Morgunblaðið - 25.01.1974, Page 2

Morgunblaðið - 25.01.1974, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1974. Forsetinn fékk veggskildi Fyrir skiiramu sat Þjóðhátíðar- nefnd 1974 síðdegisboð forseta Is- lands að Bessastöðum. Við það ta‘kifæri færði formaður Þjóð- hátíðarnefndar, Matthfas Jo- hannessen ritstjóri, forseta- hjónunum veggskildi Þjóð- hátíðarnefndar að gjöf. Hér er um tvær raðir vegg- skjalda að ræða. Annars vegar veggskildi eftir frú Sigrúnu Guð- jónsdóttur, framleidda af Bing og Gröndahl. Hins vegar veggskildi Einars Hákonarsonar listmálara, framleidda af Gler og postulín. Forseti Islands, herra Kristján Eldjárn, þakkaði gjafirnar, en formaður Þjóðhátíðarnefndar þakkaði ýmiss konar stuðning for- setans við undirbúning þjóð- hátíðarinnar, skýrði frá því, hvað sá stuðningur væri nefndinni mikils virði og þakkaði for- setanum gott boð og alla velvild í garð nefndarinnar. Loðnu landað frá Seyðisfirði til Eyja UiW MIÐJAN dag í gær höfðu 35 skip fengið um 8000 lestir af loðnu síðan um miðjan dag á mið- vikudag. I gærkvöldi kl. 20 höfðu 45 skip fengið^um 12000 lestir af loðnu síðan kl. 19 á miðvikudag. Eru þau talin upp hér á eftir. Frá kl. 19 á miðvikudag og til miðnættis sama dag hafa eftir- taldir bátar fengið loðnu: Viðir með 240 lestir á Neskaupstað, Jón 100 þús. kr. söfnuðust í Landakirkju VIÐ þakkargjörðina f Landa- kirkju í Vestmannaeyjum að kvöldi 22. janúar gáfu kirkju- gestir liðlega 100 þús. kr. til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Gömul kona í Eyjum sendi 6000 kr. til presta Landakirkju og bað þá að standa fyrir söfnun til Hjálparstofnunarinnar við þakkargjörðina í Landakirkju. Finnsson með 420 á Eskifjörð, Fífill með 350 á Eskifjörð, Fylkir með 74 á Hornafjörð, Bergur með 190 á Hornafjörð, Pétur Jónsson með 350 á Djúpavog, Heimir með 430 á Djúpavog, Sveinn Svein- barnarson með 251 á Stöðvar- fjörð. Frá miðnætti miðvikudags- kvölds til kl. 20.00 fimmtudag: Alftafellið með 160 lestir á Hornafjörð, Gísli Árni með 370 á Hornafjörð, Jón Garðar með 260 á Hornafjörð, Harpa GK með 100 til Vestmannaeyja, Þorsteinn með 240 á Hornafjörð, Rauðsey með 250 á Hornafjörð, Dagfari með 270 á Hornaf jörð, Ásberg með 360 á Stöðvarfjörð, Huginn með 200 á Hornafjörð, Svanur með 320 á Djúpavog, Þórður Jónsson með 350 á Seyðisfjörð, Súlan með 410 á Eskifjörð, Skinney með 240 á Hornafjörð, Skógey með 70 á Nes- kaupstað, Gullberg VE með 140 á Hornafjörð, Oskar Magnússon ineð 450 á Reyðarfjörð, Magnús með 270 á Reyðarfjörð, Grímsey- ingur með 250 á Hornafjörð, Framhald á bls. 20 Sigurjón Stefánsson skipstjóri f brúnni ásamt konu sinni Ragnheiði Jónsdóttur og þremur börnum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Ingólfur Arnarson kominn til landsins SAGT er, að landnámsmaður- inn Ingólfur Arnarson hafi komið til Islans árið 874. Nú, 1100 árum sfðar, er annar Ingólfur Arnarson kominn til landsins, Þótt fátt eigi þessir tveir Ingólfar annað sameigin- legt en nafnið, nema ef vera skyldi, að hinn fyrri hafi einnig haft til að bera glæsileik á borð við skuttogarann Ingólf Arnarson, sem lagðist fánum prýddur að Ægisgarði síðdegis í gær. Ingólfur Arnarson er þriðji skuttogarinn, sem Bæjar- útgerð Reykjavíkur kaupir frá Spáni, hin tvö fyrri eru Bjarni Benediktsson og Snorri Sturluson, og er skipið að allri gerð og stærð nákvæmlega eins og systurskipin tvö, eða um 960 brúttólestir. Töluvert fjölmenni var komið um borð í skipið, er blaðamann og ljósmyndara Morgun- biaðsins bar að garði og þvi ekki hlaupið að því að ná tali af skipstjóranum Sigurjóni Stefánssyni. Um síðir tókst okkur þó að króa hann af í brúnni ásamt fjölskyldunni og spurðum hann um skipið og ferðina heim. — Ferðin heim gekk mjög vel, og ég er i alla staði mjög ánægður með skipið. Ég er bjartsýnn á, að það eigi eftir að reynast mjög vel og ég held, að ég slái