Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 14

Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 14
14 MÖKÖÚNBLÁÐrÐ; LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1974 Eyjólfur K. Jónsson o.fl. Alþingi mæli fyrir um virkjanir í Skagafirði EYJÓLFUR K. Jónssun (S) hef- ur ásaml þremur öðrum þing- mönnum Norðurlandskjördæmis veslra flull Ivær þingsál.vklunar- tillögur um virkunarmál í Skaga- firði. Kr önnur tiliagan um. að hraðað verði eins ug frekast er unnt framkvæmdum við virkjun Fljótaár í Skagafirði við Þverá. Jafnframt verði Skeiðsfossvirkj- un tengd Skagafjarðarveitu á næsta sumri. Skuli að því stefnt, að virkjunarframkvæmdum Ijúki um næstu áramót. Hin tillagan er um. að hraðað verði undirbúningi að fram- kia'mdum við virkjun Svartár í Skagafirði við Revkjafuss. Skuli að því stefnt að ljúka virkjunar- framkva*mdum fyrir lok ársins 1975. Meðflutningsmenn að tillögum þessum eru Pálmi Jónsson (S), Pétur Pétursson (A) og Björn Pálsson (F). í greinargerð með tillögunni um virkjun Fljótaár segir m.a.: „Allt frá árinu 1969 hafa verið uppi um það hugmyndir að virkja Fljótaá neðan núverandi Skeiðs fossvirkjunar. Er þar um að ræða litla, en hagkvæma virkjun, 1.6 megavött, og framleiðslugeta er um 9 GWh á ári. í samræmi við bréf iðnaðarráðuneytisins, dag- sett 22. sept. 1971, var lokið við áætlunargerð um þessa virkjun og hún send ráðuneytinu með bréfi, dagsettu 6. des. 1971. Heíldarkostnaður skv. þeirri áætl- un bendir til þess, að virkjunar- kostnaður muni nú vera um 100 millj. kr. Skv. lögum nr. 98/1935 hefur bæjarstjórn Siglufjarðar heimild til virkjunar Fljótaár, og skv. 7 gr. orkulaga, nr. 58 frá 1967, þarf einungis ráðherraleyfi til að reisa og reka raforkuver 200 —2000 kílóvött, og mundi samþykkt þingsályktunartillögu þessarar leggja þá skyldu á herðar ráð- herra raforkumála að heimila Siglufjarðarkaupstað þessa fram- kvæmd, en ráðuneyti hans hefur engu svarað bréfum Rafmagns- veitu Siglufjarðar um þetta efni, allt frá því, er ráðuneytið ritaði bréf sitt 22. sept. 1971. Tilboð í vélar og rafbúnað þessarar virkjunar liggja fyrir. Tilboðunum þarf að svara fyrir 28. febr. n.k., en þá ættu vélarnar að fást afgreiddar fyrir áramót. Skiptir því miklu, að þingsálykt- unartillaga þessi verði samþykkt fljótt. Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan raf- orkuskort á Norðurlandi vestra hefur orkumálaráðherra fram til þessa ekki veitt heimild fyrir virkjuninni i Fljótaá. Og engar horfur eru á, að hann veiti slíka heimild nema skv. beinum fyrir- mælum Alþingis." Þá segir m.a. í greinargerðinni með tillögunni um virkjun Svartár: ,,Með lögum nr. 28 frá 16. apríl 1971 var heimiluð virkjun Svartár í Skagafirði við Reykjafoss. Er þar gert ráð fyrir virkjun um 3.8 megavött. Þessi virkjun var full- hönnuð í ársbyrjun 1971, og var þá gert ráð fyrir, að heildar- kostnaður væri um 95 millj. kr., sem nú gæti numið um 165 millj. kr. Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan raf- orkuskort á Norðurlandi vestra Framhald á bls. 18 Alþingi ein málstof a? AIMfKil A FUNDI neðri deildar sl. fimmtudag mælti Benedikt Gröndal (A) fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga, sem hann flvtur, og gerir ráð fyrir, að niður verði lögð deildaskipting Alþing- is og þingið starfi í einni mál- stofu. í ræðu, sem Ilannibal Valdi- marsson (SFV) flutti, kom fram, Þingspjall ALÞINGI tók að nýju til starfa sl. mánudag að loknu jólaleyfi þingmanna. Eins og allir vita, lauk þinghaldinu fvrir jólin með talsverðum átökum um af- greiðslu tollskrárfrumvarpsins. Ríkisstjórnin valdi þann kost að láta málið ekki koma til af- greiðslu á þinginu, þar sem sýnt var, að hún hafði ekki meirihluta i neðri deild til að koma í gegn ákvæði í frumvarp- inu um 1% hækkun sölu- skatts, sem hnýtt hafði ver- ið við það. Sú breyt- ing, sem til stóð að gera á tollskránm, var nauðsynleg til að gera íslenzkan iðnað sam- keppmsfæran við erlendan, en skv. samningum við Efta og EBE lækkuðu tollar á er- lendum