Morgunblaðið - 05.02.1974, Page 4

Morgunblaðið - 05.02.1974, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRUAR 1974 ^ 22122- RAUOARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 TEL 14444*25555 BÍLALEIGA car rental SENDUM Hverf isgötu 18 86060 /£5bílaleigan 'felEYSIR CAR RENTAL 24460 I HVERJUM BÍL PIO MEER ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKÍ VELDUR,HVER t SAMVINNUBANKINN i m HELDUR Bílaleiga GAB BENTAL Sendum 14*41660-42902 “SKODA EYÐIR MINNA. Shodb ■ UtGAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga. —i Sími 81260. Fimm manna Citroen G. S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8 — 22 manna Mercedes Benzi hópferðabílar (m. bílstjór- um).___________________ MIR RUKR UieSKIPTin SERI nucLVsn í 3H9rði»m5laí>itiu l STAKSTEINAR Einkennilegur leikur ÞESSA dagana fer fram einkennilegur leikur í stjórnar- ráðshúsinu við Lækjartorg. Rfkisstjórn landsins situr þar og hefur öryggismál þjóðar- innar að leik. Þar er ekki spurt, hverjir séu öryggishagsmunir tslendinga. heldur er spurt, hvað er hægt að gera f málinu, svo að rfkisstjórnin springi ekki. Allt gengur nú út á að hugleiða, hvað Alþýðubanda- lagið geti samþykkt í varnar- málunum. Framsóknarmenn setja fram tillögur, sem utan- ríkisráðherra „kynnir“ á opin- berum vettvangi, en fæst þó ekki til að svara þýðingarmikl- um spurningum um, hvað í tii- lögunum felist. Þó liggur fyrir, að f þeim er gert ráð fyrir, að hér verði áfram eftirlitsstöð, sem nægi til að við sinnum skyldum okkar gagnvart öðrum aðildarþjóðum Atlantshafs- bandalagsins, og að ekki bresti sá hlekkur í varnarkeðjunni, sem herstöðin á Keflavíkur- flugvelli er. 1 tiliögunum er á hinn bóginn ekki gert ráð fyrir, að beinum varnarhagsmunum ISLENDINGA verði sinnt. Einungis á að sinna varnar- hagsmunum bandaiags- þjóðanna og þá varnarhags- munum Islendinga að þvf marki, sem þeir fara saman. Og nú má daglega sjá á sfðum Þjóðviljans, að Alþýðubanda- lagið ætlar að ganga að þessu. t sl. viku birtist f biaðinu álykt- un miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins um málið. Þar sagði m.a.: „Miðstjórninni er á hinn bóginn Ijóst, að þar sem óhjákvæmilegt reyndist að fallast á það við myndun núverandi rfkisstjórnar, að Island yrði f NATO enn um sinn, fylgja þeirri aðild vissar kvaðir." Það er út af fyrir sig ánægju- legt, að Alþýðubandalagið skuli viðurkenna, að aðildinni að Atlantshafsbandalaginu fylgi sú skylda okkar Is- lendinga, að leggja okkar af mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins. Einhver hefði nú einhvern tíma ekki trúað, að slfk yfirlýsing kæmi úr þeim herbúðum. Það er á hinn bóginn hitt, sem afhjúpar gæfuleysi þessarar ríkisstjórn- ár f öryggismálunum, að beinir öryggishagsmunir tslendinga eru fyrir borð bornir f þessum tillögum, a.m.k. eftir þvf sem séð verður. Nú á eingöngu að hugsa um varnir bandaiags- þjóðanna, en ekkert að hugsa um, að hér verði varnarlið, sem sinni beinum landvörnum á Islandi. Þetta sýnir betur en flest annað, hvað það er, sem ræður ferðinni hjá ríkisstjórninni f þessu þýðingarmikla máli. Það eru ekki hagsmunir Islendinga sjálfra, heldur fer nú allt eftir þvf, hverju Alþýðubandalagið getur kyngt af stóru orðunum, svo að rfkisstjórnin geti enn um sinn setið við völd. Morgun- blaðið hefur að sjálfsögðu ekkert á móti þvf, að Alþýðu- bandalagið > kyngi óábyrgum yfirlýsingum sfnum um öryggismál landsins, en full ástæða er til að menn geri sér fulla grein fyrir þeim hráskinnsleik, sem nú á sér stað í stjórnarráðinu. Merkin sýna verkin Einn blaðamaður við Þjóð- viljann ritar pistil f blað sitt sl. sunnudag, þar sem hann hneykslast á því, að blaða- manni frá Þjóðviljanum skuli ekki hafa verið boðið á ráð- stefnu, sem samtök um