Morgunblaðið - 25.01.1974, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.01.1974, Qupperneq 1
36 SIÐUR 20. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 25. JANUAR 1974. Prentsmiðja Morgunblaðsins. IKarl Bretaprins á sundi á Mooloolabaströnd norður af Brisbane. Þótti hann sýna hinn mesta fræknleik í sundinu og þótti ljósmyndurum ástæða til að festa atburðinn á filmu. Krogh í 6 mán- aða fangelsi Washington, 24. jan. NTB. AP. YFIRMAÐUR þeirrar deildar leyniþjónustunnar bandarísku, sem kölluð var á sínum tíma „pípulagningadeildin , Egil Krogh jr., hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir hlut- deild i innbrotinu á skrifstofu Daniells Ellsberg í Los Angeles árið 1971. Þessi deild var stofnuð að beinni skipun frá forsetanum til að komast að þvi, hvernig það mætti vera, að leyniskjöl bærust til fjölmiðla. Innbrotið á skrif- stofu Ellsbergs var liður í þessari rannsókn í sambandi við birtingu hans á Pentagon-skjölunum. John Ehrlichmann, fyrrverandi ráðgjafi Nixons og sá sem hefur komið verulega við sögu Water- gate-málsins, mun einnig vera viðriðinn þetta innbrot. 1 yfirlýs- ingu, sem Krogh gaf, áður en dómur var uppkveðinn, kvaðst hann íðrast gerða sinna, en hann tækí refsingu sinni af fullri still- ingu. Krogh er sá fyrsti, sem hlýtur dóm vegna innbrots þessa, en búizt er við, að fleiri fylgi á eftir. Hámarksrefsing fyrir það, sem Krogh var borið á brýn, var 10 ára fangelsi og 10 þúsund dollara sekt. Enn rís Sak- harov upp Moskvu, 24. jan. AP. VlSINDAMAÐURINN Andrei Sakharov sagði í dag, að bók Alexanders Solzhenitsyns um að- búnaðinn i fangabúðum i Sovét- ríkjunum gæti orðið sá steinn, sem brjóta mundi niður múr tor- tryggninnar, sem skildi mannkyn- Námamenn boða til atkvæða- greiðslu um allsherjarverkfall ið í fylkingar. Sagði visindamað- urinn þetta í viðtali við svissneskt blað, Tribune de Geneve, og sagði hann, að hann hefði góða von um, að bókin „Gulageyjaklasinn" yrði ekki aðeins lesin á Vesturlöndum, heldur einnig og ekki síður i Sovétrík.iunum. London, 24. jan. AP. STJÓRN Félags brezkra náma- verkamanna samþykkti i dag til- lögu um að boða til atkvæða- greiðslu um allsherjarverkfall félaga sinna og fer hún fram með- al allra námamanna í næstu viku. Sérfræðingar eru þeirrar skoðun- ar, að mikill meirihluti náma- manna sé hl.vnntur tillögunni um allsherjarverkfall. Stjörn Félags námaverkamanna vísaði og ein- dregið á bug tilmælum, sem Edward Heath forsætisráðherra hafði sent félaginu fyrr í dag, þar sem hann hvetur til, aðsamninga- viðræður milli fulltrúa verka- manna og stjórnarinnar verði teknar upp tafarlaust. Nú eru tveir mánuðir, síðan brezkir námaverkamenn ákváðu yfirvinnubann, til að fylgja éftir kröfum sinum um hærri laun. Hefur þetta leitt til meiri vand- ísraelskt lið vesturbakka Tel Aviv, Kairó, 24. jan. AP. ÍSRAELSKIR skriðdrekar og her- menn tóku að flytja sig frá vest- urhakka Súezskurðar í dag, og að því er segir í AP fréttum, velta Sýrlendingar og Jórdanir nú vöngum yfir hugsanlegu sain- komulagi þessara þjóða við Vildi ekki hitta Tony Snowdon Detroit,24. janúar, AP. COLEMAN Young borgarstjóri í Detroit neitaði Snowdon lávarði eiginmanni Margrétar prinsessu um viðtal, þvi að hann hélt, að hann væri bara hver annar venju- legur ljósmyndari frá brezku blaði. Snowdon er i Detroit til að taka myndir fyrir Sunday Times, sem ætlar að birta greinaflokk um Bandarikin. William Beckham aðstoðar- maður borgarstjórans sagði, að Young hefði engan tíma til að hitta .ljósmyndarann á miðviku- dag, þvi að hann hefði í svo mörgu öðri^ að snúast. Israela um herjaaðskilnað. ísrael ar leyfðu sjúkraliðum og læknum frá Egyptalandi að fara gegnum víglínu sína á vesturbakka skurð- arins til að fl.vtja á brott 300 slasaða hermenn, sem hafa verið innikróaðir í Súezborg í margar vikur. Vakin er athygli á. að brottflutningur ísraela frá þessu svæði hefst fyrr en þeir höfðu skuldhundið sig til skv. samn- ingnum. Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, hafði i gær skýrt frétta- mönnum frá þvi, að Sýrlendingar væru senn reiðubúnir til að gera samkomulag við ísrael og blaðið Ma-Ariv i Tel Aviv sagði í morg- un, að Hussein Jórdaníukonung- ur hefði fallizt á áætlun, sem Henry Kissinger hefði lagt fyrir han n. I fréttum frá Líbanon segir, að nokkur hundruð Palestinuflótta- menn, sem eru i búðum i norðurhluta landsins, hafi tátið í ljós mikla reiði sina á santkomulaginu og voru hrópuð slagorð gegn ákvæðum þess og þeim, sem aðþvi stóðu. Þá lenti ísraelsk herflutninga- vél frá Tel Aviv á hernumdum ræða á öllum sviðum í Bretlandi en þekkzt hafa þar siðustu ára- tugi og hefur forsaga þessa verið rakin í fréttum. Því er spáð, að tillagan um alls herjarverkfall muni fá nægan meirihluta til að forsvarsmenn námaverkamanna geti boðað til verkfalls. Varla er að vænta, að niðurstöður úr fyrirhugaðri at- kvæðagreiðslu liggi fyrir fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. frá Súez flugt'elli við Fayid og var að skila sex hundruð særðum egypskum stríðsföngum, en þeir voru hand- samaðir, eftir að síðustu fanga skiptin fóru fram i nóvember. Eru nú tæplega 100 egypskir stríðsfangar í Israel og 368 frá Sýrlandi, sem teknir voru i októ- ber stríðinu. Námaverkamenn hafa farið fram á 8—12 punda launahækkun á viku, en meðal hækkun, sem ríkisstjórnin hefur boðið er 4'í sterlingspund. Tala atvinnulausra á Bretlandi hækkar stöðugt vegna þess ástands, sem skapazt hefur vegna yfirvinnubannsins, og þann 14. janúar voru 2.25 millj. manna at- vinnulausir og hefur orðið gifur- leg aukning á einni viku. I skoðanakönnunum kemur fram, að Verkamannaflokkurinn nýtur nú meira f.vlgis en Ihalds- flokkurinn; myndi fá 43% greiddra atkvæða, en Íhaldsmenn 40%. Hafa hlutföll breytzt mjög. Talsmaður Verkamannaflokks- ins í neðri málstofu brezka þings- íns krafðist þess í dag, að stjórn- in gæfi loforð um, að lögreglu eða hermönnum yrði ekki att fram gegn verkfallsmönnum, þegar þar að kæmi. Gormley, formaður Félags námaverkamanna, sagði að lokn- um stjórnarfundinum í dag, að ekkert væri þvi til fyrirstöðu, að fulltrúar félags hans hittu for- sætisráðherrann að máli, en þvi aðeins að hann hefði eitthvað að bjóða. Skáldsögu Agnews hafnað New York, 24. jan. AP. SPIRO AGNEW. fyrrver- andi varaforseti Banda- ríkjanna, hefur boðið banda- rísku útgáfufyrirtæki Random House, skáldsögu, sem hann hefur í smíðum. en fyrirtæk- ið kveðst ekki hafa álntga á að gefa bókina út. Taismaður forlagsins, sem bað frétta- menn að gefa ekki upp nafn sitt, sagði, að Agnew hefði sent þeim útdrátt úr bókinni, ein- staka kafla hennar og persónu- lýsingar. Þar væri sögð franv tiðarsaga varaforseta Banda- ríkjanna sem flækist i svívirði- legri snöru kinverskra kommúnista. „Víð munum ekki gefa út þessa bók Agnews,” sagði tals- maðurinn og sagði, að útgáfu- fyrirtækið m.vndi síðar gefa út nánari yfirlýsingu um málið. Bretar breyta um stefnu fyrir hafréttarráðstefnuna Osló, 24. jan.,NTB. BRETAR eru nú að endurskoða stefnu sína í fiskveiði- og fisk- veiðilögsögumálum, áður en haf- réttarráðstefna Sameinuðu þjóð- anna hefst í Venezuela þann 20. júní, að því er NTB-fréttastofan segist hafa fengið upplýst í sjávarútvegsráðuneytinu brezka. Mörg öflug samtök í Bretlandi, sem byggja afkoinu sína á fisk- veiðum eða vinnslu, hafa upp á síðkastið látið í Ijós, að þau myndu styðja kröfuna um efna- hagslögsögu allt að 200 mílur. Bæði Noregur og mörg þróunar- landanna munu setja frair. þessa kröfu á ráðstefnunni og spádóm- ar eru þeir, að um 2/3 hlutar þátttökuþjóðanna muni fallast á það sjónarmið, sem bvggt verði á alþjóðasamkomuiagi. Samtök á Bretlandi hafa fram að þessu ekki verið fús að viður- kenna stærri lögsögu en tólf míl- ur, en þessi breyttu viðhorf hafa að líkindum skapazt að nokkru vegna deilu íslendinga og Breta. Þá hafa Bretar að öllum likindum séð, að vonlaust er að berjast á móti 200 milna þróuninni, segir Jan Skrede einkaritari norska sjávarútvegsráðherrans. Hann bætir við, að afstaða Bretlands muni auðvelda það að mun, að 200 milna krafan nái fram að ganga. I ljós hefur komið, að bæði brezkir sjómenn, sem stunda veiðar við Bretlandsstrendur, svo og togara- menn á fjarlægari miðum. munu hafa í hyggju að fallast á þetta sjónarmið og þykir sérstaklega eftirtektarvert, að togarasjömenn skuli vilja fgllast á þetta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.