Morgunblaðið - 26.01.1974, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 26. JANÚAR 1974
17
Lána olíuframleiðsluríkin
iðnríkjunum fyrir olíunni?
í siðustu viku fóru fram i Róm
umræður fjármáiaráðherra og
annarra fjármálaspekinga u.þ.b.
20 iðnaðarrikja heims um ýmsa
þætti gjaldeyrisvandamálanna og
breytingar á starfsemi Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins, sem unnið hef-
ur verið að um nokkurt skeið og
eru nú að komast á lokastig. Af-
leiðingar oliuverðhækkananna
settu mjög svip á þessar umræð-
ur, að þvi er fréttir þaðan hermdu,
enda hafa þær sett stórt strik i
reikninga fjármálasérfræðinga og
komið þvi til leiðar að fresta verð-
ur um sinn endanlegum ákvörðun-
um um skipan mála sjóðsins.
Miklar umræður og vangaveltur
urðu um það, hvernig rikjum heims
yrði helzt gert kleift að axla þær
byrðar, sem oliuverðhækkanirnar
leggja á þær svo og um það hvort
miða skuli viðbrögð við, að vanda-
málið sé varanlegt eða einungis
stundarfyrirbrigði, er valdi tima-
bundnum erfiðleikum.
í þessum viðræðum kom glöggt
fram, að vestræn ríki eru ekki á eitt
sátt um það hverja stefnu beri að
taka í þessum efnum. Virðist það
fara að verulegu leyti eftir ríkjandi
efnahagsástandi í hverju landi fyrir
sig. Einsýnt er orðið, að flest iðnríkj-
anna, sem háð eru oliuinnflutningi,
geta reiknað með miklum greiðslu-
halla vegna oliukaupa og þau standa
misjafnlega vel að vígi til að mæta
þeim halla.
Komið hefur fram í fréttum, að
Bandarikin eru því mjög fylgjandi,
að iðnriki Vesturlanda og Japan taki
samræmda stefnu gagnvart oliu-
framleiðslurikjunum. Þeir telja skjót-
ráðna millirikjasamninga um skipti
til langs tima óheppilega; vilja fara
að þessum málum með hægð; telja
hættu á, að fljótteknar gagnráðstaf-
anir geti orðið oliuframleiðsluríkjun-
um hvatning til frekari aðgerða og
virðast gera sér vonir um, að þau
fáist til að lækka olíuverðið eða
muni jafnvel telja sig til þess knúin
áður en langt um líður vegna þeirra
keðjuverkana, sem aðgerðir þeirra
muni hafa i för með sér.
I grein, sem fréttaritari brezka
blaðsins Guardian, Frances Cairn-
cross, ritaði um viðræðurnar i Róm,
sagði, að þessi skoðun Bandarikj-
anna hefði hlotið hljómgrunn hjá
fulltrúum Vestur-Þýzkalands en full-
trúar annarra Evrópurikja hefðu ver-
ið þvi hlynntari að ráðizt yrði til
atlögu við vandann þegar i stað.
Hafi þeir talið ósennilegt, að olíu-
framleiðsluríkin sjái sig um hönd
svo nokkru nemi, a.m.k. í nánustu
framtið.
Cairncross bendir á, að afstaða
Bandaríkjanna og Vestur-Þjóðverja
markist að verulegu leyti af því, að
þeir hafi verið efnahagslega talsvert
miklu betur undir það búnir að verj-
ast olíuvopninu en önnur iðnríki,
bæði framleiðslutakmörkunum og
hækkuðu verði. Gjaldeyrisstaða
Bandarikjanna hafi verið mjög tekin
að vænkast um það bil, sem Arabar
brugðu á leik i haust og þar sem
aðgerðir þeirra hafi orðið til þess að
styrkja bandariska dollarann fremur
en veikja, megi Bandarikjamenn bú-
ast við talsverðu fjárstreymi inn i
landið, haldi oliuframleiðsluríkin
áfam að geyma oliugróða sinn i
dollurum, sem allt bendir til nú.
