Morgunblaðið - 29.01.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1974
3
Erlingur
Þorsteinsson:
Enn um Jörund konung
„Enn um Jörund konung" er
fyrirsögn greinar, sem birtist í
Þjóðviljanum þ. 17. jan. undir
mynd af þeim hópi manna, sem
hóf undirskriftasöfnun gegn
uppsögn varnarsamningsins.
Ég hef ekki hingað til
fengizt við að skrifa greinar um
stjórnmál og hafði ekki hugsað
mér að gera það, en í þetta sinn
get ég ekki orða bundizt, þar eð
ljóð föður míns er notað á svo
ótrúlega ósmekklegan hátt.
Eins og flestum mun vera
kunnugt, er systursonur minn,
dr. Þorsteinn Sæmundsson,
einn aðalhvatamaður undír-
skriftasöfnunarinnar. Það mun
víst fáum dyljast, að greinar-
höfundur notar einmitt ljóðlín-
ur úr kvæði afa hans til þess að
kasta með þeim svívirðingum á
hann og félaga hans og kalla þá
„hundflatan skrælingjalýð“.
Mér finnst furðu gegna, að
þessi maður, sem eflaust telur
sig berjast fyrir góðum málstað,
skuli þurfa að grípa til svo
ódrengilegrar og ósmekklegrar
baráttuaðferðar. Ég leyfi mér
að fullyrða, að greinarhöfund-
ur, sem undirritar grein sína
með D.Þ., muni ekki geta fund-
ið í blaðagreinum Þorsteins
Erlingssonar frá þeim tímum,
er hann var blaðamaður og rit-
stjóri, neinar slíkar eða þvílík-
Þorsteinn Erlingsson
ar svívirðingar eða smekkleys-
ur.
Það er raunar ekki ný bóla,
að kommúnistar noti sér kvæði
föður míns sér og sínum mál-
stað til framdráttar. Við vitum,
að hann var harður baráttu-
maður og barðist gegn órétt-
læti, kúgun og lygi, barðist til
þess að hjálpa lítilmögnum,
bæði mönnum og málleysingj-
um, en hann barðist drengilega
og elskaði sannleikann. Hann
hefði áreiðanlega ekki verið
samherji þeirra, sem hafa fyrir
kjörorð, að tilgangurinn helgi
meðalið, ekki reynt að ná tak-
marki sínu með lygum eða sví-
virðingum.
Þorsteinn Erlingsson aðhyllt-
ist stefnu sósialdemókrata.
Ýmsir íslenzkir sósialistar hafa
kallað hann fyrsta kommúnista
á íslandi. Ég held, að það sé
hvorki á þeirra færi né annarra
að dæma um, hvaða flokki hann
hefði fylgt á síðari tímum, ef
honum hefði orðið lengri líf-
daga auðið, en hann dó ungur á
okkar mælikvarða, árið 1914.
Mín skoðun er sú, að hann hefði
ekki kosið að lifa í þjóðfélagi,
þar sem skáld hefðu ekki fullt
frelsi til að yrkja og skrifa að
eigin geðþótta, eða væri bein-
línis fyrirskipað, um hvað þau
ættu að yrkja eða skrifa, eða
væru fjötruð við átthagana og
bannað að ferðast til annarra
landa. Eg held, að hann hefði
aldrei aðhyllzt kúgun i neinni
mynd, sizt af öllu skoðanakúg-
un eða frelsisskerðingu. Af
þeim sökum tel ég fráleitt, að
hann hefði nokkurn tíma gerzt
kommúnisti, þótt honum hefði
enzt aldur til.
Enda þótt ég hafi lítið
blandað mér í stjórnmál, finnst
mér nú slíkt stórmál á dagskrá,
þar sem varnarmál íslands eru.
að ekki sé hægt að láta það
afskiptalaust. Mér finnst öll
önnur mál hégómi í saman-
burði við það. Ef kommúnistum
og áhangendum þeirra tekst að
gera landið okkar varnarlaust,
gæti jafnvel litill hópur
vopnaðra útlendinga tekið hér
völdin og sagan um Jörund
hundadagakonung endurtekið
sig. Enn hörmulegra teldi ég
þó, ef fyrir okkur og börnum
okkar ætti að liggja að verða
kommúnistum að bráð og
landið yrði i einhverri mynd
leppriki Rússa. Ástandið í þeim
löndum, sem þau örlög hafa
hlotið, örbirgðin og ófrelsið, er
víst flestum kunnugt. Með til-
liti til þessa, mundi ég telja mér
sæmd að vera í þeim hópi, sem
D.Þ. nefnir „hundflatan
skrælingjalýð".
A SUNNUDAG fór fram á Mímis-
bar á Hótel Sögu veiting silfur-
hestsins, bókmenntaverðlauna
gagnrýnenda fjögurra dagblaða í
Reykjavík og hlaut Hannes
Pétursson skáld þau fyrir bók
slna „Ljóðabréf". Gagnrýnendur
Morgunblaðsins áttu ekki aðild
að þessari verðlaunaveitingu, því
að svo sem tilkynnt var í blaðinu
sl. sumar, ákvað það að hætta
þátttöku í veitingu silfurhestsins.
Atkvæði greiddu hins vegar Helgi
Sæmundsson frá Alþýðublaðinu.
Gunnar Stefánsson frá Tímanum,
Ólafur Jónsson frá Vfsi og Arni
Bergmann frá Þjóðviljanum.
