Morgunblaðið - 26.01.1974, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 26.01.1974, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 Það Eyjafólk, sem hefur getað flutzt til Eyja og fengið húsnæði þar í allri húsnæðiseklunni, hefur verið fljótt að koma eðlilegum svip á mannlffið þar. Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum af börnum að leik á barnaleikvellinum við Boðaslóð. 70 ný skip í flotann og 62 skip í smíðum Tíðar bilanir á Stál- víky hinum nýja skut- togara Siglfirðinga UM síðustu áramót var íslenzki skipastóllinn samtals 983 skip. samtals 154,168 hrúttólestir, en auk þess voru skráðir 1070 opnir vélbátar — samtals. 3.385 brl. Islenzk þilfarskip eru nú 902 að tölu og samtals 90.510 brl. Þessar upplýsingar er að finna í riti Siglingamálastofnunar ís- lands — Skrá yfir islenzk skip 1974 og þar kemur ennfremur fram, að á árinu 1973 bættust i MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemt frá Jóni Þórarinssyni, dagskrárstjóra hjá Sjónvarpinu með ósk um birt- ingu. Ólafur Haukur Símonarson hefur látið hafa eftir sér i blaða- viðtölum hvað eftir annað að undanförnu, að hann hafi látið af umsjón með sjónvarpsþættinum Vöku vegna „grundvallarágrein- ings“ um efni þáttarins og vegna „ofríkis’* og „ritskoðunar" af hálfu undirritaðs. Staðreyndir málsins eru þessar: Ráðningartími Ólafs Hauks SKIPAÐIR AÐSTOÐAR- MENN SÁTTASEMJARA MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá ríkisstjórn- inni, þar sem segir, að rfkisstjórn- in hafi á fundi sínum í fyrradag samþykkt að skipa þá Ölaf Björnsson prófessor og ilalldór Jakobsson framkvæmdastjóra í sáttanefnd til aðstoðar sáttasemj- ara ríkisins við lausn kjaradeilu Alþýðusambands íslands og \ innuvei tendasambands íslands. Sýninguraii á K jarvab- stöðum að l júka SÝNINGU á listaverkum í eigu Reykjavíkurborgar, sem nú stendur yfir á KjarvalsStöðum, lýkur á sunnudagskvöld, kl. 22. Hins vegar verður Kjarvalssýn- ingin áfram alveg til vors. Aðsókn hefur verið mjög góð á báðar þessar sýningar. Strax og sýning- unni á Reykjavíkurmyndunum lýkur verður sá salur tekinn und- ir alþjóðlega skákmótið, sem hér á að halda. íslenzkan skipastól alls 70 skip samtals 19.851 brl., en árið áður bættust við 75 skip, en aðeíns 8.167 brl. í fjölguninni á sl. ári eru nýju skuttogararnir mest áberandi, en auk þeirra voru keypt sex flutningaskip — Sæ- borg, Saga, Disarfell, Norðri, Kyndill og Hvalnes. Skuttogurum fjölgaði um 22 á árinu 1973, þeir voru um áramót- in 1972-73 alls 10 og samtals 4.993 Símonarsonar sem umsjónar- manns Vöku rann út um áramót og hafði engin ákvörðun verið tekin um að óska eftir framleng- ingu hans. Má því segja að „af- sögn“ umsjónarmannsins hafi verið ónauðsynleg. Þá þrjá mánuði, sem Ólafur Haukur Símonarson stárfaði við Vöku, kom aldrei til neins „grundvallarágreinings" um efn, hennar okkar á milli af þeirri einföldu ástæðu, að hann setti aldrei fram við mig neinar hug- myndir um breytingar á þætt- inum. Hafi einhverjar slíkar hug- myndir verið uppi, komu þær aldrei til minna kasta né heldur útvarpsráðs, sem hefur úrslita- vald um dagskrá Sjónvarpsins sem kunnugt er. Verður þvf varla sagt, að reynt hafi verið .til þrautar að vinna „hugsjónum" umsjónarmannsins brautgengi. Óskylt mál þessu er það, að ég hef að svo komnu ekki séð mér fært að stuðla að flutningi nema 5 af 7 leikþáttum fyrir börn, sem Ólafur Ilaukur Símonarson hefur samið fyrir sjónvarp sfðan í sum- ar. Ef einhverjum finnst hér slæ lega að unnið af minni hálfu, eða ef einhverjum þykir nauðsynlegt að sýna börnunum meira af „Krökkunum í Kringlugötu" (sem höfundur af einhverjum