Morgunblaðið - 25.01.1974, Síða 24
24
MOHGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÖAR 1974: ••
Minning:
Jón Gíslason, Hróars-
stöðum Skagaströnd
Fæddur 27.12. 1882.
Dáinn 30. 4. 1973.
Jón var sonur Gísla Benedikts-
sonar, Magnússonar prests á
Fagranesi á Reykjaströnd og
konu hans Margrétar Jónsdóttur,
prests á Hofi á Skagaströnd. Jón
var þvi af prestum kominn í báðar
ættir.
Hann var fæddur á Hróarsstöð-
um á Skagaströnd, haustið eftir
sumarið, sem kennt er við misl-
inga, kulda, kal, hafís og fleiri
plágur og eitt sinn komst Jón svo
að orði, að hann ófæddur hefði
orðið sinhi móður ærið erfiður, en
fáar mæður munu hafa fætt
trygglyndari og traustari son, en
hans móðir það sinn.
Jón var uppalinn á þeim árum
er hver varð að duga sem best í
lífsbaráttunni og var hann þar
síst eftirbátur annarra. Enda var
hann kappsfullur og orkugóður
og svo lagvirkur, að honum léku
öll verk í höndum bæði á sjó og
landi. Þetta kom sér vel fyrir
fleiri heimili en hans, þvi ef
skipta þurfti um boð í bát, smíða
ár eða hrífu, þá var leitað til Jóns
á Hróarsstöðum til að fá úr því
bætt. Árin og hrífan voru fram-
leiðslutæki þeirra tíma og þeir
menn, er þau gátu endurbætt,
voru öðrum mönnum þarfari.
Skjaldan mun Jón hafa tekið
gjald fyrir slíkan greiða, enda
greiðslugeta oft lítil hjá þeim, er
fyrir var unnið. Hann var því
meir en traust sins heimilis, hann
var einnig hjálparhella sinna ná-
granna. Þó að Jón væri gjöfull á
greiða, græddist honum þó nokk-
urt fé, svo jafnan var hann traust-
ur gjaldandi sinnar sveitar.
Jón vann á heimiii foreldra
sinna við hlið einkabróður síns
Sigurðar, þar til faðir þeirra dó
árið 1914. Um svipað leyti stofn-
aði Sigurður sjálfstætt heimili, en
Jón gerðist fyrirvinna móður
sinnar og var það þar til hún
andaðist árið 1939. Eftir lát henn-
ar bjó Jón með frænku sinni
nokkur ár, en lét svo af búskap,
en dvaldi alla tíð á Hróarsstöðum
ásamt systkinabörnum sínum,
sem þar höfðu og hafa enn búsfor-
ráð. Síðustu 16 árin hafa búið þar
með börnum sínum hjónin Auður,
bróðurdóttir Jóns, og maður
t
Móðir mín, tengdamóðir og systir
UNNUR KONRAÐSDÓTTIR
Glerárgotu 8. Akureyri
sem andaðist 1 7. þ.m. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugar-
daginn 26 janúar kl 13,30
Guðlaug Jónsdóttir Lúðvík Ágústsson
Kristrún Konráðsdóttir Svava Hjaltalín.
t
Móðir mín
ÁSBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Þórhól, Neskaupstað,
lézt fimmtudaginn 1 7 janúar.
Jarðarförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 26 janúar kl
2.00
Garðar Sveinn Árnason
t
Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, dóttur og
fósturdóttur,
ÓLAFÍU RÖGNU MAGNÚSDÓTTUR,
Laugateig 1 6,
fer fram frá Fossvogskirkju, laugardaginn 26 jan kl 1 0 30
Ari Agnarsson,
Benedikt Arason,
Sverrir Arason, Ingrid Esbjörnsson,
Rúnar Arason, Gréta Björgvinsdóttir,
barnabörn,
Jónína Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir.
hennar Ingimar Sigvaldason. Hjá
þessari fjölskyldu hafði Jón ró-
legt og áhyggjulaust ævikvöld og
undi þar vel hag sínum. Þetta er
rólegt regluheimili og það hentaði
hinum aldraða heiðursmanni vel.
Hann hafði þar sérherbergi, þar
gat hann dvalið í ró með bókum
sínum og hugsunum, en svo verið
með fólki og blandað við þaðgeði,
þegar það hentaði betur.
Það hefir verið vikið að því hér
að framan, að Jón Gíslason var í
færustu manna röð, með vinnulag
og verkafköst, en þó mun hann
meir hafa borið yfir meðal-
mennskuna hvað gáfur snerti.
Hann var fljótur að nema og hafði
traust minni fram á siðustu ár
Einkum var það ættfræði, sem
honum var hugleikin og líktist
með það móður sinni. Jón hafði
sérlega gaman af ljóðum, einkum
alþýðukveðskap og var góður hag-
yrðingur sjálfur, en fór dult með.