Hvað Þýzkaland áhrærir, segir
Cairncross efnahag þess standa
styrkari fótum en flestra annarra
ríkja Evrópu. Gjaldeyrisstaða Þjóð-
verja sé styrk og þeir geti reiknað
með allgóðu ári framundan enda
þótt iðnaðarframleiðsla kunni al-
mennt að dragast eitthvað saman.
Öðru máli gegni um lönd, sem sjái
fram á mikinn gjaldeyrishalla vegna
oliukaupa og hafa litla von um end-
urstreymi fjármagns — og þau
lönd, sem þegar eiga við gjaldeyris-
erfiðleika að stríða svo sem t.d.
Bretland, en pundið stendur nú
ákaflega illa sem kunnugt er af frétt-
um síðust daga.
Cairncross telur, að það eigi eftir
að reynast erfitt vandamál viður-
eignar að fá hin vestrænu iðnriki til
samvinnu með það fyrir augum, að
þeim sem striða við mestan
greiðsluhalla, verði hjálpað yfir
erfiðleikana framundan, en til þess
þyrftu til dæmis Bandarikjamenn og
V-Þjóðverjar að sætta sig við óhag-
stæðari greiðslujöfnuð um hrið.
A fundunum í Róm setti fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, dr. Johannes Witteveen,
fram hugmyndir um leiðir til að létta
hinum ýmsu rikjum heims þær byrð-
ar, sem á þær leggjast með hækk-
uðu olfuverði. Þar gerði hann m.a.
ráð fyrir, að þau iðnriki, sem stæðu
höllum fæti, gætu fengið sérstakar
yfirdráttarheimildir eða neyðarlán úr
sjóðnum til meiriháttar oliukaupa.
Hugsaði hann sér, að lán þessi yrðu
mest fyrsta árið og þá jafnvel svo
rífleg, að samsvaraði verulegum
hluta oliuverðhækkunarinnar, en
síðan færu þau hlutfallslega lækk-
andi.
Fjármagn til þessarar lánastarf-
semi vill framkvæmdastjórinn fá að
láni frá oliuframleiðslurikjunum eða
viðskiptarikjum þeirra, sem njóta
endurstreymis fjár umfram útgjöld
vegna oliuhækkana. Þetta fyrir-
komulag, segir Cairncross, hefur
þann kost, að Arabaríkin geti þarna,
ef þau vilja, ávaxtað oliuhagnað sinn
I dollurum án þess að Bandaríkin
hafi þar of mikil áhrif — og virðist
þetta í raun þýða, að iðnríkin greiði
þeim mun hærra verð fyrir olíuna til
frambúðar sem vöxtum og öðrum
lánaskilmálum nemur. Brezka viku-
ritið Economist segir á hinn bóginn
að fjármálasérfræðingar hafi verið
tortryggnir á að þessari hugmynd
verði komið svo í kring, að hún
freisti arabisku olíufurstanna nægi-
lega. Þeir eru sagðir hafa brennt sig
svo illa á gjaldeyrisbraski á siðustu
árum, að þeir telji auð sinn ekki
tryggðan öðru visi en i oliunni
sjálfri, gulli eða dollurum — „i þess-
ari röð ', segir Economist.
Burtséð frá þvi hvort oliufram-
leiðslurikjanna verður freistað til að
veita fé til sllkrar hjálparstarfsemi
við vestræn iðnriki er talið, að þetta
fyrirkomulag mundi ekki nægja van-
þróuðu rikjunum Þau yrðu að njóta
enn frekari friðinda, bæði af hálfu
gjaldeyrissjóðsins og annarra stofn-
ana. Fram hefur komíð i fréttum, að
oliuframleiðslurikin, sem skipa
POEC samtökin hyggjast flýta,
sjóðsstofnun til aðstoðar vanþróuðu
rikjunum. Sömuleiðis hefur sú hug-
mynd komið fram — og að sögn
verið vel tekið — að olíufyrirtækin
stóru styðji vanþróuðu rikin með
einhverjum hætti.