ástæðum virðist ekki lengur muna nafnið á), þá er það mál, sem útvarpsráð verður að fjalla um. Einu beinu afskipti mín af rit- stjórn Vöku á umsjónartíma Ólafs Hauks Símonarsonar — og þó raunar ekki fyrr en hann hafði sagt af sér starfinu, — eru þau, að ég lét fella niður úr þættinum 29. desember síðastliðinn ummæli Björns Th. Björnssonar um jóla- dagatal Umferðarráðs og Sjón- varpsins, ekki vegna þeirra skoð- ana, sem þar komu fram, heldur Framhald á bls. 18 brl., en á sl. ári jókst samanlögð stærð þeirra um 11.565 brl. Alls eru eiginlegir togarar nú 51 tals- ins, samtals 29.810 brl. I skránni kemur einnig fram, að þilfars- fiskiskip undir 100 brl. eru nú alls 631 og samtals 19.077 brl. — fiskiskip frá 100—499 brl. eru alls 248 talsins og samtals 52.759 brl. og fiskiskip 500—999 brl. eru alls 26 og samtals 20.016 brl. Mikill fjöldi skipa var í smíðum og umsamin fyrir fsl. kaupendur um þessi áramót. Innanlands voru þá alls i smíðum 44 skip — sam- tals 2.029 brl. Af þessum skipum eru 14 stálfiskiskip og 30 tréfiski- skip. Þannig er eitt 103 lesta stál- fiskiskip i smíðum á Akranesi, tvö á ísafirði, fjögur á Akureyri og í Garðahreppi einn skuttogari. Erlendis eru í smíðum eða um- samin alls um 18 skip — samtals um 11.571 brl., og eru það allt skuttogarar utan eitt varðskip. Tveir þessara togara eru í smið- um í Frakklandi, tveir í Noregi, fimm i Póllandi og átta á Spáni. Varðskiptið er sem kunnugt er i smíðum í Danmörku. Þá kemur fram í fyrrgreindu riti, að alls voru 39 skip strikuð út af skipaskrá á sl. ári — samtals 10.926 brl. Eins er þar skrá yfir aldur skipa, og kemur í ljós, að elzta skipið á skrá er smíðað 1894. Skip smfðuð fyrir 1946 eru þó aðeins 126 — samtals um 4.374 brl., en alls 566 skip — alls 103.938 brl. eru smiðuð árið 1960 og síðar. HINN nýi skuttogari Siglfirðinga — Stálvík, sem smíðaður var hjá skipasmíðastöðinni Stálvík í Garðahreppi, liggur nú I Isa- fjarðarhöfn vegna bilunar í vél, og á viðgerð að fara þar fram. Stálvík hefur verið á Isafirði undanfarin hálfan mánuð og sækist viðgerðin seint. Mikilla og margvíslegra bilana hefur orðið vart i togaranum allt frá þvi að hann kom til Siglufjarðar. Þannig var það fyrir jólin, að togarinn kom til hafnar eftir stutta sigl- ingu og höfðu þá vatnsleiðslur í skipinu sprungið. Voru þær úti við síðu á skipinu og óeinangr- aðar. Þá hafa einnig verið tíðar bilanir í fjarskiptakerfi skipsins og eins i radar þess. Bilunin í vélinni er þó umfangs- mest, en ekki er fyllilega ljóst, af hverju hún stafar. Vitað er, að fyrir nokkrum vikum fékk tog- arínn drasl í skrúfuna, er hann vjr á leið inn til ísafjarðar. Kaf- ara á ísafirði tókst þá ekki að ná draslinu úr skrúfunni og varð að fá björgunarskipið Goðann með tvo kafara til að vinna verkið. Allt siðan þá hafa bilanir á vél skips- ins verið tiðar — eitt sinn átti togarinn til að mynda að fara til Akureyrar, þar sem norskur sér- fræðingur beið til að líta á hann, en gafst upp eftir skamma sigl- ingu og varð að draga hann á leiðarenda. Þá hefur það komið fyrir, að togarinn hefur verið á ferð áfram en óvænt tekið að snú- 1 BÆJARÞINGI Reykjavíkur var fyrir nokkru kveðinn upp dómur f máli, sem einstaklingur í Reykjavík höfðaði gegn Bygg- ingarsamvinnufélagi atvinnu- bifreiðastjóra í Reykjavík og nágrenni. Var BSAB dæmt til að greiða honum vísitöluuppbót (samkvæmt húsbyggingarvísi- tölu) á fjárhæð, sem hann hafði lagt í íbúðarbyggingu hjá félaginu, en síðan fengið endur- greidda eftir að hann ákvað að hætta við fbúðarbygginguna vegna seinkunar á byggingu hennar. Var ákvæði i byggingarsamn- ingnum um, að félagið skyldi í tilviki sem