Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974
11
ELÍNU PÁLMADÓTTUR
I Lesbók Mbl. birtist nýlega
grein undir fyrirsögninni „Þeg
ar fjölskyldan varð til“. Er það
kafli úr bókinni „Hvaðan kom
konan?" eftir Elaine Morgan.
Ekki er undarlegt þótt títt birt-
ist greinar um þessi mál nú á
tímum, þegar heimurinn breyt-
ist svo hratt, að maður hefur
ekki við að átta sig. Þegar fjöl-
skyldan og heimilin virðast
véra að taka slfkum ham-
skiptum, er ekki að furða,
þótt i endurmati sé reynt
að átta sig á upprunan-
um og ástæðunni. Því auð-
vitað eru það fjölskyldurn-
ar sjálfar og einstaklingarnir,
sem byggja þær upp, sem end-
urmeta stöðu sína, ákveða að
halda henni óbreyttri eða reyna
að breyta fjölskyldumynztrinu
og heimilinum í samræmi við
niðurstöður.
Mörgu skemmtilegu er slegið
fram, þegar farið er að leita
uppruna þessa fyrirkomulags,
sem svo lengi hefur ríkt, í þeim
tilgangi aðtakaýmsaþætti þess
til endurskoðunar. Vega og
meta hvort þeir eru enn í góðu
gildi eða megi fara forgörðum.
Þessa skýringu las ég einhvers
staðar á tilvist heimilisins og
hjónabandsins:
„Guðirnir gáfu manninum
eldinn, þá fann hann upp elda-
vélina. Ogguðirnir gáfu mann-
inum ástina, en þá þurfti hann
endilega að finna upp hjóna-
bandið.“
Guðunum hefur gjarnan ver-
að þakkað eða kennt um allt,
sem orðið hefur í henni veröld.
Var þaðtil dæmis ekki guð, sem
samkvæmt góðri bók á að hafa
valið bognasta beinið i líkama
karlmannsins til að gera úr því
konu — og lagt þannig grund-
völlinn að því, að eitthvað sé
bogið við hana og konur beygð-
ar frá upphafi undir vald þess-
arar beinvöxnu hetju? Varla á
guðdómurinn þó alla þökk eða
sök á fyrirkomulaginu, þótt
vottorðin hafioft verið út gefin
í hans nafni um að einhver hafi
fengið eignarhald á annarri sál
og eigi hana með húð og hári til
eignar og ábúðar til loka jarð-
vistar — og sumir segja lengur,
— a.m.k. ef viðkomandi hefur
ekki átt marga maka á jarðvist-
ardögunum.
Greinin í Lesbókinni tekur
fyrir þróun mansins frá upp-
hafi og fellir konuna og fjöl-
skylduna þar i. Ætli ekki sé
nálægt sanni, að uppruna þessa
fyrirkomulags sé að leita í þró-
unarkenningunni, eins og
flestra annarra athafna manns-
ins á jörðinni. Manneskjan hef-
ur haft makalaust lag á að
koma sér skynsamlega fyrir í
skrýtnum og oft óvinveittum
heimi og búa sér til reglur, sem
reynslan kenndi og við átti
hverju sinni.
Ekki fyrir alls löngu las ég
grein eftir bandariskan próf-
essor — konu, sem hafði mikið
velt þessum málum fyrir sér.
Og niðurstaða hennar var sú, að
hinn öri andlegi þroski manns-
ins og stækkunin á höfði hans i
samanburði við aðra likams-
hluta, væri frumorsök fjöl-
skyldunnar og stöðu konunnar í
heiminum. Þegar maðurinn tók
að vitkast og andlegur þroski
hans óx miðað við likamsþrosk-
ann, þá stækkaði höfuðið.
Vegna þess hve fóstrið varð
höfuðstórt, verður það að fæð-
ast áður en það er líkamlega
fært um að koma í heiminn og-
bjarga sér. Líkamsbygging kon-
unnar leyfir ekki annað. Og
ekki verður á móti því mælt, að
mannsbarnið kemur vanbúnara
í heiminn en öll önnur dýraaf-
kvæmi. Það er hjálparlausara
og lengur ófært um að bjarga
sér sjálft, fer t.d. ekki að rísa
upp og ganga, hvað þá hlaupa,
fyrr en eftir langan tíma. Af
þeim sökum er það að sjálf-
sögðu algerlega háð annarra
umönnum. Það bókstaflega
ferst, ef enginn tekur það upp á
sina arma. Og að sjálfsögðu
varð það móðirin, sem það
gerði. Þó prófessorinn geti
kannski orðið doktor út á svo
frumlega kenningu, þá verður
hún sjálfsagt aldrei sönnuð,
fremur en til dæmis uppruni
margra orða og heita. Þar verð-
ur maður bara að trúa því, sem
skynsamlegt þykir og rökrétt.
Og þessi skýring er að minnsta
kosti ekki óskynsamleg.