Atkvæði féllu svo, að „Ljóða-
bréf“ fengu 325 stig, skáldsagan
„Yfirvaldið" eftir Þorgeir Þor-
geirsson fékk 250 stig; leikritið
„IJómínó“ eftir Jökul Jakobsson
hlaut 100 stig; „Stóð ég úti í
tunglsljósi“, sjálfsævisaga Guð-
mundar G. Hagalíns, hlaut 75 stig,
ljóðabókin „Athvarf í himin-
geimnum“ eftir Jóhann Hjálmars-
son hlaut 50 stig, „Atburðirnir á
Stapa“, skáldsaga Jóns Dan, 50
stig og ljóðabók Péturs Gunnars-
sonar, „Splunkunýr dagur" einn-
ig 50 stig.
Gunnar Stefánsson skýrði frá
verðlaunaveitingunni fyrir hönd
gagnrýnenda og fór nokkrum orð-
um um skáldferil og verk Hannes-
ar Péturssonar. Hann minnti á,
að um þessar mundir væru tveir
áratugir frá því Hannes hefði
fyrst vakið á sér athygli með þátt-
töku í Ljóðum ungra skálda árið
1954 og alla tíð síðan hefði hann
verið í hópi þeirra skálda, sem
mest eftirtekt hefði verið veitt.
Hann sagði, að hver ný bók frá
hendi Hannesar teldist mikill við-
burður.
„Við lesendur hans höfurn
margs að minnast," sagði Gunnar,
„i hugann koma formföst og svip-
mikil söguljóð Kvæðabókar, hin
ákefðarfulla lífsdýrkun í „I sum-
ardölum", íhygli og efahyggja
Stundar og staða. Og ef við litum
nær, minnumst við hinnar djúp-
næmu og innilegu náttúruskynj-
unar í Innlöndum og hugleiðing-
anna i Rímblöðum um stöðu Is-
lendings í heiminum. Og á liðnu
ári fengum við í hendur ný athug-
unarefni í Ljóðabréfum þeim,
sem Hannes hlýtur nú viðurkenn-
ingu fyrir. En þess ber að minn-
ast, að Ljóðabréf eru ekki eina
framlag hans til bókaútgáfu liðins
árs. Söguþáttur hans, Rauðamyrk-
ur, hefur einnig vakið verulega
athygli; það er mögnuð saga, sögð
af öruggri iþrótt sögumanns i
samræmi við mótaða hefð á þessu
sviði. Og enn gaf Hannes út á
árinu úrval frum kveðinna og
þýddra ljóða Steingrims Thor-
steinssonar með inngangsritgerð,
en áður hefur hann ritað merki-
lega bók um Steingrím eins og
kunnugt er.“
Um Ljóðabréf sagði Gunnar
Stefánsson meðal annars: „I
mörgum þessara bréfa er að finna
eftirminnileg dæmi þeirrar nær-
færnu skynjunargáfu og orðlist-
ar, innhverfu ihygli, sem lesend-
ur Hannesar þekkja vel úr fyrri
bókum. Mál hans er einatt með
þeim tærJeika og kliðmýkt, sem
listhögustu höfundar hafa einir á
valdi sínu.“
Er Hannes Pétursson hafði
veitt silfurhestinum viðtöku,
flutti hann stutt ávarp, þar sem
hann sagði m.a„ að sér þætti held-
ur miður að fá þessi verðlaun
einmitt nú, þegar ágreiningur
hefði orðið um gildi þeirra og
kvaðst hann hafa verið nokkuð á
báðum átttum um það hvort hann
ætti að veita þeim viðtöku.
Akvörðun sína kvað Hannes
byggð á persónulegum ástæð-
um, er hann teldi ekki ástæðu til
að rekja. Hann ræddi m.a. litil-
lega um þá sámkeppni, sem bók
hans „Ljóðabréf" hefði átt i við
verðlaunaveitinguna og sagði, að
framtiðin mundi skera úr um end-
anlega stöðu hennar meðal þeirra
ritverka, sem atkvæði voru greidd
um sem og annarra, — en i raun
ætti skáld sér engan annan keppi-
naut en sjálft sig, skáldinu bæri
að keppa að þvi einu að taka fram-
förum með hverri nýrri bók, er
það léti frá sér fara.
Hannes Pétursson skáld veitir
silfurhestinum viðtöku af bók-
menntagagnrýnanda Tímans,
Gunnari Stefánssyni. Verð-
launagripinn smlðaði Jóhannes
Jóhannesson.
39 Rangæingar senda for-
sætisráðherra áskorun
BLAÐINU hefur borizt bréf, sem tilefni af áskorun til hans frá 39
39 Rangæingar hafa sent Ólafi háskólakennurum og starfsmönn-
Jóhannessyni, forsætisráðherra, f um við Stofnun Arna Magnússon
Hr. forsætisráðherra,
Olafur Jðhannesson,
Forsætisráðuneytinu,
Reykjavík.
ar. Aður hefur verið skýrt frá
þeirri áskorun hér I blaðinu.
Bréf Rangæinganna er svo-
hljóðandi:
Rangárþingi í janúar 1974.
I tilefni af áskorun 39 kennar.a við Háskólann og starfsmanna við
Stofnun Arna Magnússonar á Islandi, til yðar varðandi brottför
Varnarliðsins, viLjum við 39 aLmennir borgarar í Rangárþingi, skora
á yður að standa gegn ótímabærum áformum um brottför VarnarLiðsins
af KefLavíkurfLugveLLi og gæta þannig áframhaLdandi sjáLfstæðis ísLenzku
þjóðarinnar á 1100 ára afmæLi hennar. Ennfremur mótmæLum við
eindregið því framferði starfsmanna, sem vinna við opinberar stofnanir |
og reknar eru fyrir aLmannafé, að þeir noti nöfn þessara stofnana
persónuLegum og póLitískum skoðunum sínum tiL framdráttar.
VirðingarfylLst,
Hannes Pétursson skáld
fær silfurhestinn í ár