Það er sagt, að allir eigi sitt
ævintýri. Það átti Jón Gíslason
einnig. Hann var um tvítugt þeg-
ar hann ákvað að fara alfarinn af
landi burt og var Ameríka hans
fyrirheitna land, sem svo margra
annarra, er mundu eða þekktu
hörmungar hörðu áranna á síðara
hluta 19. aldar. Hann var búinn
að kveðja og kominn að heiman
inná Blönduós, þangað var skipið
komið, er sigla átti með. Hann var
kominn ofan í fjöruna að bátnum,
sem flytja skyldi hann frá landi,
þá gerist það, að hann hnígur
niður máttlaus og honum hverfur
veröldin. Ferðin varð ekki lengri.
hann sneri hei-m að Hróarsstöðum
og þar hefir hann átt heima alla
sína 90 ára ævi. Sannarlega var
þetta mikið happ fyrir byggðar-
lagið, að svona fór, en grunur
minn er sá, að Jón hafi talið sér
þetta gæfuleysi lengi fram eftir
árum og Ameríka hafi verið hans
óskaland.
Jón kvæntist ekki né gat af sér
niðja, en eftir að foreldrar hans
féllu frá, dvaldi hann ávallt ásamt
systkinabörnum sínum á Hróars-
stöðum, svo hann varð aldrei ein-
stæðingur meðal vandalausra.
Nú þegar Jón Gíslason er allur
og ég hugleiði hvað einkenndi
hann mest, þá verður mér efst í
hug hve hann var á allan hátt
traustur og trygglyndur, hvort
sem ég minnist hans sem ná-
granna, vinar eða vinnufélaga.
Jón var hlédrægur maður og
gaf sig lítt að opinberum málum.
Sat þó í hreppsnefnd við góðan
orðstír og fylgdist vel með á sviði
þjóðmála og hafði þar sinar
ákveðnu skoðanir. Ekki barði
hann andstæðinga sína íllyrðum,
en hann átti næmt skopskyn og
beitti þvi ef hann deildi.
Um leið og ég kveð Jón Gísla-
son, þakka ég 70 ára viðkynningu
og alla þá greiða, er hann gerði
mér, en þó þakka ég meir það,
sem hann gerði ekki, en hefði
gert, ef ég hefði þurft á að halda.
Jón Gíslason var góður íslend-
ingur.
Blessuð veri minning hans.
Örlygsstöðum, í nóv. 1973.
Sigurður Björnsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Eigið þér við nokkur persðnuleg vandamál a3 etja? Ef svo
er, hvernig farið þér þá a8?
Enginn getur komizt hjá persónulegum vandamál-
um. Ijfið er samsett af ljósi og skuggum, góðu og
illu, friði og vandræðum. KarTnski verð ég að glíma
við fleiri vandamál en gengur og gerist vegna
ábyrgðarmikillar stöðu minnar. Mér er ljúft að segja
yður, hvernig ég fer að.
í fyrsta lagi geri ég ráð fyrir erfiðleikum. Ég er því
ekkert hissa, þegar þá ber að höndum. Máltækið
segir, að sá, sem sé við öllu búinn, sé líka vígbúinn.
Þá er fásinna að ætla, að kristnir menn eigi v-ið færri
vandamál aðstríða en allir aðrir. Ef til vil eru okkar
erfiðleikar meiri en annarra, enda erum við ..borgar-
ar himinsins".
í öðru lagi fer ég með erfiðleikana til Drottins í
bæn. Hann hefur heitið að bera byrðar okkar með
okkur, og hann bregzt aldrei börnum sínum. Ég
minni hann á- fyrirheit eins og þetta: „Kalla þú á
mig, og mun ég svara þér og kunngjöra þér mikla
hluti og óskiljanlega." Bæn er forsenda athafna.
1 þriðja lagi hlusta ég á leiðbéiningar Guðs, eftir að
ég hef beðið. Bæn er samtal tveggja aðila — elzta
,,labb-rabb-tækið“, sem menn þekkja. Þér megið
ekki aðeins tala sjálfir. Hlustið á svar Guðs yið
vandanum.
1 fjórða lagi læt ég ritningarnar fylla hug minn.
Guð talar skýrast í orði sínu. Ef þér farið nákvæm-
lega eftir þessu, komizt þér að raun um, að flest
vandamál yðar leysast. „Biðjið, og yður mun gefast;
leitið, og þér m4nið finna.“
Anna Tómasdóttir
Víkum —
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara
allar sömu ævigöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pilagrímsins gleðisöng.