iðnaðarvörum um áramótin. Ekki hefur þessa fyrstu viku þingsins eft- ir jölin bölað á því, að ríkisstjórnin hyggist reyna að koma þessu bráðnauðsyn- lega máli i gegnum þingið. Hlýtur þó að því að draga, að málið komi aftur á dagskrá Al- þingis. Astæðan fyrir þv*í, að hér er minn/.t á þetta mál er sú, að þetta er eitt af þeim málum, sem nú kann að ráða því, hvort ríkisstjórnin situr skemur eða lengur við völd. Fleíri mál koma þar til. Er þar fyrst að nefna varnarmálin, en svo virð- ist sem mikill skoðanaágrein- ingur sé innan stjórnarflokk- anna um, hversu knýjandi sé orðið, aðþað mál komi til kasta þingsins. Oddvitar Alþýðu- bandalagsins virðast á einu máli um. að málið hljóti að koma fyrir nú mjög bráðlega, þar sem 6 mán- aða endurskoðunartími varn- arsamningsins sé nú út- runninn. Er það mál manna, að Alþýðubandalagið kunni eitt- hvað að slá af kröfum sínum i varnannálunum. A.m.k. taka menn eftir, að I sknfum Þjóð- vtljans er nú búið að fella út úr hinni frægtt klausu málefna- samningsins tun varnannálin wðin „á kjortímabilinu". Framsóknarflokkurinn vill fara sér hægt í varnarmálun- um. Forystumenn hans Iáta á sér skilja, að fyrirhugaður samningafundur við Banda- n'kjamenn, sem sennilega fer ekki fram fyrr en 12. febrúar, verði alls ekki hinn síðastí. Kunni tveir eða þrir fundir að verða haldnir í viðbót, og ekki komi til greina, að afskipti Al- þingis af málinu hefjist fyrr en niðurstaða samningaviðræðn- anna liggi fyrir. Þá vekur eftir- tekt, að þrir þingmenn Fram- sóknarflokksins virðast munu verða algjörlega mótfailnir ein- hliða uppsögn samningsins af hálfu íslendinga. Er þar um að ræða Jón Skaftason og Birnina, Pálsson og Fr. Björnsson. Þriðja stórmálið, sem nú bíð- ur þess, að á því verði tekið, eru yfirstandandi kjarasamningar. Svo virðist sem Alþýðubanda- lagsmenn vilji halda að sér höndum í því máli, þar til séð verður fyrir end- ann á varnarmálunum. Hvílir líka mikil ró yfir samn- ingamálunum í augnablikinu bæði af hálfu launþegasamtak- anna og vinnuveitenda. Má bú- ast við, að Alþýðubandalagið ætli sér að beita sér af hörku innan verkalýðshreyfingarinn- ;u’ í kjaramálunum ef ekki fæst einhver lausn á varnarmáiun- um, sem þeir geta skrifað und- ir. Þá bólar ekki á neinum ráð- stöfunum frá hendi ríkisstjórn- arinnar til lausnar i efnahags- málunum. Hefði einhver haldið, að hún reyndi að nota sér jöla- leyfið til að undirbúa tillögur sínar til lausnar þeim gífurlega vanda, sem þar er við að glíma. En svo virðist sem ríkisstjórnin sé ánægð með að láta hverjum degi nægja sína þjáning og sitja meðan sætt er. Ber þessi fyrsta vika þinghaldsins eftir jól þess glöggan vott, því að þar hefur ekkert komið fram, af hálfu ríkisstjörnarinnar til lausnar aðsteðjandi vandamálum. Ekki skal hér neinu spáð um, hversu langlíf þessi rikisstjórn verður úr þessu. Vera má að henni takist að „skáskjóta" málum sínum i gegnum þingið, eins og einn af aðstandendum hennar komst að orði fyrir skömmu. Hvernig sem fram- vinda mála verður, er nokkurn veginn fullvíst, að ekki verða þingkosningar fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Fari ríkis- stjórnin frá alveg á næstunni verður að fresta kosningum til haustsins, þar sem bæjar- og sveitarstjórnarkosningar standa fyrir dyrum í vor. Benedikt Gröndal þingmaður lagði fram i þessari fyrstu viku þingsins frumvarp til stjórn- skipunarlaga um að felld verði niður deildaskipting Alþingis og þingið verði einungis ein málstofa. Ástæða er til að taka undir þessa tillögu Benedikts, enda hefur starfsskipting milli deilda og sameinaðs þings gjör- breytzt frá því að stjórnarskrá- in var sett eins og Benedikt benti á í framsöguræðu sinni um málið. Nú situr stjórnarskrárnefnd- . in að störfum og hugar að þess- ari breytingu á stjórnarskránni ásamt j'msum öðrum, sem á döf inni hafa verið. Munu undir- tektir i nefndinni hafa verið góðar undir hugmyndina um að fella níður deildaskiptíngu þingsins. Hefur nefndin leitað álits frá þjóðþingum Norður- landa um, hvernig hliðstæðar