Morgunblaðið - 26.01.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. JANÚAR 1974
25
fclk f
fréttum
□ HATARAÐ
BÚA Á
HÓTELUM.
Hilton, nafnið er lykilorð —
já, hótellykilorð. Um allan
heim er að finna Hilton-hótel,
alls 115 talsins, og öll eru þau í
eigu eins manns, sem heitir
Hilton, eða svo nákvæmar sé
farið út í það: William Barron
Hilton. Hann hatar að búa á
hótelum og kýs helzt að halda
sig með konu sinni Marlyn og
börnum sínum (á myndinni er
Saron, 19 ára) í gömlu húsi í
Kaliforniu, sem hann nefnir
Hilton Hilton.
□ Sundsprettur á
janúarmorgni.
Hena Rudzka er snyrtisérfræðingur — og veit hvað er bezt til að
halda húðinni góðri og fegurðinni sem mestri. Hún fær sér sund-
sprett i sjónum á hverjum morgni kl. hálfsjö — á meðan flestir aðrir
borgarar eru steinsofandi eða kannski rétt að vakna til að mæta
nýjum degi. Og Henu er ekkert kalt í sjöbaðinu sínu, því að hún býr
skammt frá Perth í Astraliu og þar er hásumar núna — í janúar-
mánuði.
□ FINNST
YKKUR HUN
LÍKA LJÓT?
Finnst ykkur franska leik-
konan Jeanne Moreau ljót?
Ungverska leikkonan Hella
Petri hefur látið þá skoðun í
ljós — þó með mjög lofsam-
legri viðbót:
„Hún er mjög göfuglynd
manneskja, og þar á ég við, að
hún er gjörsamlega laus við
það miskunnarleysi, sem flest-
ar franskar toppstjörnur hafa.
Hún er i raun ljót, a.m.k. er
hún ekki ímynd raunverulegr-
ar fegurðar. En hún er aðlað-
andi persónuleiki og afar
greind leikkona."
Þeir eru likir þessir þrír, enda fannst lögreglumönnum i New York það líka. Sá i miðið er tvitugur að
aldri og var handtekinn vegna gruns um að hafa framið rán og kynferðisglæpi. Hann játaði verknaðina
á sig. Við það var piltinutn til vinstri við hann á myndinni sleppt úr haldi, en hann hafði verið
grunaður um að hafa framið verknaðina. Sá er 19 ára gamall námsmaður, sem hefur unnið til
verðlauna fyrir námsafrek sín. Sá þriðji, til hægri á myndinni, hafði einnig verið handtekinn vegna
gruns um að hann væri sá seki, en hann gat sannað sakleysi sitt og var þá sleppt.
Útvarp Reykjavík t
LAUGARDAGUR i6.o() Fréttir
26. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.20. Frétiir kl. 7.30, 8.15 og (forustugr.
dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45:
Knútur R. Magnússon heldur áfram
lestri sögunnar „Villtur vegar" eftir
Oddmund Ljone (19). Morgunleikfimi
kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög
á milli liða. Morgunkaffið kl. 10.25:
Páll Heiðar Jónsson og gestir hans
ræða um útvarpsdagskrána. Auk þess
sagt frá veðri og vegusn.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregni. Tilkynning-
ar.
13.00 óskalög sjúklinga Kristín Svein-
björnsdóttir kynnir.
14.30 Iþróttir Umsjónarmaður: Jón As-
geirsson.
15.00 Islenzkt mál Ásgeir Blöndal
Magnússon cand. mag. flytur.
15.20 Utvarpsleikrit barna og unglinga:
„Bláskjár": fyrri hluti Kristján Jóns-
son færði samnefnda sögu eftir Franz
Hoffmann í leikritsform og stjórnar
flutningi. Aður Utv. fyrir 13 árum. Per-
sónur og leikendur:
Sögumaður .........Ævar R. Kvaran
Bláskjár....................Halldór Karlsson
Ella...................Iris Blandon
Svarti Eiríkur ..Haraldur Björnsson
Móa gamla ............Inga Blandon
Valtýr .................örn Blandon
Hinrik vinnumaður ... Jónas Jónasson
Ræningi ...........Kristján Jónsson
16.15 Veðurfregnir
Tíu á toppnum örn Petersen sér um
dægurlagaþátt.
17.15 Framburðarkennsla I þýzku
17.25 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55
Tilkynningar.
19.00 Veðurspá
F'réttaspegill
19.20 Framhaldsleikritið: „Sherlock
Holmes44 eftir Sir Arthur Conan Doyle
og Michel Hardwick (áður útv. 1963)
Fimmti þáttur: Vistmaðurinn. Þýðandi
og leikstjóri Flosi Olafsson. Porsónur
og leikendur:
Holmes...........Baldvin Halldórsson
Watson Rúrik Haraldsson
Trevillian ............Lárus Pálsson
Blessington Gísli Halldórsson
Gréfinn Gestur Palsson
Ivan ............Bjarni Steingrímsson
Lestradi Þ<frstoinn Ö. Stephensen
20.00 Þekkt hljómsveitarverk Lou
Whiteson og hljójnsveit hans leika.
20.30 Frá Norðurlöndum Sigmar B.
Hauksson talar.
20.55 Langstökkið Jón Ingvarsson les
smásögu eftir Tryggva Þorsteinsson
skólastjóra.
21.15 Hljómplöturahb Þorsteinn Hann-
esson bregður plötum á fóninn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Þorradans útvarpsins Meðal danslaga-
flutnings af hljómplötum verður
klukkustundasyrpa með gömlum dans-
lögum, sem íslenzkar hljómsveitir
leika. (23.55 Fréttir í stuttu máli.)