vestræna samvinnu héldu nú um helgina. Einnig finnst hon- um ekki gott að hafa ekki verið boðaður á blaðamannafund, sem forgöngumenn undir- skriftasöfnunarinnar Varið land efndu til. Telur blaðamað- urinn þetta vera hina mestu svfvirðu og ósamrýmanlegt lýð- ræði. Astæðurnar fyrir. þvf, að blaðamaður Þjóðviljans var ekki boðaður á þessa fundi eru sennilega afar einfaidar. Þeir, sem þarna áttu hlut að máli, vita eins og allir þeir, sem fylgjast með skrifum dag- blaðanna, að blaðamönnum Þjóðviljans er ekki treystandi til að skýra hlutlaust frá mál- um. Allra sfzt, þegar um er að ræða málefni, sem ekki falla að opinberri lfnu blaðsins. Þetta hafa skrif blaðsins sjálf stað- fest að er rétt mat. Ekki sfzt skrif þess „blaðamanns", sem framangreindan pistil ritar. Nýjum Ingólfi Arnarsyni FYRIR fáum dögum sigldi í Reykjavikurhöfn nýr, glæsilegur skuttogari, „Ingólfur Arnarson" RE 201, eign Bæjarútgerðar Reykjavíkur, hinn fjóði þeirra sex skuttogara, sem smíðaðir eru á Spáni samkvæmt samningum ríkisstjórnarinnar. Aður eru komnir til landsins af þessum tog- urum þeir „Bjarni Benediktsson“ og „Snorri Sturluson“, eign Bæj- arútgerðar Reykjavíkur og „Júni“, eign Bæjarútgerðar Hafn- arfjarðar. Af þessu tilefni bauð útgerðar- ráð Bæjarútgerðar Reykjavíkur nokkrum gestum um borð í „Ingólf Arnarson“ í fyrradag þar sem skipið liggur í Reykjavíkur- höfn, framámönnum í togaraút- gerð, borgarstjóranum í Reykja- vík, Ráðherrum, bankastjórum og öldnum togarasjómönnum. Sveinn Benediktsson, formaður útgerðarráðsins, bauð gesti vel- komna. Minnti hann á, að þetta nýja skip bæri nafn og einkennis- stafi fyrsta nýsköpunartogarans, sem Islendingar eignuðust að af- lokinni síðari heimsstyrjöldinni, og sem jafnframt hefði reynzt ein- hver mesta happafleyta íslenzka togaraflotans síðan. Kvaðst hann vona, að gifta hins eldra skips, sem enn stæði vel fyrir sínu, mætti fylgja þessum nýja, glæsta farkosti. Sveinn Benediktsson rakti að nokkru útgerðarsögu hins eddra „Ingólfs Arnarsonar", sem nú ber nafnið „Hjörleifur", og ýmis gæfumerki, sem sér sýndust, að því skipi hafi fylgt, er það kom til landsins. Kvaðst hann vona að svipuð merki nú spáðu hinu nýja skipi sviðaðri giftu. Sveinn Benedikrsson skýrði frá því, að hinn fyrsti skipstjóri á hinum eldra „Ingólfi Arnarsyni" hefði verið Hannes Pálsson, sem valinn var úr hópi margra úrvals- skipstjóra, sem völ var á. Fylgdi honum mikil gifta, ekki aðeins um aflafeng heldur og mann- björg, svo sem kunnugt er. Þá tók við skipinu nokkru eftir að Hann- es lét af skipstjórn Sigurjón Stefánsson, sem gegndi starfinu fram til ársins 1972, eða um tveggja áratuga skeið. Og aldrei hefði því skeikað, að afkoma skipsins hafi verið með ágætum. Nú tæki Sigurjón Stefánsson við stjórn hins nýja skips, og kvað Sveinn það vera von sína og ósk, að gifta og gæfa mætti fylgja skipi, skipshöfn og nafni. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri tók til máls, og ræddi nokkuð í upphafi um fjárhags- vanda togaraútgerðarinnar í dag, og þá sérstaklega Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Hann benti á, að Reykjavík ætti útgerðinni og ekki sízt togaraútgerðinni vöxt sinn og viðgang að þakka. Allt benti nú til þess, að Reykjavík yrði ekki sízt að byggja á togaraútgerð í fram- tíðinni, ef hún ætti að blómgast sem stórborg á tslandi. Hann kvaðst fagna komu þessa skips til Reykjavíkur, eins og annarra sams konar skipa, og árnaði hin- um rlýja „Ingólfi Arnarsyni“, skipstjóra hans og skipshöfn allra heilla. Nokkrir gestir tóku til máls, Skúli Pálsson, Steindór Arnason og Loftur Bjarnason, fyrrverandi formaður F.I.B., sem allir höfðu stundan sjómennsku um langan eða skamman tíma. Rifjuðu þeir upp aðbúnað og vinnuskilyrði á togurum áður fyrr