Morgunblaðið - 05.02.1974, Side 1
29. tbl. 61. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sprenging í áætlun-
arvagni í Englandi
Manchester, 4. febrúar. NTB.
[J EUefu manns biðu bana og
fjórtán hlutu alvarleg meiðsl,
þegar sprengja sprakk í áætlunar-
bifreið, sem var að flytja her-
menn og fjölskyldur þeirra. Gerð-
ist þetta á þjóðveginum fyrir
norðan Manchester i gærkveldi,
og er það skoðun lögreglunnar
brezku, að hér hafi írski lýðveld-
isherinn verið að verki. Talsmenn
IRA sögðu í Belfast fyrir
skömmu, að þeir mundu innan
skamms herða á hefndaraðgerð-
um sínum í Englandi.
Þannig leit áætlunarvagn-
inn brezki út eftir sprenging-
una skammt norðan við Man-
chester í gærkveldi, þar sem
ellefu manns biðu bana og
fjórtán hlutu meiriháttar
meiðsl. 1 bflniffii voru fimmtíu
London, 4. febr. AP—NTB
0 Kolanámaverkainenn f Bret-
landi samþvkktu með yfirgnæf-
andi meirihluta að heimila stjórn
sambands þeirra að boða til verk-
falls næstkomandi sunnudag,
verði stjórn landsins ekki búin að
setja fram sýnu betra launatilboð
fyrir þann tíma en hún hefur gert
til þessa.
0 Verkamenn krefjast 30—35%
launahækkunar að mcðaltali en
stjórnin hefur ekki fengizt til að
fara upp fyrir 16% hækkun að
meðaltali og það gegn tryggingu
fyrir þvf, að aðrar stéttir fylgi
ekki á eftir með kauphækkanir
umfram þau 7%, sem höfðu verið
sett sem þak á launahækkanir í
því skyni að reyna að stemma
stigu við vaxanda verðbólgu f
landinu.
0 Úrslit atkvæðagreiðslunnar
urðu þau, að 81% verkamanna
samþvkktu verkfal Isheimildina
og er það mesta fylgi, sem verk-
fallsboðun hefur nokkru sinn.
haft í Bretlandi.
í sambandi kolanámaverka-
manna í Bretlandi eru 270.000
manns. Þar af voru 188.393 sam-
þykktir verkfalli en 44.222 á móti.
í Suður-Wales, þar sem verka-
menn hafa verið harðastir, voru
93% fylgjandi verkfallinu.
Stjórn Edwards Heaths er nú
komin upp að vegg, að sögri AP-
fréttastofunnar, því að stuðning-
ur við stjórn sambands verka-
manna hefur reynzt öflugri en
hún reiknaði með. Fyrirhugaður
er á morgun fundur 27 forystu-
Meðal þeirra, sem létust, var
liðþjálfi að nafni Clifford Hough-
Framhald á bls. 31
81% brezkra kolanámaverka-
manna fylgjandi verkfalli
manna verkamannanna og er haft
fyrir satt, að þeir vænti þess, að
stjórnin leggi fram betra tilboð
fyrir fundinn. Ella getur svo
farið, að verkfall hefjist á mið-
Framhald á bls. 31
Krafa Sovétstjómarinnar:
Vestræn ríki
afstöðunni til
Spratly-eyjar
bitbein Kína
og S-Vietnams?
Peking, 4. febr. AP—NTB.
PEKINGSTJÓRNIN birti i
kvöld opinbera tilkvnningu,
þar sem sagði, að hún mundi
ekki láta það viðgangast, að
Suður-Vitnamar sendu aukið
herlið til svonefndra Spratly-
eyja. Þær eru 800 km suður af
Parcel-eyjum, sem Kínverjar
hertóku í síðasta mánuði. Ekki
var frekar tiltekið, hvað gert
yrði, en sýnileg hætta er talin
á hernaðarátökum, hafi stjórn
S-Vietnams þessa tilkynningu
að engu.
