauðsynlegt að fá úr því skorið, hvar heppilegast og hagkvæmast er að gera nýju höfn á suðurströndinni. Um marga möguleika er að ræða, eins og áður er að vikið, en stofn- kostnaður verður mikill, hvar sem höfninni verður valinn stað- ur.“ Þingmenn Suðurlandskjördæmis: Höfn við Dyrhólaey eða Þiórsárós? árið 1963 og 1971. Arið 1963 hefðu 7.370 manns starfað við stjórn- sýslu, eða 11,5% af heildar- atvinnu landsmanna, en 1971 12.840 manns, eða 15,1% af heildaratvinnu. Arið 1963 hefðu 8.830 manns unnið önnur störf í þágu ríkis og sveitarfélaga, eða 13,1% af heildaratvinnu. Arið 1971 hefðu 14.670 manns unnið þessi sömu störf, eða 17,3% af heildaratvinnu. Um annan lið fyrirspurnar- innar sagði ráðherra, að ekki væri um neinar beinar fyrirætlanir að ræða I þessu efni af hálfu stjórn- valda. Félagsmáiasátt- máli Evrópu Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) spurðist fyrir um það hjá utanríkisráðherra hvað dveldi af Islands hálfu undirritun og stað- festingu Félagsmálasáttmála Evrópu. Benti þingmaðurinn jafnframt á, að hann hefði borið fram svipaða fyrirspurn í apríl 1972. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra sagði, að málið væri nú I höndum félagsmálaráðuneytisins. Hefði hann spurst fyrir um það bréflega eftir fyrirspurn Þor- valds Garðars í aprll 1972, en svar hefði ekki borist. Hins vegar hefði hann ámálgað þetta við félagsmálaráðherra, sem hefði sagst ætla að beita sér fyrir að málið yrði afgreitt strax að loknu jólaleyfi. Sveitarafvæðing á Austurlandi Vilhjálmur Hjálmarsson beindi svohljóðandi fyrirspurn til orku- málaráðherra: 1. Hversu mörg býli af þeimj sem eru á framkvæmdaáætlun 1973, verður eftir að tengja um næstu áramót? 2. Hvað veldur seinkun þessara framkvæmda? Magnús Kjartansson orkumála- ráðherra, sagði, að samkvæmt framkvæmdaáætlun um rafvæð- ingú, hefði átt að tengja inn á rafveitukerfið 260 býli á árinu 1973. A Vesturlandi hefðu 33 býli verið tengd, en ekkert væri ótengt. Á Vestfjörðum 16 tengd og 20 ótengd. A Norðurlandi vestra hefðu 10 verið tengd en ótengd væru 3 býli. A Norður- landi eystra hefðu 13 býli verið tengd, og væri ekkert ótengt býli I þeim landshluta. A Austurlandi væru hins vegar 45 býli ótengd, og á Suðurlandi 31, en þar hefðu 19 býli verið tengd á árinu. Varðandi drátt á framkvæmd- um gaf ráðherra sama svar við fyrirspurninni og við fyrirspurn Jónasar Jónssonar. Jafnframt sagði ráðherra, að erfitt væri að una þessum drætti, og hann myndi láta kanna, hvort ekki verði hægt að standa við þessar áætlanir I framtíðinni. Línusvæði fyrir Vestfjörðum Steingrímur Hermannsson (F) spurði sjávarútvegsráðherra, hvort hann teldi koma til greina að afmarka sérstakt línusvæði fyrir Vestfjörðum, og ef svo væri, hefði þá ráðherra i huga að gera það. Sagði þingmaðurinn, að skv. alþjóðlegum samningum væri heimilt að ákveða slík svæði. Lúðvfk Jósepsson sjávarútvegs- ráðherra sagði, að rétt væri, að unnt væri að ákveða sérstakt línu- svæði fyrir Vestfjörðum. Til þess að það yrði gert þyrfti þó að berast beiðni úr heimabyggðum um hvaða svæði yrði að ræða og hvaða tímabil þau væru lokuð. Um þessi atriði þyrftu heima- menn að ná samkomulagi. Ef slík beiðni bærist mundi sjávarút- vegsráðuneytið vinna að því að setja reglugerð um efnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.