Morgunblaðið - 26.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974
3
Frá blaðamannafundinum með aðstandendum söfnunarinnar. (Ljósm. Mbl.: Br. H.)
15 milljónum alls.
Er við ýmsa erfiðleika aðetja
í þessum efnum, og ekki sízt
hina neikvæðu afstöðu hinna
heilbrigðu — fordóma þeirra
og ástæðulausan ótta við hina
holdsveiku. Af þessu leiðir
m.a., að holdsveikir reyna í
lengstu lög að leyna sjúk-
dómnum af ótta við að verða
útskúfaðir af samfélaginu. En
möguleikar til að hjálpa holds-
veikum eru læknisfræðilega
góðir, og sjúkdómurinn er
hvorki mjög smitandi né arf-
gengur.
Hafa menn bundizt samtökum
víða um heim til að útrýma
holdsveikinni, og hefur kirkjan
lagt þar, mikið af mörkum.
Einna ötulasti baráttumaður-
inn gegn holdsveikinni er
franski rithöfundurinn Raoul
Follereau, og það er einmitt til
þeirrar stofnunar, sem hann
veitir forstöðu, Ordre de la
Charité í París, sem söfnunar-
féð frá íslandi rennur, en hún
skipuleggur hjálparaðgerðirn-
ar. Þess má geta, að Norður-
landasamband holdsveikra-
hjálpar kirkjunnar hefur
undanfarin ár gengizt fyrir
bænagerð og fjársöfnun á þess-
um degi, en nú í ár leggja sem
sagt fleiri aðilar hönd á
plóginn.
Þó að hinn alþjóðlegi holds-
veikradagur sé á sunnudag, þá
stendur söfnunin hér á landi
alla næstu viku. Hvetja
aðstandendur hennar almenn-
ing til að senda framlög sín til
allra afgreiðslustöðva Lands-
bankans og í gíróreikning nr.
455, til Hjálparstofnunar kirkj-
unnar eða til Rauða krossins.
Þá veita prestar landsins fram-
lögum viðtöku á sunnudag.
Hjálparfélögin treysta á fram-
tak almennings, og hvetja fyrir-
tæki sérstaklega til að leggja
söfnuninni til framlög. Undir-
búningsvinna varðandi söfnun-
ina, m.a. af hendi Auglýsinga-
stofu Gísla B. Björnssonar, er
sjálfboðavinna.
Ber að vekja sérstaka athygli
á því, að aðeins 300 krónur
íslenzkar þarf til að greiða lyfja
kostnað fyrir einn holdsveikra-
sjúkling í heilt ár.
Styrktardagur holds-
veikra á simnudaginn
Holdsveikur maður, — fyrir læknishjálp Lv. og eftir t.h.
Á blaðamannafundi með M.
Jacques de Latour Dejean
sendiherra Frakka, Birni
Tryggvasyni, formanni Rauða
krossins, Páli Braga Kristjóns-
syni hjá Hjálparstofnun kirkj-
unnar og Jóni Sigurðssyni
borgarlækni, kom m.a. fram, að
löng en árangursrík barátta við
holdsveiki á íslandi hefði ekki
sizt heppnast fyrir framtak
erlendis frá. Væri það því
íslendingum verðugt verkefni
að styðja þá baráttu sem enn
stendur yfir erlendis. Síðasti
íslendingurinn veiktist af
holdsveiki 1957, en rétt fyrir
aldamótin voru um 200 manns
haldnir veikinni hér á landi. En
viða erlendis er ástandið enn
mjög slæmt, og hvað verst í
Afríku. Aðeins 3 miiljónir
manna með holdsveiki njóta
Iæknishjálpar og umönnunar af
SUNNUDAGURINN 27. janúar
er alþjóðadagur hjálpar og
bænagerðar fyrir holdsveika í
heiminum. Sameinuðu þjóð-
irnar hafa ákveðið. að síðasti
sunnudagur janúarmánaðar ár
hvert skuli verða sllkur dagur
söfnunar og hjálpar til handa
því fólki, sem þjáist af holds-
veiki um heim allan. Hér á
Íslandi hefur franski sendi-
herrann forgöngu um fjársöfn-
unina með aðstoð Rauða kross
tslands og Hjálparstofnunar
kirkjunnar, en franska ríkis-
stjórnin mun gangast fyrir
þessu víða um lönd á þessum
degi. Er nú talið að rúinlega 15
milljónir manna þjáist enn af
holdsveiki f heiminum, og
leggja aðstandendur söfnunar-
innar mikla áherzlu á, að fólk
taki höndum saman um að út-
rýma þessum válega sjúkdómi.