Og prófessorinn rekur kenn-
inguna áfram. Ur því móðirin
var algerlega bundin við að
annast barnið, gat ekki frá því
vikið, og varð að bera það með
sér hvert sem var, þá gat hún að
sjálfsögðu illa séð þeim fyrir
viðurværi. Og þar kemur hlut-
verk karlmannsins, sem ekki
var viðbundinn. Hann gat elt
veiðidýr og verið burtu tímun-
um saman, ef þörf krafði. Það
féll því i hans hlut að sjá fyrir
lífsviðurværi og öðru þvf, sem
konan gat ekki elzt við, þar sem
afkvæmi hennar var illa ferða-
fært. Hún settist því að og beið
maka síns, gætti bús og barna,
varð háð aðdrætti hans að
heimilinu.
Og þar sem maðurinn er einn-
ig einasta h'fveran í heiminum,
sem hefur þroskazt til þess að
geta munað og lært af fenginni
reynslu og séð fyrir hluti og
skipulagt fyrirfram, þá hefur
hann gert úr þessu heilt kerfi
— hjónabandið með eiginkonu
heima áheimilinu.
Siðan þurfti að kenna öllum
að hegða sér skynsamlega, eftir
því kerfi, sem reynsian sýndi,
að var hagkvæmast og tryggja
að þeir gerðu það. í erfiðum
árum gat það blátt áfram bjarg-
að kynstofnunum. Og til að
mynda þetta skynsamlega
tryggingarkerfi, komu trúar-
bragðahöfundarnir til bjargar,
eins og þeir hafa ávallt gert.
Þeir festu þessar hentugu hegð-
unarreglur í kennisetningar.
Það er jafnan áhrifaríkasta að-
ferðin til að kenna fölki það,
sem skynsamlegt er talið.
Tryggja, að það trúi, að þetta sé
það eina rétta og að einhver,
sem það trúir á, hafi sagt
þaðog skipað málum svo. Þann-
ig kenndi Múhameð sínum
áhangendum að þvo sér ávallt
áður en þeir ganga til bæna í
moskunum, því þrifnaður skipt-
ir höfuðmáli í heitum löndum,
trúarbrögð Gyðinga bönnuðu
þeim að eta svinakjöt, þegar
ormar í svínum sýktu fólk og
Indverjum var bannað að drepa
helgar kýr, af þvi þær voru
dráttardýrin, sem ná vatninu
upp úr brunninum, plægja akr-
ana, gefa eldsneyti og mjólkur-
dreitil og eru forsenda þess, að
hægt sé að lifa eftir hungurs-
neyð. Þannig setja öll trúar-
brögð lífsformið í nauðsynlegar
og skynsamlegar skorður og fá
menn gegnum trú til að fara
eftir þeim. í frumstæðum þjóð-
félögum má enn sjá hvernig
leiðtogarnir koma á framfæri
reglum og óskum gegn um
töframennina, sem eiga að
flytja þær frá guðunum, þvi þá
skilur fólkið að eftir þessu á að
fara. Þannig hafa forsendurnar
orðið til fyrir því fyrirkomu-
lagi, sem við höfum byggt okk-
ar lífsmynztur á og sém við
búum við í dag.
Og hvað nú? Viða er farið að
höggva í undirstöðuna — þenn-
an grunn, sem allt byggðist
upphaflega upp af. Barnið hef-
ur önnur skilyrði til að lifa af í
þjóðfélagi trygginga og félags-
legrar samhjálpar. Konan vill
ekki lengur taka að sér það
hlutverk, að vaka ein yfir því
og víkja ekki frá því. Karlmað-
urinn vill ekki sjá einn allri
fjölskyldunni fyrir viðurværi.
Af því koma eðlilega vangavelt-
ur, umtal og skrif i blöð og
bækur. Viljum við lagfæra eða
gera róttækar breytingar á lífs-
forminu? Að hve miklu leyti er
það úr sér gengið með breyttum
forsendum? Hver vill hvað og
hversu mikið vill hver?
Það er alltaf skemmtilegt að
koma í Gallerí SUM, sem er rekið
af yngri myndlistarmönnum
okkar og hefur nú unnið sér
fastan sess í sýningarlífi borgar-
innar. Þar kennir að visu margra
grasa, en annað væri óeðlilegt,
þar sem ungir listamenn vilja
jafnan að koma fram með nýjung-
ar, og þannig á það að vera. Ekki
verður með sanni sagt, að allt sem
SUM hefur boðið sé jafngott og
frumlegt, en skiljanlega hefur
verið nokkur tröppugangur á
hlutunum.
Nú hefur ungur myndlistar-
maður kvatt sér hljóðs i fyrsta
sinn með einkasýningu, en það er
jafnan skemmtilegt og forvitni-
legt að fylgjast með þvi er þannig
kemur fram, ef alvara fylgir.
