Morgunblaðið - 26.01.1974, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚÁR 1974
Petra Pétursdóttir
Þann 17. janúar s.l. andaðist á
Akranesspítala Petra Pétursdótt-
ir eftir stutta legu, en mér brá
ónotalega við, þó að ég vissi
reyndar, að hún var lengi búin að
vera lasin, og eflaust meira þjáð
en hún lét á bera.
Petra Pétursdóttir var fædd í
Reykjavík 13.12. 1911. Dóttirhjón
anna Agústínu Þorvaldsdóttur og
Péturs G. Guðmundssonar bók-
bindara og var hún ein af 6 börn-
um þeirra hjóna og eru þrjú
þeirra á lífi.
Petra var mjög vel gefin og
fyrir margar sakir sérstakur per-
sónuleiki og enga hef ég þekkt,
sem eins var laus við að óska sér
til handa tildur heimsins eða
sækjast eftir veraldargæðum eins
og við köllum það. Lífið hagaði
því þannig, að það var hennar
hlutskipti ámiðjum aldriaðverða
húsfreyja í sveit, nánar tiltekið að
Skarði f Lundarreykjardal, er
hún giftist seinni manni sínum,
Hjálmi bónda Þorsteinssyni og þó
hún væri Reykvíkingur og hefði
alið þar aldur sinn fram til fert
ugs, þá var eins og sveitin leysti
úr læðingi það, sem hugur hennar
hneigðist að og margar góðar vfs-
ur og kvæði orti hún þar efra.
Ræðumaður var hún góður og vel
ritfær. Reykjavíkurbarn var
Petra eins og við skyldfólk og
vinir kölluðum hana og fróð um
bæinn sinn eins og kannski marg-
ir muna, er hún gekk með Jökli
Jakobssyni um götur Miðbæjarins
og rifjaði upp gamlar minningar á
sinn skilmerkilega hátt. Það var
eins og að lesa góða bók um
Reykjavík og rabba við Petu. Ætt-
fróð var hún með afbrigðum og
ættfræði henni hugfólgið við-
fangsefni og hefði hún getað
grúskað í þeim fræðum enda-
laust.
I félagsmálum var hún og fróð
og hafði hún sínar skoðanir á
þeim málum eins og öðru, sem
hún hneigðist að. Hún var við
nám í Verzlunarskóla íslands og
efa ég það eigi, að hún hefði náð
þar góðum árangri með áfram-
haldandi námi.
Ung giftist hún Guðna Guð-
mundssyni, fæddum hér í bæ,
góðum dreng. Þau slitu samvist-
um. Hann dó á'bezta aldri. Börn
áttu þau þrjú: Eddu, stúdent,
gifta Gunnari Sæmundssyni, lög-
fræðing, son sinn Guðmund
misstu þau ungan, mesta efnis-
mann, sem var við nám f Háskóla
islands og var það þeim mikil
lífsreynsla, en yngsur er Þorvald-
ur, kjötiðnaðarmaður, nú bóndi
að Skarði, kvæntur Ingibjörgu
Þorgilsdóttur. Hjálmur reyndist
börnum hennar góður stjúpfaðir,
enda öðlingsmaður.
Petra mágkona mín fékk að
finna fyrir þeim erfiðleikum i líf-
inu sem margir reyna, en aldrei
heyrði ég hana kvarta og var það
eitt af hennar aðalsmerkjum og
fjar henni að bera raunir sínar
á torg, en lífið hafði líka margar
bjartar hliðar, sem hún þakkaði.
Ég þakka Petu fyrir margar
glaðar stundir, sem við áttum sam
an og mun það ekki vera að henn-
ar skapgerð að sýta. Eflaust er
það þakkarvert hverjum, sem fær
lausn frá þjáningum sinum áður
en þær verða óbærilegar og enga
hjálp að fá. Manni hennar og
börnum og öðrum skyldmennum
votta ég samúð mína og vona að
sú sól, sem farin er að hækka á
lofti megi ylja þeim. ÖIl geymum
við minninguna um góðan vin og
samferðarmann.
Hún verður jarðsett að Lundi í
Borgarfirði í dag.
Svava Ölafsdóttir
Svanborg Sigurðar-
dóttir — Mumingarorð
1. október 1901
18. janúar 1974
Þegar niskið fólk fellur í valinn
að loknu ævistarfi og genginni
ævihamingju og æviraunum,
hverfur það oftast furðu hljóð-
lega af sviðinu. Aðeins þeir, sem
næstir standa, veita því athygli,
að skarð er komið í hópinn, þótt
lífið haldi áfram sinn gang eins og
t
Móðir okkar
GUDRÚN
GUÐMUNDSDÓTTIR
Hnlfsdalsveg 8,
fsafirði
lézt í Landspítalanum fimmtu-
daginn 24. janúar.
