Morgunblaðið - 25.01.1974, Síða 3

Morgunblaðið - 25.01.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1974. 3 13 íslenzkir og norskir stjórn- málamenn munu fjalla um efnið Ráðstefna SVS og Varðbergs: ISLAND NOREGUR, samstarf um öryggis- og alþjóðamál Guttorm Hansen. Guðmundur H. Garðarsson Formaður SVS. þátttöku fslenzkra og norskra áhuga- og áhrifamanna í þess- um málum. Ráðstefnan verður haldin helgina 2.—3. febrúar að Hótel Sögu. Ráðstefnan er ekki opin heldur er boðið sér- staklega til hennar. íslenzkir framsögumenn á ráðstefnunni verða: Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, dr. Gylfi Þ. Gíslason formaður Alþýðuflokksins, Hannibal Valdimarsson for- maður Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Jón Skaftason alþingismaður. Einar Ágústs- son utanríkisráðherra flyt- ur ávarp við setningu ráð- stefnunnar. Framsögumenn af hálfu Hannihal Valdimarsson. Jón Skaftason. Norðmanna verða: Guttorm Hansen forseti Stórþingsins, Tönne Huitfeldt hershöfðingi og Johan Jörgen Holst rann- sóknarstjóri norsku utanríkis- málastofnunarinnar. Fundar- stjórar verða alþingismennirn- ir Benedikt Gröndal og Matthías Á. Mathiesen. Auk framsögumanna koma sex þátttakendur frá Noregi til ráðstefnunnar og eru þeir þess- ir: Guttorm Hansen forseti Stór- þingsins f. 1920. Þingmaður Verkamannafl. frá Nyrðri Þrændalögum, á sæti í mið- stjórn Verkamannaflokksins og hefur verið formaður þing- flokks hans, situr í utanríkis- málanefnd og varnarmálanefnd Stórþingsins. Hann hefur skrif- að mikið af smásögum og grein- um, starfaði áður að bindindis- málum og i Arbeidernes Ung- domsfylking og Arbeidernes Opplysningsforbund, var for- maður norska náttúruverndar- ráðsins og hefur verið for- maður i Den norske Atlanter- havskomité (sams konar félag og SVS) síðan 1966. Tönne Huitfeldt hershöfð- ingi, f. 1925. Lauk prófi við norska „Krigsskolen" í Lundúnum á styrjaldarár- unum, en lagði siðan stund á herfræði í Bretlandi, Frakk- landi og Bandarikjunum. Var i liði S. Þ. i Gaza og hefur m.a. verið yfirmaður herdeildarinn- ar i Syðra Varangri á landa- mærum Noregs og Ráðstjórnar- Matthías A. Mathiesen. rikjanna. Hann á sæti i ráð- gjafanefnd norsku ríkisstjórn- arinnar um vfgbiínaðareftirlit og afvopnun. Harrv Hansen stórþingsmað- ur, f. 1919. Þingmaður Verka- mannaflokksins fyrir Hörða- land. í borgarstjórn Björgvinj- ar og borgarráði sfðan 1952, for- Benedikt Gröndal. seti borgarstjórnar 1964—'69. Varaformaður í varnarmála- nefnd Stórþingsins og á sæti i utanrfkismálanefnd þingsrns. Ragnar Udjus stórþingsmað- ur, f. 1933. Þingmaður fyrir Miðflokkinn (Senterpartiet), frá Vagsbygd, Kristansand. V?ar starfsmaður Miðflokksins á Austur- og Vestur-Ögðum, rit- stjóri Agder Tidend, ráðherra- ritari i umhverfisverndarráðu- neytinu 1972 —73. Er „free- lance ’-útvarpsmaður, á sæti í landsstjórn Miðflokksins og siglinga- og fiskveiðanefnd Stórþingsins. Ter Brunvand ritstjóri, f. 1937. Hefur starfað við Arbeid- Framhald á bls. 20 Geir Hallgrfmsson. Einar Agústsson. SAMTÖK um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðberg, fé- lag ungra áhugamanna uin vestræna samvinnu, hafa ákveðið að efna til sameigin- legrar ráðstefnu undir heitinu Ísland-Noregur — samstarf um öryggis- og alþjóðamál — með 26 þús. endurskins- merkjum dreift í vetur