Þessi ungi maður er Hallmundur
Kristinsson, ættaður úr Eyjafirði,
og hefur nýlega lokið námi við
Myndlista- og handíðaskóla
Islands. Hann sýnir þarna 40
myndverk, sem flest eru unnin
sem málverk og teikningar. Það
er all sérstætt við þessa sýningu,
hve víða þessi ungi listamaður
leitar fanga, og notar hann ýmis-
legt til að hressa upp á sjálfan
myndflötinn. Þarna má sjá gærur,
dósalok, tuskur ogýmislegt fleira,
sem sameinað er litnum og látið
verka sem hluti af sjálfri mynd-
gerðinni. Þetta tekst ekki
óhönduglega og skapar visst líf í
myndgerð, sem annars er unnin á
háttbundinn og nokkuð fágaðan
máta.
Hallmundur hefur allgóða til-
finningu fyrir litnum sem slikum,
en það er áberandi, hve átakið
vantar, til að þessi verk verði
eftirminnileg. Þaðværi aðminum
dómi sanngjarnt að segja í heild
um þessa sýningu, að hún væri
hvorki frumleg né stórbrotin, en
mjög þokkaleg og að sjá megi viss
fyrirheit, sem gætu gróið og
þroskast með þessum unga lista-
manni, er hann hefði fengið meiri
reynslu og jafnvel skólun. Hann
er, eins og fleiri ungir menn, upp-
tekinn af gagnrýni á samfélag sitt
og umhverfi, en það verður að
segja Hallmundi til hróss, að
hann lætur þessa þætti ekki yfir-
buga 'hið myndræna. Stundum
lætur hann texta fylgja i mynd-
fletinum, og er það í sjálfu sér
ekki nein nýjung. En ef það er
gert, verður letrið að setjast á
flötinn eftir lögmálum mynd-
byggingar, en ekki til að skila
samfelldum texta. Það eru til
málarar, sem t.d. nota letur og
tölustafi til að byggja upp mynd-
efnið. Þessu er ekki til að dreifa
hjá Hallmundi. Textinn á að skila
sér sem boðskapur eða útskýring
og verður því aukaatriði í sjálfri
myndheildinni. Þetta er atriði,
sem Hallmundur ætti að íhuga
nánar.
Þetta er þokkaleg sýning og ég
hafði meiri ánægju af að skoða
hana en margar aðrar, sem verið
hafa í Gallerí SUM. Ég held, að
Hallmundur Kristinsson megi vel
við una, en það er alltaf hollt fyrir
unga menn, sem eru að leggja á
listabrautina að hafa hugfast, að
aðeins með ósérhlífni og sjálfsaga
verða hlutirnir að því, sem gildir
og það þarf mikla vinnu og aftur
vinnu til að komast að sannleika
og upprunalegum eigindum sjálfs
sin.
Hér er á ferð ungur myndlistar-
maður, sem vinnur af alvöru og
gerir sitt besta. Hann á það skilið,
að honum verði veitt eftirtekt, og
það verður fróðlegt að sjá, hverju
fram vindur í myndlist hans á
næstu árum.
Hryðjuverka-
menn á Ir-
landi gera árás
úr þyrlu
Belfast, 24. jan., NTB
HRYÐJUVERKAMENN á Norð-
ur-írlandi gerðu í dag í fvrsta
skipti loftárás á andstæðinga
sína. Þeir köstuðu sprengjum á
Iögreglustöð úr stolinni þyrlu, en
hittu ekki og enginn slasaðist.
Hins vegar tókst þeim að komast
undan, enda kom árásin mjög á
óvart, nánast eins og þruma úr
heiðsklru lofti.
Sprengjurnar voru í tveim
mjólkurfötum, sem var þeytt út-
byrðis, meðan þyrlan hringsólaði
yfir lögreglustöðinni. Önnur
þeirra kom niður 50 metra frá
lögreglustöðinni, en hin lenti i á
um hálfan kílómetra frá henni.
Þyrlan tilheyrir leiguflugfélagi
i Dublin. Hún var pörituð fyrir
tveim vikum og sagt, að frétta-
menn ætluðu að nota hana til
loftmyndatöku. Þegar mennirnir
fjórir komu til flugvallarins, voru
þeir vopnaðir og neyddu flug-
manninn til að lenda fyrst á engi,
þar sem fjórar mjólkurfötur voru
teknar um borð.
Þaðan var flogið áleiðis til lög-
reglustöðvarinnar, en á leiðinni
var tveim mjólkurfötum hent fyr-
ir borð, liklega í æfingaskyni.
Þær sprungu með miklum látum i
skógarrjóðri og þótti hryðju-
verkamönnunum sér þáekkert að
vanbúnaði að leggja til atlögu við
lögreglustöðina. Hittni þeirra
reyndist þó ekki meiri en fyrr
segir.
Valtýr Pétursson skrifar um myndlist