Börn hinnar látnu.
t
Hjartkær maðurinn minn
HÖRÐUR SIGFÚSSON,
Barðavogi 26,
lézt á Borgarspitalanum, 24
þ.m.
Jóhanna Guðmundsdóttir.
+ Eiginmaður minn og faðir okkar
BJARNI GUÐMUNDSSON Framnesvegi 13
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 13.30 Blóm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vilja bent á líknarstofnanir 28 janúar kl. minnast hans er
Maria Jónsdóttir Jón Bjarnason Svala Bjarnadóttir Rafn Bjarnason
+
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
SIGRÍDAR BJARNADÓTTUR
frá Krossbæ
! Hornafirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrír
góða umönnun
Vandamenn.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
GUÐNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Vik i
Fáskrúðsfirði.
Friðbjörn Þorsteinsson, Aðalsteinn Friðbjörnsson,
Áslaug Friðbjörnsdóttir, Guðmundur Magnússon,
Sigurpáll Friðbjörnsson, Jóna Mortensen,
Jón Friðbjörnsson, Sveina Lárusdóttir,
Björn Friðbjörnsson. Ólafia Jónsdóttir,
Geir Friðbjörnsson, Þórhallur Friðbjörnsson,
Egíll Friðbjörnsson, Guðiaug Þórðardóttir.
ekkert hefði í skorizt. Slik verða
örlög okkar flestra, að fljótt skef-
ur í förin og fá menn ekki
spornað við. Kannski á þetta við
enga frekar en þá, sem árum sam-
an hafa barizt við þjáningar og
heilsubrest og beðið endalokanna,
sviptir öllum ráðum til þess að
láta að sér kveða, starfa og njóta
sín, en reyna þó í vanmætti sínum
að neyta takmarkaðrar orku til að
halda í horfinu og hlynna að þeim
eldum, er þeir kveiktu og önnuð-
ust ungir.
Þannig finnst mér, aðorðið hafi
að lokum örlög mágkonu minnar,
Svanborgar Sigurðardóttur,
Stigahlíð 32. Hún hefur nú lokið
ævistríði sínu eftir nærri tíu ára
þrotlausan sjúkdóm, andaðist á
Landakotsspftala hinn 18. þ.m. og
verður jarðsett í dag.
Svanborg fæddist f Riftúni í
Ölfusi 1. október 1901, og voru
foreldrar hennar hjónin Pálfna
Guðmundsdóttir og Sigurður
Bjarnason, er þar bjuggu allan
sinn búskap og áttu fjölda barna.
A barnmörgu heimili var lifsbar-
áttan hörð um þessar mundir og
ekkí um annað að ræða en að
börnin björguðu sér sjálf, þegar
þau höfðu aldur og þrek tií. Svan-
borg varð þvf snemma að sjá fyrir
sér, og ung að árum fluttist hún
til Reykjavíkur, þar sem hún
dvaldist æ síðan. Á þessum árum
eignaðist hún dóttur, Fjólu
Haildóru Halldórsdóttur, ágæta
konu, sem nú er gift Ingvari Guð-
jónssyni, er vinnur hjá Orku-
stofnuninni.
Arið 1927 giftist hún Hallgrfmi
Péturssyni sjómanni og síðar vél-
stjóra frá Hesteyri og stofnuðu
þau heimili hér í bæ. Skömmu
seinna gekk heimskreppan mikla
í garð, og gerðist þá þungt fyrir
fæti á mörgu alþýðuheimili og
heldur dimmt að horfa fram á
veginn.
Þau Svanborg og Hallgrímur
eignuðust þrjá syni. Einn þeirra
andaðist f bernsku, en hinir eru
Rafnar Sverrir vélstjóri við Anda-
kilsárvirkjun, kvæntur Rósu
Öskarsdóttur, og Kristinn Vignir
hagfræðingur hjá Seðla-
bankanum, kvæntur Önnu
+
Þökkum auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
ÖNNU L. TÓMASDÓTTUR
frá Vikum
Karl Árnason
og fjölskylda.
Minning:
Árni Einarsson
klœðskerameistari
Fæddur4. desember 1886.
Dáinn 19. janúar 1974.
Árni fæddist að Ánanaustum
hér i borg fyrir 87 árum. Árni ólst
upp í foreldrahúsum ásamt 6 syst-
kinum, Guðmundi, Ölafi, Emilíu,
Guðrúnu, Ágústu og Sveinbjörgu,
sem var fóstursystir þeirra.