01.00 Dagskrárlok.
jr_
A skjánum
*
LAUGARDAGUR
26. janúar 1974
17.00 Iþróttir
Meðal efnis i þættinum verður um-
ræðuþáttur um íþróttir og listir, mynd
frá íslandsmótinu í handknattleik, og
n\vnd Urensku knattspyrnunni.
Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson.
19.15 Þingvikan
Þáttur um störf Alþingis.
Umsjónarmenn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
19.45 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Söngelska f jölskyldan
Bandariskur söngva- og gamann\vnda-
flokkur.
Þýðandi Hcba Júliusdóttir.
20.50 Vaka
Dagskrá um bókmenntir og listir.
21.30 Alþýðulýðveldið Kína
Breskur fræðslumyndaflokkur úm
þjóðlíf og menningu i Kinaveldi
nútímans.
3 háffur
Þýðandiog þulurGylfi Pálsson.
21.55 Öhreinir englar
(Angels With Dirty Faces)
Bandarfsk biómynd frá árinu 1938.
Aðalhlutverk James Cagney.
Humphrey Bogart og Pat O'Brien.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
Myndin gerist í New York. Aðalpersón-
urnar eru tveir götustrákar, sem cru
miklir mátar og virðast eiga flest sam-
eiginlegt. En hlutskipti þtúrra í lífinu
verður ólíkt, þótt starfsvettvangur
þeirrasé í vissumskilningi hinn sami
23.30 Dagskrárlok.
SUNNUDAGUR
27. janúar 1974.
16.30 EndurfPkið efni
Hmleikahátfð í Laugardalshöll
Sjimvarpsupptaka frá fjölmennri fim-
leikasýningu, sem haldin var seint á
síðasta ári.
Aður á dagskrá 1. janúar síðastliðinn.
18.00 Stundinokkar
Sýnd verður norsk teiknimynd. sem
nefnist ,,í búðinnr' og er hún úr
myndaflokknum „Þetta er reglulega
óréttlátt".
Þar á eftir fer mynd um hunda og
meðferð þeirra, og síðan syngur Hall-
dór Kristinsson „Ingu-Dóru-visur ".
Einnig er í stundinni mynd um Róbert
bangsaog leikþáttur um Hatt og Fatt.
Umsjónarmenn Sigríður Margrét Guð-
mundsdóttir og Hermann Ragnar
Stefánsson.
18.50 Hlé
20.00 Fréttir
20.20 Veðurog augþ'singar
20.25 Ertþettaþú?
Fræðslu- og leiðbeiningaþáttur um bif-
reiðastöður og umferðastjórn lögregl-
unnar.
20.35 Þaðeru komnir gestir
U msjónarmaður Ömar Valdimarsson.
Gestir þáttarins eru Baldvin Jónsson.
Guðrún A. Simonar og Rögnvaldur
Sigurjónsson.
21.10 Lýsistrata
Gamanleikur eftir gríska leikskáldið
Aristofanes.
Sviðsetning Þjóðleikhússins.
Leikstjóri Brynja Benediktsdóttir.
Leikendur Margrét Guðmundsdóttir.
Bessi Bjamason, Erlingur Gíslason.
HerdLs Þorvaldsdóttir. Kristbjörg
Kjeld, Sigurður SkUIason. Þóra Frið-
riksdóttir og fleiri.
Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson,
Leikntið er talið samið árið 411 fyrir
Krists burð og lýsir það tilraunum
aþenskra kvenna til að draga úr áhuga
eiginmannanna á vopnaburði og
hemaði.
22.25 Kambódia
Dönsk fréttamynd um Kamlxídíu og
áhrif loftárása Bandarikjahers á land
og þj óð.
Þýðandiog þulur Jón O. Edwald.
(Nordvision — Danskasjónvarpið)
23.05 Að kvöldi dags
Séra Þónr Stephensen flytur hug-
vekju.
23.15 Dagskrárlok
fclk f
[ fjclmiélum
»
Söngelska fjöl-
skyldan fer að
syngja sitt síðasta
1 kvöld kl. 20.25 er Söngelska
fjölsk.vldan á dagskrá. Við höf-
um minnzt á þá endemisfjöl-
skyldu áður i þessum þætti,
miðum vinsamlega. Nú höfum
við fregnað eftir krókaleiðum,
að fjölskyldan sé á undanhaldi,
og séu nú ekki eftir nema örfáir
þættir. Það er sorglegt með
þennan myndaflokk, sem nú
hefur verið sjónvarpað framan
í áhorfendur vikulega í marga
mánuði, að jafnvel nteð bezta
vilja er ekkert hægt að telja
honum til gildis, og er erfitt að
gera sér í hugarlund, að nokkur
hafi af honum ánægju. Þess
vegna er það gleðiefni, að útlit
er fyrir, að ósköpunum fari nú
að linna.
Bláskjár
í útvarpinu
Kl. 15.20 er útvarpsleikrit
barna og unglinga á dagskrá, og
verður nú fluttur fyrri hlutinn
um Bláskjá. Bláskjár er eins og
kunnugt er sígild barnasaga
eftir Franz Hoffmann, og er
óþarfi að rekja söguþráðinn
hér. Kristján Jónsson hefur
fært söguna í leikritsbúning, en
leikritinu var áður útvarpað
fyrir 13 árum. Kristján hefur
starfað sem leikstjóri víða um
land, og hefur hann m.a. starf-
að á vegum Bandalags islenzkra
leikfélaga. Einnig hefur hann
lagt fyrir sig ritstörf, og hafa
t.d. komið út eftir hann barna-
bækur, sem hann skrifaði undir
höfundarnafninu Örn Klói.
Leikendur i Bláskjá eru sjö
talsins, sögumaður er Ævar
Kvaran, en Kristján Jónsson
stjórnar flutningi.