Hvernig framkvæmd þessara fyrir-
ætlana verður er eftir að sjá, en við
mörgum þessara rikja blasir nú al-
gert hrun verði ekki fljótlega gripið
til róttækra ráðstafana þeim til að-
stoðar
— mbj.
Mynd þessi var tekin ð fundi fjármálaráðherranna i Róm i siðustu viku, en
þarna eru það fjármálaráðherrar Bretlands og V-Þýzkalands, Barber og
Schmidt, sem stinga saman nefjum.
Ingólfur Jónsson:
Víxlspor í öryggismálum gæti
orðið örlagaríkt fyrir þjóðina
Rikisstjórnin hefur átt við-
ræður um öryggis- og varnar-
mál Islands við stjórn Banda-
ríkjanna. Valdamenn í
Washington og innan Atlants-
hafsbandalagsins hafa áhyggj-
urþungar af því ef svo kynni að
fara, að varnarstöðin á íslandi
yrði lögð niður. Fróðustu menn
telja, að það myndi veikja mjög
varnarmátt vestrænna þjóða, ef
til þess kæmi.
ísland hefur ekki herskyldu
og engan her. En það hlýtur þó
að vera meginskylda fullvalda
ríkis að tryggja sjálfstæðið og
gæta öryggis síns. Flestir ís-
lendingar hljóta að hafa
áhyggjur af því, ekki síður en
aðrar vestrænar þjóðir, ef
varnarmáttur bandalagsþjóð-
anna verður gerður veikari.
XXX
Atlantshafsbandalagið var
stofnað til þess að hindra út-
þenslustefnu Rússa, sem höfðu
innlimað að fullu ýmis smáríki
f A-Evrópu og hernumið önnur.
Þegar íslendingum var boðin
þátttaka í Atlantshafsbandalag-
inu var rækilega kannað, hvaða
skyldur því fylgdu ef úr þátt-
töku yrði. Samkvæmt Atlants-
hafsbandalagssáttmálanum og
ýmsum fyrirvörum um aðild is-
lands að honum er það algjör-
lega á valdi islendinga sjálfra
að ákveða, hvenær gera þurfi
sérsta-kar ráðstafanir til þess að
tryggja öryggi landsins. Þegar
varnarsamningurinn við
Bandarikin yar gerður 1951 var
það talið nauðsynlegt vegna
Kóreustriðsins og viðhorfs i al-
þjóðamálum. Varnarsamn-
ingurinn við Bandaríkin er
gerður í samræmi við Atlants-
hafssáttmálann. Meginhlutverk
varnarliðsins er annars vegar
að koma í veg fyrir árás á
landið og hins vegar að verja
island og svæðið umhverfis
það. Varnarstöðin á islandi er
þýðingarmikill hlekkur í þeirri
varnarkeðju, sem þjóðir At-
lantshafsbandalagsins hafa
myndað.
XXX
íslendingar vilja vona, að
friðartimar komi og varnarlið
þurfi ekki að vera í landinu um
langa framtið. En hvenær er
friður tryggður og hvenær
mega menn trúa því, að
hernaðarandinn og yfirgangs-
stefnan verði að fullu fyrir
borð borin? Meðan einræði
rikir víða um heim, og þjóðirn-
ar hervæðast af kappi er
hættan alltaf yfirvofandi.
Vopnlaus smáþjóð í landi, sem
hefir mikilvæga hernaðarlega
þýðingu, verður að halda vöku
sinni og gæta öryggis sins og
sjálfstæðis. Það verður bezt
gert með því að vera í banda-
lagi með þeim þjóðum, sem eru
okkur skyldastar að stjórnfari,
menningu og hugarfari og
viðurkenna rétt smáþjóða til
þess að búa við fullt frelsi og
sjálfstæði í landi sinu.
XXX
Þjóðir Atlantshafsbandalags-
ins eru ákveðnar í að verja
frelsi og mannréttindi þjóð-
anna með því að standa saman
og vera viðbúnar, ef á reynir.