Foreldrar Árna voru Einar
Guðmundsson og Margrét Bjarna-
dóttir, sem bjuggu fyrst f Ána-
naustum en fluttust síðar á Vest-
urgötu 53. Eftir barnaskólanám
fór Árni á Iðnskólann og lagði
stund á klæðskeranám hjá Frið-
rik Eggertssyni. Arni starfaði síð-
an hjá ýmsum klæðskerameistur-
um og fór m.a. til Danmerkur og
Þýskalands, þar sem hann stund-
aði iðn sína. Arni stofnaði sitt
eigið klæðskeraverkstæði f Kola-
sundi skömmu eftir, að hann kom
frá útlöndum árið 1911. Nokkru
síðar gekk Bjarni Bjarnason í fé-
lag við Áma og ráku þeir lengst
Lorange. En auk þess ólu þau
hjón upp sonarson sinn Sigurð
Pál Sverrisson.
Seinna greiddist hagur þeirra
eins og hjá fleirum, og þau gátu
stutt syni sína til þeirrar
menntunar, sem hugur þeirra
girntist.
Þau hjón voru gestrisin og glöð
heim að sækja, enda oft margt um
manninn á heimili þeirra. Ég átti
þar oft ánægjulegar stundir,
meðan húsmóðurinnar naut við.
Við heilsubrest hennar dró
dimman skugga yfir heimilið, en
vænt þótti henni sem áður um, ef
vinir og kunningjar litu inn til
hennar. Fyrir þessar ánægju-
stundir og önnur kynni, sem öll
voru góð, þakka ég nú að leiðar-
lokum og sendi nánustu aðstand-
endum, manni hennar, börnum og
tengdabörnum, samúðarkveðju.
Haraldur Sigurðsson.
af klæðskeraverkstæði sitt að
Bankastræti 9 undir nafninu
„Ámi og Bjarni“, en við það fyrir-
tæki mun flestir eldri Reykvík-
ingar kannast. Árið 1920 kvænt-
ist Arni Guðrúnu Árnadóttur frá
Austurbakka i Reykjavík. Hófu
þau búskap á Rauðarárstig 5, þar
sem nú stendur Búnaðarbanka-
húsið. Þar eignuðust þau 6 börn,
Árna, Einar, Margréti, Rann-
veigu, Ólaf og Gunnar. Auk þess
ólust upp hjá þeim 3 börn Guð-
rúnar frá fyrra hjónabandi, þaru
Arndis Kristín, Elín Magdalena
og Kristinn. Gekk Árni þeim í
föðurstað og leit alltaf á þau sem
sín eigin börn. Árið 1933 fluttist
Árni með fjölskyldu sfna að Berg-
staðastræti 78 þar sem þau hjónin
bjuggu til dauðadags. Árni missti
konu sfna árið 1960 en bjó áfram
á Bergstaðastræti ásamt börnum
sínum Margréti og Einari. Síðar
fluttist Arndís þangað og átti
Árni mjög góða elli í umsjá þess-
ara barna sinna auk þess sem hin
börnin heimsóttu hann oft og létu
sér mjög annt um alla hans vel-
ferð og líðan.
Ég kynntist Árna fyrir 25 árum
og þykir mér fengur í því að hafa
kynnst slíkum manni. Hann var
ákaflega barngóður og hændust
börn, tengdabörn og barnabörn
mjög að heimilinu á Bergstaða-
stræti, enda móttökurnar alltaf
jafnhlýlegar.
Framhald á bls.23.
+
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og útför föður okkar,
ÞORLEIFS SIGURDAR
SIGURÐSSONAR,
Laufey Sigurðardóttir,
Sigurður Sigurðsson.
+
Þökkum sýnda virðingu við minningu móður okkar, tengdamóður og
systur,
MARENAR PÉTURSDÓTTUR,
og hlýjar kveðjur.
Ragnheiður Baldursdóttir, Páll Hafstað,
Anna Gísladóttir, Sigurður Baldursson,
Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristinn Baldursson,
Ólafía Pétursdóttir.
+
Öllum fær og nær, sem auðsýnt hafa samúð með skeytum, blómum og
gjöfum til barnanna i minningu og við útför hjónanna
ÓLAFAR INDRIDADÓTTUR
og
GÍSLA GUNNBJÓRNSSONAR
OG SONA ÞEIRRA,
flytjum við hjartans þakkir og óskir um blessun Guðs um alla framtið.
Fh. aðstandenda
Guðríður Gisladóttir,
Gunnbjörn Björnsson.