Tilkynningaskyldan
sannaði gildi sitt
EINS og öllum er í fersku minni
var Slysavarnafélags íslands
gahbað á svfvirðilegan hátt síðast-
liðinn sunnudag, þegar Loft-
ske.vtastöðin í Re.vkjavík móttók
neyðarskeyti þess efnis, að vél-
báturinn Jón á Hofi væri strand-
aður rétt austan Grindavíkur.
Morgunblaðið átti af þessu tilefni
tal við Hannes Hafstein fram-
kvæmdastjóra Slysavarna-
félagsins og spurði hann, hvernig
félagið hefði brugðizt við. Hannes
sagði:
— Strax var haft samband við
björgunarsveitina Þorbjörn í
Grindavik og formaður hennar,
Tómas Þorvaldsson, var beðinn
um að kalla hana út og vera
viðbúinn með björgunartæki —
en biða átekta á meðan reynt væri
að hafa samband við bátinn til
þess að fá nánari staðarákvörðun.
Á meöan á þessu stóð, tilkynnti
vélbáturinn Gullberg frá Vest-
mannaeyjum, sem var staddur
skammt vestan við Hópsness-
vitann, að þeir hefðu einnig heyrt
neyðarkallið. En þegar Jón á Hofi
svaraði ekki, var þegar haft sam-
band við Tilkynningarskylduna,
sem starfrækt er á vegum SVFÍ.
Samkvæmt spjaldskrá hennar átti
vélbáturinn Jón á Hofi að vera í
höfn i Vestmannaeyjum.
— Lögreglan i Vest-
mannaeyjum var þegar beðin
að athuga, hvort báturinn væri
enn í höfn og reyndist svo vera.
Jafnframt var haft samband við
skipstjóra Jóns á Hofi og bar allt
að sama brunni, staðfest var, að
neyðarkallið hafði ekki komið frá
bátnum og að um gabb hefði verið
að ræða. Þrátt fyrir þetta var
björgunarsveitin Þorbjörn beðin
um að ganga úr skugga um, að
ekkert óvenjulegt væri á fjörum i
nágrenni Grindavíkur og leitaði
hún frá Grindavík um Hópsnes,
austur fyrir Hraun, allt að Festar-
fjalli og varð einskis áskynja. Auk
þess sigldu tveir bátar, Gullbergið
frá Vestmannaeyjum og Hrafn
Sveinbjarnarson GK, grunnt með
ströndinni á þeim slóðum, sem
neyðarkallið gaf til kynna, að Jón
á Hofi hefði verið í nauðum
staddur. Ekkert fannst þar
athugavert.
— Hvernig varð ykkur starfs-
mönnum SVFI við, þegar bátur-
inn svaraði ekki?
— I fyrstu — sagði Hannes
Hafstein, datt okkur helzt í hug,
að brotsjór hefði riðið yfir bátinn,
en á þessum slóðum var þá suð-
vestanátt,7 vindstig oghaugasjór.
Strandi bátur á ströndinni við
Grindavík, er það allt annað en
leikur, enda sýnir sagan, að við
ströndina þar hafa gerzt margir
slikir hlutir — en í þessu tilviki
kom glöggt í ljós, hvað spjaldskrá
Tilkynningarskyldunnar er mikil-
væg og handhæg til að kanna
ferðir skipa og báta. Þetta vil ég
sérstaklega leggja áherzlu á.
— Slysavarnafélagið vill, að
gefnu tilefni, brýna mjög fyrir
skipsstjórnarmönnum, að vel sé
gengið frá bátum t höfn og öll
tæki, svo sem eins og neyðartal-
stöðvar, lokuð niðri, svo að Pétur
eða Páll komist ekki i þau og geti
leikið þann gráa leik, sem ein-
hversstaðar var leikinn aðfarar-
nótt siðastliðins sunnudags. Þó
skal það tekið fram, að ekkert var
athugavert við vélbátinn Jón á
Hofi f Vestmannaeyjum þessa
nótt, en lögreglan fór um borð í
bátinn strax og i ljós kom, að
hann var i Eyjum. Var hann harð-
læstur og allt með eðlilegum
hætti. Ilins vegar er það ákveðið
vandamál, sem skipstjórnarmenn
verða að horfast í augu við, að
alltaf annað slagið er verið að
brjótast um borð í vélbáta. Þar
eru að verki svokallaðir pillu-
menn, sem vilja komast i lyfja-
skrín bátanna.