f VETUR hefur Umferðarráð dreift 26 þús. endurskinsmerkj- um til sölu. Er þetta mikil aukn- ing frá fyrri árum, þvi að áður hafa mest selzt um 12 þús. merki. Má því fullyrða, að áhugi almenn- ings á endurskinsmerkjum hafi aukizt verulega, þótt mikið vanti á, að fullorðið fölk beri þau. Enn er hægt að fá merkin keypt í einstaka mjólkurbúðum, og er gert ráð fyrir, að þau verði til sölu fram að 1. marz, ef þau seljast ekki upp fyrir þann tíma. Endur'skinsmerki hafa verið til sölu i mjólkurbúðum suðvestan- lands, en í kaupfélögum á öðrum stöðum á landinu. Hefur Um- ferðarráð notið sérstaks skilnings startstolk ivijoikui sainsuiui.i.„. og kaupfélaganna á þessu þýð- ingarmikla öryggismáli. I vetur hafa verið til sölu 3 tegundir endurskinsmerkja: 1) Merki til að sauma á flíkur, sérstaklega ætluð börnum, enda eru þau myndskreytt. 2) Merki úr málmi, sem einkum eru ætluð unglingum. 3) Plastmerki fyrir fullorðna, sem næla má í frakka- eða kápu- vasa, og þegar fólk er á ferli í myrkri, á að láta merkin hanga niður með síðunum, en stinga þeim í vasann, þegar þeirra er ekki þörf. Þvi miðurer nokkuð algengt, að merkin séu ekki rétt höfð á yfir- höfnum. Algengt er, að þau séu eingöngu fest aftan á yfirhafnir, þar sem þau koma að takmörkuðu gagni, því að gera verður ráð fyrir, að flestir gangi á móti umferðinni. Bezt er því að bera merkin bæði aftan og framan á yfirhöfn og þaumerki, sem fest eru með nælu, með hliðunum, þannig að þau sjást bæði að aftan og framan. Þörfin fyrir notkun endurskins i umferð er hvergi brýnni en hér á landi yfir vetrarmánuðina með hinu langa og dimma skamm- Framhald á bls. 20. Sótt um 13,5% hækkun gjaldskrár hitaveitu Taru Valjakka Finnska óperusöngkonan Taru Valjakka mun svngja á tónleik- um, sem haldnir verða á veguin Tónlistarfélags Reykjavíkur á morgun i Austurbæjarbíó. Hefjast tónleikarnir kl. 3. Undir- leikari veð Valjakka verður Arni Kristjánsson. á efnisskrá tónleikanna verða m.a. verk eftir G. Legrenzi, REYKJA VÍKl'RBOR(i hefur formlega sótt um 13,5% hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Revkjavík- u r, en áður hefur koinið fram í samhandi við fjárhagsáætlun horgarinnar, að Hitaveitan þyrfti Iw-ssarar hækkunar með. í bréfi, sem sent hefur verið iðnaðarráðu- neytinu, er nauðs.vn hækkunar- innar rökstudd. 1 bréfinu fellst borgarstjóri á, að fram fari sameiginleg athugun Hagrannsóknadeildar Fram- Pergolesi, Durante, Mozart, Sallinen, Pál Isólfsson, Fauré og Dvorák. Valjakka kom fram átönleikum Sinfóniuhljómsveitar islands sl. fimmtudag ásamt finnska söngvaranum Kim Borg. Hún er rnjög kunn söngkona og hefur sungið á fjölmörgum tónlistar- hátiðum og i útvarp og sjónvarp viða um lönd. kvæmdastofnunar rfkisins og borgaryfirvalda á gjaldskrár- málum Hitaveitunnar og fram- kvæmdaáætlun hennar. Óskað eftir sjálf- boðaliðum EINS OG fram hefur komið í fréttum, opnaði „Varið land" skrifstofu að Strandgötu 11 i Hafnarfirði i byrjun þessarar viku. Þar er mikið annríki eins og í öðrum skrifstofum samtak- anna, og vantar nú mjög sjálf- boðaliða til starfa. Eru þeir, sem vilja leggja fram krafta sina, hvattir til að hafa samband við skrifstofuna sem alira fyrst. Hún er eins og fyrr segir að Strandgötu 11, en símanúmeriö er 51888. Valjakka syngur á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.