Anna Tómasdóttir, Vikum, er
dáin. Þar er hniginn til foldar
sterkur stofn og traustur. Hún bjó
allan sinn búskap að Víkum á
Skaga.
Það, sem alla ævi lýsti sér í
dagfari Önnu, var trú á lifandi
Guð. Ég hitti hana í síðasta sinn á
siðast liðnu sumri á heimili henn-
ar. Hún var glöð og sagði mér, að
sér liði vel. „Guð hefur alltaf
greitt veg minn til blessunar,"
sagði hún, „en nú er það mitt eina
áhyggjuefni, að ég er alveg að
Minning
missa sjónina," og þá sá ég, að
raunarsvipur kom yfir andlitið.
Fyrir fáum árum fór hún til
Reykjavíkur og lét skera upp aug-
un. Ég heimsótti hana þá þar og
spurðí, hvort hún hefði fengið
nokkra lækningu, Hún var hin
kátasta og sagði: „Já, mér finnst
það og trúi, að svo verði."
Aðalsmerki Önnu í Víkum, eins
og hún var alltaf kölluð, var óbif-
andi traust og trú á handleiðslu
Guðs og kærleika. Hún missti
mann sinn frá stórum barnahópi,
en kjarkurinn bilaði ekki, en efld-
ist við þá eldraun. Elsku synirnir
voru þá komnir yfir fermingar-
aldur, dugmiklir og áhugasamir.
Akvað þá Anna að halda saman
barnahópnum sínum, og með
Guðs hjálp, að halda áfram bú-
skap. Synirnir reyndust henni
líka ávallt góðir, Öll hennar börn
urðu nýtir og góðir þegnar, sem
hægt er'að treysta:
Arið 1943 kynntist ég fyrst
Önnu Tómasdóttur, er ég fluttist
til Skagastrandar. Sigurður Sölva-
son, maðurinn minn sál., var áður
kvæntur Ragnheiði Árnadóttur,
hálfsystur Önnu. Vegna þessara
tengda var yngsta barn Ragnheið-
ar og Sigurðar alið upp hjá Önnu,
móðursytur sinni, en Ragnheiður
missti heilsuna eftir mjög stutta
sambúð með manni sínum og varð
að flytjast á sjúkrahús. Leystist
þá heimilið upp og börnunum
þremur var komið fyrir hjá
frændfólki sínu.
Eftir fárra ára sambúð okkar
Sigurðar fluttist Hallgrímur, son-
ur hans, til okkar frá Víkum. Ég
fann þá fljótt, að hann hafði notið
góðs og kristilegs uppeldis hjá
frænku sinni. Hún kenndi honum
að eignast þann fjársjóð, sem möl-
ur og ryð fær ekki grandað, trú á
lifandi Guð og handleiðslu hans.
Nú, við burtför þessarar vin-
konu minnar, vil ég segja: Ég
þakka Önnu af hrærðu hjarta fyr-
ir kærleika þann, fórnarstarf og
alla samúð, sem hún hefur sýnt
móðurlausa litla drengnum, sem
hún tók á heimili sitt. Ég bið
kærleiksríkan Guð aðlauna henni
á eilífa landinu kærleiksstarf sitt.
Sérstaklega vil ég þakka henni, að
hún kenndi honum að velja rétta
veginn til lífsins, trúna á frelsar-
ann, Jesúm Krist. Betra veganesti
getur engin móðir eða uppalandi
gefið börnum stnum, en trúna á
Guð og eilífa lífið. Ef ísland ætti
fleiri mæður llkar Önnu Tómas
dóttur, væri andlega ástandið hjá
okkar kæru þjóð ekki eins sorg-
legt nú og raun ber vitni um.
Ég óska henni velfarnaðar á
landi Ijóss og friðar, um leið og ég
sendi öllum ástvinum hennar
samúðarkveðjur.
Margrét Konráðsdóttir.
JÓN ÁSGEIRSSON,
Sunnubraut 44,
Kópavogi,
sem andaðlst 19. þ.m., verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
mánudaginn 28. janúar kl
10 30
Fyrir hönd konu, barna, systkina
og ömmu
Hildur E. Frímann,
Ásgeir Gíslason.
t
Móðir okkar
MÁLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
andaðist i Elliheimilinu Grund 24. janúar.
Börn hinnar látnu.
t
Þakka af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför,
PÁLS KRISTJÁNSSONAR, bónda,
Reykjum við Reykjabraut.
Sólveig Erlendsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
FREYJU ANDRÉSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A—7 deildar á Borgarspítalan-
um fyrir góða læknishjálp og hjúkrun, einnig organista og söngfólki við
útförina.
DroHmn blessi ykkur öll
Ebenezer Ebenezersson,
Ásta Hanna Ebenezerdóttir, Arngrímur Guðjónsson.
barnabörn og barnabarnabarn.