breytingar þar hafi gefizt. Munu þær umsagnir vera að berast nefndinni um þessar mundir og er þess að vænta, að ekki líði á löngu, þar tíl menn fá að heyra frá stjórnarskrár- nefndinni, hverjar breytingar hún leggur til á stjórnar- skránni, bæði hvað varðar þetta atriði og önnur. Verður fróðlegt að sjá þann lista, því að stað- reyndin er sú, að stjórnarskrá okkar er orðin úrelt um margt, enda æði gömul. Er vafalaust fyrir löngu kominn tími til að endurskoða hana, þó að ávallt verði að fara sér hægt við stjórnarskrárbreytingar. JSG að þessi hugmynd hefur verið til umræðu í stjórnarskrárnefndinni og hlotið þar jákvæðar undirtekt- ir. Var af nefndarinnar hálfu óskað eftir áliti frá Norðurlönd- um um, hvernig sams konar brevtingar hafa gefizt þar. Munu þau álit vera að berast nefndinni um þessar mundir. Benedikt Gröndal sagði, að hlutverk sameinaðs þings hefði mikið breytzt frá því að stjórnar- skráin var sett. Hefði það stöðugt fengið meiri og meiri þýðingu, svo að nú væri í raun og veru hægt að segja, að Alþingi starfaði í þremur deildum. Þá taldi hann óeðlilegt, að ríkisstjórn, sem hefði raunverulega meiri hluta þing- manna á bak við sig, gæti átt það á hættu að koma málum sínum ekki I gegnum þingið vegna deildaskiptingarinnar. Taldi hann fram ýmis fleiri rök fyrir frumvarpi sínu og rakti nokkuð sögulega þróun þing- haldsins, hvað þetta atriði snerti sérstaklega. Hannibal Valdimarsson sagði, auk þess, sem áður getur, að margvíslegar tillögur um breyt- ingar á stjórnarskránni væru nú til umræðu I stjórnarskrárnefnd- inni, en Hannibal er einmitt for- maður þeirrar nefndar. Persónu- lega kvaðst hann lýsa sig fylgj- andi frumvarpi Benedikts. Frekari umræður urðu ekki um málið. Grindavík fái kaup staðarréttindi Oddur Ólafsson (S) mælti sl. fimmtudag fyrir frumvarpi, sem hann flytur I efri deild ásamt Jóni Armanni Héðinssyni (A) og Geir Gunnarssyni (Ab) um, að Grindavfkurhreppur fái kaup- staðarréttindi. Kom m.a. fram í framsöguræðu Odds, að 566 Grindvíkingar hafa ritað undir áskorun til Alþingis og rfkis- stjórnar um, að hreppurinn fái kaupstaðarréttindi. Er þar um að ræða 75—80% kosningabærra manna í hreppnum, en ekki náð- ist til margra, sem voru úti á sjó, þegar undirskriftasöfnunin fór fram. Voru einungis þrír menn, sem ekki vildu skrifa undir áskor- unina. Oddur Óiafsson gat þess í upp- hafi, að allir þingmenn Reykja- neskjördæmis, sem sæti ættu í efri deild stæðu að flutningí frumvarpsins skv. ósk hrepps- nefndarinnar. Sagði hann, að Grindavík væri ört vaxandi sveitarfélag og væri ætlað, að ibúafjöldi þar 1. des. sl. hefði verið um 1600 íbúar. Grindavík væri orðin ein stærsta verstöð landsins, og m.a. hefði á siðustu vertíð komið þar á land meiri bolfiskafli en í nokkurri verstöð annarri. Þá væri þar komin glæsileg höfn, fengsæl fiskimið væru skammt undan og stór jarðhita- svæði væru í næsta nágrenní. Allt þetta stuðlaði að örum uppvexti staðarins. FVi'ii’ nokkru hefði sú breyting verið gerð, að Grindvík- ingum var gert að sækja til bæjar- fógetans í Keflavík um þjónustu i stað þess að leita til Hafnarfjarð- ar. Þetta hefði í för með sér mikið óhagræði, þar sein Grindvíkingar ættu oft leið til Reykjavíkur og hefðu þá getað gert eina ferð úr erindum sínum þangað og til Hafnarfjarðar. Þá væru engar áætlunarferðir milli Grindavíkur og Keflavíkur og yrðu menn ann- að hvort að notast við einkabíla eða að kaupa sér leigubfla til að komast á milli. Fleiri tóku ekki til máls og var frumvarpinu vísað til nefndar að ræðu Odds lokinni. Starfsmenn stjórnmála- flokka Þingmenn úr öllum flokkum flytja frumvarp til laga um, að starfsmenn stjórnmálaflokka skuli njóta eftirlauna skv. nán- æ'i ifcvæðum frumvarpsins. Fyrsti flutningsmaður er Sverr- ir Hermannsson (S). Útflutnings- gjald Stjórnarfrumvarp til stað- festingar á bráðabirgðalögum frá 11. janúar sl. um að leggja skuli 5% útflutningsgjaid á loðnu til niðurgreiðslu á brennsluolíum til íslenzkra fiskiskipa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.