Ýmsir telja, að íslendingar geti
verið fullgildir aðilar að
Atlantshafsbandalaginu, þótt
varnarliðið fari úr landi, ogþað
sé nægileg vörn að vera í
Atlantshafsbandalaginu. i því
sambandi hefur verið minnzt á
að flytja varnarliðið frá Kefla-
vik til Skotlands eða Græn-
lands. Ef þannig væri haldið á
málunum er líklegt, að litið yrði
á ísland sem aukaaðila í banda-
laginu. Með þvi væri landið
svipt því öryggi, sem þjóðin býr
við meðan varnarlið er á is-
landi og siðferðilegar og laga-
legar skyldur eru uppfylltar við
bandalagsþjóðirnar. Margir
telja, að það sé nægileg vörn
fyrir Ísland að vera í Atlants-
hafsbandalaginu. Ef varnir
bandalagsins eru nægilega
traustar ætti það að vera nægi-
leg vörn. En islendingar veikja
varnarmátt bandalagsins með
þvi aðsvipta það þeirri aðstöðu,
sem varnarstöð í landinu veitir.
Búast má við, að bandalagið
verði ekki nægilega traust og
geti ekki veitt bandalagsþjóð-
unum vernd, nema hver þjóð
leggi nokkuð af mörkum. Ef ein
þjóðin skerst úr leik verður
styrkur bandalagsins minni.
Verði varnarstöðin flutt frá ís-
landi til Skotlands eða Græn-
lands verður island austan við
varnarstöðvarnar og öll aðstaða
til þess að koma í veg fyrir árás
á landið miklu erfiðari en áður.
Það er einnig rétt að gera sér
grein fyrir þvi, að i 5. gr.
Atlantshafssáttmálans segir, að
þótt árás á einn sé talin árás á
alla, er það á valdi hvers
einstaks aðila að gera ,,þær ráð-
stafanir, sem hann telur nauð-
synlegar og er þar með talin
beiting vopnavalds til þess að
koma aftur á og varðveita
öryggi N-Atlantshafssvæðis-
ins“.
X X X
Ekkert riki er því skyldugt til
að gripa til vopna, nema það sé
talið óhjákvæmilegt. Ef banda-
rískt herlið er i landinu í sam-
ræmi við varnarsamninginn er
tryggt, að árás á Ísland
skuldbindur Bandaríkin og um
leið aðrar bandalagsþjóðir til
þess að verja landið. Sú skuld-
binding veitir öryggi og er
miklu meira virði heldur en
það, hvort varnarliðsmenn á is-
landi eru t.d. 3000 eða 4000
talsins.
XXX
Enn munu íslenzk stjórnvöld
ræða við Bandaríkjastjórn um
varnar- og öryggismál islands
og dvöl varnarliðsins á islandi.
Alþýðubandalagið leggur mikla
áherzlu á, að varnarliðið verði
látið fara og landið ineð þvi
gert varnarlaust.
Er vitnað í málefnasamning
rikisstjórnarinnar í því sam-
bandi. Komið hefur fram, að
ýmsir ráðherrar og stjórnar-
stuðningsmenn leggja misjafn-
an skilning í stjórnarsáttmál-
ann. Telja sumir, að ákvæðum
málefnasamningsins um varn-
armálin verði fullnægt með
endurskoðun samningsins með
það fyrir augum, að hér verði
hæfilega fjölmennt lið og samn-
ingurinn þannig endurnýjaður
með nokkrum breytingum. Al-
þýðubandalagsmenn telja, að
ekkert nægi nema brottför
varnarliðsins og að landið verði
gert varnarlaust.
XXX
Um varnar- og öryggismál
landsins verða allir þjóðhollir
menn að sameinast, hvað sem
líður ágreiningi um önnur mál.
Mistök og skekkjur i ínnan-
landsmálum er oftast mögulegt
að lagfæra. En vixlspor, sem
stigið er f öryggis- og varnar-
málum landsins gæti orðið það
örlagarikt, að engin tök væru á
að fá á þvi bót eða lagfæringu.