Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 5

Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 5 Kristbjörn Tryggvason: Hríngurinn 70ára HRINGURINN, kvenfélagið, sem allir þekkja og ekki síst börnin, er í dag 70 ára gamalt, stofnað 26. janúar 1904. Það voru 45 konur, sem stofnuðu félagið, og fámennt hefur það alltaf verið, aldrei fleiri en 200 konur, sem mun vera nú- verandi félagstala, en lengst af munu starfandi félagar hafa verið um 100. Það gegnir því furðu, hve miklu félagið hefur fengið áorkað á giftudrjúgum starfsferli, og hlýtur hlutur hverrar félagskonu að vera ærið stór, þegar litið er á afköstin. Segja má, að tveir þættir líkna- mála hafi verið mest áberandi hjá félaginu og hvor þáttur nú staðið i 35 ár. Við stofnun félagsins var berklaveikin alvarlegasti sjúk- dómurinn hérlendis og hjó stór skörð í raðir unga fólksins. Þann vágest tókst að kveða niður og lögðu þar margir hönd á plóg, en þáttur Hringsins var þar stærri en almennt er vitað, því ekki var öll hjálp tiunduð frekar þá en nú. Áður en ríkið tók að greiða sjúkrakostnað berklaveikra, greiddi þetta fámenna félag dvalarkostnað ótrúlega margra sjúklinga og greiddi götu þeirra á ýmsan hátt og lauk afskiptum sín- um af þeirra málum með því að byggja og reka Hressingarhælið í Kópavogi um árabil og gefa siðan ríkinu hælið til annarra þarfa, þegar berklar voru sigraðir. Strax var tekist á við nýtt verkefni og hafin fjársöfnun til barnaspítala árið 1939. Barna- spftalasjóður Hringsins varð brátt þekktur og vinsæll, gjafir streymdu i sjóðinn, stórar og smáar, en mestu munaði þó um framlag félagskvenna sjálfra, sem voru óþreytandi að finna nýjar og frumlegar fjáröflunarleiðir og að fáum árum liðnum var félagið til- búið að hefja byggingu spítalans. Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða raktar hér, liðu þó 15 ár uns hafist var handa, en þá afhenti félagið sjóði sína til viðbyggingar Landspitalans og varð það bein- linis forsenda þess, að sú bygging var hafin. Barnaspítali Hringsins var vigður árið 1965, eftir aldar- fjórðungs þrotlaust starf fámenns, en einhuga félags. Á meðan verið var að byggja spítalann gekkst félagið fyrir stofnun barnadeildar við Land- spitalann og greiddi allan búnað deildarinnar, sem starfaði i rúm- lega 8 ár. Næsta verkefni var Geðdeild Barnaspitala Hringsins, sem lokið var við árið 1970 og en er haldið áfram. Senn hefst nýtt 35 ára tímabil stórra átaka, enn vantar marg’ar stofnanir fyrir börnin okkar og Hringurinn er stað- ráðinn í að byggja það sem byggja þarf í næsta áfanga. i dag minnast félagskonur afmælisins í félagsheimiíi sínu að Ásvallagötu 1, en 15. febrúar verður haldið hóf að Hótel Borg, þar sem vonast er til, að vel- unnarar félagsins fjölmenni. Að endingu vil ég svo þakka fyrir ánægjulegt samstarf sl. 35 ár og óska félaginu allra heilla, gæfu og gengis við næstu verkefni. Kristbjörn Tr.vggvason. Hestamannafélaglð Fákur Árshátlð félagsins verður haldin á Hótel Borg laugardaginn 2. febrúar og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 19. Aðgöngumiðar verða afhentir á skrifstofu félagsins og hjá Kristjáni Vigfússyni. Borð- og miðapantanir verða að Hótel Borg milli kl. 1 7 og 19 fimmtudaginn 31. janúar og verða þá miðar afhentir ef eitthvað er óselt. Félagar fjölmennið á árshátíð ykkar. Athugið: Kaffistofurnar eru opnar laugardaga og sunnudaga kl. UNGÓ UNGÓ Haukar Sætaferðir frá Umferðamiðstöðinni kl. 9.30. Fellihurðir eru farsæl lausn. Fellihurðaskápar erframtíðin. ÁLNIUR SF„ sími 71 732, 43761. ÞURFIÐ ÞÉR HÍBÝLI? íbúðir í smíðum ★ 2ja herb. fokheld íbúð við Nýbýlaveg með bílskúr. Afhent pússuð utan með verksmiðjugleri í gluggum. Tilbúin til afhendingar. if 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í smíðum i miðbænum i Kópavogi. Sameign fullfrágengin. Sameiginleg bíl- geymsla. Afhentar tilbúnar undir tréverk um n.k. áramót. Kaupendur athugið if að beðið er eftir láni Húsnæðismálastjórnar, áð eindagi umsóknar um lán Húsnæðismálastjórnar er 1 febrúar n.k. að teikningar eru til sýnis á skrifstofunni. að skrifstofan er opin kl. 10 — 1 6 á laugardag. HÍBÝLI & SKIP Dansað I kvöld viÖ hljóÖfæraslátt og hljómplötuleik. STEINBLÓM leikur á ný eftir stórkostlega andlitslyftingu og sex tíma hjá snyrtisérfræÖingi. GjaldiÖ er 250 speslur. Aldurstakmark f. '58 og eldri. Allir velkomnir og takiÖ meÖ ykkur gesti. Gætiö auglýsingarinnar. Bimbó les úr nýjum barnabókum. DYJOTNIN #4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.