og kváðu eng- um ungum manni vorkunn að stunda sjómennsku á slíku skipi sem „Ingólfi Arnarsyni" hinum nýja. I framhaldi af þesu gat Sveinn Benediktsson þess, að nú væri vaktmaður í „Ingólfi Arnarsyni“ Guðmundur H. Guðmundsson, 86 ára að aldri, sem stundað hefði sjómennsku alls 67 ár, þar af 54 ár sem togarasjómaður. Kjartan Jóhannsson, formaður útgerðarráðs Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, kvaddi sér hljóðs og kvaðst vilja nota þetta tæki- færi, er nú kæmi til landsins hið fjórðaskip sem samninganefnd rík isstjórnarinnar hefði samið um smíði á á Spáni, undir forustu Sveins Benediktssonar, til að þakka Sveini fyrir þrotlaust starf og mikla fyrirhöfn, sem hann hefði aldrei talið eftir, til að koma í kring kaupum á þessum glæsi- legu skipum. Loks þakkaðí Sigurjón Stefáns- son skipstjóri góðar óskir í sinn garð og skipshafnarinnar. Hér fer á eftir lýsing á hinu nýja skipi. Togarinn Ingólfur Arnarson RE 201 er hinn fjóði af sex togur- um, sem samið hefur verið um smíði á vegna íslenzku ríkis- stjórnarinnar hjá skipasmíðastöð- inni AstiIIeros Luzuriaga S.A., Pasajes de San Juan á Sþani, en af þessum sex togurum verða þrír í eigu Bæjarútgerðar Reykjavík- ur. Skipið er í ísklassa II sam- kvæmt Lloyds reglum. Mesta lengd togarans er 68,7 metrar, milli lóðlína 59 metrar, breydd 11,6 metrar, dýpt frá millidekki 5 metrar, dýpt frá efra dekki 7,5 metrar, djúprista fullhlaðins 5 metrar. Skipið er 968,79 brl. að stærð samkvæmt hinum nýju mælingareglum. Samkvæmt hin- um eldri mælingareglum hefði skipið mælzt um 1417 brl., sam- kvæmt upplýsingum Siglinga- málastofnunarinnar. Bygging tog- fagnað arans hófst hjá skipasmíðastöð- inni í ágústmánuði 1971. Skipin höfðu verið tankprófuð hjá Hya Laborafarium i Lyngby i Dan- mörku samkvæmt tillögu Hjálm- ars Báðarsonar, isiglingamála- stjóra, og er það því að þakka, hve miklar sjóborgir skipin eru. Skipið er búið tveimur aðalvél- um af MAN gerð, og er hvor um sig 1410 hestöfl, og framleiða því aðalvélar skipsins 2820 hestöfl. Tvær ljósavélar eru í skipinu, önnur af MAN gerð, 230 hestöfl, hin af Caterpillar gerð, 67 hestöfl. Skipið er með skiptiskrúfu af Escher Wyss gerð, sem stjórnað er eftir atvikum af stjórnpalli eða úr vélarrúmi. Skipið er búið öll- um venjulegum fjarskiptatækj- um, gírókompás og sjálfstýringu, tveimur ratsjártækjum af Kelvin Hughes gerð, einnig fiskileitar- tæki frá Atlas, sjálfritandi með stækkurum af nýjustu gerð höfuðlínumæli af Elac gerð, sjálf- virkri miðunarstöð af japanskri gerð og veðurkortavél. I skipinu er togvinda af Brússel gerð, drifin af 520 hestafla rammótor. Tog- vindunni er hægt að stjórna af stjórnpalli eða af þiifari. Auk þess eru tvær aukavindur stað- settar á afturskipi, hvor fyrir 5 tonna þunga. Tvær vindur (grandaravindur) með 4 tromlum hvor, eru sín hvor- um megin við aðaltogvindurnar. Með þessu móti er ávallt unnt að hafa tvö troll tilbúin til veiða, en fram til byggingar þessara fjög- urra togara hefur á skuttogurun- um aðeins eitt troll verið tilbúið. Jafnframt þessu hafa verið gerð- ar breytingar á fyrirkomulagi á dekki, sem gera þetta mögulegt. Fjarskiptatæki eru frá M.P. Pet- ersen, Skipstjóri á skipinu er Sigurjón Stefánsson, en hann hefur áður um langt árabil verið skipstjóri á togaranum Ingólfi Arnarsyni. Fyrsti stýrimaður er Grimur Jónsson, fyrsti vélstjóri I heim- ferðinni og I fyrstu veiðiför skips- ins verður Alfreð Júlíusson, en síðar tekur við Ari Guðmundsson. Eftirlitsmenn með smíði skips- ins voru þeir Erlingur Þorkelsson vélfræðingur og Alfreð Júliusson vélstjóri. Einnig hefur flokkunar- féiagið Lloyd Register of Shipp- ing i London haft eftirlit með smíði allra sex skuttogaranna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.