Þess má geta, að neyðarkallið
falska kom á örbylgju — svo-
kölluðum kanai 16, sem er
neyðarbylgja á örbylgjusviði, likt
og 2182 er neyðarbylgja á mið-
bylgjusviði.
Þeir, sem göbbuðu SVFI s*ðast-
liðinn sunnudag eru enn
ófundnir.
Hannes Hafstein framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélags íslands.
Athugasemd
Skrifstofustúlka hjá Samtökum
herstöðvarandstæðinga, Asthi ld-
ur Ingadóttir, hafði samband við
Mbl. vegna dagskrárkynningar i
blaðinu í gær. Það var greint frá
efni Landshorns, þ.e.a.s. umræð-
um um varnarmálin, og sagt, að
Dagur Þorleifsson væri þar full-
trúi Samtaka herstöðvarandstæð-
inga. Ásthildur mótmælti því, að
Dagur kæmi fram í þættinum sem
fulltrúi Samtaka herstöðvarand-
stæðinga.
Óskað eftir
sjálfboðaliðum
í gær hafði Mbl. samband við
Árna Bjarnarson, sem veitir for-
stöðu skrifstofu „Varins lands" á
Akureyri. — Árni sagði að undir-
tektir væru góðar þar nyðra og
gengi undirskriftasöfnunin sam-
kvæmt því.
Árni sagði, að nú væri mikil
þörf fyrir sjálfboðaliða, og vildi
hann þess vegna hvetja stuðn-
ingsmenn „Varins lands" til að
hafa samband við skrifstofuna
sem allra fyrst.
Skrifstofan er í Brekkugötu 4 á
Akureyri, og eru símanúmerin
22317 og 11425.
Opinberar auglýs-
ingar misnotaðar
I UMRÆÐUM á Alþingi á
fiinmtudaginn kom fram í ræðu,
sem Bjarni Guðnason hélt, að
mjög virðist tíðkast, að opinberir
aðilar auglýsi í sumuin pólitísku
vikublöðunum þannig, að til-
greindir frestir til að skila um-
sóknum, standa í skilum með
greiðslur o.s.frv. séu liðnir, þegai-
viðkomandi blað kemur út.
Nefndi Bjarni blað Hannibalista
Þjóðmál, sem dæmi um þetta og
las upp nokkrar auglýsingar úr
einu töluhlaði þess blaðs á sfðasta
ári máli sínu til staðfestingar.
Ekki kom þó Bjarni með pálm-
ann i höndunum út úr þessum
umræðum, því fyrrverandi
flokksbróðir hans, Karvel I’álina-
son. dró upp úr pússi sfnu tvö
tölublöð af blaði Bjarna Nýju
landi og las upp úr því auglýsing-
ar, sem eins var ástatt uin.
Þessi orðaskipti áttu sér stað í
tilefni af umræðum á þinginu um
þingsályktunartillögu um fjár-
reiður stjórnmálaflokkanna.
Kallaði Bjarni Guðnason þetta
vera rán á opinberu fé, sem væri
dulbúið í auglýsingum af þessu
tagi. Þá sagði Bjarni, að félags-
málaráðuneytið og saingöngu-
ráðuneytið (ráðune.vti Björns
Jónssonar) neituðu að auglýsa i
Nýju landi og taldi hann þaðstafa
af pölitiskum ástæðum.
Karvel Pálmason dró, eins og
áður segir, af tilefni orða Bjarna,
úr pússi sínu tvö nýleg tölublöð af
Nýja landi og las þar upp tvær
auglýsingar, sem eins var ástatt
fyrir og auglýsingununt, sem
Bjarni hafði lesið upp úr Þióðmál-
um. Sagði Kaivel það vera al-
menna reglu, að ef menn ijenntu
að eltast við allt, sem Bjarni'segði.
væri hægt að reka altt ofan i
hann. Vegna þess, að umræðutimi
hafði verið skorinn niður af for-
seta gafst Bjarna ekki tækifæri til
að svara fyrir sig.
Vínar-
pylsur
94%
270 kr.
114. ian.
■1974
139 kr.
i. ág. r
1971
llækkun í tíð vinstri stjórnar.