í tiikynningu Peking-
stjórnarinnar, sem frétta-
stofan Nýja-Kina birti í kvöld,
sagði meðal annars, að hinn 1.
febrúar sl. hefði stjórn S-
Vietnams sent skip og herlið í
því sk.vni að hernema Nantzu
og aðrar eyjar í Nansha-eyja-
klasanum — en það er nafn
Kínverja á umræddum
Spratly-eyjum. Sagði og, að
þetta væri tillitslaus yfir
gangur og jafngilti árás á
sjálfstæði kínversks lands
Ekki var á það minnzt í til-
kynningunni að bæði Filipps-
Framhald á bls. 31
breyti
Kúbu
Herferð gegn
Baader Meinhof
Bonn, 4. febr. AP-NTB
VESTUR-þýzka lögreglan hand-
tók í nótt sjö manns, sem taldir
eru tilheyra samtökunum Baader-
Meinhof, sem bönnuð eru í Þýzka-
landi. Þau voru stofnuð 1968 og
störfuðu til ársins 1972, er þau
leystust upp eftir handtöku leið-
toganna, Andreas Baader og
Ulriku Meinhof. Að undanförnu
hefur hins vegar verið unnið að
endurskipulagningu þeirra, að
því er v-þýzka iögreglan upplýs-
ir. Samtökin höfðu lýst því yfir
opinberlega á sínum tíma, að þau
væru hreyfing vinstrisinnaðra
borgaskæruliða — og mundu
starfa f samræmi við það.
Samtals hafa þá fimmtán
manns verið handteknir að und-
anförnu, grunaðir um aðild að
enduruppbyggingarstarfi samtak-
anna. Herferðin í nótt var þó hin
öflugasta, sem til þessa hefur ver-
ið farin gegn meintum félögum
þeirra; lögreglan réðst inn i íbúð-
ir sjömenninganna kl. 4 i nótt og
kom þeim þar á óvart. Jafnframt
lagði hún þar hald á mikið af
vélbyssum, jarðsprengjum og
táragasi.
Hinir handteknu verða leiddir
fyrir rétt sakaðir um ólöglega
neðanjarðarstarfsemi, landráð,
bankarán, svindl og að hafa vopn
Framhald á bls. 31
Moskvu og Washington,
4. febrúar. AP—NTB.
SOVÉTSTJÓRNIN hefur sett
fram þær kröfur, að vestræn ríki
aflétti hömlum á efnahagslegum
og póiitiskum samskiptum við
Kúbu og að Bandarfkjamenn
leggi niður herstöð sína við
Guantanamo flóa.
Kröfur þessar voru birtar í sam-
eiginlegri yfirlýsingu, sem Leon-
id Brezhnev, leiðtogi sovézka
kommúnistaflokksins og Fidel
Castro, forsætisráðherra Kúbu,
undirrituðu í Havana — og frá
þessu var samtímis skýrt i
Moskvu og Havana.
Fyrr í dag hafði Tass fréttastof-
an skýrt frá því, að Andrei Gro-
myko, utanrfkisráðherra Sovét-
Framhald á bls. 31
Ronald Biggs sá
handtekni
Rio de Janeiro, 4. febr.
AP—NTB
LÖGREGLAN í Rio hefur stað-
fest, að lestarræninginn brezki.
EBE býður Færeyjum
sérsamninga um fisk
Einkaskeyti til Mbl.
frá Jörgen Harboe,
Kaupmannahöfn, 4. febr.
[[] á fundi 1 Brússel í dag ákvað
ráðherranefnd Efnahagsbanda-
lags Evrópu að mæla með þvf, að
Færeyingum yrði boðinn frfverzl-
unarsamningur við EBE um fisk
og fiskafurðir — og að látið yrði
biða seinni tfma að bjóða þeim
fulla aðild að bandalaginu. Það
gæti orðið, eftir að stefna banda-
lagsins í fiskveiðimáluin liggur
Ijósar fyrir, sem tæpast verður,
fyrr en lokið er hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.
Frumkvæði að þessu máli hafði
utanríkisráðherra Dana, Ove
Guldberg, en Færeyingar höfðu
ákveðið að leita ekki eftir aðild að
E23E:
í ákvörðun ráðherranefndar er
byggt á þremur aðalatriðum. í
fyrsta lagi tekur nefndin tillit til
þess, að Færeyingar hafa hafnað
aðild að EBE að svo stöddu, og er
reiðubúin að reyna að finna
láusn, sem viðunandi megi teljast
fyrir alla aðila.
i öðru lagi er nefndin reiðubúin
að auka útflutning Færeyinga til
EBE með þvi að skera niður
Framhald á bls. 31
Ronald Biggs, hafi verið handtck-
inn þar f borg sl. föstudag. Það
gerðu tveir menn frá brezku
leynilögreglunni, en þeir fengu
hann þegar í hendur brasiliskum
yfirvöldum og hefur hann síðan
verið f varðhaldi í höfuðstöðvum
lögreglunnar f Rio de Janciro.
Biggs var handtekinn í gisti-
húsi gegnt hinni frægu
Copacabanaströnd, en þar gekk
hann undir nafninu Michael
Framhald á bls. 31