þessu endurgreiða honum framlag sitt án vaxta, en að viðbættri hækk- un samkvæmt húsbygging- ast afturábak, líkt og gerðist með Júní í Hafnarfjarðarhöfn. Þessar tíðu bilanir á Stálvík hafa þegar valdið útgerð togarans hundruð þúsunda króna tjóni, auk þess sem skipið hefur ekkert getað stundað veiðar að ráði. Þó er gert ráð fyrir, að útgerðin fái tjónið bætt í gegnum tryggingar, því að skipið er enn innan 6 mán- aða ábyrgðartíma framleiðenda. Sú ábyrgð er þó háð þvi, að í ljós komi, að hér sé um að ræða fram- leiðslugalla. Tékkneska bamasýning- in út á land MYNDLISTARSÝNING tékkn- eskra barna, sem var í Bogasal Þjóðminjasafns fyrir skömmu, verður nú um helgina sett upp á Akureyri og Egilsstöðum, en myndum hefur verið skipt milli staðanna til sýningar og munu þær síðar verða sýndar á Húsavík. Á Akureyri verður sýningin í gagnfræðaskólanum á laugardag og sunnudag, kl. 14—19 fyrir almenning, en á mánudag, þr'iðju- dag og miðvikudag er sýning sér- staklega fyrir skólanemendur. Á Egilsstöðum er sýningin i skólahúsinu laugardag og sunnudag, kl. 14—20. arvfsitölu, (að frádregn- um umboðslaunum, auglýs- ingakostnaði og öðrum óhjá- kvæmilegum kostnaði). Stjórn BSAB hafði, nokkrum mánuðum eftir að viðkomandi byggingar- samningur var undirritaður, gert samþykkt um, að vísitölubætur skyldu greiddar, ef innistæða hefði staðið á byggingar- reikningi i minnst eitt ár. Sá einstaklingur, sem mál- ið höfðaði, hafði hins vegar ekki átt innstæðu á sínum byggingarreikningi nema i níu mánuði og neitaði félagið af þeirri ástæðu að greiða honum vísitöluhækkunina. Fleiri rökum studdi BSAB sýknukröfu sina í málinu, en borgardomari og með- dómendur hans, prófessor og tryggingafræðingur, tóku sýknu- kröfuna ekki til greina, heldur dæmdu félagið til aðgreiða mann- inum vísitöluhækkunina. Þess má geta, að BSAB á nú i fjölmörgum málum gegn aðilum, sem höfðu gert við félagið samninga um byggingu á ibúðum, og er i mörgum málanna, m.a. deilt um túlkun á ákvæðum bygg- ingarsamnings. I ofangreindu máli. er samningurinn einnig ágreiningsefnið og BSAB tapar því máli í undirrétti. Hins vegar hefur félagið áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. 2 skip seldu TVÖ skip seldu afla sinn erlendis f gær. Rán frá Hafnarfirði seldi i Hull — samtals 106 tonn fyrir 24.833 pund, eða 4,7 milljónir kr. Þá seldi Gunnar frá Reyðar- firði stórufsa i Bremer- haven — samtals 74 tonn fyrir 115 þúsund mörk, eða sem næst 3,5 milljónir króna. Áfengi svolgrað fyrir rúma 2 milljarði kr. HEILDAR-SALA áfengis á síðastliðnu ári nam samtals tveimur milljörðum og 56 milljónum króna í útsölum ATVR um allt land. Heildar- salan á þessu ári var rúmlega 550 milljónum meiri en árið 1972, en þess ber að gæta, að útsöluverð áfengis hækkaði nokkuð. Siiluaukningin árið 1973 frá árinu á undan varð 37,7%. í Reykjavík seldist áfengi á sl. ári fyrir um 1.6 milljarð, fyrir rúmar 200 milljónir króna á Akureyri og um 100 milljónir króna í Kefla- vík. Neyzluaukningin á árinu 1973 var tæp 5,5% eða 0,07 lítri, en áfengisneyzlan á mann mið- að við 100%áfengi var á árinu 2,88 lítrar og hefur ekki verið meiri. íslendingar eru þó ekki ýkja miklir drykkjumenn — miðað við skrá áfengisvarna- ráðs um neyzlu á hvern íbúa í ýmsum löndum árið 1971. Það árið var neyzlan hér á mann i 100% lítrum alls 2,7 og erurn við i 30. sæti. Hafa verður þá í huga, að hér er ekkert sterkt öl og lítið drukkið af léttum vínum. Miðað við neyzlu sterkra drykkja erum við mun ofar, eða í áttunda sæti. Staðreyndir um Vöku Fékk dæmda vísi- töluuppbót við riftun byggingarsamnings

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.