því bara föstu, að það reynizt eins vel og gamli Ingólfur Arnarson. Gert er ráð fyrir, að áhöfnin verði um 24—25 menn og eru vistarverur allar i skipinu hinar glæsilegustu, þannig að ekki ætti að væsa um sjó- mennina um borð. 1. vélstjóri á Ingólfi Arnarsyni er Kristinn Haf liðason. Snjóblásarar keyptir tíl hreinsunar gangstétta BORGARVERKFRÆÐINGUR og forstöðumaður hreinsunardei Idar Reykjavíkurborgar hafa lagt fyrir borgarráð tillögur sínar við því vandamáli, sem skapast hefur vegna hálku og snjóalaga á götum og gangstéttum borgarinnar í hinni erfiðu tið í vetur og um sall- og sandnotkun í því samhandi. Var í gær samþykkt að afla betri tækja til þess að ryðja snjó — að keyptir verði tveir snjóblásarar Þorleifur Einarsson jarðfræðingur. Jarðfræðibók um gosið í Heimaey og að dráttarvélar, sem borgin á, verði útbúnar með ískústum eða tönnum. Tillögurnar, sem lagðar voru fyrir borgarráð í gær og sam- þykktar, voru í fjórum liðum. I fyrsta lagi voru þær um bættan tækjakost borgarinnar varðandi snjóruðning á gangstéttum sér- staklega. Kaupa á tvo snjóblásara og útbúnað til þess að setja á dráttarvélar sem borgin á þegar svo að unnt sé að beita þeim á gangstéttir i rikari mæli en gert hefur verið. I öðru lagi voru til- lögurnar um að gerð yrði sérstök áætlun um forgang ákveðinna gatna og staða í borginni, sem halda ætti hreinum og sandborn- um. Er þar sérstaklega átt við fjölfarna staði í miðbænum og kringum hann — svo og við ákveðnar stofnanir. Í þriðja lagi beindust tillögur borgarverkfræðings og forstöðu- manns hreinsunardeildarinnar að því, að kannað verði, hvort unnt sé að setja ákveðnar reglur um skyldu húseigenda eða reksturs- aðila fyrirtækja til að gera hreint fyrir sinúm dyrum, eins og tíðkast víðast hvar erlendis. 1 fjórða lagi var siðan um almenna hvatningu Framhald á bls. 20 Ut er komin hjá Máli og menningu bókin Gosið á Heimaey eftir Þorleif Einarsson jarðfræð- ing. Þorleifur sagði í samtali við Morgunblaðið, að í hókinni fjall- aði hann um sögu gosins frá jarðfræðilegu sjónarhorni. Bókin er í sama borti og Surtseyjarbók Alinenna bóka- félagsins og er henni skipt í texta, annars vegar, sem er um 50 sfður og þá eru 30 m.vndir í bókinni í sérkafla. „Ég segi frá þessu eins og það bar mér fyrir augu,“ sagði Þorleifur, „textinn byggist á því, að þráður gossins er rakinn. ekkert er skrifað um félagslegar breytingar og fólkið sjálft, en hins vegarer sagt frá gosmagninu um leið og gangurinn er rakinn, nokkur goskort eru af öskufalli, stækkun hraunsins og slfku. Reynt er að rekja atburðarásina í tímaröð, en þó eru stærri atburðir teknir sér. Myndirnar i bókinni eru frá eldsumbrotunum sjálfum, jarðfræðí- og landfræðilegar myndir." Þorleifur sagði, að texti bókar- innar endaði, þar sem gosið hætti, en hann var lengst af gostímanum á Heymaey og fylgdist mjög náið með atburðarásinni þar. Varið land FORGÖNGUMENN undir- skriftasöf nunarinnar um varnarmálin undir kjörorð- inu VARIÐ LAND hafa hvatt alla þá, sem hafa í höndum undirskriftalista f Reykjavík, að skila þeim sem fyrst á skrifstofuna í Miðbæ við Háaleitisbraut, þegar þeir hafa safnað þeim undirskriftum, sem þeir telja sig hafa tök á»í bili. Nokkur brögð hafa verið að þvf, að tilraunir hafa verið gerðar til að rffa lista eða skjóta þeim undan, og eru menn hvattir til að hafa að- gát og fylgjast með listum, sem þeir hafa tekið. Auk skrifstofunnar í Reykjavík hefur VARIÐ LAND nú skrifstofur á þess- um stöðum: Strandgötu 11 í Hafnarfirði (sími 51888), Bókaverzluninni Grímu í Garðahreppi (sími 42720), Álfhólsvegi 6 i Kópavogi (sími 40588) og Brekkugötu 4 á Akureyri (símar 22317 og 11425). Simi skrifstof- unnar í Miðbæ við Háaleitis- braut í Reykjavík er 36031. Þá liggja listar frammi í Blómaskála Páis Michelsens i Hveragerði. Hækkun f tíð vinstri stjórnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.